Morgunblaðið - 03.03.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
45
Um útvarpsþáttinn „Nýjustu fréttir af Njálu“:
Hvers vegna er ritsafns Einars
Pálssonar að engu getið þar?
Kæri Velvakandi.
Óskiljanlegt er, hversvegna
þátturinn ber þetta heiti, því að
þar hefur ekki örlað á neinu því,
sem nýtt getur talizt varðandi
Njálu, öðru nær. Þátturinn kemur
hvergi nærri því efni, sem nafn
hans boðar og gefur fyrirheit um,
og stendur hann þarafleiðandi
ekki undir nafni.
Ef umsjónarmanni þáttarins er
annt um að fræða hlustendur um
nýjustu fréttir af Njálu, ætti hann
að kynna sér ritsafn Einars Páls-
sonar, Rætur íslenzkrar menning-
ar, og skýra frá því efni, sem þar
er að finna. Af nógu er að taka.
Þar eru í raun nýjustu fréttir af
Njálu, sem um er vitað. Þetta ætti
Einar Karl Haraldsson að athuga,
ef vera kynni að hann hafi ekki
heyrt þessa ritsafns Einars Páls-
sonar getið.
Jón A. Stefánsson
Einar Pálsson. Bréfritari telur skjóta skökku við að ekki sé fjallað um
ritverk Einars „Rætur íslenzkrar menningar" í þættinum „Nýjustu fréttir af
Njálu“.
Duran Duran á Listahátíö
- og tónleikunum verði sjónvarpað
Kæri Velvakandi!
„Við viljum gjarnan koma
þeirri ósk okkar á framfæri að
Þátturinn Listapopp verdi lengdur
Tvær „bálreiðar“ skrifa:
„Okkur finnst ansi hart að út-
varpsþátturinn „Listalíf", sem er
á laugardögum, skuli fá 70 mínút-
ur en „Listapopp" bara 50 mínút-
ur. Það ætti að sjálfsögðu að
breyta þessu því stundum verður
Gunnar í „Listapoppi" að sleppa
sumum lögum sökum tímaskorts,
og sum lög eru bara spiluð að
hálfu eða ekki það. Okkur finnst
að það ætti að gera meira fyrir
unglinga í útvarpsdagskránni. Og
þó að þátturinn verði ekki lengdur
um meira en 10 mínútur, svo 60
mínútur væru fyrir hvorn þáttinn,
væri það strax til bóta. Erum við
vissar um að flestir unglingar eru
sammála þessu.“
hljómsveitin Duran Duran verði
fengin á Listahátíð ’84. Duran
Duran er tvímælalaust betri en
Dire Straits og Culture Club og
erum við eiginlega alveg vissar
um að aðsókn á hljómleika
myndi verða miklu meiri hjá
Duran Duran en hinum tveim
síðarnefndu. Við vonum að
hljómsveitin verði fengin
hingað.
Og hvernig væri að sjónvarpa
frá hljómleikunum fyrir þá
unglinga sem búa úti á landi og
hafa ekki efni á því að fara suð-
ur?
5 stelpur úti á landi.“
„Nýjustu fréttir af Njálu" —
Svo nefnist þáttur, sem Ríkisút-
varpið hefur flutt hlustendum sín-
um á laugardögum í vetur, um-
sjónarmaður Einar Karl Haralds-
son.
Svör við spurningum Hjartar
Til Velvakanda.
Kæri Hjörtur. Þegar ég las bréf
þitt í Velvakanda þ. 10 febrúar sl.
datt mér strax í hug að þarna færi
einn af mörgum, sem hefði lært
kristin fræði í barnaskóla, verið
fermd en síðan ekki söguna meir.
Nú, svo hefðu árin liðið og einhver
áhugi vaknað fyrir trú, Biblían
gripin og lesin að einhverju marki
í þeirri trú að sjálfsnámið eitt
dygði. Nú, mér kann að skjátlast,
ég veit ekki á hvaða aldri þú ert né
af hvaða hvötum þú fórst að lesa
Biblíuna. En þetta er fræðilegur
möguleiki og ætla ég því að byggja
svar mitt á honum.
Hefðir þú ætlað að læra á
hljóðfæri eða kynna þér sálar-
fræði, hefðir þú leitað til kennara
og farið í tíma. Þannig er því einn-
ig varið með trúna, hún krefst
leiðbeiningar og ástundunar.
Kristur fól postulum sínum hlut-
verk kennaranna en þeir eru jafn-
framt fyrstu prestar kristninnar.
Hann sagði ennfremur: „Og sjá, ég
mun vera með yður allt til enda
veraldar." Þetta þýddi ekki að þeir
ættu ekki eftir að gera mistök,
heldur ætlaði Kristur að leiðbeina
þeim og leiðrétta ef þeim yrði á í
messunni (sbr. slæmir páfar og
biskupar miðalda og aftur á móti
heilagur Franz frá Assisi o.fl. sem
Kristur fól að endurbæta kirkju
sína).
Þú byrjar á Gamla testament-
inu og reynir að sýna framá mis-
kunnarleysi Guðs. Það skal játað
að G.T. er erfitt aflestrar sökum
málsins á því. En þú verður að
athuga að Gamla testament’^
verður að lesast í samhengi við
Nýja testamentið, sem er uppfyll-
ing á því gamla. Við skulum vona
að Guð hafi vitað hvað hann var
að gera þegar hann leiðrétti skref
fyrir skref grimmt og siðspilt
framferði og skoðanir lýðs síns.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
þetta hans eigið sköpunarverk.
Hann þekkir það sjálfsagt betur
en nokkur annar. Hann hafði
einnig takmark í huga fyrir
mannkynið og frelsun þess, þ.e.
Jesús Krist. Hann gaf okkur Jes-
úm, sinn einkason (en Hann og
Faðirinn eru eitt í einingu Heilags
anda). Þú hlýtur að koma auga á
gæsku hans þar.
Jú, Hann var drepinn eins og
ótíndur glæpamaður, og það var
vitað fyrirfram, en samt gerði nú
Guð þetta fyrir okkur til að vísa
okkur veginn. Hann er sem sagt
ekki að gera tilraun með lagerinn
sinn, hver plumi sig og hver ekki.
Hann gaf okkur nefnilega frjálsan
vilja. Það er okkar að kynna okkur
málin. Við verðum að hlusta á
Guð, ekki bara Hann á okkur. Og
við fáum svör ef við biðjum, —
allir, ekki bara fáeinir útvaldir,
sem eru í náðinni hjá Guði. Með
Kristi kom líka fyrirgefningin.
Hana fá allir sem iðrast.
Þú minntist á Helvíti. Nú, ég get
frætt þíg á því að þangað fer eng-
inn nema hann vilji ekki fá inni í
Himnaríki hjá Guði. Sá dæmir sig
sjálfur til hins neðra. Constantín-
us, sem lögleiddi kristna trú í
Róm, var heiðingi, sem snerist til
kristinnar trúar. Hvað viðvíkur
þýðingum á Biblíunni á fyrstu öld-
um kristninnar og þá var vandað
mjög til þess verks. Á tímum
fyrstu kirkjuþingana var Biblí-
unni dreift um allan hinn sið-
menntaða heim. Ef upp komst um
mistök í þýðingu voru þau strax
leiðrétt. Engu hefur verið breytt,
en sífellt hefur verið leitast við að
færa þýðingarnar sem næst frum-
textanum.
Að lokum vil ég skora á þig að
kynna þér málin betur. Ég er viss
um að sóknarpresturinn þinn tæki
þér tveim höndum. Hann er
kannski með Biblíuleshóp sem þú
gætir tekið þátt í.
Ef þú villt kynna þér kaþólska
trú, bendi ég hér með á tvo sér-
fræðinga í Biblíunni; biskupinn
okkar Dr. Hinrik Frehen og föður
Terstroet í Garðabæ. Aðrar upp-
lýsingar færðu á prestssetrinu að
Hávallagötu, þar sem m.a. eru
tveir íslenskir prestar.
Mig langar að lokum til að ljúka
þessu spjalli á nokkrum línum úr
spádómsbók Jesaja; 55 kafla; 8,9
versi, sem hljóðar svo: „Já, mínar
hugsanir eru ekki yðar hugsanir,
og yðar vegir ekki mínir vegir —
segir Drottinn. Heldur svo miklu
sem himininn er hærri jörðu, svo
miklu hærri eru mínir vegir yðar
vegum og mínar hugsanir yðar
hugsunum."
Kaþólikki.
NOTAÐU FRÍDAGINN TIL
AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ OKKAR
HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA
Byrjum bolluhelgina í dag laugardag,
höldum áfram sunnudag og mánudag.
Urval af Ijúffengum heimabökuðum
rjómabollum.
Mœtið með börnin og betri helminginn.
bSTAURANT
viÁaÚsOp