Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 34
g2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Strákarnir í Þreki, hressir og kátir. Frá vinstri: Pótur, Kristján, Þóröur B., Halldór og Þóröur G. Margir þekkja ekki sveita- ball nema af afspurn einni - segja strákarnir í hljómsveitinni Þreki í spjalli við Járnsíöuna „Það má eíginlega með sanni segja að viö höfum tekíd það rólega framan af vetri og safnað þreki fyrir átökin,“ sögðu fimmmenn- ingarnir í hljómsveitinni Þrek er Járnsíðan heim- sótti hana í bílskúr við Eskihlíð kvöld eitt í síð- ustu viku. Þrek hetur haft fremur hægt um sig frá því sveitin tók til starfa á ný i haust í kjölfar mannabreytinga. Þetta er ekki gömul sveit, stofnuö upp úr áramótum 1983. Hljóm- sveitin ávann sér fljótt talsveröa hylli, en þegar kom fram á sumariö sundraöist hópurinn. Einhver þurfti aö fara aö vinna úti á landi og ofan á bættist, aö Gústaf Guömunds- son, trommuleikari, og Kristján Óskarsson, hljómborösleikari, hættu. Nýir menn (kornungir strákar væri nær aö segja) hafa komiö í þeirra staö. Kjartan Valdimarsson hefur tekiö viö hljómborösleiknum og Pétur Einarsson sér nú um trommuleikinn. Þeir Þórður Boga- son/söngur, nafni hans Guö- mundsson/bassi og Halldór Er- lendsson/gítar hafa veriö í Þreki frá byrjun. Þeir Halldór og Þóröur G. eru reyndar sveitungar af Snæ- fellsnesinu og kann þar aö ein- hverju leyti vera komin skýringin á vinsældum Þreks á „Nesinu“. Svaðilför Þaö réyndist ekki auöhlaupiö aö komast til strákanna, þar sem þeirvoru aö æfa sig í bílskúrnum. Hvergi var hægt aö leggja btlnum (menn eru kannski búnir aö gleyma því, en ekki er lengra síöan en í miöri síöustu viku, aö snjórinn var allt aö drepa hér í Reykjavík, hvaöa mat sem menn kunna aö leggja á snjóþyngslin á Bolungar- vík, innsk. — SSv.) og aö endingu varö ég aö koma honum fyrir í næstu götu. Þar festi ég mig svo auðvitaö er ég ætlaöi heim. Varö aö beygja mig undir þaö, aö nokk- ur forvitin andlit í nærliggjandi eldhúsgluggum mændu á mig, þar sem ég spólaði tryllingslega í skorningunum. Engum datt þó í hug aö vippa sér út og ýta. íslend- ingar! Þetta var nú annars útúrdúr. — Ég spuröi strákana í Þreki aö því hvernig tónlist þeir væru aðallega meö á efnisskránni? „Þetta er allra handanna rokk," sagöi leiötoginn Þóröur Bogason, sem aö öllu jöfnu haföi orö fyrir sínum mönnum. „Viö erum meö erlend lög aö mestu, alls um 20, en stefnan er aö leggja megináherslu á eigiö efni. Þegar veriö er aö stíla inn á dansleikina, eins og viö ger- um núna til þess aö afla einhvers fjár til aö standa undir tækja- kaupum, þýöir ekki aö bjóöa upp á lög, sem enginn þekkir. Þó höfum viö reynt aö læöa einu og einu laga okkar inn á milli og þaö er líkast til besta leiðin til aö kynna þau. Ann- ars leikum viö allflest lög, en viljum helst vera lausir viö „kokkinn“.“ — Er sterkari grundvöllur fyrir rokktónlist nú en t.d. í fyrra? „Já og þó .kannski er hann svipaöur. Þó er einkennandi fyrir landsbyggöina hversu vel fólk þar kann aö meta rokkiö. Það viröist eiga sér traustari hóp þar en hér í bænum.“ — Á sveit eins og Þrek ekki í mikilli samkeppni viö aöra flokka? „Nei, kannski ekki svo mjög. Þaö eru nefnilega ekkert voöalega margar hljómsveitir á feröinni nú, sem leika eitthvaö annaö en sína eigin tónlist. Þá hjálpar þaö vissu- lega til aö nú er engum Stuö- mönnum, Grýlum eöa Egó fyrir aö fara. Stuömenn og Egó hafa ekk- ert spilaö undanfarið og Grýlurnar eru hættar.- Vesturland — Eigiö þiö meira fylgi í einum landshluta en öörum? „Já, ætli Snæfellsnesiö og reyndar bara Vesturland almennt sé ekki okkar sterkasta svæöi. Til þessa hefur Suöurlandiö aö mestu veriö í eigu Kaktusar og Lótus frá Selfossi, en viö hyggjumst leggja til atlögu viö þaö einveldi meö vor- inu. Ætli viö hyggjum svo ekki á frekari landvinninga er líöur á sumariö,“ sagöi Þóröur og hló. — Eraö þið búnir aö bóka ykk- ur eitthvað á næstunni? „Já, viö eigurh aö spila í Tóna- bæ þann 24. febrúar, Borginni 10. mars og Hvoli 24. mars.“ Þess má svo geta, aö Þrek spilaöi í Ármúla- skóla nú í vikunni. „Annars er nauösynlegt fyrir okkur aö fara meira í skólana og kynna okkur og þaö veröur gert á næstu vikum. Hafi einhverjir skólar áhuga á aö fá okkur til aö spila, nú svo og allir aörir, þá má ná í okkur í síma 77671 (Þóröur Bogason) og 83566 (Halldór Erlendsson). Þaö er alveg nauösynlegt, aö kynna þetta fyrir krökkunum og reyna aö fá þá á sveitaböllin hjá okkur í sumar. Margir unglinganna þekkja alls ekki þetta fyrirbrigði sveitaball nema af afspurn." Strákarnir í Þreki eru allir á aldr- inum 17-21 árs, utan Þóröur B., og ég spuröi þá hvort þeir þekktu eitthvaö til sveitaballanna. Þaö varö fremur fátt um svör, „jú, eitthvaö“, en þeim leist þó ágæt- lega á aö fara aö kynna efnis- skrána fyrir framhaldsskólanem- unum meö sveitaböllin í huga í sumar. Eigin lög — Þiö segist vera meö eitthvaö af eigin lögum, hverjir semja þau? „Þaö eru nú einkum þeir Hall- dór, Kjartan og Þóröur G.,“ svar- aöi nafni Bogason. „En viö Þóröur B. sjáum svo um aö finpússa þau,“ skaut Pétur hlæjandi inn í. „Ég hef samiö lög viö tvö Ijóöa Steins Steinars og svo hef ég eitthvað veriö aö basla viö aö berja saman texta meö mislélegum árangri," sagöi Halldór." — Eru textarnir þá á íslensku? „Þaö væri auövitaö skemmtileg- ast aö semja þá á íslensku, en stundum vefst manni tunga um tönn og enskan verður ofan á.“ í kjölfar þessa spiluöu þeir Þrek- raunamenn lagiö Tunglskin eftir Halldór og ekki bar á ööru en þar væri hin laglegasta lagasmíð á ferö. Ég spuröi fimmmenningana í Þreki í lokin aö því hvort þeir hygöu á plötuútgáfu. „Auövitaö er þaö draumurinn. Eins og er stefnum viö á „demó"- upptökur og höfum pælt í því aö gefa út 2ja eöa 6 laga plötu meö vorinu. Þaö veröur hins vegar ein- hver aö gefa plötuna út, kannski gerum viö þaö sjálfir." — SSv. Frankie Goes to Hollywood-flokkurinn. Vinsældalistarnir Ekkert lát er á vinsældun- um á vinsældalista Járnsíð- unnar og Tónabæjar. Geng- ið í Tónabæ valdi hann sl. þriðjudag rétt eina ferðina og virðist jafnframt óðum vera að tileinka sér þaö nýj- asta, sem er aö gerast á breska listanum. En látum oss sjá: 1 (1) Break My Stride/MATTHEW WILDER 2 (2) What Is Love/HOWARD JONES 3 (-) Here Comes The Rain Again/EURYTHMICS 4 (7) Straight Ahead/KOOL AND THE GANG 5 (-) Relax/FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD 6 (3) Owner Of A Lonely Heart/- YES 7 (10) Where Is My Man/- EARTHA KITT 8 (5) New Dimension/IMAGINA- TION 9 (4) Running With The Night/- LIONEL RICHIE 10 (-) Radio Ga Ga/QUEEN Davíö Pálsson lét ekki sjá sig meö breska „topp-20“-listann aö þessu sinni svo viö veröum aö láta okkur nægja 10 vinsælustu lögin í Bretlandi af listanum, sem Melody Maker velur. Sá er ekki alveg eins og BBC-listinn, en mjög svipaöur: 1 (1) Relax/FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD 2 (2) Radio Ga Ga/QUEEN 3 (5) Doctor Doctor/THOMPSON TWINS 4 (3) Break My Stride/MATTHEW WILDER 5 (4) Girls Just Want To Have Fun/CYNDI LAUPER 6 (9) Holiday/MADONNA 7 (13) What Difference Does It Make/THE SMITHS 8 (22) Michael Caine/MADNESS 9 (17) Love Theme From The Thorn Birds/JUAN MARTIN 10 ( 8) New Moon On Monday/- DURAN DURAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.