Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 47
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984
V
• Besta færi leiksins á Meadow Lane (Nottingham á laugardag. John Wark í þann mund aö skjóta eftir aó hafa komist einn inn fyrir vörn Notts County. Mick Leonard, markvörður County,
kom út í teiginn á móti Wark og varöi mjög vel skot hans.
Burkinshaw
ekki ánægð-
ur með
lokaleikinn
SÍÐASTI deildarleikur Keith Burk-
inshaw sem framkvæmdastjóra
Tottenham var ekki mjög ánægju-
legur. Gífurleg harka var í leik liös-
ins gegn Manchester United í
London á laugardag, en leikurinn
endaði með jafntefli, 1:1.
Dómarinn sá að vísu ekki ástæöu til
að bóka neinn leikmann — og þótti
mönnum það furöu sæta. Burkin-
shaw var ekki ánægöur eftir leikinn:
„Ég varð fyrir vonbrigðum. Ég vildi
ekki aö tíma mínum hér lyki á þenn-
an hátt — það heföi verið gaman að
enda meö skemmtilegum leik þar
sem áhersla heföi verið lögö á
skemmtilega knattspyrnu," sagði
Burkinshaw eftir leikinn. „Þessi tvö
lið leika ekki venjulega eins og í dag.
Viöureignir þeirra í gegnum árin
hafa oft á tíðum verið stórskemmti-
legar og ef ég ætti aö nefna liö sem
er mér minnisstæöara en önnur í
tíma mínum hjá Spurs er þaö Unit-
ed.“
Norman Whiteside skoraöi mark
Manchester United eftir aö hafa
komiö inn á sem varamaöur fyrir
Frank Stapleton og Steve Archibald
jafnaöi fyrir Spurs: hans 28. mark í
vetur.
„Lögðum mest upp úr
því að vinna deildina"
— sagði Graeme Souness, fyrirliði Liverpool, við blaðamann Morgunblaðsins eftir leikinn á laugardag
Nottingham, 12. mai. Frá Skapta Hallgrimaayni, blaðamanni Morgunblaáaina.
„VIÐ LÖGDUM ALLIR mest upp úr því aö vinna deildina; leikmenn, framkvæmdastjóri og aðrir forráðamenn
liösins — aö vinna hana þriöja árið í röó, vegna þesa að þaö sýnir betur en nokkuð annaö styrkleika okkur. Lið
geta unniö bikarkeppnina með heppni en heppin liö vinna ekki 1. deildina: til að vinna hana gildir aö leika vel í
heilan vetur — í 42 leikjum," sagði Graeme Souness, fyrirliði Liverpool, er ég spjallaði viö hann í búningsher-
bergi meistara Liverpool eftir að liðiö hafói gert markalaust jafntefli við Notts County á Meadow Lane hór í
Nottingham í dag. Jafnteflið nægói Liverpool til sigurs í 1. deildinni: meistarabikarinn verður því á Anfield Road
þriðja árið í röö, og liöið hefur náð sama árangri og Huddersfield og Arsenal náöu á árum áóur. Að vinna deildina
þrjú ár í röð. Arsenal náöi því síðast, 1935. Liverpool hefur nú orðið enskur meistari fimmtán sinnum — mun
oftar en nokkurt annaö liö.
Notts County og Llverpool léku
ekki sérlega vel — aö vísu brá fyrir
nokkrum góöum sprettum í leik liö-
anna en ekki var mikiö um mark-
tækifæri. Leikmenn County böröust
af miklum krafti — eins og Joe Fag-
an, framkvæmdastjóri Liverpool,
haföi spáö í samtali viö mig fyrir leik-
inn — ætluöu greinilega aö sýna
meisturunum aö þeir gætu bitiö frá
sér þrátt fyrir aö vera fallnir í 2.
deild.
John Wark fékk besta marktæki-
færi leiksins á 27. mín. er hann
komst einn inn fyrir vörn County.
Hann óð með boltann Inn í vítateig-
inn en Leonard í markinu kom út á
móti og varöi skot Wark mjög vel. I
næstu sókn fékk County gott færi
hinum megin: þrumuskot Trevor
Christie smaug framhjá fjærstöng
Liverpool-marksins. lan Rush átti
tvö góö skot aö marki i fyrri hálf-
leiknum eftir þetta en bæöi fóru
nokkuö framhjá markinu.
Leikmenn Liverpool komu mun
ákveönari út til síöari hálfleiksins en
þess fyrri on engu aö síður tókst
þeim ekki aö ógna markveröi
County verulega. Tvær sendingar
fyrir markiö voru aö vísu hættulegar
en varnarmönnum tókst aö hreinsa
frá á síöustu stundu í bæöi skiptin.
Hurö skall eitt sinn nærri hælum viö
mark Liverpool eftir aö County haföi
fengiö horn. Varnarmenn meistar-
anna voru vægast sagt eitthvaö
annars hugar en tókst þó aö foröa
marki.
Richard Harkouk átti þrumuskot á
Liverpool-markiö utan teigs en
Grobbelaar varöi þaö örugglega, og
hinum megin voru þaö Whelan og
Rush sem sem ollu vörn County
hvaö mestum vandræöum. Aðeins
tveimur mín. fyrir leikslok geröist
mjög umdeilt atvik á vítateig County:
Graeme Souness og Pedro Richards
böröust um boltann og ég gat ekki
séö annaö en Richards heföi haldiö
Souness. Liverpool-fyrirliöinn varö
líka fokvondur er ekkert var dæmt
— þarna heföi vítaspyrna veriö
sanngjarn dómur. Stuttu síðar var
flautaö tíl leiksloka: meistaratitillinn í
höfn, Manchester United hafði gert
jafntefli í London við Tottenham og
QPR tapaö gegn Everton.
Graeme Souness var besti maður
Liverpool og vallarins í lelknum.
Frábær lelkmaður og góöur stjórn-
andi. Markakóngurinn Rush haföi
sig heldur lítiö í frammi og aörir
leikmenn liösins léku einnig nokkuö
undir getu. Þeir geröu þó lagiega
hluti inn á milli. Þó liö County sé
falliö í 2. deild eru í liöinu góöir
leikmenn: framherjarnir John Chi-
edozie og Trevor Christie og varnar-
maöurinn Pedro Richards svo ein-
hverjir séu nefndir. En inn á milll eru
veikir hlekkir og þeir hafa eflaust
valdiö því aö liöinu hefur ekki gengiö
betur í vetur en raun ber vitni.
Stjórnarformaður Liverpool:
Heitasta ósk
Itans rættist
„Geymi þennan verð-
iaunapening sjálfur“
— sagði Joe Fagan efftir sigur Liverpool í deildinni
Nottingham, 12. mai. Fré Skapta Hallgrímaaynt, blaðamanni Morgunblaðaina.
„ÉG HELD ÉG geymi þennan verðlaunapening sjálfur — ég á sex börn
og þau hafa hvert fengið einn verölaunapening sem ég hef fengiö fyrir
sigur í 1. deildinni hingað til. Konan vill örugglega aö ég hafi þennan
heima hjá okkur,“ sagöi Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liverpool, í
samtali viö Morgunblaöið eftir að liö hans hafði tryggt sér Englands-
meistaratitilinn á fyrsta keppnistímabili Fagan sem stjóra hér í dag.
„ÉG HEF ALLTAF, sem stjórnarfor-
maöur Liverpool, átt þá ósk heit-
asta að liðið næöi sama árangri og
Arsenal og Huddersfield á árum
áður: að vinna 1. deildína þrjú ár í
röð. Nú hefur það tekist þannig að
þetta er sérstaklega ánægjuleg
stund fyrir mig,“ sagöi John P.
Smith, stjórnarformaður Liverpool,
í búningsklefa Liverpool eftir leik-
inn við Notts County á laugardag.
„Ég held aö afrek leikmanna Liv-
erpool nú sé enn meira en leik-
manna Arsenal og Huddersfield. í þá
daga léku liöin mun færri leiki —
ekki var um aö ræöa Evrópukeppni,
ekki deildar- eöa mjólkurbikar-
keppni þannig að þaö hefur veriö
mun erfiðjra aö ná þessum þremur
deildarsigrum í röö nú en þá,“ sagöi
Smith.
Þess má geta aö Huddersfield
vann 1. deildina ensku 1924, 1925
og 1926 og Arsenal sigraöi árin
1932, 1933 og 1934.
— SH.
Morgunblaöið/Skapti
• lan Rush hefur leikið mjög vel í
vetur fyrir Liverpool. Hér sést hann
í leiknum á laugardag.
Fagan sagöi aö hann heföi óttast
QPR og Southampton mest í barátt-
unni um titilinn. „Ég fann á mér að
Manchester United myndi ekki vinna
deildina í ár. Ég veit ekki hvers
vegna — ég fann þaö bara á mér.
Eg var viss um að ynnum viö hana
ekki geröu þeir þaö ekki heldur.
Leikurinn í dag var ekki sérlega
góöur — en þaö skiptir ekki mestu
máli nú. Vió unnum deildina á góóri
frammistööu í vetur. Ég er mjög
hamingjusamur félagsins vegna,
vegna leikmanna og aöstoöarmanna
minna: Roy Evans og Ronnie Mor-
an,“ sagöi Fagan.
Fagan er lítillátur maöur — og ber
þaö ekki utan á sér aö vera fram-
kvæmdastjóri sigursælasta knatt-
spyrnuliðs í heimi. Hann tók sér kúst
í hönd og sópaöi saman plastglösum
í búningsklefa liösins eftir leikinn í
dag — glösum sem hann og leik-
menn höföu drukkið kampavín úr til
aö fagna titlinum.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984
25
,yi" ............ 111,1 "lu ’
• Það er hart barist í leikjunum í „Bundesligunni", hér má sjá hvar einn leikmaöurinn þrumar í sitjandann
á mótherja, sjálfsagt óviljaverk. Ekki vitum viö hvort leikmaðurinn lyftist á loft eöa var aö hoppa é eftir
boltanum.
Stuttgart tapaði stigi
„ÞETTA virkaði á okkur sem reið-
arslag í fyrstu en svo sáum viö aö
þaö var ekkert við þessu aö gera
Staðan
STADAN ( „Bundesligunni" þegar
tvær umferðir eru eftir:
VFB Stuttgart 32 18 10 4 77:31 46
Hamborg SV 32 20 6 6 74:34 46
Bayern MUnchen32 19 6 7 80:38 44
Gladbach 32 19 6 7 76:47 44
Werder Bremen 32 18 7 7 76:43 43
Köln 32 14 6 12 62:53 34
Leverkusen 32 13 8 11 49:46 34
Bielefeld 32 11 9 12 38:45 31
Uerdingen 32 12 7 13 60:70 31
Braunschweig 32 12 6 14 51:66 30
DUsseldorf 32 11 7 14 61:67 29
Kaiserslautern 32 11 6 15 64:64 28
Dortmund 32 10 7 15 51:64 27
Mannheim 32 8 11 13 37:56 27
Bochum 32 9 8 15 51:67 26
Frankfurt 32 5 13 14 40:61 23
Offenbach 32 7 5 20 46:98 19
NUrnberg 32 6 2 24 36:79 14
og vonandi herðir þetta okkur
bara á lokasprettinum. En þaö
var hræöilega slysalegt að fá á
sig jöfnunarmarkið á síöustu sek-
úndum leiksins. Þaö var ekki einu
sinni byrjað á miöju eftir að búið
var að skora markiö,“ sagöi Ás-
geir Sigurvinsson eftir leikinn
gegn Frankfurt.
Stuttgartliöiö var mun sterkara i
leiknum í fyrri hálfleik og skoraöi
þá tvö mörk á fyrstu 20. mínútum
leiksins. Þaö fyrra skoraöi Peter
Reichert á 8. mínútu en Karl All-
göwer skoraöi síöara markiö á 21.
minútu. Stuttgert átti fjölmörg góö
tækifæri í fyrri hálfleiknum en fleiri
uröu mörkin ekki.
Aö sögn Ásgeirs datt botninn
nokkuö úr leik Stuttgart í síöari
hálfleiknum og þá voru leikmenn
Frankfurt sterkari. Þegar fimm
mínútur voru til leiksloka tókst
Frankfurt aö skora og svo aö jafna
metin á síöustu sekúndunni.
Helstu keppinautar Stuttgart um
meistaratitilinn í ár Bayern og
Hamborg, unnu stóra sigra. Ham-
borg burstaöi Núrnberg 6—1 á út-
ivelli og Bayern vann Kaisers-
lautern 5—1 heima. Þá geröi
Bremen sér lítiö fyrir og sigraöi
Offenbach á útivelli 7—1. Stórar
tölur.
Nýtt markamet var sett í „Bund-
esligunni" um siöustu helgi, alls
voru skoruð 53 mörk. Gamla metið
var sett 1967 en þá voru skoruð 47
mörk í einni umferö. Þess má geta
að Hessen leikmaöur meö Ham-
borg skoraöi 1000. deildarmarkiö
á keppnistímabilinu um helgina.
Úrslit leikja í 1. deildinni í V-Þýskalandi um síöustu heigi.
1. FC NUrnberg 2, Hamborg SV 6,
VFB Stuttgart 2, Eintracht Frankfurt 2,
Eintracht Braunschweig 4, Fortuna DUsseldorf 1,
SV Waldhof-Mannheim 0, Armenia Bielefeld 2,
VFL Bochum 2, Bayer Leverkusen 1,
Borussia Mönchengladbach 7, Bayer Uerdingen 1,
Bayern MUnchen 5,1. FC Kaiserslautern 2,
1. FC Köln 5, Borussia Dortmund 2,
Kickers Offenbach 3, Werder Bremen 7.
Sigurður bætti
maraþonmetið
„ÉG ER ÁNÆGDUR í aöra rönd-
ina, en óánægður í hina. Ánægð-
ur að hafa slegiö metiö um rúmar
tvær mínútur, en óánægöur að
hafa ekki gert betur til þess aö
koma til greina við val keppenda
á Ólympíuleikana. Á ekki sama
möguleika og aðrir til aö sigrast á
lágmarki, það þurfa aö líða
minnst 2—3 mánuöir milli mara-
þonhlaupa," sagði Sigurður Pétur
Sigmundsson langhlaupari úr FH,
sem náði ágætum árangri í mara-
þonhlaupinu, sem kennt er viö
Lundúnaborg, og fór þar fram á
sunnudag.
Siguröur Pétur hljóp á 2:21,12
klst., sem er bezti árangur íslend-
ings frá upphafi. Náöi hann 2'Æ
mínútu betri tíma en í New York-
hlaupinu í fyrrahaust, en þá hljóp
hann á 2:23,43 klst.
Hljóp Sigurður Pétur hratt af
staö í London, fékk 15:28 í milli-
tíma á 5 km og 31:48 á 10 km, en
hélt aftur af sér eftir þaö til þess aö
eiga ekki á hættu aö ofgera sér. Á
25 km var millitíminn 1:21,40
stundir, sem er 93 sekúndum betri
tími en islandsmet Ágústar Ás-
geirssonar ÍR á þeirri vegalengd.
„Ég veit ekki röðina í mark enn-
þá, ég var í hópi hundraö fyrstu, en
rúmlega 18 þúsund hlauparar tóku
þátt. Ég fór fram úr mjög mörgum
síöustu kílómetrana, hlaupurum,
sem fóru ósparlega meö kraftana
framan af,“ sagöi Siguröur Pétur.
Sighvatur Dýri Guömundsson ÍR
var viö sitt bezta í hlaupinu, hljóp á
2:32,50 klst. Missti af persónulegu
meti á síóustu kflómetrunum er
hann varö aö staönæmast oftar en
einu sinni vegna krampa. Hefur
hann líklega fariö of hratt af staö.
— ágás.
• Sigurður P. Sigmundsson FH
setti nýtt íslandsmet í maraþon-
hlaupi.
England
Úrslit leikja í 1. deild é Englandi:
Birmingham — Southampton 0—0
Coventry — Norwich 2—1
Everton -+ QPR 3—1
Ipswich — Aston Villa 2—1
Leicester — Sunderland 0—2
Notts County — Liverpool 0—0
Stoke — Wolverhampton 4—0
Tottenham — Manch. Utd. 1—1
Watford — Arsenal 2—1
West Bromwich Albion — Luton 3—0
West Ham — Nottingham Forest 1—2
2. deild:
Barnsley — Carlisle 2—1
Cardiff — Sheffield Wednesday 0—2
Crystal Palace — Blackburn 0—2
Fulham — Oldham 3-^-0
Grimsby — Chelsea 0—1
Leeds — Charlton 1—0
Manchester City — Cambridge 5—0
Middlesbrough — Huddersfield 0—0
Newcastle — Brighton 3—1
Portsmouth — Swansea 5—0
Shrewsbury — Derby 3—0
3. deild:
Bournemouth — Bradford City 4—1
Brentford — Walsall 1—1
Burnley — Wimbledon 0—2
Gillingham — Scunthorpe 1—1
Hull — Bristol Rovers 0—0
Lincoln — Port Vale 3—2
Millwall — Exeter 3—0
Oxford — Rotherham 3—2
Plymouth — Orient 3—1
Preston — Bolton 2—1
Sheffield Utd. — Newport 2—0
Wigan — Southend 1—0
4. deild:
Aldershot — Darlington 0—0
Doncaster — Crewe 1—0
Hartlepool — Reading 3—3
Hereford — York 2—1
Mansfield — Northampton 2—1
Peterborough — Chester 1—0
Wrexham — Chesterfield 4—2
Markahæstu
leikmenn
Markahæstu leikmenn f Eng-
landi:
lan Rush, Liverpool, 46
Steve Archibald, Tottenham 28
Trevor Christie, Notts. County,24
Tony Woodcock, Arsenal, 23
Maurice Johnston, Wattord, 23
Kerry Dixon, Chelsea, 34
Kevin Keegan, Newcastle, 28
Mark Mateley, Portamouth, 25
1. deild
Staóan i 1. deild:
Liverpool 41 22 12 6 72:31 79
Man. Utd. 41 20 14 7 71:39 74
QPR 42 22 7 13 67:37 73
Nott. Forest 41 21 8 12 74:45 71
Southampton 40 20 11 9 61 37 71
Arsenal 42 18 9 15 74:60 63
Tottenham 42 17 10 15 64:65 61
West Hem 41 17 9 15 60 54 60
Aston Villa 42 17 9 16 59:61 60
Everton 41 15 14 12 43:42 59
Watford 42 16 9 17 68:77 57
Ipswich 42 15 8 19 55 57 53
Sunderland 42 13 13 16 42:53 52
Leicester 42 13 12 17 65:68 51
WBA 41 14 9 18 48:60 51
Luton 42 14 9 19 53:66 51
Norwich 41 12 14 15 47:46 50
Stoke 42 13 11 18 44:63 50
Coventry 42 13 11 18 57:77 50
Birmingham 42 12 12 18 39:50 46
Notts County 41 10 11 20 49*9 41
Wolverhampton i 42 6 11 25 27*0 29
2. deild
Staóan i 2. daild:
Chelsea 42 25 13 4 90:40 88
Shettield Wedne.day
42 26 10 6 72:34 86
Newcastie 42 24 8 10 85:53 80
Man. City 42 20 10 12 66:48 70
Grímsby 42 19 13 10 60:47 70
Blackburn 42 17 16 9 57:46 67
Carlisle 42 16 16 10 48:41 64
Shrewsbury 42 17 10 15 49:53 61
Brighton 42 17 9 16 69:60 60
Leeds United 42 16 12 14 55:56 60
Fulham 42 15 12 15 60:53 57
Huddersfield 42 14 15 13 56:49 57
Chartton 42 16 9 17 53*4 57
Barnsley 42 15 7 20 57:53 52
Cardiff 42 15 6 21 53*6 51
Portsmouth 42 14 7 21 73*4 49
Middlesbrough 42 12 13 17 41:47 49
Crystal Palace 42 12 11 19 42:52 47
Oldham 42 13 8 21 47 73 47
Derby County 42 11 9 22 36:72 42
Swansea 42 7 8 27 36:85 29
Cambridge 42 4 12 26 28:77 24
Enska
knatt-
spyrnar