Morgunblaðið - 03.03.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
17
Lífinu tekið med ró á Sæludög-
um...
nemenda í framhaldsskólum.
Um 50 manna hópur hefur unn-
ið sleitulaust að undirbúningi
þessara daga síðastliðinn mánuð.
Við höfum reynt að hafa þetta
sem fjölbreyttast og bjóða upp á
að minnsta kosti þrjá til fjóra
valkosti í hádeginu. Þá geta nem-
endur valið um að spila á spil,
tefla, horfa á kvikmynd, hlusta á
tónleika, ljóðaupplestur og fleira í
þeim dúr.“
Fyrir skömmu var kosinn „herra
Fjölbrautaskóli í Breiðholti** og var
þessi mynd tekin við það tækifæri. Á
myndinni má sjá Sigurð Levy,
„herra Fjölbrautaskóla í Breiðholti“
1983, krýna Stefán Þór Stefánsson,
afhenda honum titilinn og fylgihluti
hans (kórónu, borða o.s.frv.)
mennska og fegrun skólans. Síð-
astnefndi hópurinn hefur unnið að
því að gera skólann og umhverfi
hans hlýlegra.
Leiklistarhópurinn hefur meðal
annars æft leikþætti sem sýndir
voru á árshátíð skólans í Gamla
bíói. Við höfðum barnagæslu í
gangi hérna fyrir börn kennara og
nemenda og var barnanna gætt á
meðan foreldrarnir unnu með sín-
um hópum. Kennararnir tóku
virkan þátt í þessu með okkur og
ég er sannfærður um að vinnuvika
Hluti árdaganefndar, talið frá
vinstri: Edda B. Sigurðardóttir, Már
Guðbergsson, Hulda Ruth Ársæls-
dóttir, Kamr Sigurð og Sigríður
Karlsdóttir.
sem þessi eflir jákvæð samskipti,
annnars vegar innbyrðis á milli
nemenda og hinsvegar á milli
kennara og nemenda," sagði
Heimir Már að lokum.
Þess má geta að árdögunum
lauk með árshátíð skólans í Gamla
bíói síðastliðinn fimmtudag. Hún
hófst með skemmtidagskrá kl. 13
og um kvöldið var dansleikur í
veitingahúsinu Þórscafé þar sem
„árdagarnir voru dansaðir út“,
eins og einn nemandi fjölbrauta-
skólans við Ármúla komst að orði.
Unnið í tágavinnu.
Mikill bridgeáhugi í Hveragerði
HveragerAi, 19. februar.
BRIDGEFÉLAGIÐ í Hveragerði
starfar með miklum blóma um
þessar mundir og stendur nú yfir
aðalkeppni félagsins á þessu ári,
svokölluð Esso-keppni, en Olíufé-
lagið hf. gaf farandbikar, sem
keppt er um. Tíu sveitir taka þátt í
keppninni.
Eg leit inn hjá bridgespilurun-
um í Félagsheimili Ölfusinga,
síðastliðið fimmtudagskvöld, en
þar sátu 40 félagar í þungum
þönkum yfir spilunum og var
auðfundið að þarna var mikil al-
vara á ferðum. Ég náði tali af
einum félaganna, Lars Nilsen, og
bað hann segja örlítið frá félags-
starfinu og hafði hann þetta að
segja:
„Bridgefélag Hveragerðis var
stofnað árið 1962 og fyrsti for-
maður þess var einn af okkar
eldri og reyndari spilurum,
Þórður Snæbjörnsson. Mikil
gróska var í spilamennskunni
fyrsta árið og spiluðu 10 sveitir í
fyrstu sveitakeppninni. Félags-
menn í dag eru 52 taísins, þar af
8 konur, sem við erum mjög
stoltir af. Mikill áhugi virðist
vera hjá ungu fólki að læra að
spila bridge og fyrir áramótin
spiluðu með okkur fjórir ungir
strákar úr gagnfræðaskólanum
og stóðu sig með mikilli prýði, en
urðu að hætta vegna samræmdu
prófanna.
Vetrarstarfsemin byrjaði ekki
vel, því þegar til átti að taka
reyndist ekkert húsnæði tiltæki-
legt. Fyrir velvilja eins félagans
fengum við inni í húsnæði sem
hann á og færum við honum
bestu þakkir fyrir. Eftir áramót
fengum við svo inni í Félags-
heimili Ölfusinga og þar spilum
við á fimmtudagskvöldum.
Starfandi félagasamtök í
þorpinu eiga í miklum vandræð-
um með húsnæði til funda og
samkomuhalds og mættu
hreppsnefndarmenn fara að
gera eitthvað í þeim málum fyrir
Hvergerðina í stað þess að yppta
öxlum ár eftir ár.
Núna stendur yfir „Esso“-
sveitakeppnin, sem 10 sveitir
taka þátt í. Olíufélagið hf. gaf
mjög veglegan farandbikar fyrir
þessa keppni og erum við þakk-
látir fyrir þann höfðingskap og
hlýhug í garð félagsins," sagði
Lars að lokum.
Hluti bridgefélaganna í þungum þönkum. Morgunbl.Aki/Signir..
Hljóðláti dieselbíllinn
Mazda 626
BlLASÝNING
í dag, laugardag frá kl. 10 — 4.
Ennfremur sýnum við aðrar gerðir af
MAZDA 626 og MAZDA 323, ásamt úrvali
afnotuðum MAZDA bílum.
mazoa
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
Mazda 626 DIESEL
Verðlaunabíllinn MAZDA 626 er nú kominn
með nýrri afar fullkominni DIESELVÉL.
Ein sú
sem völ er á.
gengasta,
Tölulegar upplýsingar:
Sprengirými 2.01ítrar
Torque 12.2 kg/m v/2750 snúninga
Eyðsla 4.7 Lpr. 100kmá90km hraða
Hámarkshraði 150km áklst.
Viðbragð
0-100 km 15sek.