Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 1
Þriðjudagur 17. apríl Strandir — rækjuveiðar og -vinnsla — innfjarðarkvótinn búinn Hólmavík og Drangsnes: Um 100 manns í rækjuvinnslu auk áhafna skipanna Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti og nánast eini atvinnurekandinn á Hólmavík. Þaö rekur auk verzlunar og þjónustu frystihús og sláturhús og er með viðskipti við marga báta og togarann Hólmadrang og á einnig hlut í frystihúsinu á Drangsnesi. í kaupfélaginu ræður ríkjum Jón Alfreösson, kaupfélagsstjóri, og ræddu Morgunblaðsmenn við hann fyrir skömmu. Jón sagði, að nánast öll at- vinna, nema sú, sem tengd væri þjónustu, bæði á Hólmavík og Drangsnesi byggðist á rækju- veiðunum. Á báðum stöðunum ynnu um 100 manns beint við veiðar og vinnslu. Hins vegar væri það fyrirsjáanlegt að kvótinn á innfjarðarrækjunni yrði uppurinn um miðjan mán- uðinn og yrði þá hætt við að uppihald kæmi í útgerð og vinnslu. Hins vegar myndu djúprækjuveiðar Hóimadrangs brúa bilið eitthvað, þar sem hluti afla hans væri unninn í landi. Þá gætu stærri bátarnir einnig farið að tygja sig á djúprækjuna um miðjan mán- uðinn. Nú ynnu um 40 manns við rækjuna á Hólmavík og 30 á Drangsnesi en 7 bátar auk Hólmadrangs legðu upp á Hólmavík og 5 á Drangsnesi.. Veiðum á innfjarðarrækju væri skipt nokkurn veginn jafnt milli austur- og vesturhluta Húnaflóans, austurhlutinn fengi nú 1.188 letstir og vestur- hlutinn 1.175. Hólmavík og Drangsnes teldust til vestur hlutans en Skagaströnd, SJÁ NÆSTU SÍÐU. Texti HG. Ljósmyndir Friðþjófur. Jón Alfreósson, framkvKmdastjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.