Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 ftyttgmtlilftfrtíþ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakið. Svíum ögrað Válegar fréttir berast úr sænska skerjagarðinum við Karlskrona þar sem tekist er á við óþekkt farartæki neð- ansjávar og ókunna frosk- menn á landi. Öllum fréttum af þessum atburðum er nauð- synlegt að taka með vissri var- úð á meðan ekki er frá því skýrt að sænska hernum hafi tekist það ætlunarverk sitt að ná hinu óþekkta farartæki sem komist hefur óboðið jafn langt inn í sænska landhelgi og raun ber vitni. Ekki er við því að búast að hernaðaryfir- völd skýri opinberlega frá ein- stökum atburðum sem við leit- ina gerast á meðan henni er ólokið. Þarna fara ekki aðeins fram átök með vígvélum held- ur er einnig háð taugastríð. Fyrirspurnum um skothvelli úr skerjagarðinum svarar sænska herstjórnin með þeim orðum að skotið hafi verið á froskmenn og lætur þar við sitja til að láta óvinunum ekki meiri upplýsingar í té en óhjákvæmilegt er þegar svalað er forvitni fréttamanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ókunnir kafbátar og far- artæki neðansjávar ögra Sví- um. Viðbrögðin núna eru þess eðlis að telja verður að sænsk stjórnvöld ætli að heyja baráttuna þar til þau hafa út- rýmt óvininum eða náð að fanga hann ofansjávar. Ekki er neinn vafi á því að Sovét- menn hafa haldið úti kafbát- um í sænskri landhelgi, fræg- ast er dæmið um kafbátinn sem strandaði einmitt skammt frá her- og flotastöð- inni í Karlskrona í október 1981. Síðan hefur verið skýrt frá nokkrum tugum tilvika þegar Svíar hafa tekist á við óboðna neðansjávar-gesti á yfirráðasvæði sínu. Svíar hafa ekki svarað þessari áreitni á þann veg að gefast upp og lýsa því til dæmis yfir einhliða að nú yrði látið hjá liða að takast á við þessa óvini, þvert á móti hafa þeir herðvæðst enn frek- ar og lagað varnaráætlanir að breyttum aðstæðum, árangur þeirrar viðleitni kann að vera að koma í ljós núna. Á Vesturlöndum hafa menn ekki getað sameinast um neina eina skýringu á því hvers vegna Sovétmenn ögra Svíum með þessum hætti. Árásir á Svía í sovéskum blöð- um í tilefni af kafbátaleitinni benda til þess að Kremlverjar vilji að niðurlæging Svía sé sem mest, þeir eru hafðir að spotti. Sumir telja að tilgang- urinn hjá Sovétmönnum sé einmitt pólitískur og sálfræði- | legur, að fá Svía til að sætta sig við að þeir geti ekki stjórn- að því hverjir noti yfirráða- svæði þeirra í hernaðarlegum tilgangi — hlutleysi þeirra breytist í eftirgjöf gagnvart Sovétmönnum. Aðrir eru þeirrar skoðunar að sovéski flotinn hafi í raun breytt sænskri landhelgi í athafna- svæði sitt og ætli að koma þar fyrir kafbátum sem notaðir yrðu til að skjóta kjarnorku- eldflaugum á Vesturlönd ef til átaka kæmi, þeir eigi einskon- ar griðastað í landhelgi hlut- lauss ríkis. Og að lokum má nefna sjónarmið þeirra sem telja að í raun séu Sovétmenn á heræfingum í sænskri land- helgi og að þjálfa menn til að eyðileggja mikilvæg sænsk varnarmannvirki í skerjagarð- inum og við ströndina. Hver svo sem skýringin er verður að líta á þessa atburði við Karlskrona sem ógnvekj- andi ögrun við frjálst og full- valda ríki. Raunar ætti engum að koma á óvart hvað sovésk hernaðaryfirvöld geta verið ósvífin. Áðeins fyrir fáeinum mánuðum létu þau skjóta niður suður-kóreska farþega- þotu sem hafði villst af leið. Það er í samræmi við ómann- úðlegu grimmdina sem varn- arlausu fólki var þá sýnd að senda vígvélar markvisst inn á yfirráðasvæði sjálfstæðs ríkis og hæðast síðan að því fyrir að reyna að verjast. En hvers vegna Svíþjóð? hljóta menn að spyrja. Ekki hefur Olof Palme, forsætisráð- herra Svía, beinlínis verið að ögra Kremlverjum? Nú stend- ur yfir í Stokkhólmi ráðstefna 35 ríkja og þeirra á meðal Sov- étríkjanna um leiðir til að efla traust og auka öryggi í sam- skiptum þjóða í Evrópu. Á óboðni gesturinn við Karls- krona að sýna eftir hvaða leið- um Sovétmenn vilja helst minnka tortryggni milli ríkja? Einnig að þessu leyti ættu at- hafnir Sovétmanna ekki að koma á óvart. Þeir hundsa al- menningsálitið um heim allan og fara sínu fram með leynd eða opinberlega hvenær sem þeim hentar. Ög þeir vita sem er að alltaf eru einhverjir til að afsaka þá í lýðfrjálsu ríkj- unum. Er til dæmis Guðrún Helgadóttir, sem var fulltrúi Alþýðubandalagsins á Norður- Iandaráðsþingi í Stokkhólmi í síðustu viku, ekki þeirrar skoðunar að vígbúnaður Norð- urlanda sé ógnvænlegri frið- num í okkar heimshluta en annarra að Atlantshafsbanda- laginu einu undanskildu? Síðast dó maður úr sullaveiki á íslandi árið 1961 SULLAVEIKI var lengi landlægur sjúkdómur á Islandi. Rétt fyrir síðustu aldamót var talið að fjórði eða fimmti hver maður á landinu væri smitaður af sullaveiki. Þetta er byggt á niðurstöðum af krufn- ingum sem Níels Dungal gerði á árunum 1932 til 1956. Síðast dó maður úr sullaveiki á íslandi árið 1961. Að sögn Matthíasar Eydals líffræðings á Tilraunastöðinni að Keldum varð sullaveiki vart í kindum á Austurlandi af og til á árunum 1968 til 1979. Þess má geta að gamlir suilir hafa fundist við krufningar á gömlu fólki. Sullaveikibandormurinn lifir full- orðinn í þörmum hunda, refa og ým- issa annarra rándýra. Hann er ekki nema 2 til 5 mm á lengd en oft eru bandormar svo hundruðum eða jafnvel þúsundum skiptir í einum hundi, án þess að það hafi sjáanleg áhrif á hann. Egg bandormsins eru í saur hýslanna. Sauðfé og aðrir grasbítar éta síðan eggin á beiti- landinu, og þau geta slæðst ofan í mörg önnur dýr, m.a. mann. Úr egg- inu klekst þá lirfa er oftast berst til lifrar eða lungna, en getur sest að næstum hvar sem er í líkamanum. Sulli Lirfan breytist síðan í vökvafyllta blöðru, sull, og inni í sullnum mynd- ast mikill fjöldi bandormshausa. Líkaminn myndar bandvefshjúp utan um sullinn og reynir þannig að takmarka vöxt hans. Stundum nær sullurinn þó að vaxa hömlulítið og í viðkvæmum líffærum getur hann Guðrún Jónsdóttir ráðin til að endurskoða skipulag gamla bæjarins: „Gefur mér fleiri tækifæri til a< áhugamálum mínum á mínu sé — lætur af starfi forstöðumanns Borgarskipulags 1. aprfl nk. SKIPULAGSNEFND Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sín- um í gær, að ráða Guðrúnu Jóns- dóttur arkitekt, til að taka að sér endurskoðun á skipulagi gamla bæjarins. Tillaga um þetta efni - kom frá meirihluta skipulags- nefndar og var hún samþykkt samhljóða. Guðrún hefur verið forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur sl. 5 ár, en hún mun láta af því starfi 1. aprfl nk. Sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni, formanni skipulagsnefndar, verður samþykktin borin upp á borgarráðsfundi í dag, þriðjudag, en Vilhjálmur gat þess að verk- efnið sem Guðrún tekur að sér, væri mjög brýnt og viðamikið og tengdist endurskoðun aöalskipu- lags Reykjavíkur, en endurskoð- un þess er áformað að Ijúki árið 1986. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var að því spurður af hverju verkefni það sem Guðrún tekur nú að sér, væri ekki unnið hjá Borgarskipu- lagi. Sagði Vilhjálmur að starfs- menn Borgarskipulags væru störf- um hlaðnir við úrlausn ýmissa til- fallandi viðfangsefna, sem bærust nánast á hverjum degi. „Hér er um að ræða svör við fyrirspurnum af ýmsu tagi, bæði frá borgarstofn- unum og almenningi," sagði Vil- hjálmur. „Að auki þarf að ráða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Jónsdóttir. i,jýsm Mb| Krístjín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.