Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. APRÍL 1984 Hófstilltari leikur hefði verið við hæfi. Það reynir mikið á Guðrúnu S. Gísladóttur í hlutverki Elínar. Hún verður að hlusta, þegja. Því meira skynjum við hjá Elínu. Guðrún komst vel frá þessu öllu. Henni tókst til dæmis að lýsa hinni kynferðislegu spennu sem er á milli hennar og Eðvarðs. Og þegar þeirri spennu er lokið er ekkert eftir, aðeins tómleiki. Valgerður Dan höndlaði Jane, þennan einstakling sem orðinn er sjúkur vegna þess að honum hefur verið misboðið, þráir að- eins eðlilegt líf, hin einföldu gildi. Jane finnur sjálfa sig í ósigrinum. Það sýndi Valgerður Dan. Lars Norén, hið snjalla skáld, hefur kosið að ná til fólks með þeim vopnum sem leikhúsið fær mönnum í hendur. Stærstur er hann í ljóðum sínum. Mér virðist Stefán Baldursson hafa náð góð- um árangri í þýðingunni, hann orðar á íslensku þetta sambland raunsæis og ljóðrænnar fegurð- ar sem einkennir Lars Norén. Það er ekki lítill árangur. Bros úr djúpinu er líkt og ferð án fyrirheits. Skáldið er sent í kaupstaðinn og man síðan ekki hvað það átti að kaupa. Eftir stendur: óvissa. En það er undir okkur sjálfum komið hver merkingin verður. Hvað segir skáldið sjálft um þetta: „Ég reyni að lýsa fólki sem misnotar tilfinningar sínar — það getur verið afskaplega mik- ilvægt að nota tilfinningar eins og ofurnæmi, athyglisgáfu og það að líta hlutina hlutlausum augum, þegar listin á í hlut, en i samskiptum manna á milli geta sömu tilfinningar verið lífs- hættulegar. Snæfellsnes: Bændur svart- sýnir á útlit í landbúnaði Borg, Miklaholt.shreppi, II. apríl. UNDANFARNA daga hefur verið gott veður, þíðviðri en ekki mikil úrkoma. Hitinn suma daga komist í 6—8 stig. Svellgaddur, sem legið hefur hér um langan tíma á öllu flatlendi, hefur nú að mestu leyti horfið en þó eru enn á túnum, sem liggja nálægt fjallinu, stórir skaflar og sums staðar svellflákar og skurð- ir allir fullir af klaka og snjó. Von- andi er að túnin komi óskemmd undan svellgaddi á þessu vori. Nýlega var haldinn hér aðal- fundur Búnaðarfélags Mikla- holtshrepps. Bændum finnst útlit í landbúnaði dökkt. Kannski það dekksta, sem verið hefur um langt árabil. Sífelldar hækkanir á öllum rekstrarvörum en sölutregða á framleiðsluvörum bændanna. Ráðunautar okkar Snæfellinga, þeir Leifur H. Jóhannesson, sem hefur verið ráðunautur okkar í 25 ár, og Þorvaldur H. Þórðarson, sem er búinn að vera 3 ár, hafa nú sagt stöðum sínum lausum og flytja burtu héðan úr sýslunni. Þeim voru þökkuð farsæl og - árangursrík störf liðinna ára og óskað farsældar og heilla í nýjum störfum. í gær kólnaði og hvessti veru- lega með norðlægri átt. Frost komst í 5 stig en snjó festi ekki sökum veðurofsa. Kannski er þetta hrafna- og sumarmálahret, því krummi er sennilega búinn að verpa í Borgarborg eins og hann hefur gert um langt árabil. Á þeim stað hefur hann ekki verið hrekkj- aður, venjulega komið þar upp ungum sínum í friði. Sagt er að Guð launi fyrir hrafninn. - Páll „Söluhlutfall FIAT hérlendis það næsthæsta í heiminum“ „Salan á FIAT hérlendis hefur gengið mjög vel á undanfórnum mánuóum, vonum framar ef tekið er mið af fólksfjöldanum. Einnig skilst mér að efnahagsástandið sé aö batna, þannig að árið ætti að geta orðið gott í bflasölu á ísiandi," sagði Luigi Carrera, markaðsstjóri FIAT í Skandinavíu, í samtali við Morgun- blaöið á bflasýningunni. „Salan á FIAT hérlendis er nú komin í svipað horf og hún var á árum áður, hefur sem sagt aukist töluvert. Miðað við fólksfjölda er söluhlutfallið hérlendis það næsthæsta sem FIAT hefur náð í nokkru landi. Aðeins seljast fleiri bílar á Ítalíu, heimalándi bílsins. Þar er líka mesta hagnaðinn að fá, ekki með útflutningi, eins og margir gætu talið. En við höfum þó lagt áherslu á Evrópumarkað- inn og erum með nærri 15% af heildarsölunni. Við höfum ekki verið mikið í þvi að hanna framúrstefnubíla, einsog flestir aðrir bílaframleiðendur. Við eltumst ekki við tískufyrir- brigði, heldur reynum að halda okkur við það sem við teljum skynsamlegt. Við notum oft hluti úr eldri bílum, sem hafa reynst vel, t.d. Regata-bíllinn nýi hefur nokkra hluti úr Ritmo-bílnum gamla. Með þessu móti v'erða bíl- arnir líka ódýrari til almennings. Með þessum hugsunarhætti höf- um við líka staðið okkur vel í sí- 37 Morgunbladið/Gunnlau^ur Luigi Carrera undir stýri í nýjasta afkvæmi FIAT, fjórhjóladrifnum Panda. harðnandi samkeppni og gott sala á FIAT Uno,“ sagði Luigi dæmi um það er 400.000 eintaka Carrera. Sipur siálfvirkninnar Einkarádqfafi ritarans Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif- stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn með • sjálfvirku línuminni • sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd • sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum___________ • sjálfvirkri línufœrslu __________________________ • sjálfvirkri undirstrikun og síritun___________________ • sjálfvirkum miðjuleitara og • sjálfvjrkum dálkastilli Yfirburðimir em síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum. '7$r SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.