Morgunblaðið - 22.03.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.03.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 27 Frumvarp að sjómannalögum — Mælt fyrir hækkun tryggingabóta FRAM HEFUR verið lagt viðamikið stjórnarfrumvarp að sjómannalögum. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um almenn ákvæði (1.—5. gr.). Annar kafli um ráðningarsamninga (6.-48 gr.), þ.e. um samningsgerð, ráðningartíma, rétt skipverja til lausnar úr skiprúmi, rétt skipstjóra til að víkja skipverja úr skiprúmi, um kaup skipverja, umönnun og kaup sjúkra skipverja, ráðningar- samning skipstjóra o.fl. Þriðji kafli fjallar um skipsstörf (49.—71. gr.), þ.e. um yfirmenn og stjórnun, starfstilhögun og varúðarreglur, almennar starfsskyldur, um upphaf vistar og fjarveru, um bótaskyldu skipverja, viður- væri og aðbúð, haffærisskoðun, hvíldar- og matartíma, langdgönguleyfi, farangur skipverja og eigur og agavald skipstjóra. Fjórði kafli (72. gr.) fjallar um ágreining út af starfsskyldum, þ.e. um réttarstöðu sjómanna. Fimmti kafli (76.-78. gr.) fjallar um brot á lögunum og refsingar. • Fundir vóru í báðum þingdeild- um í gær. Efri deild felldi frum- varp til staðfestingar á bráða- birgðalögum Hjörleifs Guttorms- sonar, sem gefin vóru út í apríl 1983 og fjölluðu um að gjaldskrár- breytingar orkufyrirtækja skyldu háðar samþykki ráðuneytis. • Matthías Bjarnason, trygginga- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um al- mannatryggingar, sem felur í sér hækkun á öllum bótum trygg- ingakerfisins. Ellilífeyrir með tekjutryggingu hækkar um 13,5% frá 1. marz sl. Efnisatriði frum- varpsins hafa fengið fréttalega umfjöllun í Mbl. • Harðar umræður urðu í neðri deild um stjórnarfrumvarp um tekjuskatt. Efri deild hefur af- greitt frumvarpið, sem m.a. fjallar um skattprósentu, og það fengið fréttalega umfjöllun í Mbl. — Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði m.a. í um- ræðunni: „Frumvarpið, eins og það hefur verið samþykkt frá efri deild, felur ekki f sér neina breyt- ingu á skattheimtu frá því sem þá lá fyrir. Það er með öðrum orðum verið að tryggja að greiðslubyrði skatta verði að meðatali sú sama á þessu ári og hinu síðasta." • Svavar Gestsson (Abl.) og fleiri þingmenn stjórnarandstöðu flytja frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. f greinargerð með frumvarpinu seg- ir að það sé samið af stjórnskip- aðri nefnd, sem skipuð var í apríl 1981. Félagsmálaráðherra hafði áður lagt fram frumvarp um sama efni. • Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp til breytinga á lyfjalög- um. Veigamesta breytingin í frumvarpinu er í 8. grein þess, en Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, ræðir við Matthías Bjarna- son, heilbrigðisráðherra. þar er fjallað um undanþágu frá ákvæðum gildandi laga um hver skuli veita lyfjagerðum forstöðu. • Stefán Guðmundsson (F) o.fl. þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra hafa flutt frumvarp um heimild til þess að selja Lýtings- staðahreppi í Skagafirði eyðijörð- ina írafell. írafell (Ýrarfell) í Svartárdal var landnámsjörð og getið í Landnámu. Stjórnarfrumvarp: Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla — Fjögurra ára framkvæmdaáætlun aðgerða til jöfnunar á stöðu kynjanna FRAM HEFUR verið lagt stjórnarfrumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt t kvenna og karla. Frumvarpið kveður svo á að konum og körlum skuli með stjornvaldsaðgerðum tryggðir jafnir Tilgangur frumvarpsins er að koma karla á öllum sviðum. Helzta nýmæli frumvarpsins felst í orðlagsbreytingu í fyrstu grein. Þar segir að tilgangur lag- anna sé að „koma á jafnrétti og jafnri stöðu ...“ o.s.frv. en í gild- andi lögum er kveðið á um að „stuðla að“ jafnrétti. Þá er gert ráð fyrir að félagasamtök, sem hafi jafnréttisbaráttu á stefnu- skrá, tilnefni fulltrúa í jafnrétt- isráð. Jafnréttisráð skal, sam- jguleikar til atvinnu og menntunar. jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og kvæmt frumvarpinu, vinna fram- kvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn, þar sem kveðið skal á um aðgerðir til að koma á jafnrétti kynjanna. Þessa áætlun skal leggja fyrir félagsmálaráðherra, sem síðan skal undirbúa stefnu ríkisstjórnar í þessum málaflokki. Loks eru viðurlög vegna brota á ákvæðum jafnréttislaga gerð ákveðnari en áður. Lánsfjárlög samþykkt: Átta atkvæði — sex sátu hjá, sex fjarverandi LÁNSFJÁRLÖG vóru samþykkt frá efri deild Alþingis undir miðnætti sl. mánudagskvöld. Frumvarp að lánsfjárlögum hafði áður hlotið með- ferð og afgreiðslu i þingdeildinni, en kom þangað aftur til umfjöllunar, vegna breytinga sem gerðar vóru á því í neðri deild. Frumvarpið var samþykkt með átta samhljóða atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli. ráðstafað í samræmi við ákvæði fjárlaga og fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar 1984. Landsvirkjun hefur heimild til að taka kr. 900.000.000.— lán er- lendis. Þar af ganga 200 m.kr. til Blönduvirkjunar, 350 m.kr. til Kvíslaveitna og Þórisvatns, 180 m.kr. til Suðurlínu og 170 m.kr. í aðrar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Þá eru lánsfjár- heimildir vegna Orkubús Vest- fjarða, ýmissa hitaveitna o.fl. Síðustu breytingarnar sam samþykktar vóru var ákvæði um, að framlag ríkissjóðs til Afla- tryggingasjóðs skuli ekki fara fram úr kr. 18,5 m.kr., þrátt fyrir 2. tölulið 9. gr. laga nr. 51/1983; og heimild til fjármálaráðherra að ábyrgjast með sjálfskuldar- ábyrgð lán að fjárhæð 30 m.kr., sem Bjargráðastjóður taki og' endurláni bændum vegna ótíðar 1983. Það er fátítt að lög hljóti sam- þykki með aðeins 8 atkvæðum í 20 manna þingdeild. Sex þing- menn sátu hjá og sex vóru fjar- verandi. Skýringin mun að hluta til sú að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu með löngum fyrirvara bundið sig á fundi á Akranesi þetta kvöld, en kvöldfundir eru ekki daglegt brauð á Alþingi nema á síðasta snúningi þingstarfa fyrir jólahlé (afgreiðsla fjárlaga) og fyrir þinglausnir að vori. Meginefni fyrstu greinar láns- fjárlaga er heimild til fjármála- ráðherra til að taka erlend lán 1984 að fjárhæð kr. 1.641.121.000.— og á innlendum lánsfjármarkaði kr. 600.000.000.—, þar af kr. 322.000.000.— vegna Bygging- arsjóðs ríkisins, þ.e. húsnæðis- lánakerfisins. Lán þessi spanna bæði skuldbreytingar og fram- kvæmdalán ýmiskonar og skal Það er ekki nóg með að Citroen BX sé búinn sófasetti eins og besta stofa. Hann er með 92 hestafla, 1580 cm3, vatnskældri, 4ra strokka vél; 5 gira kassa, framdrifi, diskabremsum á öllum hjólum og vökvafjöðrun. Eyðslan er aðeins 7,2 I á hundraðið. Citroén BX er 5 manna og 5 dyra og með því að fella niður aftursætið fæst 1500 I flutningsrými. Meðal „standard" fylgihluta eru speglar á báðum framhurðum, rafdrifnar rúður og læsingar, snúningshraða- og smurolíumælir, quartsklukka, hátalarar og loftnet. Citroén BX 16 TRS kostar aðeins 424.650 krónur. Citroén BX Diesel kostar um 370.000 krónur til leigubílstjóra. Bílasalan er opin á laugardögum frá kl. 2-5. G/obust SÍMI81555

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.