Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 34 Minning: Emilía Jónas- dóttir leikkona Fædd 19. maí 1901 Dáin 26. ftbrúar 1984 Það var á vordögum árið 1965, eða fyrir tæpum 19 árum, að hóp- ur leikara var samankominn í skátaheimilinu við Snorrabraut, og var þarna verið að æfa leikritið „Jeppa á Fjalli" eftir Ludvig Hol- berg undir stjórn Gísla Alfreðs- sonar núverandi þjóðleikhús- stjóra, og skyldi haldið í leikferð um landið þá um sumarið. Tildrög þess að í þetta var ráðist voru þau að veturinn 1964 til ’65 hafði sá er þessar línur ritar leikið sem gest- ur með leikfélagi Selfoss í þessu sama leikriti og undir stjórn sama leikstjóra titilhlutverkið og urðu sýningar alls 14 í það sinn. Þegar þessum sýningum lauk kviknaði sú hugmynd að gaman væri að finna samvalinn hóp leik- ara og æfa þennan bráðskemmti- lega gamanleik og ferðast með hann um landið á sumri komanda og er ekki að orðlengja það, að hafist var handa við að finna fólk sem taka vildi þátt í þessu og þá að sjálfsögðu að finna leikkonu í Nillu, konu Jeppa. Ég hafði kynnst Emilíu Jónas- dóttur í gegnum starf mitt við leikhúsin og einnig við útvarpið, leikið með henni í nokkrum leik- ritum á sviði, og einnig í útvarpi, og þurfti því ekki lengi að leita í hug mínum að hinni réttu Nillu, ef hún vildi taka hlutverkið að sér. Þegar ég nefndi það við hana var það auðsótt mál, og var þetta upp- hafið að því litrikasta og skemmtilegasta sumarferðalagi sem ég hef nokkurntíma farið, við sýndum 44 sinnum víðsvegar um landið á sex vikna tímabili, en alls urðu sýningar 61 áður en yfir lauk. Þetta var þreytandi og erfitt ferðalag, sýnt svo til á hverju ein- asta kvöldi og stundum tvisvar, oft við hina frumstæðustu og erf- iðustu aðstæður og ekki nóg með það, heldur var farkosturinn okkar ekki upp á það allra besta, ég held að það sé ekki ofsagt að allt hafi bilað sem bilað gat. En fyrir einstakan dugnað, þraut- seigju og ráðsnilld okkar ágæta bílstjóra, Geirs Óskarssonar fór þó allt vel að lokum. Þetta kunni Milla, eins og við vinir hennar vor- um vön að kalla hana, vel að meta, og átti aldrei nógu sterk orð til að FRYSTI-OG KiLKLEFMt tíbúnr á metttna .....yjr- WiMirifflfflTTíill Ur Barkar einingum færð þú frysti- og kæli klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega að þrífa, auðvelda í uppsetningu og einangr- aða með úreþan, -besta einangrunarefni sem völ er á. Hentug grunnstærð á einingum margfaldar notagildi klefanna þannig að þeir reynast frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur, Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum Barkar frysti-og kæliklefar leysa vandann vfðar en þig grunar kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel, heimahús og alls staðar þar sem þörf er á vandaðri geymslu til kælingarog frystingar. Krókalæsingar, einfaldar en sterkar tryggja skjóta og trausta uppsetningu. Níðsterk klæðning meðplasthúðauðveldar fullkomið hreinlæti. hf. HJALLAHRAUNI 2 ■ SiMI 53755 • POSTHOLF 239 ■ 220 HAFNARFIRDI þakka honum hans frábæra starf í ferðinni. En nú er komið að okkur að þakka, þakka henni að leiðarlok- um samfylgdina og samstarfið þetta ógleymanlega sumar, svo og allar samveru- og ánægjustundir aðrar bæði fyrr og síðar. Hún andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði hinn 26. febrúar sl. tæpra 83 ára að aldri, eftir lang- varandi veikindi nú hin síðari ár. Emilía Jónasdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð hinn 19. maí árið 1901. Ættir hennar kann ég ekki að rekja, enda munu aðrir til þess færari, en sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni mun hún hafa stigið með áhugamannahópum á sínum heimaslóðum, en síðan flyt- ur hún til Akureyrar og leikur þar sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar undir stjórn Haraldar Björnssonar, og mun það hafa ver- ið greifafrúin í „Ambrosíus" eftir Molbeck. Um og upp úr 1940 er hún komin til Reykjavíkur og leik- ur þá með Leikfélagi Reykjavíkur fjölmörg hlutverk, einnig í „Bláu stjörnunni" svo og í ýmsum kabar- ettsýningum við sívaxandi vin- sældir. Þegar Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína lék Emilía í tveim- ur fyrstu sýningum þess, „Fjalla- Eyvindi" og fslandsklukkunni, og í rúma tvo áratugi lék hún fjölmörg hlutverk bæði stór og smá á sviði þess, eða þangað til í kringum 1974 að hún varð að leggja leiklist- ina á hilluna sökum heilsubrests. Emilía var miklum og mörgum kostum búin sem leikkona, en einna best lét henni að túlka gamansamar persónur, enda ein af vinsælustu gamanleikurum landsins, eða hver man ekki „Tannhvassa tengdamömmu", Magdalenu í „Æðikollinum", Soffíu frænku í „Kardemommu- bænum“ að ógleymdri Nillu í „Jeppa á Fjalli“. Úti á landsbyggð- inni átti Milla miklum vinsældum að fagna og það ekki síst fyrir leik sinn sem Nilla í „Jeppa á Fjalli“ þó svo hún léki það hlutverk aldrei á fjölum Þjóðleikhússins eða Iðnó. Én leikhæfileikar Millu voru ekki einskorðaðar við gamanleik- inn, hún gat einnig slegið á strengi alvörunnar og djúprar samhygðar mannlegrar tilveru, við munum Guðfinnu í „Fjalla-Eyvindi", móð- ur Jóns Hreggviðssonar í „ís- landsklukkunni" og Títúbu í „í deiglunni" og svo mætti áfram telja. En ekki má gleyma persónunni bak við leikkonuna, glaðværðinni, hjartahlýjunni og góðvildinni svo og viðmóti hennar öllu, og þá ekki síst hlátrinum hennar, þessum smitandi sérkennilega hlátri, sem gat hrifið með sér heilan áhorf- endasal. Nú þegar ég að leiðarlokum kveð vinkonu mína, Emilíu Jónas- dóttur, er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún var mér, þakk- læti fyrir allt sem hún gaf þjóð sinni með list sinni og lífi öllu. Megi góður guð styðja hana og styrkja á hinu nýja leiksviði, sem hún nú hefur stigið sín fyrstu spor á. Dætrum hennar, tengdasonum, barnabörnum svo og öllum vinum og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Valdimar Lárusson ALBERTO SJAMPO Umhiröa eins og hjá fagmönnunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.