Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 18
► oor r'tcta i. rr 01 ?n a rrrfTiTTart ara * icttxttr\rr/~»*»
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
Athugasemdir
um friðarviku
á páskum 1984
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi athugasemd frá Samstarfs-
hópi friðarhreyfinga (eins og hann
samanstóð til 4. aprfl):
„í tilefni af yfirlýsingu Varð-
bergs frá 30. mars 1984 um frið-
armót í Norræna húsinu á páskum
1984, vill Samstarfshópur frið-
arhreyfinga koma á framfæri eft-
irfarandi athugasemdum:
Við hörmum þann misskilning
sem fram kemur í yfirlýsingu
Varðbergs. Þar segir: „Ákvörðun
hins óskilgreinda „friðarhóps" ..
var sú að Varðberg og stefna þess
skuli sett utangarðs. Friðarhópur
kirkjunnar, fulltrúar 93% þjóðar-
innar, varð undir og lét þar við
sitja. Þó var samþykkt að Varð-
berg gæti fengið svonefnda „auka-
aðild“ að friðarmóti en í þeirri að-
ild er ekkert fólgið. Félagið mátti
ekki hafa nokkur áhrif á verkefni
friðarmótsins, ekki hafa áhrif á
hvaða fræðilegu fyrirlestrar yrðu
fluttir, né nokkuð annað í undir-
búningi. Aukaaðild er fólgin í því
að gleypa þá mola sem hrökkva af
borðum hinna formlegu friðar-
sinna."
Þarna gætir ferns konar mis-
skilnings:
f fyrsta lagi var ekki gerð nein
samþykkt um Varðberg sérstak-
lega, heldur var það einungis
áréttað að þær 11 hreyfingar sem
starfað hafa að undirbúningi
friðarmótsins undangengna mán-
uði mundu standa að því hver und-
ir sínu nafni. (Þess má geta að
nær sömu aðilar stóðu að friðar-
blysför á Þorláksmessu 1983.)
í öðru lagi var samþykkt sam-
hljóða, að öðrum hópum eða félög-
um, sem sýnt höfðu áhuga á þessu
samstarfi, eða áhugi var á að fá
inn í það, skyldi gert það kleift ef
þau teldu sig geta skrifað undir
ávarp friðarmótsins. Þarna var
ekki verið að hugsa um einn aðila
heldur fjölda félaga og hópa s.s.
Samhygð, MFÍK, ýmis trúfélög,
pólitísk félög, Varðberg, MÍR, ís-
lensku friðarnefndina, Heimsfrið-
arráðið o.s.frv. o.s.frv.
í þriðja lagi var lögð á það
áhersla, að hugsanlegir stuðnings-
aðilar gætu orðið virkir þátttak-
endur í mótinu, bæði í kynningu
sinna málefna og mótun dagskrár-
innar (t.d. hvað varðar „fræðilega
fyrirlestra" og „verkefni"), þó inn-
an þess ramma að þriggja mánaða
undirbúningsvinna raskaðist ekki
úr hófi.
í fjórða lagi er það á misskiln-
ingi byggt, að einhverjir hafi orðið
undir og aðrir ofan á í mótun þess-
arar tillögu. Hún var samþykkt
samhljóða, enda ríkir sá andi inn-
an Samstarfshóps friðarhreyfinga
að mynda einingu um það sem
sameinar en víkja því brott sem
sundrar."
Frá setningarathöfninni í Gerðubergi. Fremst til hægri á myndinni er
menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, en við borðsendann er María
Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambandsins.
„Konur í nýju landnámi“ á vorvöku 1984:
1753
Halli á viöskiptum
þjóðarbúsins
við útlönd í millj. kr
Alls 1979-1983:
14.276 millj. kr.
(Fast verðlag 1984)
áætl.
Áætlaður viðskiptahalli 1984:
670 m.kr. - 1% af þjóðarframleiðslu
Halli á viðskiptum þjóðarbúsins við útlönd jókst óðfluga 1979—1983, eins og súluritið hér að ofan sýnir, eða um
14.276 m.kr. mælt á fostu verðlagi 1984. Viðskiptahallinn á þessum tímabili var meginorsök erlendrar skulda-
söfnunar á sama árabili, sem nú tekur fjórðung útflutningstekna þjóðarinnar í greiðslubyrði, og skerðir lífskjör
þjóðarinnar samsvarandi.
Strax á árinu 1983 leiddi breytt stjórnarstefna til minni viðskiptahalla, eins og súluritið sýnir, og þrátt fyrir
samdrátt í þjóðarframleiðslu í ár, einkum sjávarútvegi, standa vonir til enn minnkandi viðskiptahalla 1984.
Aætlanir standa til þess að viðskiptahalli verði nálægt 670 m.kr. 1984 sem nemur um 1% af þjóðarframleiðslu.
Húsnæðislánum seinkar
um tvær til fjórar vikur
NÚ ER fyrirsjáanlegt að útborgun
húsnæðislána seinkar um tvær til
fjórar vikur. Stafar seinkunin af
fjárhagsörðugleikum Byggingarsjóðs
ríkisins. Á fundi stjórnar llúsnæð-
isstofnunar á miðvikudag voru sam-
þykktar útborganir fjögurra lána-
flokka í þessum mánuði að upphæð
60,4 milljónir króna samtals.
Sigurður sagði, að orsakir þessa
væru margar. Stofnunin væri í
mikilli yfirdráttarskuld við Seðla-
bankann, sem enn hefði ekki verið
ráðið til lykta og ylli því, að litla
aðstoð þaðan væri að fá um þessar
mundir. Þá væri skyldusparnaður-
inn sannarlega ekki sá tekjustofn,
sem áður hefði verið, þvert á móti.
í þriðja lagi skiluðu vissir aðrir
tekjustofnar sér ekki í þeim mæli,
sem og á þeim tímum, sem þyrfti
að vera. Mætti þar nefna skulda-
bréfakaup Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, en þau skiptu miklu
máli.
Um þrjú hundruð kon-
ur tóku þátt i vökunni
UM ÞRJÚ hundruð konur úr flest-
um byggðarlögum landsins sóttu
Vorvöku 1984, sem Kvenfélagasam-
band íslands stóð fyrir helgina
7.—8. aprfl sl. Vorvakan er nýmæli í
starfsemi KÍ og var viðfangsefni
hennar að þessu sinni „konur í nýju
landnámi“. Á milli sextíu og sjötíu
konur fjölluðu með einhverjum
hætti um það efni.
Á laugardeginum var erinda-
flutningur. Tuttugu konur sem
haslað hafa sér völl á ýmsum
starfssviðum lýstu „landnámi"
sínu í stjórnsýslu, vísindum og
menntum, atvinnuvegunum og í
listum. Þátttakendur fóru síðdegis
báða dagana í tveimur hópum,
annar á leiksýningu hjá vorkonum
Alþýðuleikhússins en hinn að,
Bessastöðum í boði forseta ís-
lands.
Þá var farið í heimsókn á
Kjarvalsstaði þar sem Hulda Val-
týsdóttir, varaformaður stjórnar
Kjarvalsstaða, tók á móti gestum
og lýsti starfsemi hússins. Þá
ræddu konur úr æskulýðs- og
safnaðarstarfi við gestina og skoð-
aðar voru sýningar sem nú eru á
Kjarvalsstöðum og rætt var við
listamenn. Ungar stúlkur fluttu
frumsaminn ballett tengdan
skúlptúrsýningu í húsinu.
Auk ofangreindra dagskrárliða
var um tveggja tíma listadagskrá
kvenna í Gerðubergi þar sem
vorvakan var haldin. Við setningu
vorvökunnar á laugardeginum var
fjöldi gesta, meðal annars flestar
þær konur er eiga sæti á Alþingi
og í borgarstjórn. María Péturs-
dóttir, formaður KÍ, flutti setn-
ingarávarp. Skipulag og fram-
kvæmd vorvökunnar annaðist sér-
stök nefnd undir stjórn Bjargar
Einarsdóttur.
Sigurður E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að það hlyti að
ráðast af fjárhagsstöðu Bygg-
ingarsjóðs ríkisins, hvort þær
yrðu framkvæmanlegar á þeim
dagsetningum, sem ákveðnar
hefðu verið. Eftir 15. apríl væri
fyrirhugað að greiða út lán til
þeirra, sem væru að byggja í
fyrsta sinn og hefðu gert fokhelt á
tilskildum tíma. Næmi sú útborg-
un um 9 milljónum króna. Við
sama tíma væri miðuð útborgun
þriðja hluta lána þeirra, sem
fengu frumlán 20. marz 1983, sam-
tals 12,4 milljónir. Eftir 15. apríl
væri fyrirhugað að greiða út
þriðja hluta byggingarlána þeirra,
sem fengu frumlán 5. apríl 1983,
samtals 28,5 milljónir, og á sama
tíma væri fyrirhugað að greiða út
annan hluta lána þeirra, sem
fengu frumlán 5. október 1983,
samtals 20,5 milljónir króna.
Þá ætti eftir að ákveða útborg-
un G-lána til þeirra, sem sótt
hefðu um þau í júlí, ágúst og sept-
ember í fyrra, en af henni yrði
ekki fyrr en síðari hluta maímán-
aðar.
Kartöflurnar
skepnufóður
„Já, enda er þetta skepnufóð-
ur,“ sagói Ólafur Björnsson, kaup-
maður í Holtakjöri, aðspurður um
hvort kvartað hefði verið yfir
finnsku kartöflunum, en eins og
Mbl. sagði frá í miðvikudagsblaði
hefur bakteríusjúkdómurinn
hringrot fundist í kartöflum sem
Grænmetisverslun landbúnaðarins
hefur flutt inn frá Finnlandi frá
áramótum.
„Ég hef fengið geysimiklar
kvartanir yfir þessu, og trúi ekki
að þeir séu búnir að sortera frá
það sem sýkt er. Því þessar kart-
öflur eru svo óskaplega skemmd-
ar, eitt af því allra versta sem
maður hefur séð. Ég er mest
hissa á að þetta skuli vera flutt
inn og sett hér á markað," sagði
ólafur.
„Við fengum lítið af kvörtun-
um meðan við buðum hollenskar
kartöflur en þegar þær voru ekki
lengur fáanlegar og við fórum að
bjóða þessar finnsku brá strax
til verri vegar," sagði Gísli Blön-
dahl í Hagkaup. „Okkur fannst
samt furðu sæta hversu lítið var
kvartað eftir að við komumst að
því hversu léleg varan var. En
það sýnir að fólk er farið að taka
lélegum kartöflum eins og
hverju öðru hundsbiti og kvartar
ekki einu sinni."
Sömu sögu hafði Gunnar
Snorrason í Hólagarði að segja:
„Fólk hefur kvartað óvenju mik-
ið og segist hafa þurft að fleygja
hálfu og heilu pokunum. Svo
eitthvað óstand er á þessu. Ég
held að nauðsynlegt sé að koma
á samkeppni um þennan inn-
flutning."