Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
Þorrablót karlakórsins
Fóstbræðra er orðið
eitthvert víðfrægasta
þorrablót norðan
Alpafjalla, enda
stefna þeir Fóstrbræður þar saman
ýmiss konar mannvali fyrir utan það
mannval sem í kórnum er. Að sjálf-
sögðu fer blótið fram í félagsheimili
kórsins við Langholtsveg og gamlir
Fóstbræður láta ekki heldur á sér
standa; sumir hátt á níræðisaldri.
Formaður kórsins er Skúli Möller
og bauð hann gesti velkomna.
Þorrablót Fóstbræðra hefur
þríþætta sérstöðu. í fyrsta lagi er
eins og nærri má geta sungið mik-
ið og vel — og skiptust þeir á að
stjórna núverandi og fyrrverandi
söngstjórar, fjórir talsins; Ragnar
Björnsson, Jón Þórarinsson, Garð-
ar Cortes og Jónas Ingimundar-
son. f annan stað eru haldnir
fleiri og snallari ræður en gengur
og gerist, — og í þriðja lagi hafa
Fóstbræður komið á þeirri hefð að
bjóða ríkisstjórn og ýmsum öðr-
um ráðamönnum, til dæmis borg-
arstjóra. En það er eins og gengur
að ekki geta ailir komið alltaf, en
af hverju sem það nú stafar virt-
ust framsóknarráðherrar hafa
lagt stórum meiri áherzlu á að
mæta í þetta þorrablót en kollegar
þeirra úr Sjálfstæðisflokki. Ágúst
Bjarnason, sem lengi hefur sungið
í Fóstbræðrakórnum, hefur einnig
um árabil stýrt þorrablótunum og
gerði hann það enn sem fyrr með
húmor og röggsemi. Annar fastur
liður á þorrablótum Fóstbræðra
er ræða Helga Sæmundssonar,
sem syngur ekki f kómum, en
telst meistaraflokksmaður í ræðu-
stóli og er mál manna, að erfitt sé
að ganga að púltinu eftir að Helgi
hefur lokið máli sínu.
GS
Þrumugleði
Mi
Likið sungið og vel sungið. Hér tekur hluti
Fóstbræðra lagið — en óperusöngvararnir Kristinn
Hallsson og Sigurður Björnsson syngja með tilheyr-
andi tilþrifum.
á þorrablóti
Fóstbræðra