Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 33 Hrefna Gunnlaugs- dóttir — Minning Fædd 28. júní 1914 Dáin 26. febrúar 1984 Hún Hrefna í Keflavík er dáin. Ég minnist þess, að framan af ævi minni voru nöfn þeirra Hilmars og hennar tengd einhverjum ævintýraljóma í huga mínum. Þær móðir mín og Hrefna voru frænkur og vinkonur. Og vináttan slík, að heimili Hrefnu stóð fjöl- skyldu okkar alltaf opið, ef á þurfti að halda. Sem smábarn fékk ég oft að dvelja hjá þeim tíma og tíma. Voru það skemmtiferðir hinar mestu, því þessi barngóðu hjón kunnu virkilega listina að láta gesti sínum líða vel. Hrefna var ein af þeim, sem auðvelt var að leita til í vanda, því hún veitti alltaf hjálp sína með gleði, eins og verið væri að gera henni greiða, en ekki öfugt. Hún var listhneigð að eðlisfari og kom það ef til vill bezt fram í fallegum, vel unnum munum, sem hún prýddi heimili sitt með og gaf vinum og ættingjum, en hefur vafalítið einnig átt sinn þátt í að móta skapgerð hennar og gera hana að þeirri hlýju og einlægu persónu, sem hún var. Hrefna fæddist í Keflavík og átti þar heima alla ævi. Hún gift- ist Hilmari Theodórssyni sjó- manni og eignuðust þau tvö börn; Áslaugu, sem er gift Trausta Björnssyni og eiga þau tvær dæt- ur, og Björgvin, hann er kvæntur Jóhönnu Pálsdóttur. Þeirra börn eru fjögur. Barnabarnabörn Hrefnu og Hilmars eru þrjú. Allt þetta fólk býr í Keflavík. Við af „Njálsgötuættinni", sem fengum að njóta frændsemi Hrefnu og vináttu, minnumst hennar með þökk. Við sendum ykkur, Hilmari, Áslaugu, Björgvin og fjölskyldum ykkar, einlægar samúðarkveðjur og ósk um blessun guðs í sorg ykk- ar. llrafnhildur Lárusdóttir Áskorun bæjarstjórnar Vestmannaeyja til RARIK: Línum á Landeyjarsandi verði komið í jarðstreng Vestmannaeyjum, 24. febrúar, TÍÐAR bilanir á rafmagnsloftlínum uppi á landi og þá sérstaklega á Landeyjarsandi, hafa skapað mikil óþægindi hjá rafmagnsnotendum hér í Eyjum. Þegar línurnar bila verður fyrst að ganga úr skugga um hvar bilunina er að finna og tekur það sinn tíma, því gjarnan er það í slæmum veðrum sem línurnar gefa sig, og eftir að bilun hefur fundist tekur það síðan um eina til tvær klukkustundir að gangsetja vara- aflstöðvar Rafveitu Vestmannaeyja. Auk óþæginda skapa þessar tíðu bil- anir Rafveitunni töluverð aukaút- gjöld vegna keyrslu dieselvéla. Forráðamenn Rafveitunnar hér hafa lengi óskað eftir því við stjórn RARÍK að koma loftlínum á Landeyjarsandi í jarðstreng og mun slíkt vera á framkvæmda- lista RARÍK fyrir árið 1986. Þessi mál komu til umræðu á bæjar- stjórnarfundi í gærkvöldi og var þá samhljóða samþykkt eftirfar- andi tillaga: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á stjórn Rafmagnsveitna ríkisins að flýta framkvæmdum við að koma rafmagnslínum í jarðstreng á Landeyjarsandi, frá grösum niður að inntaki, en þessi kafli er um 2,5 km að lengd. Núverandi ástand skapar mikla bilanahættu og öryggisleysi vegna tíðra bilana að undanförnu, sem mætti koma að miklu leyti í veg fyrir með fyrrgreindum fram- kvæmdum. Bæiarstjórn treystir á að stjórn RARIK flýti þessum framkvæmd- um eftir fremsta megni og skapi þannig aukið öryggi í rafmagns- málum 1 stærstu verstöð lands- in8 “ - hkj. Morgunblaöid/KÖE. Hluti þátttakenda á námskeiðinu, en um 100 manns mættu á námskeidið. Mikil þátttaka í nám- skeiði í safnaðarstarfi Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, flytur ræðu á námskeiðinu. Við hlið hans sitja Unnur Halldórsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, og dokt- or Björn Björnsson. YFIR hundrað manns skráðu sig til þátttöku í námskeiði því, sem Reykjavíkurprófastsdæmi býður nú til og er haldið í safnaðarheim- ili Bústaðakirkju. Námskeiðið hófst síðastliðinn mánudag með ræðum þeirra séra Olafs Skúlason- ar, vígslubiskups, sem fjallaði um tilgang, eðli og markmið safnað- arstarfs og dr. Björns Björnssonar, sem ræddi um kristinn mannskiln- ing. Á eftir voru fjörugar umræður um það efni, sem þeir reifuðu. Á þriðjudagskvöldið ræddi síðan séra Lárus Halldórsson um notkun sálmabókar og kirkjuskipið og þá muni, sem kirkjugestir hafa þar fyrir augum, en hugsa oft ekki út í, hver tilgangur er þar að baki og hver saga þeirra er. Á mánudagskvöldið kemur, þann 5. marz, heldur síðan nám- skeiðið áfram með erindi Gunn- ars Gunnarssonar, háskólakenn- ara um notkun Biblíunnar og á þriðjudagskvöldið ræðir Guðrún Jónsdóttir, læknir, um líkams- breytingar og hugarheim eldra fólks. Undirtektir undir nám- skeiðshugmyndina og fram- kvæmdina hafa orðið miklu meiri og almennari en vænzt var, og eru margar hugmyndir þegar komnar fram hjá þátttak- endum um framhald þessa starfs, þar sem fleira verður tek- ið fyrir í sambandi við trú og trúariðkun í safnaðarstarfinu. Hvati þessa námskeiðs er þörf safnaðanna fyrir fleira starfs- fólk, hvort heldur er í hluta- starfi, fullu starfi eða sem sjálfboðaliða. Nú þegar hafa nokkrir söfnuðir ráðið slíkt starfsfólk og eru konur starfandi í fjórum þeirra, Laugarnes-, Hallgríms-, Bústaða- og Lang- holtssöfnuðum, en vígður djákni starfar í Grensássókn. Er mjög brýnt að söfnuðirnir geti haft slíkt starfsfólk og er leitað leiða til að fjármagna slíka ráðningu. (Frétutilkfnning) Sjáumst á Cauknum í kvölct...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.