Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
Fallið frá hugmyndum
um sjúkrahússgjald
Atómstöðin
firumsýnd
ATÓMSTÖÐIN, nýja íslenska
kvikmvndin sem byggð er á sam-
nefndri skáldsögu Halldórs Lax-
ness, var frumsýnd í Austurbæjar-
bíói síðastliðinn laugardag.
Framleiðandi myndarinnar er
Örnólfur Árnason, en leikstjóri
er Þorsteinn Jónsson.
Þessi mynd var tekin við
frumsýningu „Atómstöðvarinn-
ar“ og á henni má sjá hluta
boðsgesta, þeirra á meðal Tinnu
Gunnlaugsdóttur, sem leikur eitt
aðalhlutverkið í myndinni, Örn-
ólf Árnason, Svanhildi Hall-
dórsdóttir, Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta íslands, Halldór
Laxness og Auði Laxness.
Albert um samþykkt þingflokks Sjálfstæöisflokks:
Mjög edlileg vid-
brögð þingmanna
MATTHÍAS Bjarnason heilbrigðis-
og tryggingaráðherra sagði í viðtali
við Mbl. í gær að fallið hefði verið
frá hugmyndum um að innheimta
hluta af kostnaði við sjúkrahúsvist
af þeim sem legðust inn til skamms
tíma og nytu fullra launa á meðan á
vistinni stæði. Hann sagði að viö
nánari athugun hugmynda í þessa
veru hefði komiö í Ijós að fram-
kvæmd gjaldtökunnar hefði hlut-
fallslega orðið það viðamikil miðað
við heildarumfang, að ákveðið hefði
— ef ég finn þetta fólk
Fjármálaráðherra hefur haft bréf
Alþýðusambands íslands, þar sem
það fer fram á sömu vilyrði fyrir
félagsmenn sína og ráðherra hefur
gefið Dagsbrún fyrirheit um, til at-
hugunar. Sagði ráðherrann í viðtali
við Mbl. í gær, að hann væri að
reyna að finna út, hvort einhverjir
innan ASÍ væru beittir sama misrétti
og Dagsbrúnarmenn hjá því opin-
bera. „Ég vil ekkert fullyrða um
þetta, en ég verð þá að finna þetta
fólk og ASI að hjálpa mér til þess,“
sagði hann.
Albert sagði varðandi bréf ASÍ
að í Dagsbrúnarsamningum væri
um að ræða verkamenn sem ynnu
hjá ríkinu og hefðu ekki beina
samninga við ríkið. Hann kvaðst
halda að verkalýðsfélögin innan
verið innan stjórnarliðsins að hætta
við hana.
Matthías sagði að hugmyndin
hefði verið sú, að láta fólk sem
legðist inn á sjúkrastofnanir
greiða hluta kostnaðar, en ein-
göngu fólk sem væri á fulluni
launum. Ekki hefði verið ætlunin
að leggja gjaldið á ellilífeyrisþega,
örorkulífeyrisþega, tekjulaust
fólk, tekjulítið eða börn.
Þá sagði ráðherrann í þessu
sambandi að fjárlög gerðu ráð
ASÍ og Verkamannasambandsins
semdu beint við viðkomandi ríkis-
aðila, en ef ASÍ gæti bent sér á
sambærilegt misræmi annars
staðar þá myndi hann að sjálf-
sögðu ieiðrétta það einnig. Hann
kvað málið í athugun í ljósi þessa.
Ráðherrann var þá spurður,
hvort Dagsbrúnarmenn hefðu
haldið því fram að þeirra félagar
væru þeir einu sem þessu misrétti
væru beittir. Hann svaraði: „Ég
leitaði upplýsinga hjá mínu fólki
og þeir gátu ekki séð sambæri-
legan mismun annars staðar, þar
sem flest önnur verkalýðsfélög
semja beint við ríkið, sem Dags-
brún gerir ekki. Ég vil þó ekki full-
yrða neitt um þetta. Ég verð þá að
finna þetta fólk og ASÍ að hjálpa
mér til þess.“
fyrir töluverðum sparnaði í heil-
brigðis- og tryggingakerfinu, eða
sem næmi 3,25% að meðaltali frá
niðurstöðutölum ársins 1983, eða
2,5% lægri heildarlaunum og 5%
lægri rekstrarkostnaði. Aðspurður
sagði hann að áfram yrði unnið að
aukinni hagræðingu, sem náðst
hefði að hluta, en hann kvaðst
vonast til að þessu markmiði yrði
náð, þrátt fyrir að fyrrnefnd
ákvörðun hefði verið tekin.
Matthías Bjarnason sagði að
lokum: „Það er mín skoðun að við
eigum að halda uppi fullkominni
heilbrigðisþjónustu og að við eig-
um að eiga möguleika á því að
fara í nýjar og betri lækningar
þar sem við getum komið því við
með skynsamlegum hætti hvað
snertir fjárhagshliðina og þá verð-
ur auðvitað að leita annarra leiða.
Ég tel það til dæmis ósanngjarnt
að mörgu leyti að þeir sem leita
læknishjálpar utan sjúkrahúsa
eigi alltaf að greiða meira heldur
en þeir sem leggjast inn í skamm-
an tíma. Þetta er auðvitað allt
annað varðandi þá sem þurfa að
liggja á sjúkrastofnunum til lang-
frama og missa heilsu. Þar hefur
engin stefnubreyting orðið frá því
sem hefur verið ríkjandi í þjóðfé-
laginu."
Ráðherrann var í lokin spurður,
hvar borið yrði niður í sparnaði í
stað þessa gjalds sem hætt væri
við. Hann kvaðst ekki vita það á
þessu stigi. Þetta væri ekki einka-
mál hans og hann hefði ekki fyrir-
fram mótaðar tillögur. „Ég er
fyrst og fremst reiðubúinn að
ganga inn á það sem verður ofan á
hjá þeim sem að ríkisstjórninni
standa. Við verðum að reka þjóð-
félagið og taka mark á því sem er
að gerast í kringum okkur," sagði
hann.
JÖN L. Árnason og Helgi Ólafsson
eru nú efstir á alþjóðlega skákmót-
inu í Bláa lóninu og Festi, Grinda-
vík. Að 6 umferðum loknum er Jón
L. með 4,5 vinninga og Helgi með 4.
Annars var staðan óljós í gærkvöldi
vegna ótefldra biðskáka.
Úrslit fjórðu umferðar urðu sem
hér segir: Jón L. vann Ingvar,
Haukur vann Björgvin og jafntefli
gerðu Jóhann og Helgi, Christi-
ansen og Gutman, McCambridge
og Knezivic og Elvar og Lom-
ALBERT Guðmundsson fjármála-
ráðherra sagði í viðtali við Mbl. í
gær, að hann teldi samþykkt þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins frá því
fyrir helgi vegna samnings hans við
Dagsbrún mjög eðlilega og að hann
hefði setið hjá við afgreiöslu hennar
bardy. 1 fimmtu umferð vann
McCambridge Elvar, Helgi vann
Hauk, Björgvin vann Ingvar og
Gutman vann Lombardy. Jafntefli
gerðu Jón L. og Christiansen,
Knezivic og Jóhann. í sjöttu um-
ferð, sem tefld var í gær vann Jón
L. Björgvin og Helgi vann Ingvar.
Jafntefli gerðu Elvar og Jóhann
og Haukur og Knezivic. Aðrar
skákir fóru í bið og var ekki lokið
er Morgunblaðið fór í prentun í
gær.
þar sem þingmenn hefðu verið að
lýsa óánægju með vinnubrögð hans
sjálfs. Þá lýsti Albert því einnig yfir,
að hann væri ekki lengur að hugsa
um að hætta ráðherradómi.
Aðspurður um hvort hann væri
hættur við að hætta sem ráðherra
sagði Albert: „Það má orða það
þannig að ég kem ekki til með að
hlaupa frá þeim vanda sem er svo
margfalt meiri en ég gerði mér
vonir um að hann væri. Ég hleyp
ekki frá vandanum. Það eru hrein-
ar línur,“ sagði fjármálaráðherra.
Varðandi samþykkt þingflokks
Sjálfstæðisflokksins sem harmaði
afgreiðslu hans á svonefndu
Dagsbrúnarmáli sagði fjármála-
ráðherra: „Ég tel hana mjög eðli-
lega miðað við að ég lagði þetta
hvorki fyrir þingflokkinn né ríkis-
stjórnina. Því tel ég hana eðlileg
viðbrögð þingmanna. Ég hafði
hugsað mér að ræða þetta á fundi
sl. mánudag, en það .varð ekkert af
honum svo tækifærið gafst ekki.“
Albert sagði ennfremur að hann
hefði setið hjá við afgreiðslu til-
lögunnar þar sem hún hefði geng-
ið út á óánægju þingmannanna
með vinnubrögð sín, sem hann
skyldi mæta vel.
Jón Kjartansson SU 111
strandar viÖ Færeyjar
Fjármálaráðherra um bréf ASI:
Að sjálfsögðu
leiðrétti ég
Alþjóðlega skákmótið í Grindavík:
Jón L. efstur,
Helgi annar
Tæplega 200 hafa gert at-
hugasemdir við aflamarkið
Býst ekki við stórvægilegum breytingum, segir Stefán Þórarinsson
LOÐNUSKIPIÐ Jón Kjartansson
SU 111 steytti á skeri í Fuglafirði í
Færeyjum aðfaranótt mánudags-
ins og urðu á því nokkrar
16 krónur fyrir kg
af loðnuhrognum
SAMKOMULAG varð á fundi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins í
gær, náðist samkomulag um lág-
marksverð á loðnuhrognum og
loðnu til annarrar vinnslu en til
bræðslu.
Verð á loðnuhrognum til
frystingar verður 16 krónur
fyrir hvert kíló og miðast verð-
ið við að hrognin séu tekin úr
skilju við löndun og það magn,
sem fryst verður. Verð á
ferskri loðnu til beitu, beitu-
frystingar og skepnufóðurs
verður ein króna og 60 aurar.
Verðið miðast við loðnuna
komna á flutningstæki við hlið
veiðiskips.
skemmdir. Skipið náðist af sker-
inu með eigin vélarorku og var því
siglt til Þórshafnar í Færeyjum,
þar sem gert verður við skipið.
Aðalsteinn Jónsson, útgerðar-
maður á Eskifirði og eigandi
skipsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að þetta væri
vissulega stór skellur. Fyrir
utan skemmdir á skipinu væri
það fyrirsjáanlegt, að það missti
af því, sem eftir væri af loðnu-
veiðunum, hugsanlega fjórum
túrum. Það munaði vissulega
um minna því skipið hefði fiskað
mjög vel og væri með aflahæstu
skipunum. Þá missti fiskimjöls-
verksmiðja fyrirtækisins það
hráefni, sem búizt hefði verið
við að skipið landaði þar.
Aðalsteinn sagði ennfremur,
að sér væri ekki ljóst hvað gerzt
hefði, en skipið hefði verið að
fara frá Fuglafirði eftir að hafa
landað loðnu þar. Skemmdir
væru einnig óljósar, en reiknað
væri með að viðgerð tæki tvær
til þrjár vikur.
FRESTUR til að gera athugasemdir
við úthlutað aflamark einstakra
skipa og báta á þessu ári rann út í
gær. Höfðu þá tæplega 200 aðilar
gert athugasemdir til sjávarútvegs-
ráðuneytisins, en reiknað er með að
fleiri hérist í pósti á næstu dögum.
Alls var úthlutaö aflamarki til 676
skipa og báta.
Að sögn Stefáns Þórarinssonar,
fulltrúa í ráðuneytinu, verður tek-
ið tillit til þeirra athugasemda,
sem póstlagðar hafa verið áður en
fresturinn rann út. Sagðist hann
reikna með nokkurri viðbót en
taldi ekki að athugasemdir yrðu
fleiri en 250. Það virtist því að
mikill meirihluti útgerðarmanna
samþykkti aflamark sitt athuga-
semdalaust.
Stefán sagði, að mikið væri
óskað eftir endurskoðun á reikn-
uðum frátöfum skipa frá veiðum á
viðmiðunartímabilinu og einnig
virtist afli smærri báta vera van-
talinn í einhverjum tilfellum,
hvernig sem á því stæði. í þeim
tilfellum væri farið eftir löggiltum
vigtarnótum, afritum af afla-
skýrslum, útgerðarskýrslum og
skýrslum Aflatryggingasjóðs.
Hvað frátafirnar varðaði væri
miðað við verulegar frátafir, 14
dagar eða meira, sem stöfuðu
meðal annars af bilunum eða
breytingum. Ekki væri tekið tillit
til frátafa vegna venjubundins
viðhalds. Þá væru sumir, sem
bæðu um millifærslu milli flokka
og eins virtust menn ekki gera sér
fyllilega grein fyrir þeim reglum,
sem giltu fyrir skip, sem eigenda-
eða skipstjóraskipti hefðu orðið á
á síðasta ári.
Þá sagði Stefán, að sér vitan-
lega hefðu ekki borizt neinar at-
hugasemdir eða mótmæli frá sjó-
mönnum, en athugasemd hefði
borizt frá einni atvinnumála-
nefnd. Hann teldi að hér væri ekki
um verulegt vandamál að ræða og
litlar líkur væru á stórvægilegum
breytingum á aflamarkinu vegna
þessa.