Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 29

Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Besti kokkurinn í Solvang er Tony frá íslandi, um þaö voru flestir sammála. Hann starfar á Danish Inn Restaurant. í Long Beach-höfn hvíla sam- an tvö undur lofts og lagar, breska farþegaskipiö Queen Mary og risaflugvélin Spruce Goose, sem auökýfingurinn Howard Huges lét smíöa í síö- ustu heimsstyrjöld. fékk hún mildingu á dómi, og er nú gift fangaverði sínum, eins og lesendum Morgunblaðsins er væntanlega kunnugt. Skriðuföllin eru líka stór Við höfðum hugsað okkur að keyra strandveginn norður til Monterey, enda liggur vegurinn milli San Simeon og Monterey um einn fegursta hluta Kaliforníu, en vegurinn var þá lokaður vegna skriðufalla. En skriðuföllin í Am- eríku eru eins og annað þar, stór í sniðum og var gert ráð fyrir að það tæki a.m.k. 3 mánuði að opna veginn aftur og er þó varla unnið þar með haka og skóflu. Þaö fór vel á meö Gísla og mávinum á veitingastofunni í Fishermans Wharf í Montery. Við höfðum notið leiðsagnar Willi Campell frá ferðamálaráði Solvangs. Með henni skoðuðum við hestabúgarð, kúrekaþorp og vín- ekrur, þar sem ég smakkaði besta hvítvín sem ég hef bragðað um ævina, Sauvignon Blanc 1981 frá Firestone Vineyard. Solvang er í Santa Ynez-dal. Skammt þaðan uppi í fjöllunum er búgarður Reagan-fjölskyldunnar. Um siðustu páska mætti forseta- fjölskyldan til guðsþjónustu í þorpskirkjunni í næsta þorpi við Solvang. Kirkjan er um 100 ára gömul og virtist ekki rúma nema 50—100 manns. Ég velti því fyrir mér hvar allir öryggisverðirnir hefðu komist fyrir meðal þorpsbú- anna sem mættir voru til mess- unnar. Santa Ynez-dal mætti helst líkja við paradís á jörð hvað veð- urfar snertir. Hitinn er jafn og ekki of mikill, andrúmsloftið til- tölulega ómengað, á daginn er sól- skin og örlítil gola, en á nóttunni stjörnuskin og logn. Hearst-kastali Við ókum strandveginn frá Sol- vang áleiðis til San Francisco og næsti viðkomustaður var kastali William Randholph Hearst á t.indi La Cuesta Encantada (Encan- tada-hæðin). Kastalinn er byggð- ur í spænsk-márískum stll. bygg- ing kastalans hófst 1919, en við dauða Hearst 1951 taldi hann sig ekki hafa lokið byggingunni. Hann átti víst nóga aurana maðurinn sá, enda erfingi olíu- linda og silfurnáma og 275.000 ekra lands í San Simeon við Kyrrahafsströndina, sem karl fað- ir hans hafði keypt af tveim Mexi- könum. Gamli maðurinn notaði landið sem sumarbústað fyrir sig og fjölskyldu sína, hann kom ár- lega siglandi frá Los Angeles til að eyða þar sumarleyfinu og bjó þá í tjöldum. En Villi litli vildi betri bústað en tjöldin, þess vegna var hann í 30 ár að koma sér fyrir í svo stóru húsi, að nú eru seldar þrenns konar skipulagðar hóp- ferðir um húsakynnin fyrir ferða- fólk. Við Gísli fórum bara í eina ferðina og þótti okkur það alveg nóg, en einungis listmunir innan dyra eru metnir á 50 milljónir dala. Hann lét eftir sig eignir að upphæð 400 milljónir dala og má það teljast gott, því hann erfði einungis 40 milljónir eftir karl föður sinn. Annars var William Randolph Hearst frægastur fyrir blaðaeign sína, en hann átti 31 dagblað í 17 borgum auk fjölda tímarita og útvarpsstöðva. Það var sonardóttir hans, Patricia, sem varð mannræningjum að bráð fyrir mörgum árum, en var síðar handtekin við bankarán og fang- elsuð, en sökum góðrar hegðunar Monterey og Ægis- gata Steinbecks Við komum til Monterey síðla kvölds og fengum inni á móteli við ströndina. Morguninn eftir ók ég út að Cannery Road (Ægisgötu Steinbecks) og ætlaði að drekka í mig andrúmsloft þessa staðar sem ég minntist frá æskudögunum, þegar ég las Ægisgötu af mikilli hrifningu. En nú er hún Snorra- búð stekkur, ekkert eftir nema grunnplötur sardínuverksmiðj- anna, að undanskilinni einni, sem breytt hefur verið í túristaversl- anir. Niðri við sjóinn er að hefjast bygging á 1200 herbergja lúxus- hóteli í stað gestahússins hennar Rósu. Höllin Hliðskjálf sést hvergi og góðmennið Li kaupmaður er genginn á vit feðra sinna fyrir löngu. Tveir ungir piltar í frosk- búningum voru komnir í stað Doxa og aðstoðarmanna hans við að tína krabba og önnur sjávardýr í Stóra-Lóni. Við Gísli borðuðum hádegisverð í Fisherman’s Wharf, en þar hefur tekist að halda alveg stórkostlegri sjávarplássstemmningu, en héld- um svo áleiðis til San Francisco og komum þangað að áliðnum degi. Allra manna uppáhalds borg „Everybody’s Favorite City“ kalla innfæddir San Francisco. Það er líklega rétthermi. Eftir að hafa heimsótt þessa borg tvisvar, .er hún sú borg, sem mig mundi mest langa til að sjá aftur. Það er erfitt að útskýra hvers vegna, það er svo margt sem gerir hana ómótstæðilega. Rudyard Kipling sagði einhvern tímann að versti ókosturinn við San Francisco væri að þurfa að yfirgefa hana. En því miður varð tíminn í borginni styttri en ég hefði viljað. Einhver mistök höfðu orðið í bók- unum, eða ég misskilið eitthvað, svo ég var degi seinna á ferðinni en áætlað hafði verið. Fyrir bragð- ið var búið að fella niður aðstoð ferðamálaráðs á staðnum, svo ég varð að láta nægja þekkingu mína úr fyrri ferðinni og upplýsinga- bæklinga sem útbúnir höfðu verið fyrir mig. Við fengum inni á Sav- Önnur grein oy-hóteli á ágætum stað milli Chinatown og Japantown. Við not- uðum kvöldið til að aka yfir Gullna hliðið á hinni margfrægu Golden Gate-brú, en hún tengir San Francisco við Marin-hérað og norðurhluta Kaliforníu. við ókum síðan um Richmont og Berkeley og til baka yfir Oakland-brúna, en hún er ein af lengstu brúm í heimi, alls 13,3 km í tveim höfum, sem skipt er af eyju í miðjum San Francisco-flóanum, en jarðgöng eru í gegnum eyjuna. Brúarhafið dygði til þess að brúa alla firðina í ísafjarðardjúpi til samans, svo nærtækt dæmi sé tekið. Kvöld á ölstofunni Kvöldinu eyddi ég á ölstofu Sav- oy-hótels. Gamaldags, en ákaflega notalegri stofu, enda voru gestirn- ir langflestir fastagestir sem töl- uðust við sem aldavinir. Mér út- lendingnum var þó vel tekið í þess- um sérstæða hópi, þar sem flestir vissu að Island væri til. Don hafði haft þar viðdvöl á stríðsárunum, og lét vel af. Hann var á leið til Murmansk á Liberty skipi, en vélin brotnaði undan Reykjanesi. Skipið lá svo í Reykjavík í 2—3 mánuði, en var svo sent til Banda- ríkjanna aftur. Hann taldi sig eiga biluninni líf sitt að launa, því langflest skipin í Murmansk- skipalestunum voru skotin niður og yfirleitt fórst meginhluti áhafnanna. Hann var nú umbrots- maður hjá dagblaði í San Franc- isco og orti ljóð í frístundum. í tilefni kvöldsins orti hann orða- leiksljóð á japönsku og ensku, sem hann gaf mér, en það er nú glatað. Charlie, vinur hans, var ákaflega langt niðri. Hann trúði mér fyrir því. að hann væri „gay“ (kynvillt- ur) og nýlega hefði slitnað uppúr ástarsambandi sem hafði varað í nokkur ár. Þar sem hann var kom- inn nokkuð til ára sinna og auk þess ekki mjög glæsilegur, var skiljanlegt að hann óttaðist ein- veruna og vináttuskortinn. Gail var greinilega öllum kær þarna. Hún sagðist vera búin að búa í 3 ár í borginni. Sagðist hafa verið send þangað af fyrirtæki sínu úr Miðríkjunum. Seinna kom þó í ljós, að hún vann á bar neðar í götunni og bauð hún mér í kaffi, ef ég ætti leið framhjá síðla nætur. Ég á kaffið ennþá inni, því næsta morgun vorum við feðgarnir „on the road again". Vigga er meðal íbúanna Við ókum Lombard Street (kró- tóttasta stræti í heimi), í gegnum Chinatown um strandgötuna „The Embarcadero" og „Fisherman’s Wharf“. Á leiðinni suður úr borg- inni rifjuðum við upp það helsta sem við ekki sáum. Nýlistasafnið er löngu orðið hemsfrægt. „Cable Cars“ eru vagnar sem dregnir eru um göturnar af strengjum sem liggja undir götunum. Þessi sér- kennilegu farartæki eru ekki í gangi í ár vegna gagngerra við- gerða á kerfinu. Alcatraz, fangels- ið illræmda, er á samnefndri eyju úti á flóanum. í borginni eru um 2600 matsölustaðir þar sem hægt er að fá rétti úr öllum heimsins hornum. Á leið suður úr borginni förum við framhjá sædýrasafninu þar sem háhyrningurinn Vigga skemmtir gestum. Ég hef grun um að hún heiti í höfuð þjóðhöfðingja landsins sem hún kom frá. Þegar San Francisco hlaut nafn sitt 1847 var hún aðeins fárra manna bær. En árið eftir fannst gull 140 mílur austan borgarinnar og þar með hófst gullæðið. Á árinu 1849 fjölgaði íbúunum um 40.000. Síðan hefur borgin verið í mjög örum vexti. Við beygðum af þjóðvegi 101 við Foster City og ókum San Mateo- brú þar sem hún liggur yfir sunn- anverðan San Francisco-flóann. Brúin er um 15 km löng. Síðan ókum við austur á hraðbraut 5 og ætluðum að vera í Long Beach fyrir kvöldið. Frh. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan 19/3 Jan 2/4 Jan 16/4 ROTTERDAM: Jan 20/3 Jan 3/4 Jan 17/4 ANTWERPEN: Jan 8/3 Jan 21/3 Jan 4/4 Jan 18/4 HAMBORG: Jan 9/3 Jan 23/3 Jan 6/4 Jan 20/4 HELSINKI/TURKU: Mælifell 21/3 Hvassafell 28/3 LARVIK: Francop 12/3 Francop 26/3 Francop 9/4 Francop 23/4 GAUTABORG: Francop 13/3 Francop 27/3 Francop 10/4 Francop 24/4 KAUPMANNAHÖFN: Francop ........ 14/3 Francop ........ 28/3 Francop ...... 11/4 Francop ........ 25/4 SVENDBORG: Francop ........ 15/3 Francop ........ 29/3 Francop ........ 12/4 Francop ........ 26/4 ÁRHUS: Francop ........ 16/3 Francop ........ 30/3 Francop ........ 13/4 Francop ........ 27/4 FALKENBERG: Helgafell ...... 15/3 Mælifell ....... 24/3 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ...... 13/3 Skaftafell ..... 27/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 28/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Fréttirfmi fvrstu hendi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.