Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema
Ætlunin að halda keppn-
ina árlega framvegis
Ulrsit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema voru
kunngerð sl. sunnudag og fór þá jafnframt fram verð-
launaafhending. Að keppninni stóðu Eðlisfræðifélag ís-
lands og Félag raungreinakennara með tilstyrk Morg-
unblaðsins en eftirfarandi fyrirtæki styrktu einnig
keppnina: Flugleiðir hf, Hótel Saga, Bókaverslun Snæ-
bjarnar, Bókaklúbburinn Veröld og Rafmagnsveita
Reykjavíkur.
I»að var Finnur Lárusson, nemandi við Menntaskól-
ann við Hamrahlíð, sem varð hlutskarpastur og hiaut
hann fyrstu verðlaun, 8.000 kr. Vilhjálmur Þorsteins-
son, nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð, var i
öðru sæti og hlaut önnur verðlaun, 4.000 kr. í þriðja
sæti varð Ragnar Guðmundsson, nemandi við Mennta-
skólann í Reykjavík og hlaut þriðju verðlaun, 2.000 kr.
I>eir Hallgrímur Einarsson, nemandi við Menntaskól-
ann á Akureyri, og Haraldur Ólafsson, nemandi við
Menntaskólann við Hamrahlíð, voru í 4. og 5. sæti með
svipaða frammistöðu og hlutu þeir í verðlaun 1.000 kr.
hver. Allir þessir fimm keppendur hlutu bókagjafir frá
Bókaklúbbnum Veröld og Bókaverslun Snæbjarnar.
Síðari hluti eðlisfræðikeppninnar fór fram um síðustu
helgi, en þá kepptu þeir fimm nemendur sem stóðu sig
best í forkeppninni. Byrjuðu þeir að svara skriflegu
verkefni, sem birtist hér fyrir neðan, og fór prófið fram
frá kl. 9 til 12 sl. laugardag. Eftir hádegið skoðuðu þeir
Raunvísindastofnun Háskólans og kynntu sér starfsemi
hennar. Á sunnudagsmorgun framkvæmdi hver kepp-
andi þrjár tilraunir á tilraunastofum háskólans og skil-
aði skýrslu þar um. Árangur í verklega prófinu og því
skriflega var reiknaður saman og réði endanlegri röð
keppenda. Eftir hádegið skoðuðu fimmmenningarnir
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þáðu hádegisverð. Verð-
launaafhending fór fram í lokahófi, sem haldið var
keppendunum til heiðurs kl. 16 á sunnudag. I»ar hélt
Dr. Hans Kr. Guðmundsson, formaður Eðlisfræðifélags
Islands, ræðu og kom þar meðal annars fram að Félag
raungreinakennara og eðlisfræðifélagið hefðu fullan
hug á að halda keppni sem þessa árlega upp frá þessu.
Blm. Mbl. ræddi við hina fimm keppendur er þeir
höfðu nýlokið skriflega verkefninu á laugardag og fara
viðtölin hér á eftir.
Finnur Lárusson:
Frekar stærðfræðin
en eðlisfræðin
sem er mitt fag
„Uetta voru nokkuð viðráðan-
leg verkefni að mínu mati — jafn-
vel yfrið léttari en í forkeppninni.
Nú reyndi meira á það sem flokk-
ast undir nútímacðlisfræði, en
það hefur verið farið töluvert út í
hana í Hamrahlíðarskólanum,
þannig að maður stóð vel að vígi.
Tíminn passaði nokkurn veginn
til að leysa þetta,“ sagði Finnur
Lárusson, nemandi í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð.
Hefur þú áhuga á eðlisfræöi frem-
ur en öðrum námsgreinum?
„Það er nú frekar stærðfræðin
en eðlisfræðin sem er mitt uppá-
halds fag, en auðvitað tengist eðl- •
isfræðin stærðfræðinni mikið og
byggir á henni.“
Hvaða atvinnumöguleika gefur
stærðfræöinám — tengist það ekki
mikið námi í tölvunarfræðum?
„Tölvur eru mikilvæg hjálpar-
tæki í stærðfræðinámi en það er
misskiiningur að þær hafi breytt
faginu að ráði. Það er stór hluti
stærðfræðinnar sem ekki snýr að
tölvum og mun trúlega aldrei
gera. Hvað varðar atvinnumögu-
leika er það einkum kennsla og
rannsóknir. Stærðfræðirannsókn-
ir eru afar áhugavert svið — þar
hefur maður tækifæri til að skapa
sína eigin stærðfræði og vinna að
margs konar verkefnum."
Hvað finnst þér um eðlisfræði-
keppnina sem slíka — að keppa í
námsgrein?
„Það hefur eflaust bæði góðar
og slæmar hliðar. Skólastarfið má
að sjálfsögðu ekki ganga út á und-
irbúning fyrir svona keppnir en
þessi keppni hefur gefið manni
Finnur Lárusson
tækifæri til að rifja upp og er til
þess fallin að vekja áhuga fólks á
faginu. Þetta er eins og með
keppnisíþróttir — sumir fordæma
þær en aðrir telja þær hvata fyrir
almenningsíþróttir."
Haraldur Ólafsson:
Reyndi fremur á
grundvallarþekkingu
í eðlisfræði en
stærðfræðikunnáttu
„Þetta voru ekki þung verkefni
— þau reyndu fremur á grundvall-
arþekkingu í eðlisfræði en mikla
stærðfræðikunnáttu,“ sagði Har-
aldur Olafsson nemandi í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Hefur þú áhuga á eðlisfræði frem-
ur en öðrum námsgreinum?
„Eðlisfræðin er ekkert sérstakt
áhugasvið hjá mér frekar en aðrar
raungreinar. Ég er ákveðinn í að
halda áfram í einhverri grein eðl-
isfræðinnar í háskóla en það er
ekki enn afráðið hjá mér hvað
verður fyrir valinu — og reyndar
ekki heldur hvort ég fer í háskóla
hér eða erlendis."
Eru nemendur á síðasta ári al-
mennt farnir að huga að fram-
haldsnámi?
„Já, það eru margir í mínum
skóla sem eru búnir að sækja um
erlendis og farnir að kanna ýmsa
Haraldur Olafsson
möguleika. Ég var eitthvað farinn
að líta á þetta, t.d. hvað það kost-
aði að stunda nám í Bandaríkjun-
um. Það veltur á tugum þúsunda
sem maður yrði að leggja með sér
ef maður lærði þar, og ljóst að
fæstir hafa efni á því. Énda 3táta
Bandaríkjamenn sig af flestu öðru
en jafnrétti til náms og varla við
því að búast að þeir fari að borga
fyrir útlendinga."
Hvað finnst þér um þessa keppni í
eðlisfræði?
„Svona keppni hlýtur alltaf að
stuðla að keppnisanda og hann er
alltaf vafasamur. Það hefur hins
vegar ekki myndast neinn keppn-
isandi milli okkar sem erum í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Kennarar okkar hvöttu okkur til
að taka þátt í þessu til að öðlast
reynslu og kynnast alþjóðlegum
staðli í eðlisfræði — og að því leyti
getur svona keppni verið mjög
gagnleg. Keppnin sjálf og um-
stangið í kringum hana vekur at-
hygli og áhuga á eðlisfræðinni,
sem er mjög jákvætt, enda er það
væntanlega megintilgangur henn-
ar. Mér hefði þótt skemmtilegra ef
Eðlisfræðifélagið og Félag
raungreinakennara hefðu getað
staðið fyrir þessari keppni án þess
að leita til utanaðkomandi aðila,
því ég er þeirrar skoðunar að vís-
indi og þekking ættu að vera al-
menningseign og sem mest óháð
fjársterkum aðilum."
Vilhjálmur Þorsteinsson:
Framkvæmd keppninnar
til fyrirmyndar
„Mér fannst þetta verkefni að-
eins þyngra heldur en það fyrra en
samt ekki mjög þungt — t.d. ekki
mikið af flókinni stærðfræði en
reyndi samt tölvert á grundvallar-
þekkingu í eðlisfræði,“ sagði Vil-
hjálmur Þorsteinsson, nemandi við,
Menntaskólann í Hamrahlíð.
Hefur þú áhuga á eðlisfræði?
„Ég hef það tvímælalaust, t.d.
hef ég sérstaklega gaman af
svonefndri nútímaeðlisfræði: Af-
stæðiskenningunni, skammta-
kenningunni, bylgjufræði og þeim
heimspekilegu spurningum sem af
þessum kenningum leiða, s.s. sam-
bandi milli orsakar og afleið-
ingar.“
Hvað um framhaldsnám?
„Ég stefni í það að fara utan í
tölvunarfræði að loknu mennta-
skólanámi og þá hef ég í huga að
komast í tölvunarfræðinám sem
tengdist eðlisfræði að einhverju
leyti.“
Hvaö finnst þér um eðlisfræði-
keppnina sem slíka?
„Eg hafði mjög gaman af þess-
ari keppni. Mér finnst fram-
kvæmd keppninnar hafa verið til
fyrirmyndar, og ég er mjög
ánægður með þann stuðning sem
kom frá ýmsum aðilum, t.d. Raf-
l magnsveitu Reykjavíkur og einnig
Vilhjálmur Þorsteinsson
stuðning Morgunblaðsins, því
nauðsynlegt var að kynna keppn-
ina fyrir landsmönnum. Eitt það
skemmtilegasta við þetta var að
kynnast þátttakendum og þeim
sem að keppninni stóðu, því þetta
eru allt saman úrvalsmenn sem
þarna lögðu hönd á plóginn."