Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 45 rJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Skúli Magnússon skrifar: Gamlir íslenzkir dægurlagatextar Skúli Magnússon skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Víða á Vesturlöndum er megin- efni útvarpsstöðva danslög. Eink- um er hin engilsaxneska tónlist ríkjandi. íslensk dægurtónlist hef- ur eðlilega mótast af áhrifum það- an, ekki síst á stríðsárunum seinni, og sérstaklega eftir stríð. hreyfing í þá átt að rifja upp gamla strauma í dægurtónlist. Erlendis er slíkt sívinsælt. Þannig eru til fjölmörg falleg og skemmtiieg islensk danslög sem enn halda vinsældum þó komin séu til ára sinna. Útgáfa íslenskra dægurlaga- texta virðist hafa fallið niður síð- Dægurtónlist er þó stöðugum breytingum háð. Af einni stefn- unni sprettur önnur og þannig koll af kolli. Stöðugt koma fram nýjar stjörnur og samkeppnin er hörð. Sumar komast aðeins einu sinni á toppinn, aðrar lifa lengur og eru sívinsælar. Hafa jafnvel áhrif eft- ir að þær eru horfnar af sjónar- sviðinu. Má t.d. nefna Bítlana gömlu og Presley meðan hans naut við. Danslög eru oft tengd æsku og ástum eða einhverjum minningum af fólki og umhverfi. Einnig stór- atburðum. Þannig rifjast ýmislegt upp þegar gömul dansiög eru leik- in og stundum er eins og örlítil tregakennd geri vart við sig innra með mönnum, þegar þeir minnast æskuáranna. Allar kynslóðir eiga sína söngva, jafnt ungir sem aldnir. Jafnvel fyrir daga útvarpsins. Tónlistin skipar eðlilega meiri sess í dag en fyrrum vegna þeirrar miklu tækni, sem flutningur henn- ar er byggður á. Tónlistaráhugi manna er jafn misjafn og áður. En eitt á öll tónlist sameiginlegt: að hýrga líkama og sál, lyfta hugan- um yfir daglegt amstur, skapa fegurð og gleði, í heimi sem ýms- um finnst um of alvörugefinn. Undanfarið hefur verið töluverð sem eru til staðar uppfrá, eru ekki notaðir. Ég fór með fjölskyldu minni á skíði um helgi fyrir nokkru og var þá harðfenni — svo- nefnt glerfenni, en þá er mjög erf- itt að vera á skíðunum. Troðararn- ir, sem eru þarna, voru þó ekki notaðir þá daga og maður sér þá eiginlega aldrei hreyfða. Hvers vegna? Þessi tæki voru keypt fyrir milljónir króna á sínum tíma og finnst manni hart að þau liggi svo ónotuð. Þökk fyrir góðan leikbrúðuþátt f stundinni okkar Þriggja barna faðir hringdi: — Mig langar að biðja þig, Velvakandi góður, að koma á framfæri fyrir mig þakklæti til sjónvarpsins. I Stundinni okkar hefur nú í nokkrum síðustu þátt- um komið fram áhugaverður ís- lenzkur leikbrúðuþáttur með brúðunum Sesari og apanum, sem ekki hefur enn verið gefið nafn. Mér virðist vera þarna á ferðinni heilbrigt og alíslenzkt efni sem börnunum fellur vel, og laust er við allan gárungahátt sem stund- um er of mikið af í sjónvarpi. Óskandi er að við foreldrar og börn fáum að sjá meira af Sesari og félögum á næstunni. ustu ár. Hún stóð þó með nokkrum blóma á árunum 1960—1970, og sennilega eitthvað lengur. Ýmsir eru með sífelldar að- finnslur í sambandi við textana, ekki síst málvöndunarmenn. Vissulega þarf að gera einhverjar lágmarkskröfur til slíks skáld- skapar, en tæplega er hægt að ætl- ast til að slíkir textar liggi árum saman í skúffum höfunda og bíði fágunar og frekari yfirferðar. Enda eru aðrar hugmyndir sem liggja á bak við slíka texta en t.d. hástemmd skáldverk, þar sem list- rænar kröfur eru aðalatriðið. Fjölmargir danslagahöfundar hafa þó samið lög með góðum árangri við texta eftir kunnustu skáld þjóðarinnar, t.d. þá Davíð, Tómas og Stein Steinarr, svo ein- hverjir séu nefndir. Þeir sem vilja fræðast meira um íslenska (og jafnvel erlenda) dæg- urlagatexta ættu að fletta upp í tímaritinu Heima er bezt, sem gefið er út á Akureyri. Þar var í mörg ár birtur sérstakur þáttur sem eingöngu fjallaði um dægur- lagatexta. I Útvarpstíðindum birtust all- margir söngtextar fyrr á árum, en sennilega hafa margir þeirra gleymst algjörlega og lögin við þá tapast úr almenningseigu. Og þar sem ég sat á opinberu bókasafni fyrir skömmu og blaðaði í gömlu Útvarpstíðindunum, kom yfir mig sú freisting að raula lögin um leið og ég fletti blöðunum. Um leið flaug mér í hug að einhverjum þætti fengur að eiga eftirfarandi texta í fórum sínum. Revían Fornar dyggðir var sýnd við vinsældir í Reykjavík 1939. í Útvarpstíðindum sama ár birtist eftirfarandi texti á bls. 355. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar mun oft hafa leikið þetta lag á þessum árum og sennilega gert það vinsælt. Út við himin- bláu sundin Út vid himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin. hin björtu kvöld við áttum margan sæluríkan Tundinn. ()g Ijuft var þá að halla, halla, halla höfði sínu að hjarta þínu eða mínu. I»að var alltaf meira, meira, meira, meira gaman. að mega njóta æskunnar og fá að vera saman. En ég mun aldrei gleyma hve unaðsleg var stundin, út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin. Æ, æ og ó! Sælt er að sjást og kyssa, en sárt að þjást og missa, æ, æ og ó! ii. Út við himinhláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin. þar bíð ég alla daga þess að komir þú á fundinn. Og alltaf er ég þá að reyna, reyna að vona. I»að er nú svona að vera kona. I»ótt aldrei framar, framar, framar fái ég að sjá hann, ég finn, að það er engin, engin nema ég sem á hann. Og aldrei mun ég gleyma því hve unaðsleg var stundin, út við himinhláu, bláu, bláu, hláu, bláu sundin. Æ, æ og ó! Sælt er að sjást og kyssa, en sárt að þjást og missa. Næsti texti birtist í Útvarpstíð. 1939, bls. 395. Hann var einnig sunginn af hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, „danslag kvöldsins 2. páskadags", eins og segir í Út- varpstíðindunum. Um höfundinn veit ég ekkert, en undir textanum stendur: r. Litla Reykjavíkurmær Glöð og hýr gengur hún svo létt á fæti um Austurstræti, sem blærinn hlýr er það bros þitt, litla Reykjavíkurmær. Sí, sí, sí, hlusta þú á söngva mína, sí, sí, sí, litla Reykjavíkurmær. II. Vorsól hlý vefur gulli lokkana, sem blakta’ í blænum. Augum í leiftrar æskan, litla Reykjavíkurmær. Sí, sí, sí, hlusta þú á ástaróðinn, sí, sí, sí, litla Reykjavíkurmær! iii. Allt var himneskt og hljótt þessa nótt, er þú hneigst mér að armi, og þú birtir mér fegurstan fognuð hjá fannhvítum barmi. IV. Enn í dag dreymir mig um það að hitta þig að nýju. Enn í dag elska ég þig, ó litla Reykjavíkurmær! Sí, sí, sí, hlusta þú á ástaróðinn, sí, sí, sí, litla Reykjavíkurmær! Seinasti textinn er sennilega minna þekktur en hinir tveir. Hann birtist í Útvarpstíðindum 1939, bls. 380, og var einkennislag danshljómsveitar Bjarna Böðvars- sonar, sem lék þá oft í útvarpið. Höfundur textans er Ág. Böðvars- son. Við bjóðum góða nótt Við bjóðum góða nótt, á meðan húmið þig hjúpar hljótt, lát söngsins Ijúfa mál strengja stál, stilla sál. Lát söngsins enduróm yrkja í hjartanu fögur blóm, það skapar lífinu léttan dóm. Nú hljómar harpan mín, hún til þín kveðju ber, en brátt með fjöri á ný, fognum því hittumst við hér. En þegar húmið hljótt breiðir sinn faðm yfir frjálsa drótt, við bjóðum, öllum, öllum góða nótt.“ Stórlækkað verð Allt að 50% Seljum lítið gallaðar og ógallaðar vörur. T.d. frá ASKD Ulferfs KRISTJÁn SIGGEIRSSOH HF. LAUGAVEG113, REVKJAVÍK, SÍMI 25870 Hamar og sög er ekkinóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu, antikeik, mahogany, palesander og 10 tegundlr til viöbótar. V«rð fré aóeins kr. 75 pr m’. BJORNINN HF Skulatani 4 - Simi 25150 - Reykjavík 03P S\GeA V/öGA £ ‘íiLVE&Ak/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.