Morgunblaðið - 06.03.1984, Side 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
UPPLVSIKJ6AR
„ ég geri fáub Fynr poí ab j?ú hafir Meyrfc
um þessa L/ósku se/n vann í bankanum "
Ast er ...
... að njóta návistar
hvors annars.
TM Hn U S Pat OH -all rights reserved
°19ð4 Los Angeles Tmes SyndKate
Með
morgunkaffinu
Vera má að þétta sé stærsta kart-
aflan í öllum heiminum, en eitt er
víst, þú skra*lir hana sjálfur!
HÖGNI HREKKVISI
-/ x-d
„3/\5ÖNAN /VÚN / "
VACPAIUDI j?esSA KÝLFUGR-IUO.. "
BIBLÍUTRÚ
Athugasemdir við lesendabréfið „Þarna missir Hjörtur marks“
Til Velvakanda.
Hjörtur skrifar: „Ég ákvað að
skrifa þér nokkrar línur til stuðn-
ings grein minni „Hafði Guð
okkur á lager“. Gagnrýnandi held-
ur því fram að ég líti á kristin-
dóminn út í gegn sem miðaldatrú-
arbrögð. Svo er þó ekki. Eins og ég
tók fram í fyrri grein minni, sagði
ég að það væri margt i Biblíunni
sem væri gott og gilt enn þann dag
í dag. Hins vegar vara ég fólk við
því að trúa hverju einasta orði er
þar stendur, því margt er þar al-
veg út í hött.
Gagnrýnandi heldur því einnig
fram að hið svokallaða lögmál er
finna má í Mósebókum sé „tönn
fyrir tönn og auga fyrir auga“. Ég
verð nú að segja eins og er gagn-
rýnandi góður, að flestar refs-
ingar lögmálsins eru síður en svo í
samræmi við syndina — t.d. ef
einhver hefur samræði við skepnu
skal viðkomandi missa líf sitt, og
ekki nóg með það heldur skal líka
farga skepnunni. Hvers á skepnan
að gjalda? — ég spyr.
Einnig kemur fram í Mósebók-
um að Guð er ekkert sérlega á
móti þrælahaldi, því hann segir
þar berum orðum að þræll skuli
vera undirgefinn húsbónda sínum.
Kannski þetta sé hluti af hinu
óútreiknanlega lögmáli, því að
sjálfsögðu eru vegir Guðs órann-
sakanlegir. Einnig tekur Guð það
skýrt fram að þau lönd sem hann
hefur helgað Gyðingum, þeim hin-
um sömu löndum skuli þeir ná á
sitt vald með hervaldi. Og í hinum
herteknu löndum á ekki að sýna
neina miskunn heldur, því Guð
skipar svo fyrir að drepnir skuli
allir karlmenn og öll piltbörn. Það
má vel vera að sumir líti á þetta
sem miskunn Guðs. Hver veit?
Gagnrýnandi heldur því fram
að fyrirheitið um hinn nýja sátt-
mála hafi verið gefið um leið og
gamli sáttmálinn var gefinn. Mér
er það óskiljanlegt hvers vegna
Guð hafi þurft að hafa tvo sátt-
mála. Felli ég mig best við að trúa
því að Guð hafi ekki verið búinn
að gera upp hug sinn.
Gagnrýnandi heldur því fram
að Guð hafi sent okkur hingað á
jörðina til þess að við veldum
Krist. Hvers vegna í ósköpunum
var ekki hægt að ganga úr skugga
um þetta án þess að senda okkur
hingað á jörðu?
Gagnrýnandi bendir á Dauða-
hafshandritin er fundist hafa og
eiga þau að vera frá um 140 f.Kr.
til 68 e.Kr. Ég tel eindregið að það
sé ekkert sem sannar að þetta séu
endilega frumritin. Þessi handrit
gætu þess vegna geymt einhver
munnmæli sem borist hafa kyn-
slóða á milli og hefðu þannig geta
skolast mikið til áður en þau voru
rituð.
Ég vona að fólk taki í framtíð-
inni svegjanlegri afstöðu til Biblí-
unnar og láti ekki telja sér trú um
hvað sem er. Því miður virðist enn
vera til fólk sem virðist trúa
hverju sem er. Hér á ég sérstak-
lega við Bandaríkin en þar hafa
siðapostular trúgjarnt fólk að fé-
þúfu og hagnast vel. Eins og allir
vita er þetta í algjörri andstöðu
við það sem Jesús sagði. Það er
vonandi að þessi trúargeðveiki
berist ekki hingað til lands.“
Skonrokk á niðurleið
— Edda þarf að taka sig á
Kæri Velvakandi.
2153—7241 skrifar:
„Við erum hér nokkur sem
horfum alltaf á Skonrokk og við
höfum óneitanlega orðið fyrir
vonbrigðum að undanförnu
vegna þess að lögin sem eru
kynnt eru næstum alltaf orðin
gömul og úrelt, og seinasti þátt-
ur var alveg hrikalegur.
Allt lög sem hafa margoft
komið í þáttun'um, við viljum
skora á Eddu að koma nú með
eitthvað nýtt og skemmtilegt
efni í þáttinn, því að þetta er jú
þáttur sem allir bíða eftir að
sjá.“
Þessir hringdu . .
Fáið Michael
Jackson eða
Culture Club
Táningur hringdi: „Það var
hvatt til að Michael Jackson yrði
fenginn á Listahátíð í dálkum
Velvakanda um daginn og finnst
mér það góð hugmynd. Annars
mætti fá hljómsveitina Culture
Club — hún er miklu vinsælli en
Duran Duran og hvet ég þá sem
eru mér sammála að láta til sín
heyra. Einnig langar mig til að
koma þeirri ósk á framfæir að
þeir sem sjá um rás 2 kynni
framvegis vinsældalistann eftir
hádegi. Það eru flestir krakkar
uppteknir í skóla fyrir hádegi og
missa þannig alltaf af þættin-
um.“
Sýnið oftar af
brúðunum í
brúðubílnum
6004—3760 hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: „Mig lang-
ar til að þakka stjórnendum
Stundarinnar okkar í sjónvarp-
inu fyrir þáttinn um brúðubílinn
sunnudaginn 26. þ.m. Sjálf er ég
með ung börn og þau bíða óþol-
inmóð eftir að sjá meira um
brúðurnar í brúðubílnum. Finnst
mér of lítið af íslensku efni fyrir
yngstu börnin, en þau virðast
skilja og lifa sig inní brúðuheim-
inn. Þessir þættir sjást alltof
sjaidan. Væri ekki hægt að sýna
þessa brúðuþætti oftar og hafa
þá kannski svolítið lengri — þá
yrði mikil gleði á mínu heimili.
Og ég held að hér mæli ég fyrir
munn margra."
„Miss World“-
keppninni verði
sjónvarpað
Kristín hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: „Ég vil taka
undir orð kvennanna í sauma-
klúbbnum Hnykli I Velvakanda
um daginn, en þær hvöttu til
þess að „Miss World“-keppnin
yrði sýnd í sjónvarpi. Það yrði
mjög gaman að sjá frá þessari
keppni og vona ég að þeir sem
áhuga hafa á að sjá frá keppn-
inni láti til sín heyra.
Almenningur orð-
inn leiður á bruðli
fyrirmanna
Verkakona hringdi: „Það var
sláandi sem hann Albert sagði í
sjónvarpinu núna fyrir helgina,
að þessir samningar hans við
Dagsbrún myndu ekki kosta
meira en ferðalög alþing-
ismanna á fund Norðurlanda-
ráðs. Það sýnir sig alltaf betur
og betur hversu erfitt ætlar að
verða að fá ráðamenn til að láta
af eyðslu sinni og kröfugerð á
hendur almúganum. Fjöldinn
allur af varaþingmönnum situr
núna á Alþingi og þurfum við
auðvitað að herða ólina og borga
þeim kaup (og auðvitað líka
þingmönnum sjálfum, sem auð-
vitað ættú að vera kauplausir
meðan þeir sitja veislur Norður-
landaráðs.) Væri ekki nóg að
utanríkisráðherra mætti og svo
höfum við sendiráð á öllum
Norðurlöndunum.
Forsætisráðherra ætti að vera
heima hjá sér meðan kjara-
samningar eru í gangi — þá
þyrfti hann ekki að óttast að
gengið yrði framhjá honum í
samningagerð, enda er alveg
komið nóg af renniríi hans um
allar jarðir. Almenningur er
orðinn leiður á bruðlinu í fyrir-
mönnum þjóðarinnar: bílum,
einkabílstjórum, ferðalögum og
veislum — meðan aðrir sitja
með sárt ennið og neyðast til að
velta hverri krónu. Og í þetta
fara skattpeningar okkar.
Hvernig verður þetta stöðvað?“