Morgunblaðið - 03.03.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
15
Ugla og „guðirnir“ hjá organistanum — Tinna Gunnlaugsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Barði Guðmundsson.
í kaffi hjá organistanum — Tinna Gunnlaugsdóttir (Ugla), Þóra Friðriksdóttir (Kleópatra), Þóra Borg (móðir
organistans) og Árni Tryggvason (organistinn).
Ugla og „guðinn“ Jens — Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.
Guðný Árland og Língó — Sigrún Edda Björnsdóttir og John Speight.
Ugla ákveðin
ímynd íslensku
þjóðarinnar
— segir Tinna Gunnlaugsdóttir
„Þetta var erfitt hlutverk, Ugla
er stórt hlutverk og hún sést í
kvikmyndinni allan tímann,“ sagði
Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkona í
samtali við blm. Morgunblaðsins,
en hún leikur annað tveggja aðal-
hlutverka í hinni nýju kvikmynd,
„Atómstöðinni", sem gerð er eftir
sögu Halldórs Laxness.
„Hlutverk Uglu var á margan
hátt erfitt, því hún er persóna í
bók, en kvikmynd er sjálfstætt
listaverk. Hins vegar er persóna
bókarinnar grunntón þeirrar
persónu sem kvikmyndin er
skrifuð um. Þá er hlutverk Uglu
erfitt að því leyti aö hún er á
sviðinu nánast allan tímann.
í sögunni er Ugla ákveðin
ímynd íslensku þjóðarinnar eða
þess í okkur, sem við teljum is-
lenskt og við viljum varðveita og
öll viðbrögð hennar í myndinni
eru hrein og bein," sagði Tinna.
„Ugla er úr sveit og þó hún sé
fátæk lítur hún á sig sem jafn-
inga annarra, — hún lítur á
lömbin í sveitinni með sama
hætti og hún lítur á þingmenn í
Reykjavík," sagði Tinna.
„Atómstöðin er einnig drama-
tísk saga, Ugla er líka kona af
holdi og blóði, en ekki bara
hlutgerfingur hugmynda.
Hlutverk Uglu er langstærsta
hlutverk sem ég hef leikið. Það
var á margan hátt ný reynsla að
leika í þessari kvikmynd, þetta
var samfelld og mikil vinna, lík-
ast því að stíga inn í annan heim
í sumar, á meðan á gerð myndar-
innar stóð, en vinna við myndina
stóð allt frá því ég hætti í leik-
húsinu og þar til leikhúsið byrj-
aði aftur og raunar lengur,"
sagði Tinna.
„Það er að mörgu leyti auð-
veldara að leika hlutverk, þar
sem maður getur hengt sig í
ákveðna týpu, en þannig var það
ekki með Uglu. Hún bregst við
hverri uppákomu eins og hjartað
býður henni. Því varð ég i
kvikmyndinni, að bregðast við
hverri uppákomu eins heiðarlega
og mér var unnt,“ sagði Tinna.
„Þetta var mjög skemmtileg
vinna, það var mjög góður andi á
meðal starfsfólksins allan tím-
ann á meðan á töku myndarinn-
ar stóð,“ sagði Tinna Gunn-
laugsdóttir.
Búi eflaust samnefnari
fyrir menn víða í heiminum
„VENJULEGA þegar fólk les
sögu, mótar það í huga sínum per-
sónuna og oft mjög sterkt og síðan
getur orðið erfitt að fylla út í þann
ramma, sem fólk hefur sett per-
sónunni, en leikarinn þarf alltaf að
finna samnefnara fyrir þær hug-
myndir, til þess að persónan verði
heilsteypt," sagði Gunnar Eyjólfs-
son leikari, í samtali við Morgun-
blaðið, en hann leikur Búa Árland
í kvikmyndinni „Atómstöðin",
sem gerð er eftir sögu Halldórs
Laxncss og frumsýnd verður í dag,
laugardag.
— segir Gunnar
Eyjólfsson
sem leikur
Búa Árland
Gunnar gat þess að erfitt væri
að tala um myndina á þessu
stigi, en viðtalið var tekið áður
en leikarar höfðu séð hana.
„Myndin er ennþá fjarlæg mér,
því hún er í burðarliðnum núna,
hvað mér viðkemur," sagði
Gunnar.
„Það er mjög ánægjulegt, fyrir
íslenskan leikara að fá að glíma
við sögur okkar, við eigum mikið
af góðum sögum eftir góð skáld,
og að fá að glíma við sögu eftir
Halldór Laxness og jafn frábæra
sögu og Atómstöðin er, er út af
fyrir sig mikil upplifun fyrir
hvaða leikara sem er. Ég held að
ég tali nú fyrir munn allra
þeirra sem koma nálægt kvik-
myndagerð og leikhúsi á íslandi,
að við vonum að það verði fram-
hald á kvikmyndagerð á íslandi
og að sá fjörkippur sem er í
kvikmyndagerðinni nú, verði að
miklum hræringum í okkar
listalífi," sagði Gunnar.
Aðspurður um persónuna, sem
Gunnar leikur í kvikmyndinni,
sagði Gunnar: „Búi Árland er
mjög skýr í mínum huga sem
persóna, ég er spenntur að vita,
hvort mér hefur tekist að koma
þeim hugmyndum sem ég hef um
hann til skila. Ég á erfitt með að
segja skoðun mína á Búa Árland,
— hann er vitur maður, hann er
stjórnmálamaður og leiðandi afl
í íslensku þjóðiífi. Hann er ör-
lagavaldur, og gæti verið mesti
örlagavaldur sinnar þjóðar, en
því á tíminn eftir að skera úr.
Búi er eflaust samnefnari fyrir
menn víða í heiminum. Ég sé At-
ómstöðina þannig, að hún er ís-
lensk saga, en í ákaflega víðum
ramma, sem spannar langt út
fyrir ísland og Búi Árland er til
alls staðar, — í öllum löndum.
Það er verið að fjalla um mann í
þessu verki, sem er þegn lítillar
þjóðar, en það er sótt að honum
af ýmsum öflum og spurningin
er sú, hvort gerðir hans séu
réttlætanlegar, en þeirri spurn-
ingu verður hver að svara fyrir
sig. Spurningin er sú, hvort við
getum réttlætt gerðir hans,
hverrar þjóðar sem hann er,“
sagði Gunnar Eyjólfsson að lok-
um.