Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 5

Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Nýtt hjartarafstuðs- tæki í neyðarbifreið SUrfsfólk BorgarspíUlans og neyðarbifrciðarinnar hjá hinu nýja hjarta- rafstuöstæki sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins afhenti í gær. Á myndinni eru talið frá vinstri: Logi Einarsson, Guðmundur Vignir Óskarsson, Finnbogi Jakobsson, Erla Sigtryggsdóttir, Lilja Harðardóttir og Þórir Kolbeinsson. Ljósm. Mbi. kee. Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands afhenti í gær hjarta- rafstuðstæki til notkunar í neyð- arbifreiðinni sem starfrækt er frá Borgarspítalanum. Að sögn Ólafs Ólafssonar, starfsmanns Reykjavíkur- deildar Rauða krossins, leysir þetta nýja hjartarafstuðstæki annað eldra og ófullkomnara tæki af hólmi. Hann gat þess að með tilkomu neyðarbifreið- arinnar, sem starfrækt hefur verið frá september 1982, og starfsliði hennar hefði tekist að bæta árangur af endurlífg- unartilraunum í hjartastoppi og árangurinn væri svipaður því sem gerðist erlendis þar sem slíkar neiðarbifreiðir eru starfræktar. Hið nýja hjartarafstuðstæki mun eingöngu verða notað í neyðarbílnum af sérþjálfuðum læknum sem fara með bílnum í útköll og verður tækið í um- sjá sérfræðinga lyflækinga- deildar Borgarspítalans. Framtíð túrismans glæsileg í Kenýa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi skeyti frá Ingólfi Guð- brandssyni, forstjóra ferðaskrifstofunnar Útsýnar, þar sem hann var staddur í Kenýa. Skeytið er svohljóðandi: „Fleiri en íslendingar flýja vetur- inn í Evrópu og flykkjast eins og farfuglarnir suður í hitabeltið á þessum tíma árs. Hér á Kenýa- ströndinni er eilíft sumar og fullt af Evrópubúum að stytta sér veturinn. Þúsundir Þjóðverja, Breta, Frakka, Svisslendinga, Austurríkismanna og Itala fylla hvert einasta hótelher- bergi hér á ströndinni um þessar mundir svo að hvergi er gistingu að fá. Að náttúrufari er Kenýa eitt feg- ursta og merkilegasta land jarðar og framtíð túrismans er óvíða glæsi- legri. Fjársterk og framsýn fyrir- tæki sjá þetta og nú um daginn ákvað t.d. brezkt fyrirtaeki að leggja 30 milljónir sterlingspunda til ferðaiðnaðarins í Kenýa með það markmið fyrir augum, að auka ár- legan ferðamannastraum um milljón innan fimm ára. Opnun landamær- anna til Tanzaníu, sem nýlega átti sér stað, en í reynd kemst í fram- kvæmd sunnudaginn 4. marz með því að flugsamgöngur milli landanna verða teknar upp að nýju, hefur vafalaust áhrif til aukningar ferða- laga til þessa heimshluta því að nú gefst aftur kostur á að skoða stærstu villidýrasvæði heimsins með heim- sókn til beggja landanna í einni og sömu ferð. Þó eru það baðstrendurn- ar sem hafa mest aðdráttaraflið hér eins og annars staðar, og veðurfarið. Ekki hefur komið dropi úr lofti í margar vikur, lofthitinn við strönd- ina er 30 gráður á Celcius en sjávar- hitinn 31 gráða." Morgunblaðið sneri sér til Kristín- ar Aðalsteinsdóttur hjá ferðaskrif- stofunni Utsýn og spurðist fyrir um það hvort skrifstofan hygðist beita sér fyrir auknum ferðum íslendinga til Kenýa. Kristín sagði að Útsýn hefði boðið upp á ferðir til Kenýa alltaf annað slagið á veturna, síð- astliðin 10 ár. „Við vorum með mjög vel heppnaða heimsreisu til Kenýa árið 1982 og í þá ferð fóru um 100 manns. Við höfum mjög mikinn áhuga fyrir því að benda fólki á Kenýa og hjálpa því til að komast þangað, því þetta er eitt yndisleg- asta land veraldar," sagði Kristín. „Fólk virðist hins vegar tregt til að fara af stað. Við buðum heimsreis- una óbreytta í október í fyrra og gát- um ekki farið hana vegna þátttöku- leysis. Við sendum hins vegar alltaf eitthvað af fólki til Kenýa, sem ekki fer í raunverulegar hópferðir. Það fer með erlendum ferðaskrifstofum og þá höfum við aðallega skipt við Globetrotter, ferðaskrifstofu SAS og einnig höfum við sent fólk beint í ferðir sem við höfum pantað og skipulagt. Þá eru einnig fleiri ferða- skrifstofur sem eru með þessar ferð- ir og það hefur alltaf farið eitthvað af fólki á veturna, en aldrei í veru- legu magni,“ sagði Kristín. Aðspurð um ásókn fólks í ferðir Útsýnar í sumar, sagði Kristín: „Hún er mjög góð. Áætlunin okkar kom út 12. febrúar og síðan hefur verið mjög mikið að gera og mikið pantað. Ég geri ráð fyrir því að nú hafi pantað talsvert á annað þúsund manns í sólarlandaferðir í sumar og eftirsóttustu brottfarartímarnir og gististaðirnir eru að bókast upp. Ef þessi aðsókn og áhugi heldur áfram er ég bjartsýn á sumarið," sagði Kristín Aðalsteinsdóttir. "HRLLINN ER flÐ VÍ^U ÖRLÍTIÐ MEIRl EN É6 GERDIM) FYRIR" Háskólatónleikar í kvöld Arthur Franckenpohl og Vaclav Nelhybel. Flytjendur eru: Lárus Sveinsson, trompet, Jón Sig- urðsson, trompet, Þorkell Jóelsson, horn, William Greg- ory, básúna og Bjarni Guö- mundsson túba. SJOTTU Háskólatónleikar á vormisseri 1984 verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld klukkan 12.30. Á efnisskránni eru verk fyrir málmblásarakvintett eftir Komið og yljið ykkur við arineld minninganna í Broadway nk. föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.