Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 27 Afmæliskveðja: Hermína Sigurgeirs- dóttir Kristjánsson Aldur er afstætt hugtak. Það sannast á Hermínu frænku. Hvernig hún hefur haldið sér jafn unglegri og raun ber vitni er sjálfsagt hennar leyndarmál en ætli léttlyndið, hláturmildin og músikkin hafi 'ékki haft sitt að segja. Svo er hún organisatör par exellence svo langlífið er sjálfsagt útspekúlerað. Hún hefur sko syst- em á hlutunum. Tími til að vinna, tími til að tala, tími til að hvílast. Þess vegna er hún líka svoddan afburðakennari að hún getur stát- að af því að eiga í nemendahóp sínum einleiksbrillianta og stórpíanókennara sem hún hefur kennt fyrstu gripin á nótnaborð- inu. En vel á minnst, eru þetta allt konur? Það er rannsóknarefni út- af fyrir sig en var svo ekkert lak- ara þegar ungur frændi var boð- inn í súkkulaðiveislur á vorhátíð- um músikdætranna. Hvaðan kemur svo þessi kona sem var að velja flygla í Hamborg fyrir íslenska píanóvirtúósa með- an Arthur Rubinstein var í sömu verksmiðju í sömu borg sömu er- inda fyrir séníin í ísrael? Hún var fjögurra ára reidd í kassa yfir Vallafjall og Vaðlaheiði austan úr Bárðardal til Akureyrar þar sem hún ólst upp í stórum bræðrahópi sem ekki náði að spilla henni með ofdekri, uppvart- aði kónginn er hann kon, í visit 1926, spilaði sig svo út í heim þar sem hún músiseraði í konsverva- torium og í einkatímum, settist að í Þýskalandi fyrir stríðið þar sem Björn eldri var grosser og Björn junior og Leifur stigu fyrstu spor- in, kom síðan heim og fór að kenna heima og í Tónlistarskólan- um þar sem hún er ennþá ómiss- andi en gerðist með tímanum ættmóðir Sigurgeirsleggs Stóru- vallakynsins og fylgist með vel- ferð og vanda frændfólksins. Eitt finnst mér þó ekki vansa- laust, frænka mín, að þú skulir aldrei hafa farið Sprengisand á heimsflakki þínu en í sumar skal Afmælisfundur Sóknar í Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík var 35 ára 10. desember á síðastliðnu ári. Sóknarkonur minntust þess með afmælisfundi 19. febrúar sl. í veitingahúsinu Glóðinni, þar sem tvær félagskon- ur, Kristín Gestsdóttir og Guð- finna Valgeirsdóttir, tóku á móti gestum með glæsibrag. Boðsgestir voru alþingismenn- irnir Matthías Á. Mathiesen og frú, Ólafur G. Einarsson og frú, frú Salome Þorkelsdóttir, frú Halldóra J. Rafnar, formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna, frú Vigdís Jakobsdóttir, fyrsti formaður Sóknar, og Páll Axelsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Keflavík og frú. Dr. Gunnar G. Schram gat ekki mætt og eiga Sóknarkonur eftir þá ánægju að fá hann á fund seinna í vetur. Fundurinn hófst á því að frú Kristrún Helgadóttir, formaður félagsins, fagnaði gestum og fé- lagskonum. Kristrún flutti síðan ávarp og kom víða við. Þá kynnti hún veislustjóra, frú Jóhönnu Pálsdóttur. Jóhanna ávarpaði veislugesti og las upp kvæðið „Keflavík" eftir Kristin Reyr. Frú Sesselja Magnúsdóttir flutti er- indi, þar sem hún skýrði frá stofn- un og starfsemi félagsins. Næst léku saman á selló og píanó Edda Rós Karlsdóttir og Una Steins- dóttir, báðar nemendur í Tónlist- arskóla. Frú • Guðrún Gísladóttir fór með ljóð, „Vikivaka" eftir Guð- mund Kamban. Seinna á fundin- um minntist Guðrún félagsstarfs- ins í léttum dúr. Var þar með dagskrá lokið og orðið laust. Til máls tóku: Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, Halldóra J. Rafnar, Helga M. Guðmundsdótt- ir, Páll Axelsson, Vigdís Jakobs- dóttir, Salome Þorkelsdóttir og Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Garði, sem sagði m.a. að afmæl- isgjöf hans til Sóknar væri ræðu- námskeið ef félagið hefði áhuga. Að lokum tók formaður, Kristrún Helgadóttir, til máls, þakkaði Jó- hönnu ágæta veislustjórn, Ellert Eiríkssyni hans góða boð og öllum viðstöddum fyrir komuna. Og nú er komið að upphafi þess- arar greinar. Stofnfundur Sóknar var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík þann 10. desember 1948. f fyrstu stjórn félagsins voru: Formaður Vigdís Jakobsdóttir, meðstjórnendur Jóna Einarsdótt- ir, Sesselja Magnúsdóttir, Elín Ólafsdóttir og Anna Olgeirsdóttir. Varastjórn: Guðný Arnadóttir, Vilborg Auðunsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir. Endurskoðendur: Guðrún Einarsdóttir og Vilborg Ámundadóttir. Núverandi stjórn skipa: Formaður Kristrún Helga- dóttir, ritari Ágústa Randrup, gjaldkeri Guðrún Gísladóttir, varaformaður Þorbjörg Guðna- dóttir, meðstjórnandi María Valdimarsdóttir, varastjórn Stella Baldvinsdóttir og Helga M. Guð- mundsdóttir. Endurskoðendur eru Vilborg Ámundadóttir og Margrét Friðriksdóttir. Að endingu óska ég Sjálfstæð- iskvennafélaginu Sókn blessunar og að starf okkar verði til að efla Sjálfstæðisflokkinn, með því mun hag lands og þjóðar best borgið. Guðrún Gísladóttir Reyðarfjörður: 10—12 stiga hiti undanfarið ReyðarfjörAur, U. mars. ÖSKUDAGURINN var hátíðlega haldinn á Reyðarfirði í góðu veðri. Gengu krakkarnir um bæinn grímuklæddir og fóru í heimsókn til ýmissa fyrirtækja á staðnum. Ekki er kötturinn sleginn úr tunnunni hér eins og víða ann- arstaðar, en kvenfélagið hélt grímudansleik á milli 16.30 og 19.00 og kostaði 50 krónur inn á skemmtunina og gilti hver miði sem happdrættismiði. Voru dregnir út 20 vinningar. Þetta va~ mjög skemmtilegt hjá -krökkunum og þarna mátti þekkja ýmsar þekktar persónur, eins og Línu langsokk og Eirík Fjalar, annars voru gervin svo mörg að of langt yrði upp að telja. A sunnudag gerði hér smá hríðarskvettu, sem stóð stutt, annars hefur verið hér vorveður og hitinn 10—12 stig að degin- um. _ Gréta. Utanríkisráðuneytið: Ekki rætt um takmörkun á ferðafrelsi Sovétmanna EKKI hefur verið rætt í utanrík- isráðuneytinu að takmarka ferða- frelsi Sovétmanna hér á landi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Ingva S. Ingvarssyni, ráðuneytisstjóra. Ingvi var spurður um hvort lík- ur væru á setningu slíkra tak- markana, en norska stjórnin hyggst leggja hömlur á ferðafrelsi Sovétmanna í Noregi. Ingvi sagði að í Sovétríkjunum giltu reglur um takmarkanir á ferðafrelsi sendiráðsstarfsmanna og hefðu Bandaríkin tekið upp takmarkanir á ferðafrelsi Sovét- manna þar í landi á gagnkvæmn- isgrundvelli. Lýst eftir vitni að fótbroti úr því bætt eins og um var talað. Lada-Blazerinn stendur ferðbúinn nær þú vilt. Gylfi frændi MADUR fótbrotnaði þegar hann var að koma af skemmtun á Hótel Sögu eftir dansleik aðfaranótt sunnudagsins. Atvik eru nokkuð óljós og biður lögreglan í Reykja- vík þá sem sáu atvikið vinsamlega að gefa sig fram. Við höldum glœsilega Hollandshátíð í túlípanaskreyttum Súlnasalnum. Frá klukkan 19.00 leikur hollenskur lírukassaleikari fyrir gesti, sem skoða sig og sína í óíorbetranlegum spéspeglum d meðan 0* * dreypt er á lystaukanum. \ Kvöldverður heíst klukkan 20.00 Matseðill: Gnsasteik Hollandaise Fylltar pönnukökur Anneke Dekker Fjölbreytt skemmtidagskra: Ómar Ragnarsson skemmtir. Dansstúdíó Sóleyjar með glœsilegt dansatriðf. Viktor og Baldur, nýir skemmtikraftar með bráðfyndna dagskrá. Samkvœmisleikir Fjöldasöngur. Allir íá sumarbœkling með happdrœttisalmanaki • Kynningarkvikmynd sýnd í hliðarsölum. • Ferðabingó þar sem spilað er um óvenju glœsilega íerðavinninga í tilelni kvöldsins. • Og síðast en ekki síst: Stórkostlegur hollenskur trúðurl Kynnir Magnus Axelsson Stjomandi Sigurður Haialdsson Kvoldverður aðeins kr 450 Aðgangseyrir kr. 50 íyrir matargesti. Þeir sem koma að loknum kvöldverði. ettir kl. 22.00, greiða kr. 150. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar sér um snúninginn á gólfinu. Aðgöngumiðasata og borðapantanir eftir kl. 16.00 í dag og í sima 20221. Sjáið auglýsingu um íjölskylduíestival í Háskólabíói á sunnudag kl. 14-16.30. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.