Morgunblaðið - 03.03.1984, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
Minning:
Erlendur Jónsson
frá Olafshúsum
Fæddur 9. október 1908
Dáinn 23. febrúar 1984
Lyfti mér langt í hæö
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað
stjörnur og sól.
Hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð til þín,
hærra til þín.
(Matth. Joch.)
í dag verður jarðsettur frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
afi minn, Erlendur Oddgeir Jóns-
son.
Hann var fæddur í Ólafshúsum
i Vestmannaeyjum 9. október
1908, og var hann ætíð kenndur
við það hús.
Foreldrar hans voru Jórunn
Erlendsdóttir og Jón Jónsson.
Hann eignaðist eina alsystur og
auk þess fjögur hálfsystkin. Afi
ólst upp við búskap og vann við
bústörf hjá föður sínum til 18 ára
aldurs, en þá hóf hann að stunda
sjómennsku ásamt búskapnum.
Fyrst réri hann með Guðjóni
Tómassyni, en síðan með Stefáni
Guðlaugssyni frá Gerði, sem hann
mat mikils alla tíð. Árið 1928 fór
hann í vélskóla og tók þaðan vél-
stjórapróf, en starfaði síðan alla
sína sjómennsku sem vélstjóri.
31. október 1931 gekk hann mik-
ið gæfuspor, en þá kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, ólafíu
Bjarnadóttur frá Túni. Eignuðust
þau eina dóttur, Bjarneyju Sigur-
lín, og tóku einnig fósturson, Vict-
or, sem þau ólu upp frá 8 mánaða
aldri. Afi og amma hófu búskap í
Ólafshúsum hjá foreldrum afa og
tóku síðan við búskapnum þegar
gömlu hjónin létu af honum.
Ásamt búskapnum stundaði afi
einnig sjóinn og árið 1957 keypti
hann ásamt Stefáni í Gerði og
fleirum vélbátinn Bjarma sem
þeir gerðu síðan út næstu þrjú ár-
in, en árið 1959 seldu þeir Bjarma
og hætti afi þá sjómennsku. Þá
hóf hann störf í Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum, og starfaði
hann þar, lengst af sem verkstjóri,
þar til hann lét af störfum sökum
heilsubrests síðastliðið haust.
Árið 1957 hættu afi og amma
búskap að mestu, en þó voru þau
með rollubúskap fram til eldgoss-
ins 1973. Afi í ÓIó var mikill bóndi
í sér og hafði sérstakt lag á að
umgangast skepnurnar enda
hændust þær mjög að honum.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
ég var farinn að göslast með afa í
fjárhúsinu og eyddum við oft
mörgum stundum í að snyrta roll-
urnar til og fegra, greiða þeim og
strjúka, enda urðu þær nánast
sameiginlegir vinir okkar. Á
sumrin voru kindurnar fluttar til
beitar í Elliðaey og fór afi ávallt
með krakkahóp með sér út í eyna
þegar farið var til rúnings um
mitt sumar, voru það skemmtileg-
ar ferðir sem hafa verið öllum er í
þær fóru ógleymanlegar.
Heyskapurinn í Ólafshúsum var
einn af ómissandi þáttum sumars-
ins, sérstök stemmning ríkti ætíð
meðan á heyskap stóð, og var þá
oft líkast því að barnaheimili væri
rekið á Ólafshúsatúninu því þar
úði og grúði af krökkum, sem allir
vildu hjálpa til. Og það var öllum
velkomið, þar var enginn útundan,
því afi hafði einstakt lag á krökk-
um, fékk þá til liðs við sig þannig
að allir hlýddu honum án þess að
hann þyrfti á nokkurn hátt að
hafa fyrir því, enda hópuðust
krakkarnir alltaf í kringum hann
þegar hann var eitthvað að
snudda fyrir utan húsið, og ósjald-
an var það að hann kom inn í eld-
húsið til ömmu og spurði hana
hvort hún ætti ekki eitthvað gott
til að stinga upp í krakkagreyin,
og auðvitað átti amma eitthvað í
skápnum til þess.
í eldgosinu 1973 voru kindurnar
fluttar upp í Gunnarsholt ásamt
öðru fé úr Eyjum. Mér er mjög
minnisstætt þegar við fórum um
vorið 1973 austur í Gunnarsholt til
þess að athuga hvort við sæjum
ekki rollurnar okkar. Þá var heill
hópur af fé þar úti á stóru túni,
við löbbuðum í átt til hópsins og
þegar við nálguðumst hópinn kall-
aði afi á kindurnar og komu þá
kindurnar hans labbandi út úr
hópnum og komu til okkar. Gæld-
um við þar við þær um stund og
kvöddum þær síðan í síðasta sinn,
því afi hafði ekki lengur aðstöðu
til að halda búskapnum áfram og
var því fénu lógað um haustið.
Fannst mér þetta dæmi sýna vel
hversu hændar skepnurnar voru
að honum að þær skyldu þekkja
hann þegar þær heyrðu rödd hans.
Ungur að árum hóf afi fjalla-
ferðir og fuglaveiði og fór hann til
lundaveiði í Álsey flest sumur frá
16 ára aldri og hefur hann því lík-
legast farið til veiða í Álsey í
rúmlega fimmtíu sumur. Hann
var ágætur veiðimaður og lagði
ríka áherslu á aðgætni í fjalla-
ferðum sínum. Þegar ég var sex
ára fór hann með mig í mína
fyrstu ferð í Álsey, og áttu þær
ferðir okkar eftir að verða miklu
fleiri.
Álseyjan var hans paradis og
þegar tók að vora fór hann að
kíkja eftir hvort lundinn væri ekki
farinn að sjást, síðan tók hann til
við að kíkja á háfana, mála þá og
snurfusa, því það var hans stíll að
hafa ætíð allt í eins góðu ástandi
eins og kostur var, og það að fara
með illa málaða háfa út í ey í upp-
hafi lundatíma fannst honum vera
hreinasti sóðaskapur. Hræddur er
ég því um að viðbrigði mín verði
því mikil næsta vor, þegar ég þarf
að fara að huga að veiðitólunum
og hef ekki gamla manninn til
þess að hjálpa mér við lagfær-
ingarnar.
Afi var ágætis handverksmaður
og tók virkan þátt í uppbyggingu
veiðikofans í Álsey, hafði hann
þar margt lagfært gegnum tíðina,
og nú hin síðari ár hafði hann eytt
mestum hlutanum af dvalartíma
sínum í Álsey við það að mála kof-
ann og gera á honum ýmsar lag-
færingar og endurbætur, auk þess
sem hann á góðviðrisdögum labb-
aði um eyna sína með skóflu í
hönd, kom við á hinum ýmsu'
veiðistöðum og lagfærði þá. Þar
beitti hann þeirri kunnáttu sem
honum hafði áskotnast á löngum
ferli sínum í fjallamennskunni,
þannig að þeir yngri sem í veiðinni
stóðu nutu góðs af.
Náttúruunnandi var afi mikill,
hann gekk mikið um Heimaey og
skoðaði náttúru hennar. Á sumrin
fylgdist hann vel með fuglalífinu í
hrauninu og sat hann oft í langan
tíma með kíki og fylgdist með at-
ferli fuglanna. Hann hafði alltaf
mikinn áhuga á því sem að búskap
sneri og nú hin síðari ár var það
garðræktin sem hann lagði mikla
rækt við. Hann labbaði allt
sumarið suður í garð minnst einu
sinni til tvisvar í viku til þess að
fylgjast með sprettunni og hlúa að
plöntunum. Hann var kappsamur
í garðræktinni og gladdist ævin-
lega mjög yfir góðri uppskeru.
Hann var mikill göngumaður og
skálmaði um teinréttur í baki,
skrefstór og hugmikill þegar
eitthvað lá við.
En börnin áttu þó ætíð stærsta
partinn í huga hans, og vorum við
alltaf hans uppáhald. Og það hlaut
því svo að fara þegar við eignuð-
umst börn að þau hændust að hon-
um. Þannig var með dóttur mína,
hún var ekki há í loftinu þegar
hún var farin að finna hversu gott
var að koma í Óló, þar var alltaf
tími fyrir börnin og afi var ekki í
rónni fyrr en hann var búinn að fá
að stinga einhverjum smámola
upp í hana og fá lítinn koss fyrir.
Þó svo að skyndilega hafi tekið
að halla undan fæti hjá afa á sl.
hausti, er sá sjúkdómur heltók
hann er leiddi hann til dauða 23.
febrúar sl., þá munum við ætíð
muna hann glaöan á svip og keik-
an í fasi, er hann skálmaði með
sínum stóra hug út í vornáttúr-
una, til að fylgjast með hreiður-
gerð fuglanna og gróanda vorsins.
Um leið og við Bryndís og Krist-
ín Inga viljum þakka elsku afa í
Óló fyrir allt sem hann gerði fyrir
okkur, þá biðjum við góðan Guð að
varðveita hann og blessa.
Þá biðjum við góðan Guð að
veita ömmu okkar í Óló styrk í
sorg sinni.
Grímur Gíslason
Erlendur Jónsson frá Ólafshús-
um var fæddur í Vestmannaeyjum
9. október 1908. Hann var sonur
Jóns Bergs Jónssonar útvegsbónda
og siðari konu hans Jórunnar Er-
lendsdóttur frá Skíðbakka í Land-
eyjum. Jón Bergur var mikill sjó-
sóknari og formaður, í móðurætt
austan af Síðu og þar fæddur.
Hann braust með dugnaði úr sárri
fátækt til allgóðra efna og tók við
ólafshúsajörðinni aldamótaárið
1900 í hinni mestu niðurníðslu.
Þegar búskapur var aflagður
þar að mestu nokkru fyrir 1960, er
tún jarðarinnar var tekið undir
hús og götur, var jörðin í höndum
þeirra feðga, Jóns og Erlendar,
orðin ein af betri jörðum á austur-
hluta Heimaeyjar, uppgirðing-
unni, sem svo var stundum nefnd;
grasgefin tún og miklar útsetur í
Helgafelli, sem þeir feðgar höfðu
ræktað saman. Jón Bergur var
formaður með sexæringinn Skíða í
eina vertíð, en var 14 vertíðir
formaður eftir að vélbátaöldin
hófst í Vestmannaeyjum.
Jón Bergur átti lengi í útgerð og
síðustu útgerðarár sín með
tengdasyni sínum ólafi Ingileifs-
syni, sem kvæntur var Sigurlínu
og að henni látinni Guðfinnu, voru
þær dætur hans af fyrra hjóna-
bandi. Hálfbræður Erlendar, þeir
Guðni og Jón Bergur, voru og
þekktir sjómenn og formenn á
Eyjabátum. Yngsta dóttir Jóns,
Elína, alsystir Erlendar, giftist
ung Þorvarði Ingvarssyni, miklum
dugnaðarsjómanni frá Stokkseyri,
sem féll frá á besta aldri. Hún
giftist síðar Þórði Sveinssyni frá
Varmadal.
Ólafshús áttu leigumála í Álsey
og í Dalfjalli, þangtekju á Bása-
skerjum og reka í Brimurð ásamt
Búastöðum. Öll þessi jarðarhlunn-
indi voru nytjuð til hins ýtrasta.
Erlendur Jónsson, sem hér er
minnst, ólst því frá blautu barns-
beini upp á iðandi og þróttmiklu
heimili úvegsmanns og jarðar-
bónda í Vestmannaeyjum, þar sem
lífið snerist um fisk og gjafir
landsins í bjargi og á velli.
Þetta var margslungið líf, sem
nú er horfið, en hefur, eftir á að
hyggja, verið sérstaklega svipmik-
ið og veitti fólki lífsfyllingu og
ánægju. Erlendur í ólafshúsum
tók á unga aldri þátt í öllum þess-
um störfum og var þessu lífi sam-
ofinn. Líf, sem var þáttað megin-
þráðum útvegs- og jarðarheimilis
í Vestmannaeyjum fyrr á tíð; sjó-
sókn, búskap og fjallaferðum á
Heimalandi og í úteyjum Vest-
mannaeyja.
Hann byrjaði sjómennsku, 18
ára gamall, með Stefáni heitnum
Guðlaugssyni í Gerði og það segir
sína sögu um lífshætti og venjur,
að í vertíðarbyrjun flutti hann
þann stutta spöl, sem var milli
Ólafshúsa og Gerðis, og svaf
ásamt öðrum vertíðar- og sjó-
mönnum á Halkion á austurloft-
inu í Gerði.
Erlendur var lagtækur og
hneigður fyrir vélar; stundaði
smíðar með vini sínum Magnúsi á
Vesturhúsum á milli vertíða og
lauk árið 1928 hinu minna vél-
stjóraprófi í Vestmannaeyjum.
Skömmu síðar byrjaði hann sem
vélstjóri með Guðjóni Tómassyni
frá Gerði á mb. Ingólfi Arnarsyni
VE 187, síðar voru þeir saman á
Ingólfi og Fylki, sem var þá glæsi-
legasti báturinn í Vestmannaeyj-
um. Lengst var hann þó með
frænda sínum Stefáni í Gerði og
var með honum um tugi vertíða á
Halkion og síðast á Bjarma VE
205, sem hann átti hlut í.
Erlendur í ólafshúsum var mik-
ill fyrirmyndar vélstjóri og er mér
sérstaklega minnisstætt, er ég
sem ungur drengur fór ofan í vél-
arrúmið á Halkion, að þar voru öll
koparrör svo fægð, að mátti spegla
sig í þeim.
En þegar Elli í Ólafshúsum er
kvaddur minnist ég, og allir þeir
sem ólust upp sem börn og ungl-
ingar í nágrenni Ólafshúsa, fyrst
og fremst góðs manns og heimilis,
sem stóð ölium opið og ekki síst
börnum. Hann var sérstakiega
barngóður og þar spillti heldur
ekki hans góða kona, Ólafía
Bjarnadóttir frá Túni í Eyjum, en
þau hófu búskap í félagi við for-
eldra Erlends árið 1931. Þau hjón
eignuðust eina dóttur barna,
Bjarneyju Sigurlínu, sem gift er
Gísla Grímssyni vélstjóra frá
Haukabergi í Eyjum. Þá ólu þau
upp sem sitt eigið barn Viktor Þór
Úraníusson, frænda Ella, og er
hann kvæntur Huldu Jensdóttur.
Heimilið í ólafshúsum var á
uppvaxtarárum mínum iðulega
miðstöð allra barna í nágrenninu
og í Ella áttum við prakkarastrák-
ar alltaf málsvara. Hann hló að
strákapörum okkar og gerði gott
úr öllu saman, jafnvel slíkum upp-
ákomum, að þær þóttu í frásögur
færandi og komust á prent. Hey-
skapur og hirðingrdagar í Ólafs-
húsum voru börnum í nágrenninu
einn allsherjar hátíðisdagur og
annað fólk skildi varla „hvernig
hann Ellindur gat alltaf haft allt
þetta lið í kringum sig“, heyvagn-
inn venjulega fullur af krökkum
þennan stutta spotta að Ólafshús-
um ofan af Skotti eða útsetunni í
Helgafelli. Ef börnin voru of sein
með bolluvöndinn á bolludaginn
átti húsfreyjan, Óla, það til að
hátta aftur, svo að enginn færi nú
fýluferð. Þetta fólk hugsaði lítið
um hagvöxt og framleiðni; sál-
arkreppur þekktust ekki.
Það var ekki mikil tækni við
búskapinn á gömlu jörðunum,
nema þá hjá Þorbirni á Kirkjubæ.
Hin síðustu ár búskapar uppi á
bæjum, eftir 1940, var vagnhestur
á einstaka bæ og ein eða tvær
sláttuvélar, sem tveimur hestum
var beitt fyrir, voru á bæjunum,
m.a. í Ólafshúsum og Gerði og var
samvinna um það eins og fleira.
Það var einn hestur á hvorum bæ,
stundum reyndar tveir í Gerði.
Þegar grasið var nær falli var
byrjað að slá túnin, sem voru þrjú
til fjögur kýrfóður. Allt sumarið
úðraði fólk, mest kvenfólk og börn,
við þessa skika. Karlmenn flestir
voru á síldveiðum eða til lunda.
Þeir, sem höfðu tekið mestu ást-
fóstri við jörðina voru heima við
heyannir. Erlendur var einn
þeirra, fæddur bóndi og um árabil
köllunarmaður og í forystu í Áls-
eyjarleigumála. Nokkur sumur fór
hann þó til síldveiða við Norður-
land.
En við heyskapinn var gott að
eiga góðan granna, sem átti hest
og sláttuvél. Á hirðingardögum
sameinaði Elli starf og leik, en
ósjaldan bar það við, að hann væri
við slátt um lágnættið í rekju mið-
sumars, þegar þokuslæðu lagði að
með kveídi og kemdi Hákolla og
Blátind. Iðulega var þá slegið í
túni nágrannans. Ólafshúsafeðga
var alltaf hægt að biðja um greiða.
Þeim féll aldrei verk úr hendi.
Hjálpsemin og greiðviknin var svo
sjálfsögð, að um það var ekki rætt.
Þarna var hin sama heiðríkja hug-
ans og hreinleiki hjartans og var
hjá því góða fólki í Brekkukoti,
sem frægt er í bókum. Milli
granna var sönn og hlý vinátta.
Mér verður lengi minnisstætt,
þegar þeir hittust aldraöir grann-
arnir, faðir minn og Erlendur á
liðnu hausti og föðmuðust.
Erlendur í Ólafshúsum hafði
yndi af skepnum og eftir að kúa-
búskapur var aflagður hafði hann
kindur fram til eldgossins 1973,
sem öllu raskaði. Sérstaka ánægju
hafði hann þó af úteyjalífinu og
stundaði lundaveiði í Álsey frá 16
ára aldri, en fyrr á unglingsárum
lágu þeir Elli og Maggi á Vestur-
húsum við lundaveiði í tjaldi í
Stórhöfða. Elli fór í Álsey flest
sumur, nema þegar hann var á
síld við Norðurland. í Álsey voru
sömu veiðifélagarnir um áratugi,
flestir þeirra eru nú látnir, en
mikið krydd og líf settu þeir Áls-
eyjarmenn á tilveruna. Síðari árin
féll Elli vel inn í félagsskapinn hjá
þeim yngri, sem hafa tekið við í
Álsey. Hann var glaður í vinahópi,
hafði þessa þægilegu, mjúku skap-
gerð og margur mun sakna hans á
Þjóðhátíð, en allt er henni viðvék
var sem hans sérstakt fag, svo vel
féll hann að hefðum Eyjanna. Á
góðri stundu mat hann góðar bæk-
ur eða tók í spil. Þegar við Hilmir,
systursonur Erlendar, ætluðum í
útey áttum við heldur betur hauk í
horni, þar sem Elli var. Hann
smíðaði að sjálfsögðu fyrsta háf-
inn okkar beggja. Okkur fannst
þá, að við værum sérstakir einka-
vinir hans og það vorum við til
æviloka Eila í Ólafshúsum. En
þannig var það um hverja kynslóð
barna. Barnabörnin nutu þessa í
ríkum mæli og sýndist mér, að
dóttursonur hans Grímur væri
ekki illa útbúinn, þegar hann fór
sínar fyrstu ferðir með afa sínum
í Álsey.
Elli hætti að róa á vetrar- og
vorvertíðum 1959, og hafði þá
stundað sjóinn í 34 vetrarvertíðir.
Hann varð verkstjóri við salfisk-
verkun í Vinnslustöð Vestmanna-
eyja og vann við það fyrirtæki
fram á sl. haust, þegar han kenndi
þess sjúkdóms, sem hefur nú lagt
hann að velli.
Erlendur í ólafshúsum andaðist
í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23.
febrúar sl. eftir erfiða sjúkdóms-
legu. Honum fylgir þakklátur hug-
ur vina og granna. Þar gekk góður
maður og slíkra er gott að minn-
ast.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
Ólu, systrum hans tveimur, og
allri fjölskyldunni vottum við
innilega samúð.
Þetta eru fátækleg kveðjuorð
frá okkur, gömlu leikfélögunum.
Þegar við rifjum upp liðna daga
og tölum um veröld, sem var, þá
minnumst við Ella í Ólafshúsum.
Blessuð sé minning hans.
Guðjón Ármann Eyjólfsson
Fjölbraut á Akranesi:
Alvarleg þró-
un í undan-
þágumálum
Á FUNDI skólanefndar Fjöl-
brautaskólans á Akranesi mið-
vikudaginn 15. febr. 1984 var
samþykkt eftirfarandi ályktun:
Skólanefnd Fjölbrautaskól-
ans á Akranesi vekur athygli á
þeirri alvarlegu þróun, sem
orðin er varðandi undaþágur
til vélstjórnar- og skipstjórnar
á fiskiflotanum. Nefndinni
þykir skjóta skökku við, að
samtímis því sem reynt er að
koma upp dýrri kennslu í vél-
stjórn og skipstjórn skuli um
það bil 1.000 manns á ári fá
undanþágu til starfa við vél-
stjórn og um það bil 500 í skip-
stjórn, og skólar þeir sem eiga
að kenna þessar greinar standa
hálftómir.
Skólanefndin telur brýnt, að
hér verði breyting á og fyrir
þetta verði tekið.
(Fréttatilkynning)