Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Dansinn leyfir allt: líkamsæfingar, heljarstökk og látbragösleik. Óvinaflokkar í fátækrahverfun- um í Suður-Bronx í New York tóku upp á því fyrir um 10 árum að gera af og til hlé (break) á slagsmálum sínum og keppa í staðinn um hvaða hópur gæti dansað best. Þetta voru sterkir og stæðilegir strákar, liðug- ir og í góðri þjálfun, taktfastir og furðu góðir dansarar. I*eir hristu sig og skóku, fóru heljarstökk, stóðu á höndum og haus og komu með þessu af stað nýrri dansdellu sem nú hefur breiðst út um öll Bandaríkin og borist til Evrópu. Farþegar með neðanjarðarlestun- um í I’arís geta skemmt sér við að horfa á „break-dansinn“ í Metró og sjónvarpsáhorfendur sjá honum bregða fyrir í auglýsingum. En mest er dellan í Bandaríkj- unum. New York er enn „höfuð- borgin". Dansflokkar troða upp í klúbbum en þó aðallega á götum úti og vegfarendur gefa vel fyrir sýninguna. í stúdentabæjum verður þröngin í kringum dans- Stelpur eru ný- farnar að taka þátt í break-dans- inum. DansaAí Los Angeles Dansflokkur í Metro í París. hópa stundum svo mikil að lög- reglan þarf að skerast í leikinn til að dreifa hópnum. Það eru enn aðallega svartir unglingsstrákar sem dansa og þá um sex í hverjum hópi. Spænskumælandi jafnaldrar þeirra, og aðrir hvítir strákar, eru að fá bakteríuna og stelpur eru jafnvel farnar að æfa. Músíkin er háttstillt rhythm og blues eða rokk af ferðastereó- tæki og listin er að gera sem fjölbreyttastar kúnstir. „Þetta er nýtt menningarfyrirbæri," sagði Bill Castellino, leikstjóri í San José í Bandaríkjunum. „Þetta er ekki lengur tískufyr- irbrigði, þetta er ný líkamsæf- ing, næstum því ný íþrótt." Þótt betur settir unglingar hafi fengið áhuga á dansinum eru enn flestir sem stunda hann atvinnulausir. Sálfræðingar telja dansinn góða aðferð fyrir krakkana til að losna við spennu úr líkamanum og sumir þora að vona að hann dragi nokkuð úr slagsmálum og bardögum í fá- tækrahverfum. Krakkarnir hugsa lítið um það. Þeir vonast til að verða svo góðir í listinni að það verði tekið eftir þeim og þeir fái hlutverk í sjónvarpsauglýs- ingu eða bíómynd. Michael Jackson, söngvari, er mjög fimur break-dansari og dansinum brá fyrir í myndinni „Flashdance" sem var ein vinsælansta myndin á Vesturlöndum í fyrra, og talið er að hvort tveggja hafi hjálpað til að breiða break-dans-áhug- ann út um heimsbyggðina. (Heimild: Herald Tribune. ab.) Ferðastereotæki sjá um undirspilið. „Break“- dansinn grípur um sig Vita- og hafnamálastjóm: Ekki á áætlun að dýpka höfn- ina á Höfn í Hornafirði EKKI stendur til á þessu ári að dýpka höfnina og innsiglinguna á Höfn í Hornafirði, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Daní- el Gestssyni, yfirverkfræðingi hjá Vita- og hafnarmálastjóra, en ástæða þess er sú að ekki er fyrir hendi fjárveiting í ár til dýpkunar- framkvæmda. Hins vegar sagði Daníel að fram hefði komið að þörf væri á dýpkun hafnarinnar á Höfn, en sjómenn og heimamenn hefðu kvartað yfir því að höfnin og innsiglingin væru of grunnar. Daníel sagði að ef það ástand skapaðist, að þjóðarhagur krefð- ist framkvæmda, þá væri ekki útilokað að útvegað yrði fé til framkvæmdanna, en ákvörðun um það væri alþingis. f nýlegu tölublaði Eystra- horns, sem gefið er út fyrir aust- an, er fjallað um þessi mál og segir þar m.a.: „Mikið hefur vejðst af loðnu undanfarna daga og hefur loðn- an verið að veiðast hér skammt undan. Lítið hefur samt verið landað af þessari loðnu hér á Höfn. Það hlýtur að vera mikið hagsmunamál fyrir byggðarlag- ið að fá loðnuna hingað til vinnslu. Hver er skýringin á því að bátarnir koma ekki hér inn með loðnuna. Heyrst hefur að það sé vegna þess að höfnin hér sé of grunn og eins að skipstjór- ar þessara báta séu smeykir við innsiglinguna hérna." Eystrahorn hafði samband við Sverri Guðnason en hann er for- maður hafnarnefndar og óskar Valdimarsson hafnarvörð og spurði þá hver skýringin væri á þessu. Þeir voru báðir sammála um að nauðsynlegt væri að dýpka höfnina, og hefði þurft að vera búið að því, nýbúið væri að mæla hana og kom í ljós að hún er grunn. Síðast var höfnin dýpkuð árið 1980, en það virðist hlaðast fljótt í hana aftur. Það stendur á fjármagni til þessara fram- kvæmda, eins og í svo margt annað. Sverrir sagði að það hefði verið í bígerð á sl. sumri að kaupa hingað dýpkunarskip er- lendis frá, en ekki fékkst inn- flutningsleyfi fyrir því, það þótti of gamalt. „Best væri að hafa slíkt tæki hér á staðnum, þá væri hægt að beita því þegar á þarf að halda," sagði Sverrir. „Það eru næg verkefni fyrir slíkt skip hér. í hvert sinn sem höfnin hefur verið dýpkuð hefur um '/i af þeim kostnaði sem í það hefur farið, farið í að flytja dýpkun- artækin hingað. f þau skipti sem höfnin hefur verið dýkuð virðist aldrei hafa verið tími til að gera verkið al- mennilega, þetta hefur oft verið unnið á óheppilegum árstíma og ekki verið tekið nóg úr höfninni í hvert sinn. Innsiglingin er líka að verða slæm og veitir ekki af að dýpka hana.“ Kvikmynda- eftirlitið setur ekki starfsreglur í fréttatilkynningu sem Kvik- myndaeftirlit ríkisins hefur sent frá sér segir m.a. að vegna þess mis- skilnings sem virðist gæta í umræðu um starf og valdsvið eftirlitsins þyki rétt að benda á nokkur atriði varð- andi starf þess. Segir að gæta verði þess að Kvikmyndaeftirlitið setur sér ekki reglur sjálft, heldur vinnur samkvæmt lögum nr. 53/66 um vernd barna og ungmenna. í þeim reglum segir m.a. að enga kvikmynd megi sýna börnum innan 16 ára aldurs nema með undangenginni athugun, sem framkvæmd sé af mönnum sem ráðherra hefur tilnefnt til þeirra starfa. Skulu skoðunarmenn meta hvort kvikmynd geti haft skaðleg áhrif á siðferði og sálarlif barna. Þá afli það ekki barni aðgang að mynd sem því er bönnuð vegna aldurs að vera í fylgd með full- orðnum. Þá segir enfremur að barnaverndarnefndir á viðkom- andi stöðum skuli hafa eftirlit með að þar séu aðeins sýndar myndir sem kvikmyndaeftirlitið hefur leyft. Ennfremur er í tilkynningunni bent á að samkvæmt lögunum skal miða aldur barna við fæðingarár, en ekki fæðingardag. Þá tekur Kvikmyndaeftirlitið fram að það hefur ekki með skoðun kvikmynda fyrir sjónvarpið að gera. ^uglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.