Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
Útflutningsfyrirtækið Selnes hf.:
Hefur gert samning
um sölu á 10 þúsund
tonnum af dilkakjöti
til Bandaríkjanna
— Samsvarar árs neyslu íslendinga á dilkakjöti
ÍITFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ Selnes hf. í Reykjavík hefur gert samning
um sölu á 10 þúsund tonnum af íslensku dilkakjöti til Bandaríkjanna, ad
sögn Andrésar I'orvarðarsonar forstjóra fyrirtækisins. Kjötið á að afgreiðast
á fimm árum, þar af 1 þúsund tonn af slátrun síðasta hausts sem afgreiðast
eiga eftir 3—4 mánuði. Söluverð kjötsins er um 700 milljónir íslenskra
króna.
Andrés sagði í samtali við Mbl.
að kjötið væri selt til verslana-
keðja í Bandaríkjunum í gegnum
innflutningsfyrirtækið Ó. Jónsson
International Ltd. í New York.
Sagði hann að möguleikar hefðu
verið á sölu á mun meira magni en
möguleikarnir takmörkuðust við
þau þrjú sláturhús hér heima sem
enn sem komið er hefðu viður-
kenningu heilbrigðisyfirvalda í
Bandaríkjunum. Sagði Andrés að
kjötið væri selt stykkjað og pakk-
Mjólkur-
lítrinn
í 18,90
krónur
— Mjólkurvörur hækka
um 7,8—10,5%
MJÓLKURVÖRUR hækkuðu í verði
í gærdag um 7,8—10,5%, mismun-
andi eftir tegundum samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins. Sem
dærai um hækkunina má nefna, að
verð á nýmjólk í 1 lítra fernum
hækkar úr 17,10 krónum í 18,90
krónur, eða um 10,5%.
Rjómi í ‘4 líters fernum hækkar
úr 27,75 krónum í 29,95 krónur,
eða um liðlega 7,8%. Rjómi í xk
lítra fernum hækkaði úr 54,85
krónum í 59,15 krónur, eða um lið-
lega 7,8%.
Þá má nefna, að kílóið af skyri,
pökkuðu og ópökkuðu, hækkar um
9,1%, eða úr 27,00 krónum í 29,45
krónur.
að í neytendaumbúðir og væri
áætlað að um 100 manns fengju
vinnu við að vinna þessi fyrstu
þúsund tonn hér á landi, næstu 4
mánuði.
Aðspurður um hvort fyrirtækið
hefði tryggt sér það kjötmagn sem
hér um ræðir sagði Ottó Þormar
framkvæmdastjóri hjá Selnes hf.,
að þeir hefðu haft um þetta fullt
samráð við Gunnar Guðbjartsson
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs, Sveinbjörn Dagfinnsson
ráðuneytisstjóra í landbúnaðar-
ráðuneytinu og Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra og
hefði þetta m.a. farið fyrir ríkis-
stjórnarfund. Hefðu þeir fengið
góðar undirtektir hjá þessum aðil-
um og gert sína samninga á
grundvelli þess. Þau þrjú sláturh-
ús sem leyfi hafa til slátrunar á
Bandaríkjamarkað eru öll innan
SÍS og sagði Ottó í því sambandi
að ekki væri hægt fyrir einhverja
aðila að einoka sölu kjötsins á
lægra verði þegar greitt væri með
því af almannafé þó viðkomandi
aðili sjái um slátrun á því. Sagði
Ottó að samið hefði verið við Eim-
skip um flutning kjötsins og yrðu
notaðir til þess nýir gámar sem
sérstaklega hefðu verið smíðaðir
til matvælaflutninga.
Framleiðsla á kindakjöti hér á
landi nemur um 13 þúsund tonn-
um á ári og neysla innanlands er
um 10 þúsund tonn. Er sala Sel-
ness hf. því jafn mikil og heils árs
neysla á kindakjöti hér innan-
lands. Ef af þessari sölu fyrirtæk-
isins verður gæti hún orðið til að
leysa offramleiðsluvandamál
sauðfjárbúskaparins en nú eru til
í landinu um 6 þúsund tonn af
kindakjöti umfram neyslu fram að
næstu sláturtíð. Samsvarar þessi
sala kjötafurðum eftir 555 þúsund
fjár en í landinu eru nú um 709
þúsund fjár.
Frá opnun tilboðanna. Á myndinni eru frá vinstri þeir Þorbergur Halldórsson, innkaupastjóri, sem opnaði tilboðin,
Örn Marinósson, skrifstofustjóri, sem kynnti nöfn tilboðsgjafa og Rögnvaldur Þorkelsson, byggingastjóri, sem las
upp upphæðir tilboðanna. Lj6smynd/Ól. k.m.
Tilboð f jarðgöng og stöðvarhús við Blöndu opnuð í gær:
Lægsta tilboð nam
64,9% af áætlun
TILBOÐ í byggingu jarðganga og stöðvarhúss neðanjarðar fyrir Blönduvirkj-
un voru opnuð í gær. Tilboðin voru þessi, frá lægsta til hæsta tilboðs, en
hlutfall af kostnaðaráætlun er innan sviga.
1. Jernbeton AS og Ellert Skúla-
son hf., 315,7 millj. kr. (64,9%).
2. Furuholmen AS og Hagvirki hf.,
367,5 millj. kr. (75,6%).
3. Hoyer Ellefsen AS, ABV, AB og
Vörðufell hf., 368,5 millj. kr.
(75,8%).
4. Vestro OY, Finnlandi, Elovouri
OY, Finnlandi, 440,4 millj. kr.
(90,6%).
5. JCC Johnson Construction Co.
AB, Svíþjóð, 451 millj. kr. (92,7%).
6. Astrup & Aubert AS, Noregi og
P. Holzmann, V-Þýskalandi, 457,9
millj. kr. (94,1%).
7. ístak, Loftorka, E. Pihl & Son,
Danmörku og Skánska Cement-
gjuteriet í Svíþjóð, 505,7 millj. kr.
(104,0%).
8. Dycerhoff & Widmann AG,
V-Þýskalandi, 553,5 millj. kr.
(113,8%).
9. Société Dumez, Frakklandi,
619.1 millj. kr. (128,7%).
10. Alfred Kunz. GmbH, Held &
Francke Bau-Ag og Polensky &
Zöllner AG, V-Þýskalandi, 626
millj. kr. (128,7%).
11. Energoproject, Júgóslavíu,
733.1 millj. kr. (150,7%).
f frétt frá Landsvirkjun segir
um tilhögun Blönduvirkjunar að
virkjun árinnar byggist á því að
úr stóru miðlunarlóni sé vatninu
veitt nýja leið um vötn og skurði
að inntaki í landi Eiðsstaða, en
þaðan fellur það um neðanjarð-
arstöð út í farveg Blöndu, skammt
innan Gilsár. Blanda verður stífl-
uð við Reftjarnarbungu með jarð-
stíflu og steinsteyptu yfirfalli, en
Ríkissjóður 1983:
Greiðsluafkoma neikvæð um 1260 m.kr.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs
1983, sem var áætluð jákvæð um
17 m.kr. í fjárlögum þess árs,
reyndist óhagstæð um 747 m.kr.,
segir í skýrslu fjármálaráðherra
um ríkisfjármál 1983, skv.
bráðabirgðatölum ríkisbókhalds
í árslok 1983. Greiðsluheimildir
fjárlaga stóðu til 12.973 m.kr. út-
gjalda, en þau reyndust hinsveg-
ar 16.227 m.kr., eða 3.304 m.kr.
umfram fjárlagaheimildir. Sam-
tala rekstrarafgangs, lánahreyf-
inga utan Seðlabanka og við-
skiptareikninga myndar hins-
Endurskoöuö Bráöab.tölur Bráöab.tölur,
vegar neikvæða greiðsluafkomu
ríkissjóðs að fjárhæð 1.260 m.kr.
Þessi fjárþörf ríkissjoðs hefur
verið fjármögnuð innan ársins
með yfirdrætti á aðalviðskipta-
reikningi ríkissjóðs í Seðalbank-
anum. Ef ekki hefðu komið til
efnahagsráðstafanir, sem gripið
var til á fyrri hluta liðins árs, og
verðlagsþróun í landinu þróast
eins og verið hefði án þeirra að-
gerða, hefði ríkissjóðsdæmið lit-
ið enn verr út en þessi neikvæða
staða sýnir.
Fjárlög 1983 áætlun maí, 1983 ríkisbókhalds 31.12.1983 greióslugrunnur 31.12.1983
1. Tekjur 13.007 15.000 15.100 15.100
2. Gjöld 12.973 15.632 16.598 16.263
3. Tekjur umfr. gj. 34 4032 4-1.498 +1.163
4. Lánahreyfingar, Seölabanki meótalinn (nettó) +2 +213 911 576
5. Viösk.reikningar ♦15 + 15 +160 +160
6. Greiösluafgangur 17 -860 ♦747 +747
d) Fjárlög 1983 Yfirlit II (2) Endurskoóuö áætlun maí, 1983 (3) Bráóabirgóa- tölur 31.12.1983
6. Greiósluafgangur (sjá Yfirlit I) 17 +860 +747
7. Seölabanki: Nýjar lántökur _ +623
Afborganir af lánum 60 60 110
8. Greiösluafkoma ríkissjóös 77 4000 +1.260
Yfirlit III
(1)
Framvinda
1983
%
(2)
Fjárlög
1983
%
1. Launabreytingar ...
2. Meöalgengi .......
3. Framfærsluvísitala
Byggingarvisitala ...
Lánskjaravísitala ...
52
89
84
70
79
42
39
42
42
42
Aukafjárveitingar skiptast þannig á stærstu útgjaldaliöi (í m.kr.):
Almannatryggingar ...................... 791 Vextir................................ 170
Niöurgreiöslur ......................... 194 Vegagerö.............................. 253
Niöurgreiöslur v/rafhitunar ............ 100 Veröjöfnunargjald raforku ............. 80
Lánasjóöur ísl. námsmanna............... 135 Ríkisspítalar ........................ 185
Sýslumenn og bæjarfógetar .............. 136 Lögreglustjórinn í Reykjavík .......... 35
Landhelgisgæslan ........................ 36 Þróunarsamvinnustofnun íslands ........ 28
Háskóli íslands........................... 26 Aörar aukafjárveítingar............. 1.102
ByOQing grunnskóla ..................... 33
3.304
Aukafjárveitingar samtals
Tafla I sýnir afkomu ríkissjóðs 1983, skv. bráðabirgðatölum ríkisbókhalds. Tafla II sýnir greiðsluafkomu ríkissjóðs í árslok gagnvart bankakerfinu.
Tafla III sýnir annars vegar hvern veg fjárlög fyrlr árið 1983 mátu verðlagsþróun milli 1982 og 1983 og á árinu 1983, hins vegar hvern veg reynslan var.
Loks eru aukafjárveitingar, þ.e. útgjöld umfram fjárlagaheimildir, sundurliðaðar eftir útgjaldaliðum, samtals 3.304 m.kr.
yfirfallshæð verður í byrjun 474,3
m yfir sjávarmáli og nýtanleg
miðlun í lóninu verður þá 220
gígalítrar. Síðar verður stíflan
hækkuð þannig að yfirfallshæð
verði 478,0 m y.s. og nýtanleg
miðlun 400 gl. Flutningsgeta yfir-
fallsins verður um 900 m3 Úr lón-
inu verður botnrás með flutn-
ingsgetu 300 m3 Önnur jarðstífla
verður gerð í Kolkukvísl og þar í
steinstypt lokuvirki sem hannað
er til þess að hleypa allt að 100 m3
í veituskurði virkjunarinnar.
Vatnsvegir frá miðlunarlóni eru
um það bil 10,9 km um skurði og
7,1 km um vötn að inntakslóni,
sem myndast í Eldjárnsstaðaflá
með stíflu í Gilsá.
Venjulegt vatnsborð í inntaks-
lóni verður í 410 m y.s. og nýtanleg
miðlun um 20 gl. Við vesturenda
stíflunnar verður yfirfall, sem
flutt getur 80 m3, og frá lóninu
liggur 1300 m langur aðrennslis-
skurður að stöðvarinntaki, sem
búið er ristum og lokum ásamt
lokuhúsi fyrir lyfti- og stjórnbún-
að. Frá inntakinu liggur 350 m
löng og 4 m víð stálpípa niðurgraf-
in en þá taka við lóðrétt þrýsti-
göng. Þrýstigöngin eru stálfóðruð
230 m löng og 3,4 m víð og greinast
í þrjár láréttar pípur, sem liggja
að þremur Francishverflum í
stöðvarhúsinu. Vélarnar eru 50
mw hver.
Stöðvarhellirinn er áætlaður
12,3 m víður, 66 m langur og um
það bil 28 m hár. Rafalagólf verð-
ur í 122,34 m y.s. og vélasalur og
hlaðrými verða i 126,30 m y.s.
Frá sográsum vélanna liggja um
1700 m löng frárennslisgöng um
36 m2 að þversniðsflatarmáli og
frá þeim 1200 m langur frárennsl-
isskurður í árfarvegi Blöndu.
Aðkomugöng liggja úr Blöndu-
dal norðan við Eiðsstaði að stöðv-
arhúsinu. Þau eru 800 m löng, 25
m2 að flatarmáli og með 12,5%
halla.
Hjálpargöng tengja þrýstigöng og
frárennslisgöng við aðkomugöng-
in. Hjálpargöngin verða síðan not-
uð sém jöfnunarsvelgur við frá-
rennslið.
Lóðrétt strengja- og loftræsti-
göng liggja frá stöðvarhúsinu að
spennum og rofum, sem verða úti
og í stjórnhúsi yfir stöðinni.
Göngin verða 220 m löng og
þversnið um 14 mz.
Frá stöðinni verða lagðar há-
spennulínur, 132 kv til tengingar
við byggðalínuna í Blöndudal.