Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
Búnaðarþingi lokið:
57 mál afgreidd með
ályktunum frá þinginu
Kostnaður við þinghaldið er áætlaður 1 milljón og greiðist af ríkinu
Fengu hákarl í vörpuna
Skipverjar á Hólmatindi frá Eskifirði fengu í síðustu veiðiferð alimynd-
arlegan hákarl í vörpuna. Hákarlinn verður settur í verkun og að ári má
gera ráð fyrir að hann verði á borðum manna er þorri verður blótaður.
Myndina tók Ævar Auðbjörnsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Eski-
firði.
BÚNAÐARÞINGI var slitið á
sunnudag. Þingið stóð yftr í 14 daga
og sagði Ásgeir Bjarnason forseti
Búnaðarþings við þingslitin að þetta
þing væri annað af þeim tveimur
þingum sem staðið hefði yfir í styst-
an tíma.
64 mál voru lögð fram á þinginu
og voru 57 þeirra afgreidd með
ályktun frá Búnaðarþingi. 6 mál
komu ekki fram úr nefndum
þingsins og níu mál hlutu ekki af-
greiðslu. 18 þingfundir voru
haldnir auk fjölmargra nefnda-
funda. Að þessu sinni var lítið um
veruleg ágreiningsmál þó umræð-
ur hafi orðið talsverðar um sum
mál. Eina málið sem ekki hlaut
afgreiðslu í gegnum báðar umræð-
ur var tillaga fjárhagsnefndar um
greiðslu á kostnaði við Búnaðar-
þing. Lagði fjárhagsnefnd til að
| E RA kæliskápar^
Sértilboð
ARF 843
— Rúmgóður 310 lítra ísskápur.
2ja dyra meö 65 lítra frystihólfi.
Auöveldur að þrífa.
Sjálfvirk afþýöing.
H.139 cm. B. 55 cm. D. 58,5 cm.
Kr. 16.520.-
A Dp QAO — Rúmgóöur 340lítra ísskápur.
/AI\r Oc*& mea 05 |((ra frystihólfi.
Auöveldur aö þrífa. Sjálfvirk afþýöing.
H. 144 ,5 cm. B. 60 cm. D. 64 cm.
Kr. 14.460.-
4.000i'g*°nuLm'.
R A frysti skápar
tilhnA r ------- I
App CJO'? Frystiskápur, 140 lítra
r L xJLdO meö sérstökum hraöfrysti.
H. 85 cm. B. 55 cm. D. 60 cm.
Kr. 14.980.-
AFE 567 Frystiskápur, 300 lítra
meö sérstökum hraöfrysti.
H. 144 cm. B. 60 cm. D. 64 cm.
Kr. 21.890.-
HLJOMBÆRl
HUOM’HEIMILIS'SKRIFSTOFUT/tKI gi^^fgg0™ 103
stefnt skyldi að því að bændastétt-
in beri kostnaðinn við þinghaldið
og var í því sambandi nefnt að til
greina gæti komið að búnaðar-
samböndin tækju þátt í kostnaðin-
um og einnig að Bændahöllin legði
fram fé til þátttöku í kostnaðin-
um. Mikill ágreiningur varð um
þessa tillögu sem varð til þess að
hún varð ekki útrædd. Kostnaður
við Búnaðarþing er áætlaður 1
milljón að þessu sinni og er hann
greiddur af ríkinu svo sem kostn-
aður við Fiskiþing og fleiri sam-
bærileg þing.
Ásgeir Bjarnason þingforseti
sagði við slit Búnaðarþings að
þingið hefði í fyrsta lagi mótast af
því kalda og erfiða tíðarfari sem
verið hefur undanfarin ár, i öðru
lagi af dökkurn markaðshorfum og
í þriðja lagi af slæmu efnahags-
ástandi þjóðarinnar.
Kosin nefnd til aö
athuga umbætur í
kjötsölumálunum
BÚNAÐAKÞING kaus þriggja
manna milliþinganefnd til þess að
athuga sölumál kindakjöts og hvaða
úrbætur á því sviði væru líklegastar
til þess að skila auknum árangri. f
ályktun þingsins um þessi mál segir
að miklu varði fyrir íslenskan land-
búnað og búsetu í sveitum, að það
takist að afla viðunandi markaða
fyrir dilkakjöt og örva sölu á því
innanlands og erlendis. Fól þingið
nefndinni að athuga: núverandi
verslunarhætti með kindakjöt; á
hvern hátt megi frekast örva sölu á
kindakjöti; stöðu kjötiðnaðarins og
úrbætur á því sviði, svo og sölutækni
og auglýsingastarfsemi á sviði versl-
unar með kindakjöt og hugsanlcgar
breytingar þar á.
í greinargerð með ályktuninni
segir að á síðari árum hafi erlend-
ir markaðir fyrir dilkjakjöt
þrengst verulega og skilað hlut-
fallslega lágu verði. Enn meiri
samdráttur en orðinn er í fram-
leiðslu sauðfjárafurða geti leitt til
verulegrar fækkunar þess fólks,
sem getur haft framfæri sitt af
þessari búgrein, og úrvinnslu
þeirra afurða, sem henni tengjast.
Sú þróun leiði aftur til meiri
breytinga á búsetu en æskilegt
getur talist, a.m.k. þar sem búset-
an er veikust fyrir. Því verður að
leggja mikla áherslu á að gera
allt, sem unnt er til þess að koma
sauðfjárafurðum í verð og tilreiða
þær á þann hátt sem mestar líkur
eru fyrir að örvi sölu á þeim, segir
ennfremur í greinargerðinni.
Útgáfa vísindarits
um þróun íslenskra
búnaðarhátta
BÚNAÐARÞING samþykkti að
beina „þeirri eindregnu áskorun til
Alþingis og ríkisstjórnar að gera hið
allra fyrsta ráðstafanir til þess, að
unnt verði að hefjast handa við vís-
indalegar rannsóknir og ritun á sögu
og þróun íslenskra búnaðarhátta á
líkan hátt og gert var fyrir tuttugu
árum, þegar Alþingi skóp fræði-
manni aðstöðu til að semja vísinda-
rit um íslenska sjávarhætti.**
f greinargerð með ályktuninni
segir: „Þjóðinni hlýtur að vera
bæði nauðsyn og metnaðarmál að
kunna sem best skil á sögu og
Íróun helstu atvinnugreina sinna.
henni er ekki síst að finna skýr-
ingar á því, hvernig þjóðinni tókst
að lifa af, þegar harðast svarf að.
Brýnt er að hraða vísindalegum
rannsóknum á þessu sviði, meðan
enn eru á lífi menn, sem þekktu af
eigin raun þær vinnuaðferðir, sem
tíökuðust fyrir hina snöggu tækni-
byltingu á þessari öld.“ Vitnað er
til þess er Alþingi hóf að veita
sérstakan fræðimannastyrk til
rannsókna á íslenskum sjávar-
háttum og afrakstur þeirrar
ráðstöfunar, þ.e. ritverk Lúðvíks
Kristjánssonar: íslenskir sjávar-
hættir. Þá segir að löngu sé orðið
tímabært að gera íslenskum bún-
aðarháttum sömu skil, en nú sé
svo komið að það megi ekki öllu
seinna vera.
Uppákoma RKÍ
á öskudag
Öskudagurinn er merkjasölu-
dagur Rauða kross íslands, svo
sem kunnugt er. Nú hefur RKÍ
ákveðið að efna til uppákomu
meðal barna í Reykjavík og Kópa-
vogi og hefur fengið félagsmið-
stöðvar í báðum sveitarfélögunum
til þess að taka þátt í henni.
Fyrirhugað er að skemmtunin
hefjist um klukkan 10.30 og
standi til klukkan 13. Á dagskrá
verður svokölluð karnivalganga,
köttur verður sleginn úr tunn-
unni og farið verður í leiki. RKÍ
ætlar sér og að nota daginn til
þess að kynna starfsemi sína
fyrir æsku landsins.