Morgunblaðið - 17.04.1984, Side 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
Ein60g mer synist ....______________________________________ C,ísli J. Ást|)órsson
Hver vill
koma í
dátaleik?
I»á var víst gaman
aó lifa ...
Landi okkar einn (sem
eflaust kemur ekki nema
gott eitt til) var að panta
íslenskan her í grein hér í
biaðinu í febrúar síðast-
liðnum. Hann gefur þá
skýringu á þessari
draumsýn sinni að ef ver-
öldin hlypi nú allt í einu í
bál og bálið breiddist
hingað út til íslands, þá
væri það ekki vansalaust
ef „bandamenn okkar í
NATO“ yrðu að standa ein-
ir í skítverkunum hér uppá
íslensku heiðunum, „á
meðan íslenskir karlmenn,
afkomendur víkinganna
... skríða í kjallara með
konum og börnum", einsog
greinarhöfundur orðar það
svo átakanlega.
Hann er búinn að
þrauthugsa málið. Hann
vill að við sýnum mann-
dóm, rekum af okkur
slyðruorðið, skrúfum frá
gamla góða víkingablóðinu
sem svall okkur í æðum í
þá gömlu góðu daga þegar
forfeður okkar þveittust
landshornanna á milli nag-
andi skjaldarrendur, til
þess eins að banka uppá
hver hjá öðrum og kljúfa
hver annan í herðar niður
án þess að bjóða einu sinni
góðan daginn. En þá var
víst gaman að lifa, ef ég
skil þetta rétt, það er að
segja ef menn lifðu það af.
Þessi landi okkar segir í
grein sinni: „íslendingar
gætu og ættu að mínum
dómi að afla sér nýtísku
vopnabúnaðar," og bætir
við og þónokkuð drýginda-
lega að manni finnst: „Við
þurfum ekki að borga
krónu fyrir hann sjálfir."
Og um framkvæmdina
hefur hann þetta að segja:
„Hvert hérað ætti að hafa
varnarmiðstöðvar skipu-
lagðar fyrirfram og æski-
legast að sem flestir kynnu
með að fara.“
Hér ætla ég samt að til-
lögumaður hljóti að hafa
mismælt sig í ákafa sínum.
Æskilegast að sem flestir
kunni með að fara varnar-
miðstöðvarnar eða hvað?
Er það ekki dálítið stór
pöntun ef annarhver mað-
ur í hinum nýbakaða ís-
lenska her á að vera hálf-
gildings generáll? Afturá-
móti er ég greinarhöfundi
hjartanlega sammála um
að brýnt sé að fyrrgreind-
ar varnarmiðstöðvar séu
„skipulagðar fyrirfram"
einsog hann orðar það. Þar
kemst ekki hnífurinn á
milli okkar, nema byssu-
stingur eigi betur við í
þessu tilviki. Að skipu-
leggja varnarmiðstöðvar
fyrirfram fremur en eftirá
hefði ég satt að segja hald-
ið að væri nánast eins mik-
ilvægt og að fýra til dæmis
niðrum sig fyrirfram
fremur en eftirá þegar
maður á erindi á klósettið.
Eða einsog við hernaðar-
fræðingarnir orðum það
gjarna þegar við erum að
rabba saman í bróðerni um
þessi mál á hernaðarráð-
stefnum: Það er of seint að
byrgja brunninn eftir að
fjandmannaliðið er byrjað
að freta oní hann.
Annars er ég hræddur
um að mér finnist allar
bollaleggingar um íslensk-
an her fremur svona fár-
ánlegar. Okkur vantar
hefðina þóað aldrei væri
annað. Það var engin til-
viljun hvernig Bretinn
burstaði Argentínumann-
inn í Falklandseyjastríð-
inu í hitteðfyrra og mátti
þó stíma langleiðina til
Suðurpólsins til þess að ná
í skottið á kauða. Sá fyrr-
nefndi hafði reynsluna, sá
síðarnefndi einkanlega
drambið og heitingarnar.
Breskur stríðsfréttaritari
sá enda strax hvar skórinn
kreppti. Argentínsku hers-
höfðingjarnir, skrifaði
hann, höfðu álpast útí al-
vörustríð, þegar það litla
sem þeir kunnu fyrir sér í
hetjudáðum var að kvelja
og deyða sína eigin lands-
menn og siga síðan soldát-
um sínum á mæður og aðra
ættingja fórnarlambanna,
til þess að ekkert færi á
milli mála um manndóm-
inn.
Raunar hentar Danskur-
inn okkur betur þegar talið
berst að breska ljóninu
þótt fótafúið sé orðið og
fyrrnefndri hefð sem
reyndist því svo afbragðs-
vel á Falklandseyjum.
Hinir dönsku frændur
okkar eru víst „afkomend-
ur víkinganna" rétteins og
okkur finnst líka stundum
svo gaman að láta það
heita um okkur, og þaraf-
leiðandi eru Danirnir
væntanlega alveg sneisa-
fullir af þessu gamla góða
víkingablóði sem sumir
menn eru sífellt að guma
af. En þóað þeir dönsku
hafi verið að basla við að
spila hermenn gegnum ár-
in, þá er vígamóðurinn
löngu gufaður uppúr þeim.
Hugur fylgir einfaldlega
ekki máli og höndin sem
mundar brandinn er alltof
treg, enda fór sem fór þeg-
ar grannar þeirra Þjóð-
verjarnir birtust óboðnir
heima hjá þeim hernáms-
vorið ’40.
Á hinn bóginn sýndi
danska þjóðin hvern mann
hún hafði að geyma og
skákaði um leið flestum ef
ekki öllum þjóðum Evrópu,
þegar henni tókst með
hugrekki sínu og harðfylgi
að forða nær hverjum ein-
asta gyðinga sinna yfir
sundið til Svíþjóðar. Dön-
um er semsagt lagnara að
bjarga mannslífum en tor-
tíma þeim; og það er von-
andi fordæmi sem jafnvel
hinir herskáustu á meðal
okkar treysta sér ekki til
þess að skopast að — ekki
upphátt að minnstakosti.
Einsog ég sagði áðan
hygg ég að líkt sé á komið
með okkur. Við hættum að
mestu fyrir einum sjö
hundruð árum að hausa
náungann og erum fyrir
bragðið fyrir langalöngu
búin að glata þeirri hefð
eða hernaðaranda sem er
forsenda rösklegra hand-
bragða í þeirri atvinnu-
grein sem hér er til um-
ræðu.
Raunar eru manneskj-
urnar sem „skriða í kjall-
ara“ nú á dögum ekki parið
öfundsverðar. Við þurfum
ekki lengra en að sjón-
varpstækinu okkar til þess
að sannprófa þetta (hvað
finnst mönnum um Beirút
til dæmis?), enda veit ég
ekki betur en að allar
hérnaðaráætlanir miðist
einmitt núna einkum við
það að murka lífið úr sem
flestum óbreyttum borgur-
um. Menn fleygja á milli
sín milljónum í þessu sam-
bandi eða jafnvel tugum
milljóna einsog þeir væru
að spjalla um afdrif loðnu-
seiða í slæmu árferði.
Halda menn kannski að
eldflaugunum með kjarna-
oddunum sé aðallega beint
að gyllingunni á axlaborð-
um hershöfðingjanna? Og
hafa menn kannski þungar
áhyggjur af því að við
þessir óbreyttu og gjör-
samlega gyllingarsnauðu
verðum útundan þegar og
ef sú úthlutun hefst á þess-
um vopnum sem margir
spá að yrði kannski sú
hinsta í sögu mannkyns-
ins?
En fyrir nú utan þann
barnaskap að finnast við
íslendingar alls ekki þurfa
að bera kinnroða fyrir það
að eiga ekki sérhannað
fallbyssufóður, þá óttast
ég þaraðauki (þvíað alltaf
er grunnt á spéhræðsluna
hjá okkur mannfólkinu) að
við yrðum að dúndrandi
athlægi um víða veröld,
svo fá og smá sem við er-
um, ef við þættumst nú
líka ætla að fara að vera
með tilburði í hernaðar-
listinni ofaná allt annað.
Við yrðum óperettudátar
af því tagi sem túristar
keppast við að Ijósmynda;
að vísu ekki eins skrautleg-
ir dátar og lífverðirnir í
Páfagarði með atgeirana
sína, en saga til næsta
bæjar allt um það þarsem
við skröngluðumst hér um
holtin á tveimur þremur
afdönkuðum skriðdrekum
og þættumst vera að bjóða
heiminum birginn. Alvöru-
hermenn tækju ekki meira
mark á okkur en kuskinu á
stígvélunum sínum. Það
væri þá helst að þeir köfn-
uðu úr hlátri.
Landi okkar (sem einsog
fyrr er sagt kemur auðvit-
að ekki nema gott eitt til)
boðar í herkvaðningu sinni
að sprellið yrði okkur út-
gjaidalaust, eða svoað ég
vitni aftur í hans eigin orð
um vopnabúnaðinn: „Við
þurfum ekki að borga
krónu fyrir hann sjálfir."
Þetta með kostnaðar-
hliðina er vitanlega bölvuð
vitleysa ef dæmið er hugs-
að til enda: naumast send-
um við velgjörðarmönnum
okkar reikninginn fyrir út-
gerðinni á kraminu þeirra,
og svo kostar það líka sitt
að starfrækja hermála-
ráðuneyti, þvíað varla get-
um við látið það spyrjast
um okkur svona nýkomin
til manns að hinum vaska
íslandsher sé stjórnað úr
landbúnaðarráðuneytinu.
En látum þetta með
krónurnar og aurana
liggja á milli hluta. Landi
okkar mun líta svo á að
hann sé að færa okkur
gleðifréttir. Ég verð samt
að hryggja hann með því
að býsna margir hér um'
slóðir sjá þetta í öðru ljósi.
Þeir munu bara hugsa sem
svo:
Þokkaleg framtíð það:
með byssuhólk í annarri
hendi og betliskál f hinni.
Ludvig Storr, aðalræðismadur.
Menningar- og framfara-
sjódur Ludvigs Storr:
Umsóknar-
frestur um
styrki renn-
ur út 10. maí
UMSÓKNARFRESTUR um styrki
til framhaldsnáms og rannsókna úr
Menningar- og framfarasjóði Lud-
vigs Storr fyrir árið 1984 rennur út
10. maí. Styrkir verða veittir í sam-
ræmi við skipulagsskrá sjóðsins.
Þar segir: „Tilgangur sjóðsins
er að stuðla að framförum á sviði
jarðefnafræða, byggingariðnaðar
og skipasmíða með því að styrkja
vísindamenn á sviði jarðefna-
fræða, verkfræðinga, arkitekta,
tæknifræðinga og iðnaðarmenn
til framhaldsnáms, svo og að
veita styrki til rannsókna á hag-
nýtum úrlausnarefnum í þessum
greinum.
Stjórn sjóðsins er ennfremur
heimilt að veita lán í sama til-
gangi.
Við mat á því, hvort umsækj-
andi skuli hljóta styrk, skal lagt
til grundvallar, hvort framhalds-
nám umsækjanda eða rannsóknir
geti stuðlað að raunhæfum fram-
förum í þeirri grein, sem um ræð-
ir.“
Sjóðurinn var formlega stofn-
aður árið 1979 og er í vörslu Há-
skóla íslands.
Ludvig Storr fæddist í Kaup-
mannahöfn 21. október 1897. Að
loknu verslunarprófi sneri hann
sér að gleriðnaði, sem forfeður
hans höfðu lagt stund á um alda-
raðir. Árið 1922 fluttist hann til
Reykjavíkur og stofnaði þar
byggingarvöruverslun með gler-
sölu og glerslípun sem sérgrein.
Hann var mikill félagsmála-
maður og lét einkum til sín taka í
ýmsum félagsskap Dana hérlend-
is og var aðalræðismaður Dana
frá 1956 til dauðadags, 19. júlí
1978.
Umsóknareyðublöð eru á
skrifstofu Háskóla íslands og
skal senda umsóknir þangað fyrir
10. maí næstkomandi.
Fljótsdalsreið Eið-
faxa frá Egilsstöðum
(ieiUgerði, 9. apríl.
MIKIL veðurblíAa hefur verið hér að
undanfnrnu, 8—10 stiga hiti og yfir-
leitt þurrt veður en kulað hefur á nótt-
inni vegna heiðríkjunnar. í heild hef-
ur veturinn verið afar mildur, aldrei
komið stórviðri eða frostharka.
Hestamannafélagið Freyfaxi stóð
fyrir myndarlegri hópferð hingað
upp í Fljótsdal um síðustu helgi.
Ferðin hófst á Egilsstöðum og var
farið sem leið liggur inn Velli og
Skóga (þ.e. um Hallormsstað).
Munu um 60 manns hafa tekið þátt
í henni er flest var, sumir með tvo
og þrjá hesta til reiðar. Ekki höfðu
allir tök á að fara á leiðarenda, var
áætlaö að 45 manns, karlar og kon-
ur, með um 90 hesta, hefðu gist
Fljótsdalinn.
G.V.Þ.