Morgunblaðið - 03.03.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
11
Egilsstaðir:
Fundur um launamál kvenna
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, alþingismaður, frá framkvæmdanefnd um launamál kvenna, og hluti fundarmanna.
KffiLsstödum, 18. febrúar
Á KIJNDI um launamál kvenna
sem haldinn var í Valaskjálf í dag
kom m.a. fram að 30% mismunur
er á launum karla og kvenna á
Kgilsstöðum samkvæmt niðurstöð-
um jafnréttiskönnunar er Jafnrétt-
isnefnd Egilsstaðahrepps lét gera í
desember síðastiiðnum. Er þetta
heldur minni munur á launum
kynjanna en komið hefur í Ijós
annars staðar í svipuðum könnun-
um.
Könnunin náði til 246 kvenna
á aldrinum 25—60 ára. Svör bár-
ust frá 168 konum eða 68,3%.
Það kom fram í könnuninni að
atvinnuþátttaka kvenna á Eg-
ilsstöðum hefur stóraukist hin
síðari ár — var árið 1976 68,6%
en er nú 85,7%.
Það var Elísabet Svavarsdótt-
ir, félagsráðgjafi, sem kynnti
niðurstöður könnunarinnar á
fundinum, en hún vann könnun
þessa fyrir jafnréttisnefndina.
Framkvæmdanefnd um launa-
mál kvenna boðaði til fundarins
í dag í samvinnu við Jafnréttis-
nefnd Egilsstaðahrepps og
verkalýðsfélög á staðnum.
Af hálfu framkvæmdanefnd-
arinnar töluðu þær Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, alþing-
ismaður, og Sigrún Sturludóttir,
fulltrúi. Röktu þær aðdraganda
að stofnun framkvæmdanefnd-
arinnar og hvöttu konur til virk-
ari þátttöku í kjarabaráttu svo
að réttlátari tekjuskipting næð-
ist í þjóðfélaginu.
Þá fluttu ávörp Gyða Vigfús-
dóttir, Verkalýðsfélagi Fljóts-
dalshéraðs, og Sigrid Toft,
Verslunarmannafélagi Austur-
lands.
{ lok fundarins var eftirfar-
andi ályktun samþykkt: „Fundur
um launamál kvenna haldinn á
Egilsstöðum 18. febrúar 1984
vekur athygli á því gífurlega
launamisrétti sem allar kannan-
ir sýna að nú ríkir á milli kvenna
og karla á vinnumarkaðnum. Við
svo búið má ekki standa. Fund-
urinn skorar á aðila vinnumark-
aðarins að gera sérstakt átak í
komandi kjarasamningum til að
rétta hlut þeirra sem verst eru
settir, en þar eru konur í meiri-
hluta. Jafnframt skorar fundur-
inn á konur hvar í stétt sem þær
standa að taka höndum saman
um að leiðrétta kjör sín og ná
mannsæmandi launum."
Fundurinn var fjölsóttur.
— Ólafur.
"TEKI6 E(? FRflM flO l' 5Pfl ÞJÓ0HB&S:
STOFNUNflR SÉU ÓUISSUÞÆTTlR EINSOír
VER0 A LOONUMJOLI.STYRKLEIKI SÍLDRR-
STOFNSINS OCr UILLUR RftfiHERRR'1
Höföar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
BILASÝNING
Mazda 1984
Sýndar veröa 1984 árgeröirnar af MAZDA 323, MAZDA
626 og MAZDA 929, sem nú kemur á markaöinn í nýju og
breyttu útliti og með fjölmörgum tæknilegum nýjungum.
Ennfremur sýnum viö úrval af notuðum MAZDA bílum,
sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA
FRÁ MAZDA.
5
8
?
JK
Mazaa
BILABORG HF.
Smiðshöfða 23 sími 812 99