Morgunblaðið - 06.03.1984, Page 31

Morgunblaðið - 06.03.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 39 Ingibjörg Gunnars- dóttir — Minning Fædd 30. maí 1941 Dáin 28. febrúar 1984 Hann spyr ekki alltaf um aldur, sláttumaðurinn, þegar hann ber að dyrum og stundum er það þannig, að hann bíður lengi fyrir utan áður en hann gerir vart við sig. Það var fyrir 18 mánuðum að það fór að bera á þeim sjúkdómi, sem síðar lagði Ingibjörgu Gunn- arsdóttur að velli. Á þeim tíma, sem síðan leið, örlaði aldrei á vondeyfð hjá Ingibjörgu. Hún bjóst alltaf við að vinna bug á „þessum krankleika og sleni", eins og hún kallaði veikindi sín. Við systkinin kynntumst Ingu, eins og hún var alltaf kölluð, fyrir 11 árum síðan þegar faðir okkar kynnti hana sem tilvonandi eig- inkonu sína. Það var ekki ýkja mikill aldursmunur á okkur og Ingu, hún varð því seinna ekki að- eins eiginkona föður okkar, heldur einnig góð vinkona okkar systkin- anna. Inga bjó yfir miklum mannkost- um. Hún var einstaklega geðgóð, kát og hláturmild og höfðum við gaman af því, að hlusta á hana segja kímnisögur af sínum nán- ustu og sjálfri sér. Hún kom alltaf auga á það spaugilega í tilverunni og lét hitt liggja milli hluta, það leið því öllum vel í kringum hana. Inga var handavinnukennari að mennt og bar heimilið vott um listilegt handbragð hennar. Faðir okkar og Inga fluttust til Ólafsvíkur nokkrum árum eftir að þau giftust. Þrátt fyrir nokkra fjarlægð, því við systkinin búum í Reykjavík, þá fórum við iðulega vestur í heimsókn. Við fórum oftast í samfloti og dvöldum yfir helgi. Það var ekki mikið sofið þessar helgar, því alls kyns skemmtilegheit héldu fyrir okkur vöku. Oftast komum við til baka nokkrum kílóum þyngri, því hlaðborðin hjá Ingu áttu sér enga hliðstæðu. Pabbi og Inga áttu vel saman, bæði létt í lund og samrýnd. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og á milli þeirra var mikil ástúð. Faðir okkar missir því bæði eiginkonu og góðan vin. Við vottum föður okkar, Sigurði Haraldssyni, börnum Ingu; Rann- veigu, Jóni Gunnari og Margréti, svo og foreldrum hennar og bróð- ur, okkar dýpstu samúð, þótt orðin ein megi sín lítils á stundu sem þessari. Birna, Maja, Halli og Hrafn Þá er ein rósin til foldar fallin, mitt í amstri dagsins, á hátindi lífsins. Ingibjörg Gunnarsdóttir lést í Landspítalanum þann 28. febrúar aðeins 42 ára að aldri, eftir hetju- lega baráttu við þann, sem að lok- um allir verða fyrir að lúta. Hún hélt ró sinni til hinstu stundar, umvafin ást og umhyggju eigin- manns síns og fjölskyldu. í vöggugjöf voru henni færðar gjafir góðar, miklir hæfileikar, góðar gáfur, fallegt og hlýtt við- mót og framkoma. Inga fæddist 30. maí 1941, dóttir hjónanna Jónu Sigurgeirsdóttur og Gunnars Klængssonar, handavinnukenn- ara. Hún ólst upp í miklu ástríki ásamt bróður sínum Gunnari, á sannkölluðu menningarheimili. Sú sem var svo rík að eiga vin- áttu hennar frá bernskutíð, rifjar nú upp löngu liðin atvik, sem þó eru svo skýr í minningunni. Hún man það vel, þegar þær vinkon- urnar leiddust glaðar í bragði út í sólskinið í gömlu götunni heima. Gatan var Efstasund, þetta var góð gata, húsin lítil og vinaleg, hulin fögrum trjágróðri á sumr- um. Velflestar mæðurnar heima- vinnandi húsmæður, sem höfðu góðan tíma fyrir börnin, heilsuðu hver upp á aðra og þáðu kaffibolla og hjálpuðu hver annarri ef á bjátaði. Krakkarnir áttu góða daga og þarna bundust vináttu- bönd, sem urðu traustari eftir því sem árin urðu fleiri. Inga dvaldist um fermingaraldur eitt ár í Sví- þjóð með fjölskyldu sinni og hafði bæði gagn og gleði af þeirri dvöl, en heldur voru þá daprir dagar hjá vinkonunni hér uppi á Fróni. Tíminn leið í leik og námi, brátt voru æskuárin að baki og fullorð- insár tóku við. Inga stundaði nám einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og lauk prófi frá handavinnudeild Kennaraskólans vorið 1961. Þó hún væri handa- vinnukennari að mennt, varð starfsvettvangurinn inni á heimil- inu hennar. Hún var tvígift, með fyrri manni sínum, Gylfa Júlíus- syni, eignaðist hún þrjú elskuleg börn: Rannveigu fædda 1960, Jón Gunnar fæddan 1963 og Margréti fædda 1969. Tvö lítil barnabörn prýða hópinn, Urður og Theodór. Þau hjónin skildu. Seinni maður Ingu var Sigurður Haraldsson, útgerðarmaður. Þau fluttust til Ólafsvíkur fyrir nokkr- um árum og festu þar fljótt rætur og eignuðust marga ágæta vini í Ólafsvík. Gott var þau heim að sækja og áttum við hjónin og börnin okkar margar ánægju- stundir þar. Seint gleymist útsýn- ið frá húsinu þeirra yfir fjörðinn fagra, breiða, hvort sem það var um sólarlag eða sólarupprás, í blíðu veðri eða stríðu. Nú á þessari stundu er okkur þakklæti efst í huga fyrir allar samverustundirnar fyrr og síðar. Börnin okkar minnast Ingu með ást og þökk. Við biðjum góðan Guð Sigurgeir Jósefs- son — Minning Það verður enginn héraðsbrest- ur, þótt gamall sjómaður á Hrafn- istu, taki jarðlífspokann sinn og leggi upp í þessa löngu sjóferð á eilífðarúthafinu, sem sagt er að bíði manns, þegar ferðavolkinu er lokið hérna megin. Þá er gott að trúa á fagrar strendur með góðri lendingu, líkt og Örn Arnar í kvæðinu um þann fræga sjómann Stjána bláa, en þar telur Örn víst, að enginn minni en drottinn sjálf- ur standi á ströndu og bíði sjó- mannsins. Trúlegt er það, að hlýlega sé tekið við sjómönnum, sem koma þreyttir af hafi uppað þessari eilífðarströnd og þeim þá bættur heldur rýr hlutur og harðsóttur í hérvistinni. Það er oft hljótt um gamla sjó- menn í minningaskrifum, fátíð um þá kílómetraskrif. Þetta stafar af því, hversu sjómannslífið er al- menningi framandi. Sjómaður verður oft dálítið utangátta í þjóð- lífinu. Jafnvel nánir vandamenn þekkja ekki sjómanninn, vegna þess að í landi er hann allur annar en í starfi sínu til sjós. Margur sjómaður, sem er harður karl og óvæginn á dekkinu eða í brúnni en spaugsamur í lúkarnum, er máski hinn mesti meinhægðarmaður í landi og heldur fyrirferðarlítill og lítið glensfullur. Það er ekki óalgengt, þegar börnum sjómanna eða konum þeirra eru sagðar sögur af mann- inum til sjós, að þá komi þeim lýs- ingin á óvart — ha, átti hann pabbi þetta til. — Börnin hafa aldrei séð pabba bregða skapi, né taka hraustlega til hendi, hvessa róminn eða bregða hart við og ætla ekki að trúa því, að karlinn hafi verið skapmikill og orðhvass og hið mesta hraustmenni og snarmenni. Sigurgeir Jósefsson, sem ég minnist hér nokkrum síðbúnum orðum, var jarðsettur í Siglufirði 27. febrúar, og var dæmigerður sjómaður, að því leyti sem að framan er lýst. Til að kynnast því, hver maður hann var í raun, var nauðsynlegt, að þekkja hann sem sjómann, því að hann var um margt annar maður á sjónum en í landi, en þar var hann heldur fá- máll maður og mjög hlédrægur, einkum eftir að aldurinn færðist yfir hann, og það varð ekki séð á þessum kyrrláta manni, að hann hafi verið „eitilharður sjómaður en einnig gamansamur skipsfé- lagi,“ eins og maður nokkur orðaði það sem lengi hafði verið Sigur- geiri samtíða til sjós. Sigurgeir fæddist í Lögmanns- hlíð við Akureyri, 21. janúar 1909. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- björg Sigurgeirsdóttir og Jósef ís- leifsson, bæði af kunnum eyfirzk- um bændaættum. Um sautján ára aldur hleypti Sigurgeir heimdraganum og fór á vertíð til Eyja og eftir það var sjó- mannsferill hans óslitinn þar til 1965, að hann fór alfarinn í land og fluttist frá Siglufirði, þar sem hann var lengst af búsettur og til Reykjavíkur. Þar fór hann að vinna í Hampiðjunni og var rúmt sjötugur, þegar hann hætti þar og fluttist á Hrafnistu, þar sem hann lézt 21. febrúar. Sigurgeir kvæntist Guðbjörgu Guðjónsdóttur frá Enni í Skaga- firði og áttu þau hjón tvo drengi, Harald, framkvæmdastjóra Val- húsgagna hf., og Jósef, kjötiðnað- armann, búsettan í Svíþjóð. Dótt- urina, Sigurlínu, sem gift er Tóm- asi Tómassyni, starfsmanni í Ál- verinu, átti Sigurgeir fyrir hjóna- band. Konu sína missti hann 10. nóv. 1949 og var það honum mikill missir. Það er langt mál að rekja ítar- lega 40 ára sjómannsferil Sigur- geirs. Hann sótti, eins og margir norðlenzkir sjómenn, mikið suður á vetrarvertíðum en stundaði síld- veiðar nyrðra á sumrum. Eftir að Sigurgeir tók Hið minna fiski- mannapróf 1934, var hann skip- stjóri samfellt í aldarfjórðung, og á ýmsum bátum, sem of langt er upp að telja, enda fáir, sem þekkja þau nöfn nú. Hann var nokkur ár með báta frá Reykjavík, Skeggja og Skíða, og á síld með Hornafjarðarbátana Gissur hvíta og Ingólf, en lengst var hann skipstjóri á Gróttu, þekktum aflabáti á sinni tíð nyrðra og átti Friðfinnur Nielsson þann bát meðan Sigurgeir var með hann. Sigurgeir var góður og mjög jafn aflamaður, brást ekki vertíð, og hann sótti fast en aldrei 1 neina ófæru og skipstjórnarferill hans var áfallalaus. Sem háseti var Sig- urgeir harðduglegur verkmaður og einstaklega samvizkusamur í verkum sínum bæði sem háseti og skipstjóri. Sjálfsagt hefur Sigurgeir oft komizt í hann krappann á sjó- mannsferli sínum án þess sögur fari af, en tvívegis var hann hætt kominn svo vitað sé. í fyrra skipt- ið var hann háseti á báti frá Siglu- firði, Æskan hét hann, og þeir voru að koma úr róðri í vonzku veðri og fóru uppí brimgarðinn við Sauðanesið, en það er vondur stað- að styrkja eiginmanninn, börnin hennar og barnabörnin, foreldra og bróður og aðra nákomna ætt- ingja. Einnig sendum við börnum Sigga og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur. Langt er nú um liðið síðan litlar leiksystur leiddust hönd í hönd út í sólskinið í gömlu götunni heima. Önnur hefur nú kvatt og lagt upp í sína hinstu för. Við þökkum Ingu fyrir sam- fylgdina og biðjum Guð að geyma vinkonuna okkar góðu. Ragna og Gummi Hún Inga frænka mín er dáin. Mér finnst maðurinn með ljáinn hafa verið full stórtækur núna. Eða hvað getur maður hugsað þegar ung kona í blóma lífsins er kölluð burt. Við skiljum ekki meininguna með þessu, en við skulum vona að hún sé einhver. Ég á bágt með að trúa því að ég hitti ekki aftur elsku frænkuna mína góðu, sem var alltaf svo glöð og tókst á við lífið eins og það kom fyrir hverju sinni. Inga fæddist á ísafirði en ólst upp í Reykjavík. Það voru ófáar stundirnar sem ég átti með Ingu í Efstasundinu. Þangað var alltaf svo gott að koma og allar góðu minningarnar þaðan fylgja mér ævilangt. Það var líka alltaf jafn gaman þegar Inga kom á Akranes. Við fórum á svipuðum tíma út I lífið, eignuðumst báðar þrjú börn. Atvikin höguðu því þannig að Inga og fyrri maðurinn hennar slitu samvistir og hún eignaðist nýjan lífsförunaut og flutti vestur í Ólafsvík og bjó þar síðustu árin. Svo fyrir hálfu öðru ári dró ský fyrir sólu og sjúkdómurinn ægi- legi gerði vart við, sem svo dró hana til dauða. Allan þennan tíma barðist hún eins og hetja, enginn skyldi nokkurn tímann heyra hana kvarta. Alltaf gladdist hún jafn mikið yfir að fara af spítalan- um og fara heim til barnanna og ömmubarnanna sinna, þó hún vissi í hvert sinn að hún yrði bráð- um að fara aftur. Elsku Siggi og krakkarnir, Jóna frænka mín, Gunnar og Gunnar Klængur, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Elsku frænku minni þakka ég fyrir allt og allt og Guð geymi hana. Þú sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta sem kunna öll sín sólarljóð. (Davíð Stefánsson.) Sigga Gróa ur að lenda á í brimi og skipshöfn- in bjargaðist nauðuglega. Síðara slysið var hið mikla Elliðasiys 10. febrúar 1962. Sigurgeir hætti skipstjórn rúmt fimmtugur og réðst þá á togarann Elliða með Kristjáni Rögnvalds- syni og varð þar aðstoðarmaður í vél, 3. meistari á undanþágu. Margir bátaskipstjórar fyrrum voru einnig góðir vélamenn og það hefur Sigurgeir líklega verið, svo laginn verkmaður sem hann var, þótt ekki hefði hann prófréttindi. Almenn frásögn af Elliðaslys- inu og björguninni var ítarlega rakin í blöðum þess tíma og hér er aðeins drepið á það, hvemig Sig- urgeiri reiddi af, en hann lenti í harðri raun í vélarrúminu og var síðan illa búinn til að mæta hrakningum. Það var seinnipart laugardags 10. febrúar 1962, að togarinn Elliði slóaði sunnarlega og djúpt á Breiðabugt einar 25—30 mílur undan í útsunnan hvassviðri með miklu hafróti. Sigurgeir átti að fara á vakt klukkan sex um kvöldið, en var kominn uppí borðsal á sjötta tím- anum og sat þar, þegar skipið fékk á sig mikinn brotsjó og kastaðist á stjórnborðssíðuna og lá á brúar- væng og rétti sig ekki, svo sem venja þess var, því að þetta var kraftmikið skip, sem rétti sig jafnan fljótt undan sjónum. Sigur- geiri kom þetta undarlega fyrir og hann fór niður í vélarrúm, þótt hann væri ekki kominn á vakt, ef aðstoðar hans væri þar þörf. Um síðir tókst að rétta skipið með því að dæla á milli tanka, en það hélzt ekki lengi á réttum kili, heldur lagðist næst á bakborðssíðuna, og rétti sig ekki eftir það, enda ekki hægt að dæla, því að ljósavélarnar misstu kælivatnið við hallann á skipinu og stöðvuðust. Þegar sýnt var að ekki tækist að rétta skipið, gaf skipstjórinn skipun um fulla ferð til að snúa skipinu þannig, að bakborðssíðan, sem var í kafi, snéri uppí vind og sjó þar sem þá yrði hægara að komast frá skipinu á gúmbátunum, ef sú síðan, sem uppúr var, væri til hlés. Þegar ljósavélarnar stöðvuðust, var engin kæling lengur á gufunni, sem nú streymdi útí vélarrúmið og komust vélstjórarnir í mikla raun í myrkvuðu og sjóðheitu rúminu við að pina síðustu snúningana úr vélinni til að snúa skipinu. Þeim tókst það, og reyndist það mikið happaverk, þegar kom að björgun skipshafnarinnar um borð í Júpíter, sem kom á síðustu stundu til bjargar. Þegar Sigurgeir fór uppúr vél- arrúminu ásamt 1. meistara varð þeim leiðin ógreið í svarta myrkr- inu með heita gufuna í vitunum og hallinn orðinn mikill á skipinu. En þeir voru leiðum kunnugir og tókst að komast upp, en það sagði Sigurgeir, að hann hafi talið víst, þegar hann var að klungrast upp, að skipið væri að farast. Það voru allir komnir upp, bæði þeir, sem voru framí og hinir, sem voru aft- urí, þegar þessir tveir komu upp á keisinn og allir voru mennirnir með björgunarbelti að skipan skipstjórans. Sigurgeir fór afturí klefa sinn að ná í sitt belti og hlífðarföt, sem héngu i læstum skáp í klefa hans. Hann fann strax björgunarbelt- ið í myrkrinu en ekki lykilinn að skápnum og honum tókst ekki að brjóta hann upp, því að hann fann ekkert verkfæri, sem hann gæti notað til þess. Hann sá því ekki annað til ráðs en fara upp aftur á einni saman léreftsskyrtuni, skip- inu gat hvolft á hvaða augnabliki sem var, eins og hallinn var orð- inn. Þegar Sigurgeir kom framí brúna, gat skipstjórinn lánað hon- um frakka og má segja, að það yrði Sigurgeiri til lífs í þeirri kaldsömu bið, sem skipshöfnin mátti þola, þar til henni var bjargað, nema þeim tveimur mönnum, sem fórust í gúmbát, sem slitnað hafði frá skipinu. Þetta slys og það volk, sem þvi fylgdi gekk nærri Sigurgeir, sem farinn var að láta undan og hann náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fór samt strax aftur til sjós og þá á hinn Siglufjarðartogar- ann, Hafliða, og var þar, unz hann hætti til sjós 1965 og flutti suður, í von um léttara starf, sem hann gæti enzt lengur við, en hann átti þá orðið sem áður segir 40 árin að baki á sjónum og margt farið að gefa sig í skrokknum. Við, sem enn bíðum farar, vitum ekki hvernig lendingin tekst hjá einum eða öðrum á ströndinni handan við hafið, en það skulum við ætla, að þessi góði sjómaður og vammlausi drengur hafi fengið góða lendingu. Ásgeir Jakobsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.