Morgunblaðið - 07.03.1984, Page 18

Morgunblaðið - 07.03.1984, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Danmörk: Varsjárbandalagið vill „frysta“ herútgjöld: Sísta tillagan af þeim öllum — segir bandarískur embættismaður BrUssel, 6. mars. AP. RÍKISSTJÓRNIR Atlantshafsbandalagsríkjanna hafa enn engu svarað ítrekaðri tillögu Varsjárbandalagsins um að bannað verði að auka herútgjöld í báðum bandalögunum. Haft er þó eftir bandarískum embættismanni, að þessi tillaga sé „síst allra“, sem um afvopnunarmál hafa verið gerðar. „Tillagan gerir ráð fyrir, að miðað sé við uppgefin fjárframlög til hermála en ekki við raunveru- lega vopnaframleiðslu," sagði Kostnaður við rannsóknir á „stjörnu- stríðs“-búnaðinum: Tuttugu og sex millj- arðar dala Washington, 6. mars. AP. Bandaríkjastjórn hefur greint öldungadeild þingsins frá þvi að kostnaður við rannóknir á mögu- legum varnarvopnabúnaði í geimn- um muni nema a.m.k. 26 milljörð- um dala fram til ársins 1989. Engar ákvarðanir um gerð slíks búnaðar, sem hugsaður er til varnar gegn eldflaugaárásum, hafa verið teknar og ekki er víst að af framkvæmdum verði. Ef fé verður veitt til rannsóknanna ætti að vera hægt að taka af- stöðu til búnaðarins innan eins til tveggja ára, og ákvörðun um hann snemma á næsta áratug. Hugmyndin um varnarbúnað í geimnum hefur sætt mikilli gagnrýni í Bandarikjunum og verið nefnd „stjörnustríðs"- áætlunin í háðungarskyni. Richard D. Delauer, aðstoðar- varnarmálaráðherra, sagði á nefndarfundi í fulltrúadeildinni að sérfræðingar stjórnarinnar hefðu að undanförnu kannað ýmsar hliðar hugmyndarinnar og skipulagt rannsóknaáætlun Hann greindi nefndinni frá ýms- um þáttum þeirrar athugunar og er ræða hans hið ítarlegasta sem Bandaríkjastjórn hefur látið frá sér fara um málið frá því að Reagan forseti flutti hina svo- nefndu „stjörnustríðs“-ræðu sína fyrir ári. bandaríski embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, og evrópskur starfsbróðir hans sagði, að í þessari tillögu væri ekkert nýtt að finna nema ef hún gæfi til kynna, að Chernenko væri fúsari en fyrirrennari hans til nýrra viðræðna um afvopnunar- mál. Að sögn bandaríska embætt- ismannsins eiga tölur í fjárlögum í austri og vestri ekkert sameigin- legt nema nafnið eitt. Á Vestur- löndum væru fjárlögin tekin til meðferðar á þingi og í fjölmiðlum en engu slíku væri til að dreifa í kommúnistaríkjunum. „Þar verð- um við að reiða okkur á misjafn- lega áreiðanlegar athuganir og gervihnattamyndir," sagði hann. Afganistan: Trúður í forsetaframboð Trúður þessi, sem heitir Larry Harmon og er frá Toledo í Ohio-ríki, greinir hér frá því að hann hyggist bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Ekki eru sigurlíkur hans taldar miklar. Barist af hörku í Mið- Ameríku Managua og San Salvador, 6. mars. AP. HERSVEITIR sandinistastjórnar- innar í Nicaragua börðust í gær við uppreisnarmenn á afskekktu svæði í norðausturhluta landsins og stað- hæfir hvor aðili um sig að mikið mannfall hafi orðið í liði hins. Bardaginn er talinn hafa haf- ist þegar um 500 uppreisnar- menn, flestir indíánar af Mis- kito-ættflokkinum, komu til Nic- aragua úr bækistöðvum sínum í Hondúras. Indíánarnir eru and- snúnir stjórninni í Managua sem þeir segja að ofsæki sig fyrir að vilja ekki sætta sig við marxískt stjórnarform. Hernaðaryfirvöld í nágranna- ríkinu E1 Salvador segja að 50 skæruliðar og þrír hermenn hafi fallið í átökum í austur- og mið- héruðum landsins síðastliðnar þrjár helgar. Drengir gripnir á götuhornum og neyddir í stjórnarherinn Nýju Delhí, 6. m»rs. AP. SOVÉSKA INNRÁSARLIÐIÐ í Afganistan og frelsissveitamenn draga nú að sér vopn og vistir og er búist við miklum átökum í Panjshir-dal þegar vorar. Stjórnvöld í Kabúl grípa nú á götuhornum unga drengi og eldri menn og neyða í herinn eftir að herkvaðningarherferð, sem þau stóðu fyrir, hafði farið út um þúfur. Frelsissveitamenn eru mjög sterkir í Panjshir-dal og þótt Sov- étmenn séu með 105.000 manna lið í landinu hefur þeim hingað til ekki tekist að ná dalnum á sitt vald. Frést hefur af miklum Iiðs- og vopnaflutningum Sovétmanna til dalsins og talið víst, að þeir hyggi á nýja stórsókn þegar vorar. Frelsissveitamenn vita líka á hverju þeir eiga von og hafa því einnig verið að draga að sér vistir og vopn til að geta mætt sovésku innrásarmönnunum. í Panjshir-dal eru frelsissveita- menn undir forystu Mohammed Shah Masoud allsráðandi og er haft eftir heimildum að honum hafi tekist að koma á víðtæku samstarfi við aðrar hreyfingar Afgana, sem berjast fyrir frelsi þjóðarinnar. Á slíkt samstarf hef- ur nokkuð þótt skorta til þessa. Ríkisstjórn Babrak Karmals gerði nýlega mikið átak í því að fá menn sjálfviljuga í herinn en nú hefur verið hætt við þær tilraunir. Þess í stað sitja hermenn fyrir mönnum á götuhornum í Kabúl og öðrum borgum, sem eru á valdi stjórnarhersins, og neyða þá með valdi til að ganga í herinn. 15 til 16 ára drengir eru gripnir þar sem til þeirra næst og þess vegna hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að fela synina. Mæður í Kab- úl efndu nýlega til mótmæla vegna þessa og var þá fjölda 14 ára drengja sleppt. Að réttu lagi á herskyldualdurinn að vera 19 ár. Frelsissveitamenn hafa látið mikið til sín taka í norður- og suð- urhluta landsins að undanförnu, ráðist á bílalestir stjórnarhersins og Sovétmanna og á opinberar byggingar. Sovétmenn hafa hefnt þessa með því að gera loftárásir á lítil þorp þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í valinn. Segist saklaus af eldflaugarskotinu Kaupmannahöfn, 6. marz. AP. DANSKUR sjóliðsforingi var í dag leiddur fyrir rétt fyrir að hafa skotið eldflaug á röð orlofshúsa árið 1982. Hann neitaði sakargiftum og hélt Ladislav Lis látinn laus Vín, 6. mars, AP. LADISLAV Lis, einn af leiðtogum tékknesku mannréttindasamtak- anna ('harta 77, hefur verið látinn laus eftir að hafa setið 14 mánuði í fangelsi. Lis, sem er 58 ára gamall, var handtekinn snemma í janúar 1983 og fundinn sekur um „starfsemi fjandsamlega ríkinu“. Hann hafði þá verið í forystu mannréttisam- takanna um skeið. því fram, at þetta atvik hefði gerzt sökum tæknigalla í stjórntæki eld- flaugarinnar, en væri ekki sér að kenna. Til allrar hamingju slasaðist enginn, er eldflaugin þaut frá frei- gátunni Peder Skram og féll ofan á röð af orlofshúsum rétt fyrir norðan Kaupmannahöfn. Sex af húsunum eyðilögðust í sprengingunni og raörg önnur urðu fyrir miklum skemmd- um. Það var Henning Olsen, 56 ára gamall eldflaugasérfræðingur, sem skaut eldflauginni á loft, en óvart samkvæmt því, sem honum segist sjálfum frá. Hefur hann neitað að greiða sekt að fjárhæð 2.000 d.kr., sem honum var gert að greiða samkvæmt úrskurði dönsku herstjórnarinnar. Þar sem Dan- mörk hefur ekki herdómstóla, var málið lagt fyrir almennan dóm- stól. Hvílir mikil leynd yfir réttar- höldunum, þar sem öll skjöl varð- andi eldflaugina, svo sem teikn- ingar, eiga að fara leynt. Eldflaug- in var framleidd af McDonnel Búist er við miklum átökum milli sovéska innrásarliðsins og afgangskra Douglas-verksmiðjunum í Banda- frelsissveitamanna með vorinu, en þessi mynd sýnir brunna, sovéska bryn- ríkjunum. vagna. Sovétmenn hefna árásanna jafnan með loftárásum á lítil þorp. Ósló: Ræninginn reyndist vera lögreglumaður ÓhIó, 6. mars. Frá Jan Eirik Laure, fréttaritara Mbl. í FYRRA voru framin nokkur bíræfin bankarán í Ósló og var ræninginn alltaf klæddur í trimm- galla og þess vegna kallaður „trimmræninginn“ í blöðunum. í fjórum ránum hafði hann um 1.400.000 kr. ísl. upp úr krafsinu. Það var því ekki lítið áfall fyrir lögregluna í Ósló, þegar einn úr hennar eigin röðum var handtekinn fyrir ránin. Við leit á heimili hans og í bílnum hans fundust ýmis sönnunargögn og upplýst hefur verið, að maðurinn hafi áður verið áminntur vegna ofbeldis gegn konu sinni og í annað sinn voru þau bæði dæmd fyrir hassneyslu. Við rannsókn þessa máls hef- ur einnig komið í Ijós, að maður- inn hefur gerst sekur um trygg- ingasvindl, en þar er þó um litlar upphæðir að ræða. Enn sem komið er hefur lögreglumaður- inn ekki fengist til að játa neitt á sig og segist alsaklaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.