Morgunblaðið - 22.03.1984, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984
iHf&fur
MARLÍN-TÓG
LÍNUEFNI
BLÝ-TEINATÓG
FLOTTEINN
NÆLON-TÓG
LANDFESTAR
STÁLVÍR
•
BAUJUSTENGUR
ÁL, BAMBUS, PLAST
BAUJULUKTIR
ENDURSKINSHÓLKAR
ENDURSKINSBORÐAR
LÍNUBELGIR
NETABELGIR
BAUJUBELGIR
ÖNGLAR — TAUMAR
MÖRE-
NETAHRINGIR
NETAKEÐJA
NETALÁSAR
NETAKÓSSAR
LÓÐADREKAR
BAUJUFLÖGG
NETAFLÖGG
FISKKÖRFUR
FISKGOGGAR
FISKSTINGIR
FLATNINGSHNlFAR
FLÖKUNARHNÍFAR
BEITUHNÍFAR
KÚLUHNÍFAR
SVEÐJUR
STÁLBRÝNI
HVERFISTEINAR
SALTSKÓLFUR
ÍSSKÓFLUR
KLAKASKÖFUR
FÓTREIPISKEÐJUR
%“, V4“, v«-
TROLLÁSAR
DURCO PANTETLÁSAR
V4“, V«“, %“
6
STILL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
NÆLONSTYRKT
DÖKKBLÁ FYRIR
BÖRN OG FULLORÐNA
SOKKAR
MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI
KULDAFATNAÐUR
SJÓFATNAÐUR
REGNFATNAÐUR
VINNUFATNAOUR
VINNUHANSKAR
KLOSSAR
SVARTIR OG BRÚNIR
MED OG ÁN HÆLKAPPA
GÚMMÍSTÍGVÉL
ÖRYGGISSKÓR
b^lUKpi
Ánanaustum
* Sími 28855
OPIÐ LAUGARDAGA 9—12.
Lögreglumadur handleikur poka med kókaíni, sem hald var lagt á í Kólumbíu, þegar lögreglan þar gerði árás á
leynilega kókaínverksmiðju inni í frumskógum landsins fyrr í þessum mánuði. Verksmiðja þessi var starfrækt undir
vernd kommúnistahreyfingarinnar FARC.
Kolombía:
Hald lagt á mesta
kókaínmagn sögunnar
Washington, 21. marz. AP.
LÖGREGLAN í Cólombíu gerði í
dag árás á kókaínverksmiðju inni
í frumskógi landsins, sem starf-
rækt var undir vernd kommúnista.
Lagði lögreglan hald á 12,5 tonn
af kókaíni, en söluverðmæti þess í
Jarðskjálftar
í Sovétríkjunum:
Hundrað
slasaðir
í Gazli
Moskvu, 21. mars. AP.
RÖSKLEGA eitt hundrað
manns slösuðust og ótilgreindur
fjöldi manna er heimilislaus í
borginni Gazli í Uzbekistan eftir
hina hörðu jarðskjálfta sem
urðu í tveimur Sovétlýðveldum í
Mið-Asíu árdegis á þriðjudag.
TASS-fréttastofan segir að
miklar skemmdir hafi orðið á
hýbýlum manna í borginni,
barnaheimilum og skólabygg-
ingum, en hefur hins vegar ekki
greint nákvæmlega frá því
hvers eðlis skemmdirnar eru.
Rafmagnslaust var í Gazli
þegar síðast fréttist og einnig
var vitað um truflanir á vatns-
kerfi borgarinnar. Þá hefur
símasamband þangað annað
hvort rofnað eða verið rofið af
yfirvöldum.
Bandaríkjunum, þangað sem því
var ætlað að fara, nemur 1.200
millj. dollara.
„Þetta er mesta magn af
kókaíni, sem nokkru sinni hefur
verið lagt hald á í öllum heimin-
um,“ sagði Lewis Tambs, sendi-
herra Bandaríkjanna í Cól-
ombíu í dag. „Þetta er nær
fjórðungur þess magns, sem
neytt er á heilu ári í öllum
Bandaríkj unum.“
Tambs skýrði svo frá, að lög-
reglan í Cólombíu hefði lagt til
atlögu í flugvélum 10. marz sl.
Eftir að tekizt hafði að hrinda
gagnárás skæruliða, handtók
lögreglan 40 manns, þeirra á
meðal bandarískan flugmann,
en síðan hefði verksmiðjan verið
eyðilögð.
Þessi leynilega kókaínverk-
smiðja var falin í frumskóginum
í Caqueta-héraði á bökkum
Yari-fljótsins. Var hún starf-
rækt undir vernd kommúnista-
hreyfingarinnar FARC.
Harmaði
hundinn
meira en
barnið
Dallati, 21. mars. AP.
Á síðastliðnu hausti gerðist
það í Dallas í Texas, að hundur
varð barni að bana. Móðir barns-
ins, norsk kona, hefur nú verið
dæmd í árs fangelsi fyrir glæp-
samlegt hirðuleysi en hún átti
einnig hundinn og harmaði
meira örlög hans en barnsins
síns.
Britt Rognaldsen, 36 ára
gömul hárgreiðslustúlka, brast
í grát þegar dómurinn var
kveðinn upp og kvaðst enga
ábyrgð bera á dauða barnsins
síns. Hún er norskur ríkisborg-
ari og mun því verða vísað úr
landi þegar dómnum hefur ver-
ið fullnægt.
Samkvæmt lögregluskýrsl-
um dró hundurinn, sem er af
tegundinni Rottweiler og nærri
40 kg þungur, litla barnið úr
vöggunni og drap það, en á
meðan svaf Britt í öðru her-
bergi. Hundinum, sem hét Byr-
on, var að sjálfsögðu lógað en
vitni bera, að Britt hafi þá
sagt: „Ég get alltaf átt annað
barn, en annan Byron mun ég
aldrei fá.“
„Foreldrar eru almennt um-
hyggjusamir og gæta barna
sinna vel,“ sagði dómarinn,
sem kvað upp dóminn. „Þeir
eru þó til, sem eru kærulausir
um afkvæmi sín og þessi dóm-
ur á að verða þeim víti til varn-
aðar.“
Nicaragua:
Sovézkt olíuskip
rakst á tundurdufl
Managua, 21. marz. AP.
SOVÉZKT olíuflutningaskip með
farm á leið til Nicaragua rakst á
tundurdufl í höfninni í Puerto
Sandino og laskaðist talsvert.
Margir af áhöfn skipsins slösuð-
Shamir fellst
á kosningar
Jerúsalem, 21. marz. AP.
YITZHAK SHAMIR, forsætisráð-
herra ísraels, hefur fallizt á, að þing-
kosningar fari fram í landinu síðar á
þessu ári. Átti nefnd skipuð full-
trúum frá öllum stjórnarflokkunum
fimm að koma saman í dag til þess
að ákveða kjördag. Enn hefur ekk-
ert komið fram um, hvenær kosn-
ingarnar verði, en talið er, að það
geti orðið einhvern tímann á tímabil-
inu frá því seint f maí þar til
snemma í september.
Shamir er sagður vilja fresta
kosningunum sem lengst. Er talið,
að hann hafi vonazt til að vera við
völd út þetta kjörtímabil til þess
að koma efnahag ísraels f betra
horf og koma á friði í Líbanon.
Núverandi kjörtímabili ísraels-
þings lýkur haustið 1985.
ust í sprengingunni. Það tókst þó
að sigla skipinu að bryggju og
ekkert tjón hlauzt á olíufarmi
þass. Uppreisnarmenn, sem berj-
ast gegn stjórn sandinista í Nicar-
agua, höfðu komið tundurduflinu
fyrir.
Puerto Sandino er 60 km fyrir
vestan Managua, höfuðborg Nic-
aragua. Hafa uppreisnarmenn
gefið út tilkynningu þess efnis,
að þeir hafi ekki aðeins komið
fyrir tundurduflum í Puerto
Sandino heldur einnig í öðrum
höfnum landsins. Var tilkynning
þessi greinileg aðvörun til er-
lendra skipa um að halda sig í
fjarlægð.
Hinn 1. marz sl. varð mikil
sprenging í hollenzku skipi í
höfninni í Puerto Corinto, sem
er 190 km fyrir norðaustan Man-
agua. Er talið, að sú sprenging
hafi einnig orðið vegna tundur-
dufls frá uppreisnarmönnum.
„Átti ekki barn með Treholt"
segir ástkona hans í Prag
Osló, 21. marM. Krá fréttariUra Mor(>unblaósin.s, Jan Krik Lauré.
ASTKONA sú, sem norski njósn-
arinn Arne Treholt hefur fullyrt,
að hann ætti barn með í Tékkó-
slóvakíu, er nú fundin. í viðtali við
norska blaðið Verdens Gang, sem
fram fór í Prag, segir Zuzana, en
svo nefnist konan: „Ég eignaðist
ekki barn með Arne Treholt. Ef
hann á barn í Tékkóslóvakíu, þá er
það ekki með mér. Ég held, að
þetta bam sé aðeins hugarfóstur
hans."
Arne Treholt hefur haldið því
fram í yfirheyrslum, að hann
ætti 20 ára gamla dóttur í
Tékkóslóvakíu og að sovézka
leyniþjónustan KGB hafi notað
dótturina til þess að þvinga
hann til þess að njósna fyrir sig.
Zuzana, sem er 38 ára að aldri,
viðurkennir í viðtalinu við Verd-
ens Gang, að hún hafi hitt Arne
Treholt fyrir 20 árum. Hafi þau
kynnst fyrir atbeina tékknesks
túlks og hittust þau þá fjórum
eða fimm sinnum á einni viku.
Hafi þau farið saman í kvik-
myndahús og veitingahús.
„Þegar Arne fór burt, sendi
hann mér blóm og þakkarkort.
Stuttu síðar sendi hann mér
einnig póstkort frá Noregi. Síðan
hef ég ekkert samband haft við
hann,“ segir Zuzana. Hún er nú
gift og á lítið barn. Hún vill ekki
láta bera á sér opinberlega og
segist óttast, að slíkt geti haft
vandamál í för með sér. Þá
harmar hún, að hafa verið dreg-
in inn í njósnamálið. „Ég skil
ekki, hvers vegna Treholt full-
yrðir, að hann hafi átt barn með
mér, því að það er ekki rétt,“
ítrekaði hún hvað eftir annað í
viðtalinu við fréttamann Verd-
ens Gang.