Morgunblaðið - 06.03.1984, Side 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
t
Móöir okkar og tengdamóöir,
HALLFRÍDUR ÓLAFSDÓTTIR,
Vesturbrún 14,
lést í Landspítalanum 3. mars.
Börn og tengdabörn.
t
Eiginkona mín,
GUDBJÓRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Melabraut 8, Seltjarnarnesi,
lést í Landspítalanum 3. mars.
Ingímundur Pétursson.
t
Móöir okkar,
SE3SELJA EIRÍKSDÓTTIR,
Bjarkargötu 12,
andaöist í Landakotsspítala aöfaranótt sunnudagsins 4. mars.
María Hafliöadóttir,
Áslaug Hafliöadóttir.
t
Hjartkær eiginmaöur minn,
RAGNAR TÓMAS ÁRNASON,
fyrrum útvarpsþulur,
andaðist 3. mars.
Fyrir hönd barna og tengdabarna,
Jónína Vigdís Schram.
t
Faöir minn og tengdafaöir,
WILLY BLACK NIELSEN,
hárskerameistari,
andaöist fimmtudaginn 1. mars í Kaupmannahöfn.
Susan M. Black,
Hafsteinn Linnet.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
BALDUR KRISTJÁNSSON,
píanóleikari,
Laugarásvegi 71, Reykjavík,
andaöist í Borgarspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 4. mars.
Kristján S. Baldursson, Soffía U. Björnsdóttir,
Elsa Baldursson, Kristján Guömundsson,
Guöjón Baldursson, Kristján Blöndal,
Birgir Bragi Baldursson
og barnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ELÍN GUDMUNDSDÓTTIR,
Sogavegi 178, Reykjavík,
veröur jarösungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 8. mars kl.
13.30.
Guðrún Haraldsdóltir, Ágúst Sæmundsson,
Þórir Haraldsson, Bodil Haraldsson,
Haraldur Haraldsson, Elín Haraldsdóttir,
Ásdís Guómundsdóttir, Jósef Hólmjárn,
Reynir Kristinsson, Helmut Groiss,
barnabörn og barnabarnabörn.
t Móöir okkar, tengdamóöir og dóttir.
SOFFÍA HARALDS HARALDSDÓTTIR,
Vitastíg 7, Hafnarfiröi,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 7. mars kl.
13.30.
Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigmundur Sigfússon,
Haraldur Þór Benediktsson, Elín Jakobsdóttir,
Benedikt Benediktsson, Viöar Benediktsson, Elín K. Björnsdóttir,
Birna Benediktsdóttir, Þórunn Úlfarsdóttir. Örn Orri Ingvarsson,
Minning:
Sigurbjörg Anna
Einarsdóttir
Fædd 2. júní 1905
Dáin 27. febrúar 1984
í dag verður jarðsett frá Foss-
vogskirkju Sigurbjörg Anna Ein-
arsdóttir til heimilis að Laugavegi
86, Reykjavík.
Sigurbjörg Einarsdóttir fæddist
2. júní árið 1905 á Grímslæk í Ölf-
usi. Foreldrar hennar voru þau
Einar Eyjólfsson bóndi þar og
Guðrún Jónsdóttir. Þau hjón eign-
uðust tólf börn og var Sigurbjörg
yngst systkinanna. Af þessum
hópi komust níu til fullorðinsára
og tvö þeirra lifa systur sína; þau
Lára Einarsdóttir og Kristinn,
kaupmaður í Reykjavík.
Um tvítugsaldur hleypti Sigur-
björg heimdraganum og flutti til
Reykjavíkur eins og nokkur systk-
ina hennar höfðu þá þegar gert.
Bærinn var þá í örum vexti og
tækifæri þar fyrir unga heima-
sætu að verða sjálfrar sín. Á þeim
árum bjó hún á heimilum bræðra
sinna Kristins og Marteins Ein-
arssona kaupmanna og létti undir
við heimilisstörfin. Hún fóstraði
Sóleyju, elsta barn þeirra hjóna
Kristins og Ellu, fyrstu árin eftir
fæðingu hennar.
Þegar Kristinn opnaði vefnað-
arvöruverslunina Dyngju við
Laugaveg 25 tók Sigurbjörg að
sauma fatnað fyrir verslunina.
Við aukin umsvif fyrirtækisins
gerðist Sigurbjörg afgreiðslu-
stúlka við verslunina. Og í um
fimmtíu ár vann Sigurbjörg við
verslunarstörf, eða allt til ársins
1979, þá lét hún af störfum.
Lengst af við Dyngju, sem Krist-
inn rak til ársins 1968, síðar í
„nýju“ Dyngju, eign Sóleyjar
Kristinsdóttur allt þar til sú versl-
un hætti árið 1979. Starfsaldri
sínum varði Sigurbjörg þannig í
samstarfi við þau skyldmenni sín,
bróður og bróðurdóttur.
Einnig ég, dóttir Sóleyjar, naut
góðs af Sigurbjörgu. Við unnum
oft saman í Dyngju og það var
ánægjulegt samstarf. Sigurbjörgu
féll aidrei verk úr hendi við. Um
leið og viðskiptavinurinn var bú-
inn að ljúka sínu erindi var hún
tekin til við að raða í hillurnar og
snyrta til. Sigurbjörg hafði nokk-
uð sérstæðan stíl við afgreiðsluna.
Hún var alls ekki tilbúin til þess
að viðurkenna að „kúnninn hefði
ávallt rétt fyrir sér“. Á sama hátt
mælti hún ekki með vöru þvert um
hug sér, þó hún bæri hag verslun-
arinnar fyrir brjósti. Ásamt
skyldurækninni var þetta hisp-
urslausa viðmót einkenni Sigur-
bjargar.
Ég minnist þess þegar ég vann í
Dyngju, að oftsinnis komu konur
til að versla og spurðu þá sérstak-
lega eftir „fullorðnu konunni".
t
Ástkær móöir okkar,
GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
Vesturbrún 8,
andaöist í Borgarspitalanum 3. mars.
Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Erla Kristjánsdóttir.
Móöir okkar, STEINÞÓRA EINARSDÓTTIR frá Siglufiröi,
er látin. Börnin.
t
Eiginkona mín,
SIGRÍÐUR MARGRÉT STEINDÓRSDÓTTIR,
lést í Borgarspftalanum aöfaranótt mánudagsins 5. mars.
Gunnar Sigtryggsson.
t
Systir mín og móöir okkar,
MAGRÉT INGIRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum 4. mars sl.
Guólin Ingirióur Jónsdóttir,
Jón Þ. Hallgrímsson,
ísak G. Hallgrímsson,
Kristín Ingiríóur Hallgrímsson.
t
Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim sem hafa veitt okkur svo
ómetanlega hjálp og sýnt vinarhug viö hiö sviplega fráfall okkar
elskulegu móöur, eiginkonu, dóttur og tengdadóttur,
KRISTRÚNAR Á. ÓSK ARSDÓTTUR,
Sundabakka14,
Stykkishólmi.
Guö blessi ykkur öll.
Ingveldur Eyþórsdóttir, Óskar Eyþórsson,
Eyþór Ágústsson,
Óskar Ólafsson, Kristín Þóröardóttir,
Ingveldur Stefánsdóttir.
Væri Sigurbjörg ekki við varð
þeim ekki frekar úr erindi, heldur
kvöddu með orðunum: „Hún veit
nefnilega alveg hvað er best fyrir
mig.“
Sigurbjörg fyrirleit fals og
hræsni. Hún vænti þess jafnan að
fólk kæmi til dyranna eins og það
var klætt. Vinum sínum var hún
trölltrygg þó ekki bæri hún til-
finningar sínar á torg. Hún lét
fremur verkin tala. Að vonum
kunnu þeir sem þekktu hana lítið
ekki alltaf að meta hreinskiptni
hennar. Sigurbjörg var ekki allra.
Sigurbjörg var alla tíð ógift og
barnlaus. Hún átti sér unnusta en
eftir samvistir um nokkurt skeið
fóru þau hvort í sína áttina. ( stað
þeirrar fjölskyldu, sem e.t.v. hefði
getað orðið hennar, lagði hún sér-
staka rækt við systkinabörn sín,
Sóleyju og óskar og afkomendur
þeirra. Eftirlæti Sigurbjargar var
Eyþór sonur minn. Oft kom sér vel
umhyggjusemi hennar við dreng-
inn, ekkert var Sigurbjörgu kær-
ara en að fá að hafa hann hjá sér
um helgar. Hún upplýsti hann um
kveðskap og lífið í sveitinni í
bernskutíð hennar. Spilaði við
hann og lagði honum lífsreglurn-
ar. Kynnin hafa reynst honum
gott veganesti.
Sigurbjörg hafði mikið yndi af
ferðalögum og útivist. Hún tók
ung að ferðast í frístundum sín-
um. Á fyrstu árum rútubílaferða,
meðan stórfljótin voru enn
óbrúuð, fór hún marga svaðilför-
ina með kunnum fjallagörpum um
óbyggðir landsins. Og allt þar til
heilsan fór að bila hélt hún hætti
sínum að fara í útilegur þegar
tækifæri gafst. Fullfrísk var hún
og létt á fæti fram yfir sjötugt.
Á síðari árum varð garðrækt
tómstundagaman hennar. Sigur-
björg gerði óræktarlegt svæði við
heimili sitt á Laugavegi að hinum
prýðilegasta gróðurreit. Lagði
túnþökur, gangstéttarhellur og
smíðaði grindverk. Vilji og seigla
voru önnur aðaleinkenni hennar.
Okkur, sem lifum Sigurbjörgu,
er hún eftirminnileg, þjóðleg pers-
óna. Slíku fólki sem ræktar sinn
reit fer nú fækkandi. Fram á síð-
ustu ár fylgdist Sigurbjörg með
því sem gerðist í þjóðmálum. Tók
afdráttarlausa afstöðu með því
sem horfði til framfara. Jafnvel
dirfskufullum hugmyndum
kvennaframboðs og siðbótar-
manna í stjórnmálum. Ódeiglynd-
ið og hispursleysið voru hennar
skýrustu einkenni á einkar þjóð-
lega vísu.
Við aðstandendur þökkum
starfsfólki í Hátúni 10B mjög góða
umönnun það tæpa ár sem Sigur-
björg dvaldi þar. Auk þess vil ég
sérstaklega þakka Sóleyju og Jak-
obínu Úlfsdóttur þá umhyggju
sem þær sýndu Sigurbjörgu í veik-
indum hennar. Sigurbjörg hélt
alla tíð mikið uppá Bólu-Hjálmar.
Mér þykir því við hæfi að ljúka
þessum kveðjuorðum með kvæð-
isbroti eftir hann.
Fyrir handan hel og bleika gröf
fyrirheit um friðland stöðugt greiðist,
fortjald milli þcss og vor þó breiðist,
er þar lífið aðalheillagjöf.
Ó, þar vcrður vinafundur sá,
heimsins engin hér við jafnast gleði,
heyrn og sjón það aldrei grípa réði,
hvað til búið hefir guð oss þá.
María Anna Þor.steinsdóttir