Morgunblaðið - 06.03.1984, Page 43

Morgunblaðið - 06.03.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 23 Norðurlandamót unglinga í badminton í Laugardalshöll: Danir höfðu mikla yfirburði — íslendingar komust í undanúrslit keppninnar Toshack rekinn Framkvæmdastjóra Swansea var sagt upp störfum í hádeginu í gærdag. John Toshack hefur gengið mjög illa með lið Swansea að undanförnu og er liðið núna í neösta sæti 2. deild- ar. Toshack tókst ó sínum tíma að gera Swansea aö stórveldi en það stóð aöeins í skamman tíma. Hann lék um tíma með lið- inu með þjálfarastörfunum. DANIR höföu mikla yfirburöi á Norðurlandamóti unglinga í bad- minton sem fram fór í Laugar- dalshöll um helgina. Þeir unnu öll gullverðlaun á mótinu. Skóla- hljómsveit Kópavogs, sem lék í Höllinni á mótinu, var því orðin vel æfð í danska þjóösöngnum er mótinu laukl — en þjóösöngur sigurvegaranna var vitanlega leíkinn viö hverja verölaunaaf- hendingu. Á föstudaginn fóru fram landsleikir milli þjóðanna 09 unnu Danir alla leiki sína. A sunnudaginn voru það svo allt Danir sem léku til úrslita utan ein sænsk stúlka sem komst í úrslit í einliöaleiknum. íslendingar kom- ust í fyrsta skipti í undanúrslit á Norðurlandamóti unglinga: Þór- dís Edwald og Elísabet Þórðar- dóttir náöu þeim áfanga en töp- uðu fyrir Norðurlandameisturun- um. Jan Poulsen frá Danmörku kom skemmtilega á óvart á mótinu og vann tvenn gullverðlaun. Þá hlaut hann silfurverölaun í tvenndarleik. I einliðaleik pilta sigraði Jan Poul- sen landa sinn, Poul Erik Höyer, sem talinn var sigurstranglegastur fyrir keppnina. Poulsen vann í skemmtilegri þriggja lotu keppni og kom á óvart hve mikla yfirburði hann hafði. Hann vann fyrstu lot- una 15:4, tapaði annarri 10:15 en vann þriðju, 15:4. Poulsen vann einnig gull í tví- liðaleik pilta, þá ásamt Anders Nielsen. I þeirri úrslitaviðureign varö Poul Erik Höyer einnig aö lúta í lægra haldi fyrir Poulsen. Poul Erik lék með Henrik Jensen og töpuðu þeir 2:15, 15:18. Þeir síðar- nefndu voru taldir sigurstranglegri. Eins og áður sagöi einokuðu Danir úrslitaleikina nema í einliöa- leik kvenna þar sem sænsk stúlka komst í úrslit gegn danskri. Sú danska, Lene Sörensen, sigraði Charlottu Wihlborg 11:5, 0:11, 11:2. Miklar sveiflur i þessari við- ureign. í tvíliðaleik stúlkna vöröu dönsku stúlkurnar Gitte Paulsen og Gitte Sögard Noröurlanda- meistaratitil sinn; sigruðu Lisbeth S. Lauridsen og Lene Sörensen í úrslitum 15:12, 15:8. Eins og áður sagöi léku íslensku stúlkurnar Þórdís Edwald og Elísabet Þórö- ardóttir gegn Noröurlandameistur- unum í undanúrslitum. Þær dönsku unnu eins og búist var við, 15:1, 15:4. íslensku stúlkurnar voru of taugaóstyrkar og háði það þeim í viðureigninni. Þetta var í fyrsta skipti sem íslendingar ná í fyrsta skipti svo langt á Norðurlandamóti ungl- inga og sýnir að íþróttin er í fram- for hér á landi. Síðasti leikurinn á sunnudag var úrslitaleikurinn í tvenndarleik. Það var mjög skemmtileg og spenn- andi viðureign tveggja danskra para. Evrópumeistararnir Anders Nielsen og Gitte Paulsen sigruðu Jan Paulsen og Gitte S. Jensen í i þremur hrinum: 15:9,9:15, 15:9. Á föstudag fóru fram landsleikir eins og áður hefur komið fram. Danir unnu alla sína leiki og sigr- uðu, en Svíar urðu í öðru sæti, töp- uðu aöeins fyrir Dönum. islend- ingar unnu Finna 3:2 og Færeyinga 5:0. Þrjár þjóðir, Finnland, island og Noregur voru jafnar að stigum í þriöja sæti. Voru þá talin stigin sem þær höfðu unnið í landsleikj- unum, og skv. því var fsland í fimmta sæti, Finnland í fjórða og Noregur í þriðja sæti. —SH. Leik Bremen og Stuttgart frestað: Florence býður Bayern 6 milljónir marka fyrir Karl Heinz Rummenigge • íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í badminton stóðu sig vel. Elísabeth og Þórdís, í fremri röð, komust í undanúrslit og léku mjög vel. Þórhallur, Haukur og Snorri stóðu líka vel fyrir sínu þrátt fyrir aö þeir næðu ekki eins langt. Víðavangshlaupi íslands frestað VÍÐAVANGSHLAUP íslands, sem átti að fara fram 17. marz, er vegna ófærðar á Miklatúni fært aftur til 31. marz nk. Álafosshlaup ungmenna- félagsins Aftureldingar, sem átti að fara fram 31. marz, hefur vegna þessa verið fært fram til 17. marz. Þátttökutilkynningar í víðavangs- hlaup íslands skulu berast skrifstofu FRÍ í síðasta lagi 26. marz nk. Evrópukeppni meistaraliða: Dukla og Metalo- plastic í úrslitin Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, v-Þýskalandi. UM SÍÐUSTU helgi áttu þrír leikir að fara fram í átta liöa undanúr- slitum v-þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Tveir leikir fóru fram. Gladback sigraði Hannover naumlega, 1—0, í frekar slökum leik. Þá tókst Bayern að sigra áhugamannalið Bochold á úti- velli, 2—1, eftir mikið basl. Liö Bayern og Gladback eru því kom- in í fjögurra liða úrslit. Leik Werder Bremen og Stutt- gart, sem fram átti aö fara á laug- ardag í Bremen, var frestað. Ástæöan var sú að mikið vatn var á leikvellinum og völlurinn eitt for- arsvað. Leikur liðanna á að fara fram 13. mars. Mikið hefur verið rætt um það í V-Þýskalandi að Bayern Munchen muni taka tilboöi Florence frá Italíu í Karl Heinz Rummenigge. Flor- ence hefur boðið Bayern sex millj- ónir marka fyrir kappann. Karl Heinz hefur ekki leikið vel aö und- anförnu, hvorki með Bayern eöa landsliðinu. Vantar meiri leikgleöi að sögn þýskra blaöa. Tilboöiö frá Florence er svo gott aö því er varla hægt að hafna. Forráðamenn Bay- ern gætu keypt til liös viö sig þrjá mjög efnilega leikmenn og fengiö góöan pening í kassann. Það er því von að þeir hugsi sig vel um. Rummenigge myndi sennilega fá í kring um þrjár milljónir í eigin vasa og víst er aö svona tilboö koma ekki á hverjum degi. Hann er aö hugsa sinn gang núna. Smá hlé hefur veriö í keppni i „Bundesligunni" vegna æfinga landsliösins að undanförnu en í vikunni hefst keppnin aftur af full- um krafti og ekkert hlé verður á til vors. UM HELGINA var leikiö í Evrópu- keppninni í handknattleik. í keppni meistaraliöa er Ijóst að það verða lið Dukla Prag og Met- alo Plastic Sabaj sem leika til úr- slita. Tékkneska liöiö Dukla Prag sigraöi Gummersbach á heimavelli sínum með einu marki 18—17 í gífurlega spennandi leik. Þegar 30 sek. voru til leiksloka var staöan jöfn 17—17. Þá tókst Tékkum aö skora af línu sigurmarkiö. Of stutt var til leiksloka fyrir leikmenn Gummersbach, þeim tókst ekki aö nýta nauman tíma til aö skora og leiktíminn rann út. Fyrri leik liö- anna í V-Þýskalandi lauk meö jafn- tefli 14—14. Því heföi Gummers- bach nægt jafntefli 17—17 til þess aö komast áfram. Dukla náði snemma góðri forystu í leiknum og um tíma var staðan 11—5. En þá lokaði Andreas Thiel markinu hjá Gummersbach og liðið jafnaði leikinn 17—17. Júgóslavneska liöiö Metalo- plastic Sabaj sem sló Kiel út úr keppninni vann ungverska liöið Honved meö níu marka mun á heimavelli sínum 30—21 og komst örugglega í úrslitin. IHF-keppnin: Danska liöiö Gladbach í úrslit í IHF-keppninni léku Gross- valdstadt og Tata Banja um helg- ina síðari leik sinn. Gross- valdstadt sigraöi 22—20 og komst í úrslitin. Tata Banja sem sigraði lið FH hér heíma er úr leik. Mótherjar Grossvaldstadt í úrslitum verður danska liðið Gladbach HG. Gladbach er sagt mjög sterkt um þessar mundir og á góða möguleika á að sigra í úr- slitunum. Liðið sigraði tékkneskt lið örugglega í undanúrslitunum. • Landslið V-Þjóðverja undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópukeppnina í Frakklandi í sumar. Hér er Derwall landsliðsþjálfari aö ræða við miðherja liösins þá Karl Heinz Rummenigge til vinstri og Völler frá Bremen. Báöir eru þeir á meöal markahæstu leikmanna í „Bundeslíg- unni“. Víkingsstúlkurnar unnu Kvennaliö Víkings í blaki vann sinn fyrsta sigur á islandsmótinu í blakí um helgina þegar þær unnu KA 3—2. Karlalið félagsins lék gegn ÍS og stóð lengi vel í þeim en stúdentum tókst aö knýja fram sigur á síöustu stundu. Þróttur hélt áfram sigur- göngu sinni og að þessu sinni voru það Frammarar sem uröu aö lúta í lægra haldi fyrir meisturun- um. KA-stúlkurnar léku tvo leikl um helgina. Fyrri leikurinn var gegn Þrótti og geröu þær fyrrnefndu sér lítið fyrir og sigruöu, 3—2, og uröu úrslit í hrinunum 15—8, 10—15, 10—15, 15—4 og 5—15. Síöari leikurinn var gegn Víkingi, sem hafði ekki unnið leik fram til þessa, Víkingar sýndu mikla leikgieöi eins og siður er á þeim bæ, og sigruöu veröskuldað 15—10, 16—18, 9—15, 15—13 og 15—12. j karlaflokki áttust viö Víkingur og ÍS. Víkingar komu öllum á óvart og sigruöu í tveimur fyrstu hrinun- um, 15—5 og 16—14. Næstu tvær hrinur sigraði ÍS örugglega, 15—7 og 15—4, og þeir unnu einnig úr- siitahrinuna sem var jöfn og spennandi. Þróttarar sigruöu Frammara 3—0 og eru nú meö örugga for- ustu á mótinu, mega tapa þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir. Úrslit í hrinunum urðu 5—3, 15—9 og 15—11. Dregið hfur verið í undankeppni bikarkeppninnar og leika þá sam- an Reynivík og ÍS annars vegar og KA og Þróttur hins vegar. Báöir leikirnir fara fram fyrir norðan. — sus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.