Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 19 Stuttfréttir IRA myröir fangelsisstjóra Belfod, 6. mirs. Al'. HryAjuverkamenn í IKA, írska lýðveldishernum, skuiu í dag til hana að.sU»öarfangelsis.stjðra Mazc-fangeLsisins í Belfast að konu hans og þriggja ára gamalli dóttur ásjáandi, að því er lögreglan segir. Aðstoðarfangelaisstjórinn, William McConnell aö nafni, var myrtur fyrir utan heimili sitt, og voru tveir menn þar að verki. IRA hefur þegar iýst morðinu á hendur sér og segir, aö McConn- ell hafi „skipulagt barsmíðar á föngum". McConnell, sem var maður hálffertugur að aldri, hafði á sinni könnu að skipu- leggja vinnu fanganna í Maze, en þar eru i haldi margir hryðju- verkamenn úr IRA. Með William McConneil féll í valinn 2.354. fórnarlamb mann- viganna á Norður-Irlandi frá 1969 og 22. fangavörðurinn frá 1976. Olögleg myndbanda- verksmiöja í Osló Osló, S. mars. I'rá Jan-Krik Lnuré, fréttaritara Mbl. 1.ÖGKKGLAN í brándheimi kom upp um mjög umfangsmikla ólög- mæta fjölföldun myndbanda í síð- ustu viku er hún ruddist inn í verk- smiðju þar sem hvorki fleiri né færri en tíu myndbandstæki voru í gangi. Ixtgreglan lagði þar jafnframt hald á hundruð spóla. Sala á ólöglegum myndböndum verður sífellt meira vandamál í Noregi. Talið er að i fyrra hafi slíkar spólur verið seldar fyrir 75 millj- ónir norskra króna. Rauðu khmerarnir: Segjast hafa fellt fjörutíu Víetnama But>k«k, 6. m»rs. AP. TALSMENN skæruliðasamtak- anna Kauðu khmeranna í Kambó- diu héldu því fram i dag að þeir hefðu fellt 40 hermenn frá Vfetnam og eyðilagt tvær byggingar, sem hýstu sovéska hernaðarráðgjafa, í árás á flugstöð í norðvesturhéraði landsins á föstudag í síðustu viku. Skæruliðar segja að 1 árásinni hafi þeir einnig eyðilagt tvær flugvélar, ratsjárstöð, olíu- geymslu og mörg flutningatæki. AP-fréttastofan segir að ekki sé tekið nema hóflegt mark á staðhæfingum Rauðu khmer- anna, en í sveitum þeirra eru taldir vera um 20—40 þúsund manns. Páfagarður: Vill samskipti viö Kínastjórn Kóm. S. msrs. AP. PÁFAGAKDIIR býst nú til að rjúfa stjórnmálaieg tengsl við Taiwan og vonast með því að geta tekið upp samband við stjórnvöld í Kína að því er segir í einu Kómarblaðanna í dag. Allt frá því Jóhannes Páil II var kjörinn páft árið 1978 hefur hann margoft gefið Kínastjórn undir fótinn og í Asíuför sinni árið 1981 hvatti hann Peking- stjórnina til að taka aftur upp samband við Páfagarö, en þvi var slitið þegar kommúnistar komust til valda i Kína áriö 1949. Rómar- blaðið 11 Tempo sagði í dag, að páfastóll væri nú að búa sig und- ir að hætta ölium samskiptum við stjórnina á Taiwan, en það er nauðsynlegur undanfari sam- bands við ráðamenn í Kína. ■ ■■ ERLENT, Mósambik samþykk- ir griðasáttmálann við Suður-Afríku Maputo og Addi.s Abaha, 6. mars. AP. RÍKISSTJÓRN Mósambik hefur samhljóða samþykkt efnisatriði griðasáttmála sem gerður var við stjórnvöld í Suður-Afríku í vikunni sem leið. Sáttmálinn felur í sér að hvor ríkisstjórnin um sig hættir að leyfa skæruliðum sem fjandsam- legir eru hinni stjórninni að at- hafna sig innan sinna landamæra. Utanríkisráðherrar ríkja sem aðilar eru að Einingarsamtökum Afríku fögnuðu því í dag á loka- fundi sínum í Addis Ababa að stjórnir Angóla og Mósambik hefðu gert friðarsamkomulag við stjórn Suður-Afríku. Jafnframt var þó samþykkt ályktun sem for- dæmdi minnihlutastjórn hvítra manna í Suður-Afríku og stuðning þann sem Bandaríkjamenn veita henni. Er elsta höf- uðborg Kína fundin? Peking, 6. mars. AP. Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið minjar elstu höfuðborgar Kína, Xibo-borgar, sem King Tang, forfaðir Shang-keisaraættarinnar, reisti fyrir meira en þrjú þúsund árum. Minjarnar fundust í Henan-héraði þegar verið var að leita að heppi- legum stað fyrir raforkustöð sem þjóna á borginni Yanshi. Fundurinn er talinn geta varpað nýju ljósi á menningu Kínverja og borgarskipu- lag í fornöld. Til grafar með pomp og prakt Willie M. Stokes, Chicago-búi, sem skotinn var til bana í ofan- verðum síðasta mánuði, var til grafar borinn fyrir réttri viku. Útförin var að því leyti óvenjuleg, að kistan var í kádilják-líki og sat Willie heitinn undir stýri. Fjölskylda Willies vildi, að hann kveddi þennan heim með sama glæsibragnum og einkennt hafði hérvist hans og þess vegna var bílasmiðju falið að smíða síðasta farkostinn. Á bílkistunni má sjá orðið „Wirnp" en þannig auð- kenndi Willie bílana sína meðan hann var og hét. AP. London, 6. mars. AP. LEIÐTOGAR 56.000 kolanáma- manna í Jórvíkurskíri á Norður- Englandi hafa hvatt til allsherjar- verkfalls í héraöinu til að mótmæla þeirri ákvörðun kolanámastjórnar- Grænlending- ar selja þyrl- ur til Banda- ríkjanna Kaupmannahöfn, 6. marz. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl. Grænlenzka flugfélagið Grön- landsfly hefur selt þrjár af sjö Si- korsky S-61 þyrlum sínum til bandaríska fyrirtækisins Resort International í New York. Verða þyrlurnar notaðar til að flytja fjárhættuspilara frá Manhattan til spilavítanna í Atlantic City, 140 km suður af New York. innar að lokað skuli þeim námum, sem óarðbærar eru. Jack Taylor, formaður í samtök- um kolanámamanna í Jórvíkur- skíri, segir, að verkfallið muni hefjast á föstudagskvöld og standa þar til annað verður ákveð- ið. Hann hefur einnig farið fram á stuðning annarra verkalýðsfélaga. Deilan stendur líka um launamál en kolanámamenn hafa farið fram á 23% launahækkun. Kolanáma- stjórnin bíður 5,2% og kveðst ekki vera til viðræðu um meira né að halda áfram að reka námur, sem ekkert gefa af sér lengur nema skuldirnar. Frá árinu 1975 hefur 60 kola- námum verið lokað í Bretlandi og 43.000 manns misst vinnuna af þeim sökum. Var það gert vegna gífurlegs halla á rekstri þeirra. Nú eru kol unnin í 193 námum og námamenn 203.000 talsins. Þótt til verkfalls komi verður enginn kola- skortur í Bretlandi í bráð þvi að birgðirnar eru óhemjumiklar. KGB-njósnarinn Arne Treholt í friðargöngu í New York ásamt nokkrum samherjum sínum í norsku friðarhreyfingunni. Yfirheyrsiur í Treholt-málinu: Vitni eru treg til samstarfs Osló, 6. mars, frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. ERFIÐLEGA gengur að yfirheyra þau rösklega 30 vitni sem kölluð hafa verið fyrir vegna rannsóknar á njósnastarfi Arne Treholts. Rannsóknalögreglan er sannfærð um að samstarfsmenn hans og vinir reyni að láta ekki uppiskátt um Keith Joseph, kennslumálaráðherra Breta: Pólitísk innræting nafni friðarfræðslu í Lundúnum, 6. mars. INNRÆTING er eitt, fræðsla ann- að, sagði Sir Keith Joseph kennslumálaráðherra Breta í ræðu sem beint var til kennara og flutt á laugardaginn. llmmæli ráðherrans hafa vakið mikla athygli í Bret- landi og var m.a. fjallað um þau í leiðara hins virta Lundúnablaðs Telegraph á sunnudaginn. Ráðherrann lét í ljós sérstak- ar áhyggjur af svonefndri „frið- arfræðslu" eða „Peace Studies" í breskum skólum og gaf í skyn að hún væri misnotuð í þágu þeirra sem vilja einhliða afvopnun Vesturlanda. Sir Keith sagði að mikill meirihluti kennara gerði sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni og reyndi ekki að halda stjórnmála- skoðunum sínum að nemendum, Sir Keith Joseph, kennslumálaráð- herra Breta. en því miður kveiktu ágreinings- efni um stríð og frið slíkt ofstæki hjá ýmsum að skynsam- leg umræða ætti í vök að verjast og bitnaði það stundum á skóla- börnum. Ráðherrann hvatti foreldra til að vera á varðbergi gagnvart pólitískri innrætingu í skólum, einkum þeirri innrætingu sem fram færi í nafni friðarfræðslu. Hann sagði að ef foreldrar yrðu varir við slíka misnotkun ættu þeir að bera fram kæru til við- komandi skólastjórnar, síðan til fræðsluráðs og ef nauðsyn kræfi, til kennslumálaráðuneytisins. Lundúnablaðið Telegraph tók undir með ráðherranum, að ástæða væri til að hafa áhyggjur af pólitískri innrætingu í skólum og kvað bestu leið til að hindra hana þá að fjalla ekki um heit ágreiningsefni í stjórnmálum í skólum. mikilvægi þeirra leyniskjala sem þeir leyfðu honum að sjá. Lögreglan álítur að með því hátta- lagi séu vitnin, starfsmenn í við- skipta- og utanríkisráðuneytinu, að bjarga eigin skinni og forðast ámæli fyrir að hafa látið njósnara komast upp með iðju sína. Lögreglan hefur tekið þeim um- mælum Treholts fálega, að ástæðan fyrir njósnastarfi hans hafi verið barn sem hann átti I Tékkóslóvakíu fyrir tæpum tveimur áratugum, og Sovétmenn hafi notað sem gísl. Lög- reglan ætlar ekki að láta kanna sér- staklega hvað hæft er í staðhæfing- um hans þar sem það atriði er ekki talið hafa mikla þýðingu fyrir rann- sókn njósnamálsins. Lögfræðingur Treholts segist hins vegar sjálfur ætla að ganga úr skugga um hvar barnið, sem ætti nú að vera 18 ára að aldri, er niðurkom- ið, en hann er fullviss um að Treholt fer ekki með fleipur. Operusöngvar- inn Tito Gobbi látinn Róm, 6. mars, AP. HINN kunni ítalski óperusöngvari Tito Gobbi lést á heimili sínu sl. mánu- dagskvöld eftir langvinn veikindi. Ilann var 71 árs að aldri. Frægastur var Gobbi fyrir söng sinn og leik í óperunum „Falstaf" í La Scala og „Tosca" í London. Hann vakti fyrst athygli er hann varð sig- urvegari í alþjóðlegri söngkeppni í Vín árið 1936, og fyrsta meiriháttar óperuhlutverk hans var í „La Travi- ata“ í Óperuhúsinu í Róm. England: Kolanámamenn boða verkfall

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.