Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
37
Þorvaldur Markús-
son — Minning
Fæddur 29. ágúst 1904
Dáinn 26. rebrúar 1984
í dag verður kvaddur hinztu
kveðju faðir okkar og tengdafaðir,
Þorvaldur Markússon, en hann
lézt í Landspítalanum 26. febrúar
sl. Þorvaldur fæddist í Kirkju-
lækjarkot.i í Fljótshlíð 29. ágúst
1904. Foreldrar hans voru Margrét
Árnadóttir frá Gerðakoti undir
V-Eyjafjöllum og Markús Magn-
Þorvaldur gekk að eiga eftirlif-
andi konu sína, Rósu Halldóru
Hansdóttur, 9. desember 1939.
Eignuðust þau sex börn, en fyrsta
barn þeirra dó árið 1945, aðeins
fimm ára. Hin eru Markús Ragn-
ar, Hans Hoffmann, Már, Margrét
og Jóhann.
Nú, þegar hann að aflokinni
ferð hér á þessari jörð, heldur til
síns heima, biðjum við honum
blessunar, einnig móður okkar
Rósu Halldóru Hansdóttur. Bless-
uð sé minning hans.
Börn og tengdabörn.
10 ára KM-húsgögn 10 ára
Vegna 10 ára afmælis okkar bjóöum viö
10% afslátt
af öllum vörum
KM-húsgögn
Langholtsvegi 111 — Reykjavík
10 ára símar 37010 — 37144. 10 ára
ússon, Kirkjulækjarkoti í
Fljótshlíð. Börn þeirra voru sex og
var Þorvaldur yngstur þeirra, en
þau eru nú öll látin.
Þorvaldur keyrði lengi lang-
ferðabíla og lengst af Fljótshlíð-
arrútuna. Starfaði síðan á verk-
stæði SVR þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um viljum við minnast föður
okkar en hann reyndist öllum vel
sem til hans leituðu, ungum sem
gömlum. Hann var alltaf reiðubú-
inn að hjálpa öðrum og ætlaðist
aldrei til neins í staðinn. Barna-
börnin voru honum ætíð til mikill-
ar gleði.
Þorvaldur var fróður maður og
frásagnarhæfileiki hans með ein-
dæmum og sátum við oft tímunum
saman og hlustuðum á sögur hans
frá fyrri árum.
Myndbær:
Kynningarmynd-
ir og dreifing
myndbanda
Á VEGUM Sjómannasambands Is-
lands er dreift myndbandadagskrá í
skip og báta á 40 stöðum á landinu.
Umsjón með dreifingunni hefur
Myndbær hf., sem framleiðir
myndbönd í samstarfi við ísmynd
hf.
Á myndböndunum, sem eru sjó-
mönnum að kostnaðarlausu, eru
þriggja mínútna langir auglýs-
ingatímar inn á milli ásamt kynn-
ingarmyndum og er verð auglýs-
inga það sama og hjá sjónvarpinu.
Hver dagskrá er 4—6 mánuði í
umferð.
Myndbær hf. hefur sérhæft sig
á sviði myndbandaframleiðslu.
Framleiðir fyrirtækið kynningar-
og auglýsingamyndir fyrir ýmsa
aðila s.s. fiskvinnslufyrirtæki, út-
flytjendur og iðnrekendur, auk
Sjómannasambandsins. Þá fram-
leiðir Myndbær hf. kynningar-
myndir fyrir ýmis fyrirtæki m.a.
vegna vörusýninga og fyrir sölu-
menn. Nú er verið að ganga frá
mynd fyrir stjórnendur hrað-
frystihúsa og leiðbeiningarmynd
fyrir húsbyggjendur.
(llr fréttatilkynningu).
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Stærsti bókamarkaður
ársins 1984 ^
Fjöldi bóka
í síðasta skipti
á hagstæðu
verði
29. febr —11. marz
MAGN
AFSLÁTTUR
Auka 5%
ef verslað er fyrir
meira en kr. 1.000.—
Auka10%
ef verslað er fyrir
meira en 3.000.—
Nú er hægt að gera góð kaup og finna
marga fáséða bókina á lágu verði!
Öll helstu
bókaforlög
landsins
BókaW%
pakkar
á hagstæðu verði
Notið tækifærið...
VISA og 0%
EUROCARD
Opið frá kl. 9—20
í kvöld.
Markaðshús Bókhlöðunnar
Laugavegi 39