Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
31
Stuttar biniifréttir
Óvcnjumargir varaþingmenn h fa setið á Alþingi undanfarið. Þeirra á meðal
vóru Sverrir Sveinsson, veitusl óri í Siglufirði, og Sturla Böðvarsson, sveitar-
stjóri í Stykkishólmi, sem hér . >ást fylgjast með umræðum í þinginu.
Kynjamisrétti hjá ríkisstarfsmönnum (?):
Meir en 90% fastr-
ar yfirvinnu og bíla-
styrkja hjá körlum
Þjóöaratkvædi
um áfengt öl
Þjóðaratkvæði um öl
Friðrik Sophusson (S) mælti í sl.
viku fyrir tillögu til þingsályktun-
ar um þjóðaratkvæðagreiðslu um
það, hvort leyfa skuli sölu áfengs
öls hér á landi eftir sömu reglum
og sala áfengis með meira álkóhól-
innihaldi fylgir. Þjóðaratkvæða-
greiðslan fari fram samtímis
næstu almennum kosningum, til
Alþingis eða sveitarstjórna, hvor-
ar sem á undan verða. Fyrsti
flutningsmaður er Magnús Magn-
ússon (A) og meðflutningsmenn:
Friðrik Sóphusson (S), Guðrún
Helgadóttir (Abl) og Stefán Bene-
diktsson (BJ). Gegn tillögunni
mæltu Ólafur Þ. Þórðarson (F) og
Garðar Sigurðsson (Abl). Umræð-
unni lauk ekki.
Misrétti eftir kynjum hjá
opinberum starfsmönnum
Jóhanna Sigurðardóttir (A) vakti
athygli á því i utandagskrárum-
ræðu á Alþingi sl. mánudag, að
93—95% fastrar yfirvinnu og bíla-
styrkja hjá ríki og ríkisstofnunum
féllu i hlut karla, en aðeins 5—8%
til kvenna, sem þó væru fleiri en
karlar í opinberum störfum.
Spurði hún fjármálaráðherra,
hvort hann vildi vinna að jafnrétti
að þessu leyti í ríkisbúskapnum.
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra sagði launadeild fjár-
málaráðuneytis vinna að úttekt,
sem náð gæti til þessa atriðis,
hvort misrétti væri eftir kynjum,
þegar samskonar menntun og
samskonar störf kæmu við sögu.
Niðurstöður yrðu kynntar þing-
mönnum. Ef þær leiddu misrétti í
ljós þyrfti leiðréttingar við. Ríkið
ætti að ganga á undan með góðu
eftirdæmi um að jafnréttislög
væru haldin.
Ráðstefna um afvopnun
á Norður-Atlantshafi
Guðmundur Bjarnason og fleiri
þingmenn Framsóknarflokks
flytja tillögu til þingsályktunar
þess efnis, að ríkisstjórnin beiti
sér fyrir því að haldin verði al-
þjóðleg ráðstefna hér á landi um
afvopnun á Norður-Atlantshafi.
Tilgangur ráðstefnunnar verði að
kynna viðhorf íslendinga til hins
geigvænlega kjarnorkuvígbúnaðar
sem nú fer fram á hafinu kringum
landið.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl),
Guðmundur Einarsson (BJ) og
Kristín Halldórsdóttir (Kvl) flytja
tillögu til þingsályktunar þess
efnis, að fela ríkisstjórninni að
„vinna í samráði við ríkisstjórnir
annarra Norðurlanda um yfirlýs-
ingu um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd".
Fyrirspurnir
Hjörleifur Guttormsson (Abl)
spyr félagsmálaráðherra, hvaða
ástæður hafi legið til þess að
nefnd, sem forystu átti að hafa um
varnir gegn snjóðflóðum, var lögð
niður. Ennfremur, hvað gert hafi
verið á vegum félagsmálaráðu-
neytis varðandi snjóflóðavarnir á
tímabilinu frá 4. júli 1983 til 22.
febrúar 1984, þegar snjóflóð féllu
á Ólafsvík.
Jón Sveinsson (F) spyr sam-
gönguráðherra hvað líði fram-
kvæmd þingsálykunar frá í apríl
1982 um skipun og störf nefndar
til að kanna öryggisbúnað fiski- og
farskipahafna.
Sveinn Jónsson (Abl) spyr iðnað-
arráðherra, hve miklu fé sé fyrir-
hugað að verja 1984 til áframhald-
andi undirbúnings Fljótsdals-
virkjunar; hvenær talið sé að
framkvæmdir þurfi að hefjast;
hvenær ráðgert sé að virkjunin
taki til starfa og við hvaða mark-
aðsþróun sé miðað.
BEINT FUUG í SÓLINA
.FERDA
AÆTLUN
1984
V
FERÐAMIÐSTÖÐIN kynnir feröa-
áætlun 1984 til BENIDORM, Costa
Blanca strandarinnar á Suðausturströnd Spánar.
Eins og áöur er aðeins flogiö leiguflug í góöa veðrið. I
&GÓD GISTING í ÍBÚÐUM EÐA HÓTELUMj
Gististaöir eru allir fyrsta flokks: íbúöir með 1-2 svefnherbergjum,
Studíó-íbúöir eöa hótel meö fæöi. BENIDORM feröirnar eru 2ja-3ja
vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferð), 2. maí,
23. maí, 20. júní, 11. júlí, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október.
Dæmi: Hjón meö 2 börn, 2ja til 11 ára í páskaferð, samtals kr. 61.100,1
- eöa kr. 15.400,- pr. farþega. ]
Verö fyrir hjón í stúdíógistingu kr. 20.300,- pr. mann.
FM-FERÐALÁNIN
Staöfestingargjald viöpöntun kr. 2.500. Síðan mánaöarlegargreiöslur
allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuöi fyrir brottför og lánar þá Ferðamiðstöðin
allt aö sömu upphæö í jafn langan tíma, sem greiðist meö mánaöar
legum afborgunum eftir heimkomu. Veröhækkanir sem veröa á
sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til
þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir veriö.
Dæmi: 4 mánaöarlegar greiöslur fyrir brottför kr. 2.000,
— samtals kr. 8.000, -, lánar þá Ferðamiðstöðin þér
allt aö sömu fjárhæð kr. 8.000, -, er greiðast til baka
með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftirheim-
komu á jafnlöngum tíma.
FM greiðslukjör
Staöfestingargjald kr. 2.500, - við pöntun u.þ.b.
helmingur af heildarverði greiöist 30 dögum fyrir
brottför og eftirstöðvar meö jöfnum afborgunum á
3 mánuðum eftir heimkomu.
50% afsl. á innanlandsflugi.
Staögr. afsl. 5%.
Þeir, sem hafa dvaliö á BENIDORM ströndinni hrósa veörinu, verðlaginu,
matnum, skemmtistööunum, skoöunarferöunum og traustri þjónustu
FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR.
Verölisti fyrirliggjandi |
BEINT FUJG
í SÖLINA
OG SJÓINN
lljjjFEROA..
H MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133