Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Umræður um lausnir á fjárlagadæminu:
Skattar og skyldusparnaður
í stað kostnaðarhlutdeildar?
Öskubuska frumsýnd
íslenzki dansflokkurinn frumsýnir í Þjóðleikhúsinu í kvöld ballett-
inn „Öskubusku" við tónlist eftir Prokofíev. Aðalhlutverkin dansa
Ásdís Magnúsdóttir og franski ballettdansarinn Jeanyves Lori-
miou. Myndin er tekin af þeim á æfingu í gær.
Morgunblaðið/ Friðþjófur.
Patreksfirðingar um kvótakerfið:
„Einhver mestu mistök í
sögu útgerðar á íslandia
— flotinn bundinn í sex mánuði eða lengur á þessu ári
Fjármálaráðherra, Albert Guð-
mundsson, gerir Alþingi grein
fyrir nýjum útreikningum á stöðu
fjárlaga á Alþingi á morgun,
fimmtudag. Eins og Mbl. hefur
skýrt frá, stefna fjárlögin í 1.845
millj. kr. greiðsluhalla að
óbreyttu. í umræðum í þingflokk-
um stjórnarliða og í ríkisstjóm
hafa leiðir til að mæta þessum
vanda mjög verið til umræðu, en
sitt sýnst hverjum. Samkvæmt
ísadrði, 6. mars.
TOGARINN Páll Pálsson frá
Hnífsdal landar í dag á ísafirði 190
tonnum af þorski eftir sex daga
veiðiferð. Þar af fékk togarinn 70
tonn síðasta sólarhringinn. Skip-
stjóri á Páli Pálssyni er Guðjón A.
Kristjánsson, forseti Farmanna- og
fiskimannasambands íslands. Hann
sagði í viðtali við fréttaritara Morg-
unblaðsins á ísafirði í dag, að þeir
hefðu fylgt mjög stórri fiski- og
loðnugöngu af 270 faðma dýpi norð-
ur af Halanum og vestur á Kópa-
grunnið.
„Það er gífurlegt magn af fiski
þarna," sagði Guðjón. „Eg giska á,
að um það bil 400.000 lestir af
loðnu séu nú þarna á svæðinu og
að álíka magn af þorski fylgi
henni eftir. Núna eru um 20 togar-
ar á þessum slóðum en líklegt er
að þeim fari mjög fjölgandi."
Læknar semja
við ríki og borg
LÆKNAR á sjúkrahúsum undirrit-
uðu í gær nýjan kjarasamning við
ríki og borg. Samningurinn er sam-
hljóða nýgerðum samningi við
BSRB, þ.e. um 5% launahækkun
strax, 2% 1. júní, 3% 1. september og
3% I. jánúar á næsta ári, skv. upplýs-
ingum Þorsteins Geirssonar, for-
manns samninganefndar fjármála-
ráðuneytisins.
Samningurinn var undirritaður
með fyrirvara Læknafélags
Reykjavíkur og Læknafélags Is-
lands um samþykki félagsfunda og
fyrirvara samninganefndar
Reykjavíkurborgar um samþykki
borgarráðs. Samningurinn er
gerður til tveggja ára skv. lögum
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna.
heimildum Mbl. virðast menn þó
mjög vera að heykjast á því, að
neytendur opinberrar þjónustu
taki á sig aukna kostnaðar-
hlutdeild, og virðast auknar
skattaálögur eða skyldusparnaður
helst vera nefnd til mótvægis.
f umræðunni hefur mest borið
á hugmyndum um niðurskurð,
sparnað í ríkiskerfinu, aukna
kostnaðarhlutdeild og skatt-
lagningu. Varðandi aukna
Aðspurður um aflakvótann sgði
Guðjón, að þessi fiskur þarna
sýndi að endurskoða þyrfti kvót-
ann, því hann væri allt of lágur.
„Við erum búnir að fá um 600 tonn
af þorski frá áramótum af þeim
1750 tonnum, sem við megum
veiða. Við þurfum aðeins sex
svona túra í viðbót til að fylla
þorskkvóta ársins," sagði Guðjón
að lokum.
- Úlfar
Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ
og Bernharð Överby, sem einnig er
skipstjóri á Páli Pálssyni.
MorgunblaðiA/ (lf»r
kostnaðarhlutdeild hefur ekki
einvörðungu verið rætt um
kostnaðarhlutdeild í sjúkra-
húsvistun, sem þegar hefur ver-
ið tilkynnt að ekkert verði af,
heldur af allri opinberri þjón-
ustu. Þeir sem afskrifað hafa
aukna kostnaðarhlutdeild og
telja meiri niðurskurð vart
framkvæmanlegan hafa helst
leitt hugann að aukinni skatt-
lagningu. Þar ræða menn ann-
ars vegar hækkun tekjuskatts-
stigans en hins vegar skyldu-
sparnað. Þá telja menn ekki
óraunhæft, ef ekki tekst að ná
fram áætluðum sparnaði í heil-
brigðis- og tryggingakerfinu, að
til einhvers konar álagningar
tryggingargjalds verði að koma.
Þar gæti orðið um beinar
greiðslur, nefskatt, að ræða,
skatt bundinn tekjum eða breyt-
ingar á sjúkratryggingargjaldi.
í umræðunni virðast menn þó
vera sammála um að vandinn
verði ekki leystur með auknum
erlendum lántökum. Nýjar er-
lendar lántökur eru nú áætlaðar
um 58% af þjóðarframleiðslu,
en ríkisstjórnin hefur marglýst
yfir því markmiði sínu að ekki
verði farið yfir 60%. Hvert 1% í
nýjum erlendum lántökum með
viðmiðun við þjóðarframleiðslu
er talið nema 640 millj. kr.,
þannig að 1.845 millj. kr. vand-
inn mun nema um 3%.
Patreksfirdi, 5. mars.
Á NÆSTUNNI er fyrirsjáanleg stöðv-
un vertíðarbáta hér á staðnum er þeir
hafa fiskað upp í kvóta sinn. Ef svo fer
sem horfir mun það hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir byggðarlagið, er
liggur vel við einum bestu fiskimiðum
landsins.
Þetta kom m.a. fram á fjölmenn-
um borgarafundi um reglugerð um
stjórnun botnfiskveiða 1984, kvóta-
skiptingu og afleiðingar hennar, sem
haldinn var í Hraðfrystihúsi Pat-
reksfjarðar sl. sunnudag, 4. mars.
Þar kom fram mikil óánægja með þá
kvótaskiptingu fiskveiða, er ákveðin
hefur verið. Margir tóku til máls á
fundinum. Kom m.a. fram í máli
manna, að með núgildandi kvóta-
sl. féllst ríkisstjórnin á að með
samningum ASÍ og VSÍ sé nokkurn
veginn leiddur til lykta mjög mikil-
vægur þáttur í efnahagsmálum. Þess
vegna er mjög viðkvæmt að gera sér-
samning við það stéttarfélag sem
hefur forustu um andstöðu við þessa
samninga og þar með við stefnu rík-
isstjórnarinnar. Ég hlaut því að lýsa
mig ósammála þessum samningi og
sérstaklega að hann skuli gerður án
samráðs við ríkisstjórnina. Þá legg
ég áherslu á það í lokaorðum bókun-
arinnar að útfærsla og framkvæmd
málsins verði rædd í ríkisstjórninni,
áður en nokkuð verði ákveðið, svo
skiptingu hafi verið gerð einhver
mestu mistök í sögu íslenskrar út-
gerðar; með fljótfærnislegum að-
gerðum sé kippt stoðunum undan
aðalatvinnuvegi byggðarlaga, er
byggja afkomu sína á botnfiskveið-
um. Ekki hafi verið tekið tillit til
hins mannlega þáttar, kvótaskipt-
ingin sé í raun mikið áfall fyrir hinn
sjálfstæða og framsækna íslenska
sjómann.
Á fundinum var mikil samstaða
um að við svo búið mætti ekki sitja.
Voru fjórir menn kjörnir á fundin-
um til að kynna alþingismönnum
byggðarlagsins, öðrum ráðamönnum
og fjölmiðlum einhuga ályktun fund-
arins. Skal sú kynning fara fram
næstu daga og síðan verður í fram-
unnt verði að ganga úr skugga um að
þarna verði ekki um að ræða hluti
sem áhrif hafa á almennan launa-
markað." Steingrímur bætti því við
að hann hefði átt ítarlegar viðræður
við fjármálaráðherra, sem fullvissað
hefði sig um að þetta væri einnig
hans skilningur og að hann hygðist
framkvæma samninginn nákvæm-
lega á fyrrgreindan hátt.
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra sagði í tilefni bókunarinn-
ar, að hún væri í sama anda og bók-
un þingflokks Sjálfstæðisflokksins
og að hann hefði ekkert við hana að
athuga.
haldi af því boðað til nýs fundar, þar
sem undirtektir ráðamanna verða
ræddar.
Ályktun fundarins fer hér á eftir:
„1. Fundurinn telur að ekki verði
komist hjá skerðingu afla og minnk-
andi sókn í fiskistofnana við Island.
Þessa mestu auðlind þjóðarinnar
verður að nýta með varúð og fullu
tilliti til aðstæðna hverju sinni.
2. Með reglugerð um stjórnun
botnfiskveiða 1984 er stigið örlaga-
ríkt spor í þá átt að taka allt frum-
kvæði af sjómönnum og útgerðar-
mönnum og afhenda örfáum
mönnum alla stjórn á íslenskum
fiskveiðum. Hvað verður næst?
3. Á það skal bent, að aflaskerð-
ingin kemur sérstaklega harkalega
niður á Vestfirðingum, þar sem mik-
ið stærri hluti vinnuaflsins vinnur
beint við fiskveiðar og fiskvinnslu en
í öðrum landshlutum. Sem dæmi um
áhrif þessa fyrirkomulags á aflatak-
mörkunum blasir við Patreksfirð-
ingum eftirfarandi staðreynd:
Nú þegar er fyrirsjáanlegt að einn
vertíðarbáturinn fyllir kvóta sinn í
þessum mánuði og aðrir skömmu
síðar. Fullyrða má, að togarinn ljúki
sínum kvóta um mitt ár þannig að
flotinn verður bundinn í á að giska 6
mánuði og lengur. Sjá menn þá að
hverju stefnir í atvinnu á staðnum.
4. Fundurinn skorar á íslensk
stjórnvöld að kasta nú þegar frá sér
kvótakerfinu og taka upp kerfi, sem
byggist á takmörkunum á úthalds-
tíma, sóknarþunga og svæðislokun-
um.
Það er ákveðin krafa fundarins, að
tillit verði tekið til atvinnumögu-
leika á hverjum stað og bent er á, að
mörg byggðarlög hafa enga atvinnu-
möguleika aðra en fiskvinnslu, sem
byggist á botnfiski," segir að lokum í
ályktun fundarins.
— Fréttaritari.
Bókun forsætisráðherra í ríkisstjórn:
Framkvæmd Dagsbrúnarsamn-
ings verði rædd í ríkisstjórninni
FORSÆTISRÁÐHERRA, Steingrímur Hermannsson, lét bóka álit sitt á
„Dagsbrúnarsamningi fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun. Lýsti hann sig andvígan samningnum sem hann
sagðist telja í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar. í lokaorðum sagðist
hann fara fram á að útfærsla og framkvæmd samningsins verði rædd í
ríkisstjórn, þannig að ekki verði um að ræða gjörð sem áhrif komi til með að
hafa á almennan launamarkað. Forsætisráðherra sagði í gær, að í viðtali sínu
við fjármálaráðherra hefði hann fullvissað sig um að hann hygðist fram-
kvæma málið á þann hátt sem forsætisráðherra færi fram á í bókun sinni.
Fjármálaráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær að hann hefði ekkert við
bókun þessa að athuga.
Forsætisráðherra lýsti bókuninni legt þegar um viðkvæm mál sé að
svo í viðtali við Mbl.: „I upphafi segi ræða, að þau séu rædd í ríkisstjórn
ég að virða beri forræði einstakra áður en ákvörðun er tekin. Með sam-
ráðherra en hins vegar sé nauðsyr.- þykkt ríkisstjórnarinnar 21. febrúar
Formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins:
190 tonn af þorski
eftir 6 daga túr
— giskar á 400 þúsund lestir af loðnu
á svæðinu og álíka magn af þorski