Morgunblaðið - 03.03.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
Dagatal
fylgiblaðanna
[
ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM
IÞRCMA
ALLTAFA FIMMTUDÖGUM
Alltaf á föstudögom
ALLTAFA LAUGARDÖGUM
LESBOK
ALLTAF Á SUNNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
Tónleikar í Aust-
urbæjarbíói
Garðar Cortes syngur við
undirleik dr. Erik Werba
GARÐAR Cortes tenórsöngvari og dr. Erik Werba
píanóleikari halda tónleika í dag, laugardag, kl. 14.
Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélagsins og
verða haldnir í Austurbæjarbíói.
Garðar Cortes hefur látið talsvert að sér
kveða að undanförnu í óperusöng, en hann er
ekki síður vel heima í ljóðasöng. Hefur hann
m.a. sungið „ítölsku ljóðabókina“ eftir Hugo
Wolf og Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur, við und-
irleik dr. Werba.
Dr. Werba er kunnur bæði sem píanóleikari
og tónskáld, og hafa fjölmargir íslenskir söngv-
arar sótt námskeið hjá honum sem haldin hafa
verið í Söngskólanum í Reykjavík á nýliðnum
árum. Á skrá yfir menn sem dr. Werba hefur
leikið undir með má sjá nöfn eins og Nicolai
Gedda, Peter Shreier og Christa Ludwig, en
mesta frægð hefur hann hlotið sem undirleikari
við ljóðasöng.
Á efnisskrá tónleikanna í dag eru gamlar ís-
lenskar aríur, lög eftir Haydn, Strauss og
Brahms, auk þess íslensk lög eftir Karl O. Run-
ólfsson og Árna Thorsteinsson og ensk lög eftir
ýmsa höfunda.
Aukamiðar verða seldir við innganginn.
Inge Eriksen
Námskeið um loft-
ræsti- og hitakerfi
Fræóslumiðstöð iðnaðarins
heldur námskeið um loftræsti- og
hitakerfi, viðhald þess og rekstur,
dagana 5., 6., 7., 12., 13. og 14.
mars nk.
Námskeiðið, sem haldið verð-
ur í húsakynnum Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins
að Keldnaholti, stendur frá kl.
17.00—18.00 og er ætlað mönn-
um, sem annast viðhald og
rekstur kerfanna. Leiðbeinend-
ur verða þeir Guðni Jóhannes-
son, verkfræðingur, og Kristján
Ottósson, blikksmiður.
Á námskeiðinu verður m.a.
fjallað um tegundir og hluta
loftræstikerfa, hljóð og hávaða-
vandamál, aðvörunarkerfi og
bilanaleit og margt fleira sem
viðkemur þessum málum.
Þátttökugjald er kr. 2.200 og
skal tilkynna þátttöku hjá
Fræðslumiðstöð iðnaðarins að
Keldnaholti.
Inge Eriksen
með fyrirlest-
ur í Norræna
húsinu í dag
DANSKA skáldkonan Inge Eriksen
hefur verið hér á landi síðustu daga
vegna danskrar bókakynningar sem
hefur verið í Norræna húsinu. Hún
flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í
dag, laugardag 3. mars, um ritstörf
sín.
Nýjasta saga Inge Eriksen, Lud-
eren fra Gomorra, hefur vakið
mikla athygli. Þarna er á ferðinni
hrein vísindaskáldsaga, en tiltölu-
lega fáir nútímahöfundar danskir
hafa fengizt við það viðfangsefni.
Sagt hefur verið að þessi nýjasta
bók hennar geri öllu meiri kröfur
en menn eigi að venjast af dönsk-
um listamönnum, en samtímis sé
hún staðfesting og hylling á marg-
faldleika mannlífsins.
INNLENTL
Leiðrétting
í grein Erlu Kristjánsdóttur í
blaðinu í gær misritaðist orðið
„eitthvert" tvívegis í 4. lið, er vitn-
að var í grein GM. Stóð þar
„eitthvað".
Næsta þing Norður-
landaráðs í Reykjavík
Stokkholmi, 2. mars, frá blaðamanni Morgunblaðsins, Magnúsi Sigurðssyni.
ÞINGI Norðurlandaráðs í
Stokkhólmi, sem hófst á
mánudag, lauk í dag. Á þing-
inu var fjöldi mála til með-
ferðar á ýmsum sviðum svo
sem efnahagsmál, menning-
ar- og samgöngumál. Fjárlög
ráðsins til menningarmála,
sem ráðherranefndin hefur
þegar samþykkt, nema nú
150 millj. d. kr. og fela í sér
3% hækkun frá fyrri menn-
ingarmálafjárlögum ráðsins.
Páll Pétursson sleit þing-
inu og tilkynnti, að næsta
þing Norðurlandaráðs yrði
haldið í Reykjavík í mars
1985.
Kirkjuvika Lága-
fellssóknar
ÁRLEG kirkjuvika Lágafellssóknar
hefst á sunnudaginn kemur 4. mars
með Æskulýðsmessu í Lágafells-
kirkju, prestur er sr. Jón Helgi Þór-
arinsson.
Fermingarbörn aðstoða við
flutning efnis og messugjörð.
Barnakór Varmárskóla syngur við
undirleik Guðmundar ómars
Óskarssonar og nokkurra blásara
úr Skólahljómsveit Mosfellssveit-
ar.
Á mánudag 5. mars kl. 20.30
heldur kirkjuvikan áfram, þar
verður meðal efnis ræða sr.
Bjarna Sigurðssonar lektors,
Kirkjukór Lágafellskirkju og
Lúðrasveit Mosfellssveitar flytja
dagskrá.
A þriðjudaginn 6. mars kl. 20.30
verður dagskráin m.a. með þessum
hætti. Ræðumaður kvöldsins verð-
ur dr. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up, og Álafosskórinn syngur undir
er föstumessa í Lágafellskirkju,
prestur er sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson og Kirkjukór Lága-
fellsskirkju syngur.