Morgunblaðið - 03.03.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
t
Maöurinn minn og faðir okkar,
SÓRLI HJÁLMARSSON,
Hörgshlíö 2,
Reykjavík,
andaöist í Landakotsspitala fimmtudaginn 1. mars sl.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Guöbjörg Pétursdóttir.
t
Konan min,
JÓNÍNA SIGRÍÐUR GUOJÓNSDÓTTIR,
Vesturbergi 78,
andaðist í Landakotsspítala fimmtudaginn 1. mars.
Guömundur Þóröarson.
t
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
fré ísafiröi,
andaöist aö Hrafnistu föstudaginn 2. mars.
Emma Ólafsdóttir,
Ólafía Siguröardóttir, Jón K. Jóhannsson
og barnabörn hinnar látnu.
t
Eiginmaöur minn, faðir, fósturfaöir og tengdafaöir,
SIGFÚS ÞORLEIFSSON,
fyrrverandi útgerðarmaöur,
Dvalarheimili aldraöra, Dalvík,
andaöist 1. mars í Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Ásgeröur Jónsdóttir,
Hlín Sigfúsdóttir, Þóröur Pétursson,
Hörður Sigfússon, Hermína Þorvaldsdóttir,
Kéri Sigfússon, Guörún Guönadóttír,
Ragnheiður Sigvaldadóttir, Júlíus Kristjénsson.
t
Systir mín og mágkona,
SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR PUDELSKI,
lést laugardaginn 25. febrúar í Remscheid, Þýskalandi.
Útförin hefur fariö fram.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigurlaug Þorsteinsdóttir
og Eggert Kristinsson.
t
Útför fööur okkar,
ÞÓRARINS ÞORSTEINSSONAR,
Litla-Bæ,
Vestmannaeyjum,
veröur gerö frá Landakirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 16.00.
Steina Kristín Þórarinsdóttir,
Ágústa Þórarinsdóttir,
Haraldur Þór Þórarinsson.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
ÞORVALDURMARKÚSSON,
Noröurbrún 1,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. mars kl.
15.00.
Rósa Halldóra Hansdóttir,
Markús Þorvaldsson, Inga Guðnadóttir,
Hans Þorvaldsson, Guölaug Siguröardóttír,
Már Þorvaldsson, Guðrún Ástréösdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, Sveinn Sigurbjörnsson,
Jóhann Þorvaldsson, Hulda Snorradóttir
og barnabörn.
Minning:
Sigurður Sigurðs-
son Njarðvíkurbæ
Fæddur 13. júní 1895.
Dáinn 21. febrúar 1984.
í dag, laugardaginn 3. mars,
verður Sigurður Sigurðsson, vél-
stjóri í Keflavík, jarðsettur frá
Keflavíkurkirkju. Hann fæddist
13. janúar árið 1895 í Garðshorni í
Keflavík og var því 88 ára er hann
lést.
Foreldrar hans voru hjónin Sig-
urður Gíslason, járnsmiður og
vélamaður, ættaður frá Borgar-
holti á Skeiðum, og kona hans,
Guðrún Þórarinsdóttir, ættuð frá
Hjáleigusöndum, Vestur-Eyja-
fjallahreppi.
Þau hjónin fluttu til Keflavíkur
um 1892 og byggðu sér bæ við hlið
bæjar Eyjólfs Þórarinssonar,
bróður Guðrúnar, og voru báðir
bæirnir kallaðir Garðshorn.
Sigurður Gíslason var járn-
smiður. { öðrum enda bæjarins
hafði hann smiðju. Þar var tré-
rennibekkur, eldsmiðja og fleiri
áhöld til smíða. Ennfremur
búnaður til að steypa með málma,
því hann steypti ýmsa muni úr
kopar. Þegar fyrsti vélbáturnn,
mb. Júlíus, var keyptur til Kefla-
víkur árið 1906, gerðist hann vél-
stjóri á honum. Það fjölgaði fljótt
vélbátunum og smiðjan í Garðs-
horni hófst á nýtt stig, því margt
og misjafnt þurfti að gera við.
{ þessu umhverfi ólust þau upp
systkinin í Garðshorni, þau voru
öll þátttakendur í smiðjuvinnunni,
ekki meira en svo að þau réðu við
fýsibelginn þegar þau voru látin
blása undir eldinn. Það var því
fylgst með og verkin lærðust
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
OTTÓ GUÐBRANDSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 5. mars kl.
10.30 f.h.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
UNNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Barónastíg 13,
Reykjavík.
Fjölskyldan Barónsstig 13.
t
Viö þökkum auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eigin-
konu minnar og móöur okkar,
STEINUNNAR G. GUDNADÓTTUR.
Guðmundur Jónasson
og börn.
t
Þökkum af alhug öllum þeim sem veittu okkur samúö og styrk
vegna fráfalls eiginmanns míns og bróöur okkar,
ÞORBJÖRNS SIGURDSSONAR,
akipstjóra.
Eimskipafélagi Islands og séra Hreini Hjartarsyni þökkum við alveg
sérstaklega. i
Ásta Guölaugsdóttir, Sigríöur R. Siguröardóttir,
Sigþór Sigurösson, Gunnar Sigurösson.
Birting
afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
snemma og auðvitað farið að basla
við að smíða jafnvel áður en kraft-
ar leyfðu.
Þegar synirnir uxu upp fetuðu
þeir í fótspor föðurins og urðu vél-
stjórar og járnsmiðir. Árið 1920
voru feðgarnir allir, faðir og fjórir
synir, samtímis véjstjórar á bát-
um úr Keflavík. Ég tel að það
hljóti að vera nokkuð sérstakt að
nú eru þrír ættliðir frá Sigurði,
þar sem næstum allur karlliður-
inn er annaðhvort eða bæði
járnsmiðir eða vélstjórar.
Sigurður Sigurðsson gerðist vél-
stjóri strax á unglingsárum. 15
ára gamall var hann á Skaga-
strönd. Þá var það einhverju sinni
að það vantaði mann sem gæti
gangsett vélina í mótorbátnum
Dúfu, sem var dekkað sex manna
far. Sigurður var að fylgjast með
hverju fram yndi og var þá spurð-
ur hvort hann kynni að setja í
gang. Hann taldi það vera og tókst
það. Þar með var hann vélamaður
á bátnum það sem eftir var
sumarsins.
Upp frá því var hann oftastnær
vélstjóri, fyrstu árin á Skaga-
strönd, ísafirði, Norðfirði, en þó
mest í Vestmannaeyjum.
Árið 1920 réðst hann sem vél-
stjóri á vélbátinn Sæfara frá
Keflavík, hjá Ólafi Bjarnasyni, og
v^r næstum samfellt með honum
fram til ársins 1935 eða 1936, að
hann fluttist að Glóru í Hraun-
gerðishreppi og hóf búskap þar.
Sem stráklingur fram að fermingu
var hann í sveit á sumrin. Frá
þeim tíma dreymdi hann alltaf um
að gerast bóndi. Hann var alla tíð
sjóveikur og vildi því losna frá
sjónum. Hann bjó á Glóru fram til
ársins 1939 að hann fluttist aftur
til Keflavíkur. Þá var búið að
stofnsetja frystihúsið Jökul í
Keflavík. Þangað réðst hann vél-
stjóri og var það, þar til starf-
rækslu þess var hætt árið 1975, í
36 ár.
Starfið í Jökli féll honum vel,
þar starfaði hann með góðu fólki
og eignaðist mikinn fjölda góðra
vina og kunningja. Starfið var
mikið og oft langur vinnutími, oft
unnið sólarhringum saman við
frystingu og viðgerðir. Þetta var
starf sem honum var að skapi og
hann lagði sálina í það.
Þegar Sigurður var 11 ára var
hann smali í Syðri-Voðmúlastaða-
hjáleigu í Landeyjum. Á næsta bæ
var þá 8 til 9 ára gömul stúlka með
móður sinni. Milli þeirra tókst
mikill trúnaður. Næsta sumar
voru þau á sama bæ, þá treystust
böndin svo að úr varð vinátta. Eft-
ir það hittust þau ekki fyrr en árið
1919 að þau voru samtímis í Vest-
mannaeyjum. Þaðan í frá áttu þau
sameiginlega leið gegnum lífið.
12. júní árið 1920 voru þau gefin
saman í hjónaband að Ofanleiti í
Vestmannaeyjum, Sigurður Sig-
urðsson og Guðbjörg Brynjólfs-
dóttir. Foreldrar hennar voru Ólöf
Guðmundsdóttir frá Syðri-Vatna-
hjáleigu í Landeyjum og Brynjólf-
ur Jónsson, síðar bóndi þar.
Guðbjörg var gáfuð kona, traust
og hjálpsöm. Þau voru samrýnd og
samhent og hjónabandið farsælt.
Fyrst í stað bjuggu þau í Keflavík.
Síðar voru þau í tvö ár í Vest-
mannaeyjum, en fluttust þá aftur
til Keflavíkur. Á árunum frá 1935
til 1939 bjuggu þau á jörðinni
Glóru í Flóa, en fluttu þaðan aftur
til Keflavíkur og áttu þar heima
upp frá því.
Þau eignuðust saman sex börn,
þau eru: Ólöf Lilja, var gift Davíð