Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 48
HLEKKUR í HÐMSKEÐJU LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. GÓÖ Og jÖftl loðnuveiði — um 80% hærra verð fyrir loðnuna í Færeyjum LOÐNUVEIÐIN var nokkuð góð í ga-r og fyrradag og hafa bátarnir ver- ið á Eaxaflóa og við Yestmannaeyjar. I'róarrými er víða um land, en stærri hátarnir sigla einnig til Fœreyja, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er verðið þar allt að 80% hærra en hér. Eftirtalin skip hafa undanfarna daga tilkynnt Loðnunefnd um afla. Þriðjudagur: Pétur Jónsson RE, 750, Júpiter RE, 1.150, Jón Finns- Helgi vann McCambridge ÞRIÐJA umferð alþjóðlega skákmótsins í Grindavík var tefld í gaerkvöldi. Helztu úrslit voru þau, að Helgi Ólafsson vann McCambridge, Elvar Guð- mundsson vann Gutman, Christiansen vann Ingvar og Lombardy og Knezevic gerðu jafntefli og skákir þeirra Jó- hanns Hjartarsonar og Björg- vins Jónssonar annars vegar og Jóns L. Árnasonar og Hauks Angantýssonar hins vegar fóru í bið, en átti að tefla til. úrslita seint í gærkvöldi. son RE, 580, Sæbjörg VE, 600, örn KE, 580, Helga II RE, 520, Ljósfari RE, 550, Hilmir II SU, 530, Keflvík- ingur KE, 300 og Rauðsey AK, 540 lestir. Á miðvikudag: Súlan EA, 500, Beitir NK, 1.100, Heimaey VE, 220, Svanur RE, 670, Hilmir SU, 1.100, Skírnir AK, 430, Eldborg HF, 1.200, Dagfari ÞH, 250 og Kap II VE, 280 lestir. Á fimmtudag: Húnaröst ÁR, 630, Jöfur KE, 200, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 700, Þórður Jónasson EA, 470, Sighvat- ur Bjarnason VE, 650, Gullberg VE, 300, Magnús NK, 500, Bjarni Ólafsson AK, 1.100, Víkurberg GK, 550, Huginn VE, 560, Sæbjörg VE, 590, ísleifur VE, 620, Hákon ÞH, 770, Keflvíkingur KE, 400, Börkur NK, 1.100, Hilmir II SU, 500 og Óskar Halldórsson RE, 400. Til klukkan 17 í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt Loðnunefnd um afla: Guðmundur Ólafur ÓF, 560, Sjáv- arborg GK, 650, Erling KE, 400, Hrafn GK, 630, Bergur VE, 500, Kap II VE, 650, Sigurður RE, 700, Örn GK, 570, Þórshamar GK, 500, Gígja RE, 670, Svanur RE, 680, Skírnir AK, 430, Jón Kjartansson SU, 1.100, Heimaey VE, 500, Sæ- berg SU, 600 og Júpíter RE, 900 lestir. Loðnubátar bíða löndunar í Reykjavík. Ljósmynd/ Snorri Snorrason. Morgunblaðift/KEE Hátíð við græna borðið BRIDGEHÁTIÐ hófst á Hótel Loftleiöum í gærkvöldi. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, setti mótið og sagði síðan fyrstu sagnir fyrir heimsmeistarann, Alan Sontag, sem er við hlið borgarstjóra á myndinni. Setning mótsins dróst um klukkustund þar sem sænsku keppendurnir á mótinu lentu í ófærð á milli Kéflavíkur og Reykjavíkur, auk þess sem flugvél þeirra seinkaði. 44 pör taka þátt í tvímenningskeppninni á hátíðinni, meðal þeirra margir erlendir gestir. Tvímenningskeppninni lýkur í dag, en á morgun hefst sveitakeppni með þátttöku 32 sveita. Albert Guðmundsson á fundi með stuðningsmönnum sínum: tvo milljarða í fjárlögin Hátt í vantar HÁTT í tvo milljarða króna vantar í fjárlögin aö því er fram kom í máli Alherts Guö- mundssonar fjármálaráö- herra á fundi hans meö stuðningsmönnum í fyrra- dag. Ráðherra sagði aö geigvænlegt ástand blasti nú við í efnahagsmálum þjóðar- innar. í samtali við Mbl. fyrir viku gaf ráðherrann út yfirlýsingu um að við mikinn vanda væri að glíma, meiri en hann hefði órað fyrir. Hann sagðist þá myndu leggja mál þetta fyrir Alþingi fljótlega. Á fundinum með stuðnings- mönnum sínum á fimmtudag leiddi ráðherrann engum get- um að því hvað ylli vandkvæð- unum, sagði aðeins að ríkis- sjóður yrði að herða sultaról- ina en hafnaði aukinni skatt- lagningu til að mæta þessu „gati“ í fjárlögum uppá 1,7 til 1,8 milljarða króna. Sjá frásögn af fundi Alberts á bls. 5. Móna selur 65 þúsund páskaegg til Svíþjódar SÆLGÆTISGERÐIN Móna í Hafnarfirði hefur gert samning við sænska aðila um sölu á 64.560 páskaeggjum, sem eiga að afhendast á næstu vikum, en fyrsti farmurinn er þegar farinn, að sögn Sigurðar E. Marinóssonar, fram- kvæmdastjóra Mónu. „Fyrirtæki í Málmey hafði samband við okkur sl. vor og óskað eftir því, að við fram- leiddum ákveðið magn af páska- eggjum fyrir þá. Fyrirvarinn var þá of skammur og var ákveðið að undirbúa málið bet- ur og nú er þetta orðið að veru- leika," sagði Sigurður. „Við munum framleiða fyrir Svíana 6 mismunandi tegundir af eggjum, sem verða afhent samkvæmt ákveðinni áætlun fram til páska, en fyrsti gámur- inn fór út fyrir skömmu," sagði Sigurður. Það kom fram í samtalinu við Sigurð, að fyrirtækið hefur gert nokkrar tilraunir með útflutn- ing á sælgæti, sem hafa gefið góða raun. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og við gerum ráð fyrir að halda áfram á þessari braut. Þessi samningur gerir það að verkum, að framleiðsla okkar á páskaeggjum eykst um liðlega 50%, en við munum vinna með fullum afköstum fram til páska,“ sagði Sigurður. Það kom fram hjá Sigurði, að verðið fyrir páskaeggin væri mjög við- unandi og hann gerði ráð fyrir að áframhald yrði á þessum út- flutningi. Aðspurður um gengi íslenzka sælgætisiðnaðarins sagði Sig- urður að menn hefðu verið að sækja í sig veðrið og útkoman á síðasta ári hefði verið þokkaleg. „Það eru þó ýmis ljón i vegin- um. Það má nefna dæmi, sem er kannski ekki svo ýkja stórt, en eigi að síður táknrænt. Fríhöfn- in á Keflavíkurflugvelli hafnar því að selja íslenzkt sælgæti, sem er alveg furðuleg afstaða." Að endingu kom það fram í samtalinu við Sigurð Marinós- son, framkvæmdastjóra Sæl- gætisgerðarinnar Mónu, að starfsmenn fyrirtækisins væru rúmlega 30 um þessar mundir. Horfur á samkomu- lagi í „bóka- stríðinu“? SVÖR hafa nú borist stjórn Fé- lags íslenskra bókaútgefenda við tillögum sem lagðar höfðu verið fram til lausnar deilu milli aðildarforlaga bókaklúbbsins Veraldar og Félags bókaversl- ana. Bæði svörin voru jákvæð en bundin skilyrðum. Veraldar- menn settu að skilyrði fyrir samþykki sínu jákvætt svar bóksala. Bóksalar samþykktu einnig tillögurnar eftir langan fund í dag. Þeir slá þó ákveðna varnagla sem miða að því að ef samkomulag takist verði það traust og haldgott. Skilyrði bóksalanna eru nú til umfjöll- unar hjá aðildarforlögum Bókaklúbbsins Veraldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.