Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 27 Nicholas til Stuttfréttir ... Liverpool? • Craig Johnston skorar hór eitt af mörkum sínum fyrir Liverpool — gegn Luton á Anfield Road. Johnston semur til þriggja ára Fré Bob Hennessy fréttamanni Morgunblaðaina é Englandi. CRAIG Johnston mun skrifa undir nýjan þriggja ára samning viö Liverpool nú í vikunni. John- ston er 23 ára gamall og var keyptur frá Middlesbrough fyrir 575.000 sterlingspund I apríl 1981. Hann er fæddur í Suöur- Afríku en er enskur ríkisborgari og hefur leikiö með enska U-21-landsliöinu. Á síðustu átján mánuöum hef- ur Johnston tvívegis fariö fram á aö veröa seldur frá Liverpool en ekki varö úr því. „Ég vona aö ég veröi svo lengi á Anfield aö ég fál ágóöalelk — en finnist mér ég vera settur úr liöinu án þess aö eiga þaö skiliö mun ég ekki hræöast þaö aö biöja um aö veröa settur á sölulista,“ sagöi Johnston um helgina. Leikmenn fá yfirleitt ágóöaleiki hjá enskum félögum eftir tíu ára dvöl. — SH. Fré Bob Hennesiy, tréttam.nni Morgunblaösins é Englandi. LIVERPOOL hefur enn áhuga á aö kaupa Charlie Nicholas. Nicholas ákvaö sem kunnugt er aö ganga til liðs viö Arsenal í haust, frekar en Liverpool, en sýnt þykir að þar hafi tekið ranga ákvöröun. Hon- um hefur gengiö illa hjá Arsenal — aöeins skoraö örfá mörk og leikstíll liösins hentar honum óneitanlega ekki. Arsenal borg- aöi Celtic 700.000 pund fyrir hann. Viö sögöum frá því á laugardag aö sú saga gengi fjöllunum hærra í Glasgow aö Celtic heföi mikinn áhuga á því aö kaupa Nicholas aft- ur frá Arsenal. Líkurnar á því aö svo veröi eru þó ekki taldar miklar þar sem Nicholas er sagöur hafa lítinn áhuga á því. Forráöamenn Liverpool hafa fengiö þau svör hjá Arsenal und- anfariö aö Nicholas sé ekki til sölu — en meistararnir hafa ekki gefið upp von um aö ná í piltinn. Hann er talinn hafa mikinn áhuga á því aö fara til Liverpool snúist forráöa- mönnum Arsenal hugur — og þaö er jafnvel taliö líklegt þar sem þeir hafa áhuga á aö fá Gordon Strach- an og Liam Brady til félagsins. Þaö var hugmynd Joe Fagan, framkvæmdastjóra Liverpool, er hann vildi kaupa Nicholas í haust, aö tefla honum fram ásamt lan Rush í fremstu víglínu og láta Kenny Dalglish leika fyrir aftan þá. Sá draumur er sem sagt enn fyrir hendi hjá Fagan og víst má telja aö lið Liverpool yröi ekki árennilegur mótherji meö slíkt sóknartríó inn- anborðs. Michael Robinson var keyptur til Liverpool í haust er Nicholas fékkst ekki en hefur ekki staöiö sig nema þokkalega. Færi svo aö Liverpool nældi í Nicholas yröi þess ekki langt aö bíöa aö Robinson hyrfi á braut og talið er að Manchester United heföi þá áhuga á honum. Ron Atkinson hef- ur lengi leitaö að framherja viö hliðina á Frank Stapleton, en þeir Robinson leika einmitt saman í írska landsliöinu og þekkjast því vel. —SH. Umboðsmenn handboltar/fótboltar/tennisspaðar o.fl. KIMPEX boltar og tennisspaöar eru seldir beint frá innflytjanda til íþróttafélaga. Vegna þessa er verðiö um þriöjungi lægra en verö á varningi í sama gæöaflokki. Handboltarnir eru viöurkenndir af Heimsmeistarakeppninni '84 og fótboltarnir af FIFA. Viö leitum aö 3 til 4 dugmiklum íþróttamönnum, sem vilja selja varning okkar beint til íþróttafélaga. Góö umboöslaun í boöi. Hiö lága verö á þessum gæöavörum hefur leitt af sér mikla sölu og^er stefnt aö aukningu á þessu ári. Skrifiö okkur og viö sendum bækling og verölista. KIMPEX Import - Export Sankt Nikolajvej 15 1953 Kobenhavn V Jackett fer KENNY Jackett, leikmaöur Wat- ford, segist munu fara frá félag- inu í vor er samningur hans renn- ur út. Jackett, sem er 22 ára, er velskur landsliösmaöur. Fréttir úr ensku knatt- spyrnunni frá Bob Hennessy OReilley á sölulista GEORGE O’Reilley, varnarmaöur hjá Tottenham, hefur veriö settur á sölulista aö eigin ósk. Hann hef- ur leikiö 40 leiki í 1. deildinni meö Tottenham og einnig hefur hann tekið þátt í Evrópuleikjum. ... Tony Currie, sem er nú oröinn 34 ára, er byrjaður í at- vinnuknattspyrnunni á ný. Hann lék sinn fyrsta leik meö Torquay á laugardag gegn Northampton. Currie hefur í vetur leikið meö áhuga- mannaliöinu Chesham. ... Malcolm Waldron, fyrrum miðvörður Southampton, sem leikiö hefur meö Burnley síö- ustu fimm mánuöi, fer aö öll- um líkindum aftur til suöur- strandarinnar áöur en langt um líöur. Portsmouth hefur áhuga á aö kaupa hann fyrir 60.000 pund. Burnley keypti hann á 85.000 pund frá South- ampton fyrir fimm mánuðum. ... Ron Harris, fyrrum leik- maöur Chelsea, keypti á dög- unum ásamt tveimur kaup- sýslumönnum 3.000 hluti í fjóröudeildarliöi Aldershot. Til að eignast meirihluta í félag- inu þurfa þeir aö eignast 12.000 hluti og er það á stefn- uskránni hjá þeim. Aldershot hefur gengið vel í vetur og er í toppbaráttu deildarinnar. ... Júgóslavinn Ivan Golac sem lék með Southampton í nokkur ár er nú kominn aftur á The Dell. Hann hefur æft meö liðinu undanfarnar vikur. ... Aston Villa keypti Steve Foster frá Brighton á föstudag eins og við höfum sagt frá. Liðið hefur vantaö tilfinnan- lega miðvörö síöan Ken McNaught var seldur til WBA — og fyrir skemmstu munaöi minnstu aö Russel Osman færi frá Ipswich til Villa. Ips- wich var búiö að ákveöa aö taka 150.000 punda tilboði Villa í Osman en Bobby Fergu- son, stjóri Ipswich hætti vió á síöustu stundu. Hann vill halda í Osman vegna lélegrar frammistöóu liösins undanfar- iö — finnst ekki veita af hon- um. Samningur Osman viö Ipswich rennur út í vor. ... Búist er við því að uppselt veröi á úrslitaleik Liverpool og Everton ( mjólkurbikarkeppn- inni á Wembley 25. marz — aó 100.000 manns mæti á völlinn. Sala miða hefur gengið vel aö undanförnu — en þess má geta aö ódýrasti miöi í stæöi kostar fjögur og hálft pund: um 190 krónur íslenskar. Hibbit frá Wolves KENNY Hibbit, gamla kempan hjá Wolves, mun sennilega fara frá félaginu innan tíöar. Shrewsbury hefur áhuga á aö fá hann til sín. Hibbit er 33 ára. Þá mun bakvöróurinn Geoff Palmer sennilega fara frá Wolves á næstunni. Newcastle vill fá Brady LIAM Brady er ákveöinn í því aö snúa aftur til Englands í vor er samningur hans viö ítalska félag- iö Sampdoria rennur út. Brady var í London í síóustu viku og átti leynilegar vióræöur viö forráða- menn nokkurra félaga. Brady geröi garöinn frægan hjá Arsenal í nokkur ár áöur en hann hélf til italíu þar sem hann lék fyrst meö Juventus og nú Sampdoria. Hann æföi meö Arsenal í síöustu viku, en ekki er þar meö sagt aö hann muni snúa aftur til síns gamla félags. Forráðamenn þess hafa vissulega áhuga á aö fá hann aftur — en þeir eru ekki einir um þaö. Erkifjendurnir Tottenham eru ólmir í aö fá Brady á White Hart Lane í staö Glenn Hoddle sem fer frá fé- laginu er þessu keppnistímabili lýkur. Þá hefur Manchester United lengi haft áhuga á Brady og er vit- aö aö Ron Atkinson vill næla i hann. Atkinson vantar leikmann á miöjuna vinstra megin í staö Arn- old Múhren — Múhren er oröinn 33 ára. Eitt félag enn hefur nú bæst í hóp þeirra sem slást munu um Brady: Newcastle United. Fé- lagiö er stöndugt mjög og gæti boðið Brady góöan samning. Kev- in Keegan er nú lang tekjuhæsti knattspyrnumaöur Englands en hyggst leggja skóna á hiiluna í vor. Newcastle vantar því „stórt nafn“ til aö fylla þaö skarö sem Keegan skilur eftir. — SH. • Liam Brady (t.v.) fagnar þriöja marki íra á Laugardaiavellinum í hauat ásamt Gary Waddock og Mick Walsh. • Charlie Nicholas á fullri ferð (landsleik fyrir Skotland. Þessi snjalli knattspyrnumaöur hefur ekki náö sér á strik meö Arsenal. LEN Ashurst hefur tekiö viö fram- kvæmdastjórastööunni hjó Sund- erland en Alan Durban var rekinn frá félaginu á föstudag eins og viö sögöum frá á laugardaginn. Ashurst hefur verið viö stjórnvöl- inn hjá Cardiff undanfariö. Ashurst er 44 ára. Honum hefur tvívegis veriö boöin framkvæmda- stjórastaöa Sunderland áöur en hann afþakkaði í bæöi skiptin. Hann kom Newport upp úr fjóröu deild fyrir nokkrum árum og kom liöinu í Evrópukeppni. Newport er frá Wales og varö velskur bikar- meistari 1980; áriö eftir stóö liöiö sig frábærlega vel í Evrópukeppni bikarhafa — komst í undanúrslit — en var slegið út af Carl Zeiss Jena frá Austur-Þýskalandi. „Forráöamenn Cardiff ætluöu að bjóöa mér þriggja ára samning sem var 70.000 punda virði, en ég hef mikinn áhuga á aö taka boöi Sunderland — ég lék meö liðinu í 14 ár og kann mjög vel viö félagiö og fólkiö sem þar starfar," sagöi Ashurst um helgina. Miklar líkur eru á því aö Alan Durban taki við af Ashurst hjá Cardiff. —SH. Ashurst til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.