Morgunblaðið - 03.03.1984, Page 37

Morgunblaðið - 03.03.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 37 Gíslasyni, sjómanni, sem nú er látinn, hún býr í Keflavík; Mar- teinn Brynjólfur, vélvirki og vél- stjóri, giftur Guðfinnu Jónsdóttur, þau búa í Ytri-Njarðvík; Guðrún Sigríður, gift Jóni A. Valdimars- syni, vélvirkja og kennara, þau búa í Keflavík; María, hún dó á fyrsta ári; Friðrik Hafsteinn, vél- stjóri, giftur Kristínu Ástu (Stellu) Friðriksdóttur, þau búa í Reykjavík; Gunnlaugur Kjartan, vélstjóri og útgerðarmaður, giftur Erlu Sigurjónsdóttur, þau búa í Keflavík. Fyrir hjónabandið eign- aðist Sigurður dóttur, hún hét Osk Sigurrós, hún er látin, hún var gift Sigurði Ágústssyni, vélstjóra, hann býr í Hafnarfirði. Sigurður og Guðbjörg bjuggu á ýmsum stöðum í Keflavík þar til árið 1942 að þau byggðu húsið Austurgötu 19 í Keflavík. Þar áttu þau heima upp frá því meðan bæði lifðu og Sigurður áfram meðan heilsa og sjón leyfðu. Það var mik- ill samgangur og samhjálp milli heimilanna í Garðshorni. Þegar börnin giftust og stofnuðu eigin heimili héldu þau vel saman. Ennfremur voru miklir kærleikar milli Guðbjargar og systkina hennar. Guðbjörg og Sigurður voru gestrisin og glaðvær, það var því mikill gestagangur hjá þeim alla tíð. Þegar börn þeirra og barnabörn hófu búskap, lögðu þau mikið á sig við að hjálpa þeim og styrkja. A Austurgötunni voru oftast nær ein og tvær fjölskyldur barna og barnabarna til húsa. Ekkert var talið eftir, hvorki fyrirhöfn né fjármunir. Þegar uppeldi barnanna var lok- ið og þau farin úr föðurhúsum, gátu þau snúið að ýmsum áhuga- málum og hugðarefnum. Eitt af því sem þau tóku sér fyrir hendur var að skoða landið. Þau ferðuðust vítt og breitt um landið, skoðuðu áhugaverða staði og kynntust fólki. Þau létu sér ekki nægja að þjóta eftir aðalvegunum á milli höfuðbóla, þau þræddu sveitaveg- ina langt inn til dala og á ystu nes. Ennfremur létu þau eftir sér að ferðast til annarra landa, þau fóru eina ferð til sólarlanda og árið 1975 fóru þau til Bandaríkjanna til að heimsækja dótturdóttur, bróðurdóttur og systurdóttur Sig- urðar. I þeirri ferð fóru þau yfir þver Bandaríkin og komu víða við. Guðbjörg dó 8. janúar 1980. Sig- urður syrgði hana mikið, en bar harm sinn vel. Eftir það fór heils- unni hnignandi. Fyrir um það bil þrem árum missti hann sjónina að mestu og gat þá ekki lengur séð um sig sjálfur. Fyrst eftir það var hann heima á Austurgötu 19 í um- sjá Björns Marteinssonar, sonar- sonar síns og Maríu konu hans. Síðar var hann til skiptis hjá Guð- rúnu dóttur sinni og Marteini syni sínum. Síðasta hálfa annað árið var hann eingöngu hjá Marteini og konu hans, Guðfinnu, að Klapp- arstíg 4 í Njarðvík. Þar andaðist hann í svefni aðfaranótt 21. þ.m. Um Sigurð og þau hjón væri hægt að skrifa margt og mikið. Þau lifðu og störfuðu þann tíma sem þjóðin vann sig upp úr ör- birgð í bjargálnir, í það sem hún er nú. Þau lögðu sitt af mörkum. Ég undirritaður átti því láni að fagna að verða tengdasonur þeirra Sigurðar og Guðbjargar. Ég hef ríka ástæðu til að þakka þeim fyrir samfylgdina og allt sem þau hafa gert fyrir mig, börn mín og barnabörn. Guð blessi minningu þeirra. J.A.V. ( dag, laugardaginn 3. mars, verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju Sigurður Sigurðsson vél- stjóri, en hann lést á heimili sonar síns, Marteins, á Klapparstíg 4, Njarðvíkurbæ, þann 21. febr. sl., á áttugasta og níunda aldursári. Sigurður átti lengst af heima á Austurgötu 19 í Keflavík, en eftir að hann missti konu sína, Guð- björgu Brynjólfsdóttur, sem lést 1980, var hann að mestu hjá Mart- eini syni sínum og tengdadóttur, Guðfinnu, til dauðadags. Sigurður heitinn var sonur Sig- urðar Gíslasonar í Garðshorni í Keflavík, járnsmiðs og vélstjóra, og konu hans Guðrúnar Þórar- insdóttur, en börn þeirra urðu sjö talsins. f Iðnaðarmannatali Suðurnesja er kafli sem ber yfirskriftina „Vélaöld hefst á Suðurnesjum". Þar segir m.a.: „Vélaöld hefst í at- vinnulífi Suðurnesja með tilkomu fyrstu vélbátanna. Það var Sig- urður Gíslason, járnsmiður í Garðshorni í Keflavík, sem ráðinn var vélamaður á mb. Júlíusi, og þar með varð hann fyrsti vélstjóri og vélaviðgerðarmaður í Kefla- vík.“ í sömu bók er kafli sem ber yfirskriftina „Vélamenn og járnsmiðir." Þar segir m.a.: „Af Sigurði Gíslasyni, fyrsta véla- manninum í Keflavík, er þar að segja, að synir hans Gísli, Sigurð- ur og Þórður og Þórarinn Brynj- ólfsson, fóstursonur hans, nutu allir tilsagnar föður síns í sérgrein hans og urðu vélamenn og járn- smiðir." Því má svo bæta við, að synir þessara bræðra urðu flestir vélstjórar og/eða vélsmiðir. Sig- urður heitinn byrjar starfsferil sinn sem sjómaður, fyrst sem há- seti í tvö ár en síðan sem vélstjóri í hartnær þrjátíu ár á fiskiskip- um. Aðeins sextán ára er Sigurði falin vélstjórn á bát sem gerður var út frá Skagaströnd. Á árunum 1915 til 1920 stundar hann sjó- mennsku á sumrin á Austfjörðum eins og algengt var þá, að menn af suðvesturlandinu væru á sumar- vertíð fyrir Austurlandi. 1921 verða kaflaskipti í lífi Sig- urðar. Þá kvæntist hann æsku- vinkonu sinni, Guðbjörgu Brynj- ólfsdóttur, ættaðri úr Hraungerð- ishreppi, sem hann kynntist þegar hann var þar í sveit ungur dreng- ur. Til Vestmannaeyja flytja hin ungu hjón um 1923. Þar tekur Sig- urður vélstjórapróf og þar búa þau í um tvö ár, að þau flytja aftur til Keflavíkur. Sigurður hafði allan tímann sem sjómaður verið þjakaður af sjóveiki, auk þess sem hugur hans hafði oft dvalið við þá hugmynd að gerast bóndi í sveit. Verður það því úr í kringum 1936 að þau hjón kaupa jörðina Glóru í Hraungerð- ishreppi í Flóa og búa þar næstu þrjú árin, að Sigurður sá að sveitastörfin myndu ekki eiga við sig. Flytja þau þá aftur til Kefla- víkur og réðst hann til starfa í Hraðfrystihúsinu Jökli hf. sem vélstjóri og starfar hann þar til 1975 að fyrirtækið hætti störfum. Sigurður og Guðbjörg eignuðust sex börn, skulu þau nú talin í ald- ursröð. ólöf Lilja, giftist Davíð Gíslasyni sem látinn er fyrir nokkrum árum. Marteinn Brynj- ólfur, vélstjóri, kvæntur Guðfinnu Jónsdóttur, Guðrún Sigríður, gift Jóni A. Valdimarssyni, vélvirkja og kennara. María, en hún lést að- eins fárra vikna gömul. Gunnlaug- ur Kjartan vélstjóri og útgerðar- maður, kvæntur Erlu Sigurjóns- dóttur og Friðrik Hafsteinn vél- stjóri, kvæntur Kristínu Ástu Friðriksdóttur. Þá eignaðist Sig- urður dóttur fyrir hjónaband, Ósk Sigurrós, sem látin er fyrir fáum árum. Hún eignaðist tvo syni, Kristin sem búsettur er í Hafnar- firði og Ágúst sem búsettur er í Ólafsvík. Börn, barnabörn og barnabarnabörn Sigurðar og Guð- bjargar eru nú orðin yfir sextíu talsins. Sigurður er kvæntur og orðinn heimilisfaðir sjö manna fjölskyldu þegar kreppan mikla skellur á í kringum og upp úr 1930. Það þurfti því dugnað og úrræðasemi til að framfleyta stórri fjölskyldu, en þar sem annars staðar brást hann ekki. Hann þótti farsæll í starfi, duglegur, útsjónarsamur og húsbóndahollur. Sigurður var mikið náttúru- barn, elskaði lífið og landið og allt sem íslenskt var. Bifreiðar eru ekki orðnar almenningseign fyrr en á síðari hluta sjötta áratugar- ins, en þar fylgdi Sigurður tíðar- andanum og eignaðist sína fólks- bifreið þá orðinn fullorðinn. Því minnist ég á þetta sem í dag er talið mjög sjálfsagt að menn eigi sína eigin bifreið, að þegar hring- vegurinn er opnaður um miðjan áttunda áratuginn verða hann og kona hans með þeim fyrstu sem fara hringveginn, þá orðin hátt í áttræð. En sem meira var að þau völdu sér ekki auðveldasta ferða- mátann heldur kusu að vera í og með náttúrunni, tóku því með sér nesti og tjald og komu ekki í hús allt ferðalagið. Því get ég þessa hér, að mér finnst þetta lýsa svo vel lífsviðhorfi þessara þá öldnu hjóna, samheldni þeirra og ást sem hlýtur að hafa verið ríkjandi í allri þeirra sambúð. Sigurður er einn af stofnendum Vélstjórafélags Keflavíkur (nú Vélstjórafélag Suðurnesja) og var virkur félagi þar í áratugi. Á árs- hátíð félagsins 1971 var hann gerður heiðursfélagi ásamt fleir- um sem höfðu verið í fylkingar- brjósti við stofnun félagsins í janúar 1938. Þá mæddi á honum ekki síður en öðrum þeim sem þar stóðu fremstir, því ekki voru vinnuveitendur alveg tilbúnir að samþykkja samtökin, en félagið hlaut viðurkenningu vinnuveit- enda og þar með hófst sókn þeirra félaga til að ná fram bættum kjör- um til handa vélstjórastéttinni á Suðurnesjum. Ég, sem þessar linur rita, kynntist Sigurði heitnum upp úr 1960 þegar ég hóf störf sem vél- stjóri í Hraðfrystistöð Keflavíkur hf. Kom ég þá inn í það starf alls - óvanur frystivélum. Naut ég þá tilsagnar Sigurðar og sonar hans Hafsteins sem þá starfaði sem vél- stjóri í Hraðfrystihúsinu Atlantor hf. í Keflavík. Eftir að ég hóf störf hjá Vél- stjórafélagi Suðurnesja kynntist ég Sigurði og sonum hans betur, en hann og þrír synir hans voru þá félagar þar. Sigurður var mikill gæfumaður í lífi sínu. Hann eign- aðist dásamlegan lífsförunaut þar sem Guðbjörg heitin var. Hann eignaðist börn sem voru honum gleðigjafi sem sjaldan eða aldrei bar skugga á, duglegt og umfram allt elskulegt fólk í allri umgengni og viðkynningu sem og tengda- börnin. Sjálfur var Sigurður ljúf- mannlegur í viðmóti og þægilegur öllum sem urðu honum samferða í starfi og leik. Eftir að Guðbjörg andaðist 1980 dvaldi Sigurður heitinn að mestu á heimili Marteins og Guðfinnu tengdadóttur sinnar. Þar naut hann bestu umönnunar sem hægt er að veita, umönnunar sem veitt var af ríkulegri manngæsku og elsku. Ég trúi því að Marteinn og Guðfinna muni uppskera ríkulega í fyllingu tímans þá umhyggju sem þau hafa sýnt foreldrum og foreldri. Að lokum sendi ég öllum ætt- ingjum og vandamönnum mínar bestu kveðjur. Ég er þess fullviss að Sigurður skilur eftir sig góðar minningar í hugum barna, tengda- barna og barnabarna sem og öll- um er honum kynntust, það er mikils virði um leið og ég veit að hann hefur átt góða heimkomu. Guð blessi minningu hans. Jón Kr. Olsen Lútuö hjónarúm, efnismikil og sterk, kr. 27.800 meö dýnum og náttboröum. H. 65, br. 95, d. 33 — h 65, br. 51, d. 33. Lútuö speglasett, 2 breiddir, kr. 7.670 — kr. 3.085. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.