Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
17
VMIC#,
PóSthólf 377
■*
U-BÍX90
Smávaxna eftirherman
Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga
minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma.
Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa
og pantanir streyma inn.
w
SKRI FST< 3FUVÉLAR H.F.
. : x ’ Hverfisgötu 33 — Simi 20560 —
Uplands School
Poole England
Canford School
Wimborne
Tolroy
Cornwall
mmm
15 S Skotland
Feröaskrifstofa
KJARTANS
HELCASONAR
Gnoöarvogur 44
Simi 86255.
„Enskukennsla fyrir börn og unglinga
á aldrinum 8-—14 ára“
Junior International er enskuskóli sem sérhæfir sig í að kenna börnum og ungling-
um, þar sem tvinnað er samam nám og leikur, feröalög og íþróttir. Skólarnir eru
tveir, annars vegar heimavistarskóli, „Canford School“ í Wimborne skammt vestur
af Bournemouth og „Uplands School" í Poole, nágrannabæ Bournemouth, sem
byggir eingöngu á gistingum í heimahúsum.
Báðir skólar hafa á að skipa mjög góðum kennurum og öðru þjónustuliði. Á
heimavist eru nemendur í umsjá þess allan sólarhringinn, en á heimilum eru það
kennarar og heimilin sem sjá um nemendur.
f hverri viku eru 20 tímar ( kennslu, þar sem kennd er dagleg enska, lestur og
framburður, talkennsla, samræður og viðtöl, málfræði og uppbygging málsins.
f hverri viku eru heilsdags skoðunarferöir og hálfsdags skoðunarferðir um nærliggj-
andi héruö.
í hverri viku eru íþróttir og leikir, diskótek, varðeldar, sund, körfubolti og blak,
tennis og „squash“, knattspyrna, videó o.fl. sem innifalið er í verði, en einnig er
hægt að taka þátt ( siglingum, „windsurfing“ (á flekum), golfi, útreiðum og er
aukagreiðsla fyrir það.
Canford-skóli byrjar 18. júlí og er hægt að dveljast í 2, 3 eða 4 vikur.
Uplands-skóli byrjar 22. júli og er hægt að dveljast 3 og 4 vikur. Hægt er að fara viku
siðar eða hálfum mánuði síðar.
Áöur en fyrrgreindir skólar hefjast bjóðum við dvöl í orlofsbúðum: Tolroy á
Cornwall-skaga vestan til. Hægt er aö fara 11. eða 15. júlí og dveljast 7—11 daga.
Eftir að fyrrgreindum skóium lýkur er hægt að fara í 8 eða 11 daga ferð til Aviemore
í Skotlandi.
I báðum tilfellum verður búið ( svokölluðum sumarhúsum og stundaðir alls kyns
leikir, ferðalög, íþróttir og farið m.a. í lokin til Edinborgar á „Tattoo“.
Allir nemendur fá frí aðgangskort og járnbrautarfarmiða fría.
Fullt fæði er allan námstimann.
Náð er í alla nemendur á flugvöll við komu og þeim komið á flugvöll við brottför.
Verð: Canford 3 vikur: 29.900,-hver aukavika kr. 7.080,-
Uplands 3 vikur: 26.100.-hver aukavika kr. 5.800.-
Tolroy Cornwall auka 7 dagar: 9.060.-auka 11 dagar 12.100.-
Aviemore Skotland auka 8 dagar: 9.060.-auka 11 dagar 12.100.-
Flogið með Flugleiðum til London og til baka en heim um Glasgow ef farið er til
Aviemore í lokin.
Sendið börnin ykkar í hagnýtt nám sem alltaf kemur að notum. Við minnum á
plúslánin sem auövelda ykkur að glima við vandann.
Nú liður að fermingum: Er þetta ekki tilvalin fermingargjöf fjölskyldunnar til fer-
mingarbarnsins?