Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 6

Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 6
38 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 17. APRfL 1984 Myndin sem hlaut 1. verðlaun í Gerðubergi YMIS athafnasemi á sér stað í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg og þannig voru þar uppi tvær sýningar er mig bar að garði á dögunum. Á tveim hæðum sýnir Andrés Magnússon olíumálverk, akryl og vatnslitamyndir eða 58 verk samtals. Andrés hefur sótt námskeið hjá Finni Jónssyni, Jóhanni Briem og Jóhannesi Jóhannes- syni í Myndlistarskóla Reykja- víkur og mun hafa sýnt mynd- verk sín tvisvar áður. Af sýningunni að dæma er hér um dæmigerðan tómstundamál- ara að ræða er hvorki hefur orð- ið fyrir áhrifum frá lærimeistur- unum né óðlast persónuleg tök á viðfangsefnum sínum. Laglega hluti má þó sjá í verkum svo sem: „Fiskiróður" (31) og „Úr Laugarnesfjöru (32) sem er olíu- málverk og í akryl-myndum eins og „Hvalskurður" (49), „Hval- bátur" (52) og „Á veiðum" (53). Allt annar og fagmannlegri bragur er á sýningu verðlauna- teikninga í hugmyndasamkeppni Nýhúsa hf. um íbúðarhús í steinsteyptum einingum. Tel ég að hér sé um mjög merkilegt og lofsvert framtak að ræða því að vissulega hefur þessi gerð húsa hlutverki að gegna hér á landi. Því er mikilvægt að allir mögu- leikar séu kannaðir varðandi út- lit og endingu og það er skemmtilegt til þess að vita að möguleikarnir eru hér stórum meiri en flesta óraði fyrir. Leist mér bráðvel á úrlausnirnar og víst er að slíkar samkeppnir koma hreyfingu á hugmyndaflug húsagerðarmeistara, fæða af sér hverja úrlausnina á fætur ann- arri, sem svo aftur verða til að ryðja braut nýjum hugmyndum. Slík víxlverkun er undirstaða framfara og því hefur verð- launasamkeppni sem þessi ómælt gildi og er viðkomandi til mikils sóma. Samkeppni Nýhúsa hf. mark- ar þannig mikilvægt spor inn í framtíðina. LISTKYNNING í LANDSPÍTALANUM Bragi Ásgeirsson Listrýmrinn /ékk veður af listkynningu í göngum Landspít- alans og skundaði þangað trúr þeirri stefnuskrá sinni að vekja athygli á jafn mikilvægri at- hafnasemi. Slíkur gjörningur heyrir undir einn þátt listlækninga eða „art theraphy" eins og það nefnist, — listin á að vera miðlandi afl inn- an sjúkrahúsa og getur haft mikil áhrif á líðan sjúklinga sem starfsfólks. Yfirleitt eru veggir íslenzkra sjúkrahúsa ekki for- vitnilegir tií skoðunar og myndir þær er rata þar á veggi á stund- um líkastar nornagestum í guð- húsi. Sjúkrahús eiga síst af öllu að vera köld og óvistleg — það hefur mönnum skilist fyrir margt löngu. Þau eiga að vera hugvitsamleg og upplífgandi smíð og sjúklingar eiga að geta leitað til hinna ólíkustu list- greina til andiegrar hugfróunar hafi þeir þörf á því. Slíkt getur verið mikilvægur liður í iækn- ingu viðkomandi. Það er nefni- lega ekki nóg að þjóna einungis þörfum sjúklinga varðandi neyzlu munngáts og ropvatns. Það er Páll Guðmundsson frá Húsafelli sem kynnir 28 mynd- verk á göngum Landspítalans og hafa myndirnar hangið uppi frá því í febrúar sl. þannig að senn líður að því að þær verði teknar niður. Á sýningunni eru lands- lagsmyndir, mannamyndir, upp- stillingar o.fl. sem listamaður- inn hefur unnið í olíu- og vatns- litum. Skemmst frá að segja eru mannamyndirnar langsterkasti þáttur sýningarinnar og ber þar myndin af kempunni Hallsteini Sveinssyni hæst. Hér er um mjög öfluga skapgerðarmynd að ræða og er málunarmátinn um margt mjög með einkennum ger- andans — hrjúfur og umbúða- laus. Væri æskilegt að listamað- urinn legði meiri rækt við þessa hlið hæfileika sinna í framtíð- inni og jafnvel þótt bankastjórar og gróðapungar óski máski fæst- ir eftir slíkum myndum af sér upp á veggi híbýla sinna hvorki í bráð né lengd. • Vísa má til fleiri athyglis- verðra mannamynda svo sem myndarinnar af Jóni Jónssyni málara (5), „Allsherjargoðinn" (27) og „Jói“ (28). Af landslags- myndunum þótti mér lit- og formsterkastar myndirnar „Há- degisfell" (17) og „Strútur" (19). Þetta voru þær myndir er sátu fastast í huga listrýnandans er hann fjarlægðist Landspítalann ásamt virðingu fyrir framtak- inu. Menningar- saga Evrópu Siglaugur Brynleifsson Kindlers Kulturgeschiehte Kuropas I—XX. Deutscher Taschenbuck Verlag 1983. Kindler Verlag gaf út „Kindlers Kulturgeschichte des Abendland- es“ á áttunda áratugnum. Dtv-útgáfan gefur nú út safnið undir titlinum „Kindlers Kulturg- eschichte Europas" í tuttugu bind- um. Ritin eru sjálfstæðar heildir, höfundarnir þýskir, enskir, banda- rískir og franskir og rit þeirra flestöll nýleg, en hafa öll komið út áður sem sjálfstæð rit. Meðal höf- unda eru: Stuart Piggott, Fried- rich Heer, Roger Portal, S. Harri- son Thomson, Runciman, George Lichtheim, George Rudé, Joseph Vogt, Bowra og Michael Grant. Þetta eru allt kunnir sagnfræð- ingar. Sagan er rakin frá forsögu- öldum til 20. aldar. Með því að velja þau rit sem talin eru lykilrit fyrir hvert tímabil hefur útgef- endum tekist að fella saman heild- arsafnrit um evrópska menning- arsögu. Menningarsaga Evrópu er saga arfleifðar, sem hver kynslóð hefur aukið og auðgað, hvert menning- arsvæði Evrópu hefur um aldir ávaxtað arfleifð sína og þannig hefur skapast menningarlegur fjölbreytileiki í máli, litum, formi og tónum, sem er nú arfleifð alls heimsins. Þrátt fyrir hörmungar og hrylling sem gengið hefur yfir álfuna í aldanna rás, hefur sköp- unarmáttur evrópsks anda aldrei kalið og svo mun ekki verða meðan tengsl við fortíðina lifa og virðing- in fyrir fortíðinni lifir jafnt virð- ingunni fyrir nútíðinni og fram- tíðinni. Án skyldugra tengsla hrynur menningin og „öld barbar- anna“ hefst. Ef fjölbreytileiki og húmanismi eru aðaleinkenni og aðal evrópsks menningarsvæðis, andstætt kerf- uðum og stöðluðum asíatískum menningarsvæðum, þá votta þessi rit þá grósku. Lönd, þjóðir og tungur Evrópu eru sá jarðvegur, sem elur evrópskan fjölbreytil a og menningu markaða kristnum húmanisma. Tuttugasta öidin er öðrum þræði eitthvert soralegasta tíma- bil mannkynssögunnar, tvær styrjaldir sem gjörbyltu andlegri heimsmynd Evrópumanna, í stað vonar helltist svartnætti örvænt- ingarinnar yfir mennskt samféla' Hrikalegustu glæpaverk sem frga sér enga hliðstæðu voru framin á þessari öld. Boðberar ræktarleysis og nihilisma hlutu aldrei fyrr slík- an hljómgrunn. En þrátt fyrir allt þetta hefur reisn evrópskrar menningar og sköpunarmáttur haldið í fullu tré við arfleifðina. í 20. bindi verksins er sú saga tíunduð af George Lichtheim: Europa im 20. Ja- hrhundert. Sú bók kom í fyrstu út hjá Weidenfeld og Nicolson í London 1972. Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.