Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 32
rTTTt fTTíT^ rtr, 36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984 + Móðir og fósturmóöir okkar, STEINVÖR SÍMONARDÓTTIR frá Austurkoti, Vatnsleysuströnd, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 13. maí. Aöalsteinn Sigursteinsson, Guöbergur Sigursteinsson, Óskar Guömundsson. + Eiginkona mín. GUNNÞÓRUNN ÞORLÁKSDÓTTIR, Kóngsbakka 14, lést í Landspítalanum 12. maí. Cecel Bender. t Faöir okkar og tengdafaðir, EIRÍKUR M. ÞORSTEINSSON, Kársnesbraut 28, Kópavogi, lést aö morgni sunnudagsins 13. maí í Landspítalanum. Börn og tengdabörn. + Bróðir minn, JÚLÍUS SVEINSSON, Ólafsbraut 52, Ólafsvík, andaöist laugardaginn 12. maí. Fyrir hönd vandamanna, Siguróst Sveinsdóttir. + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR GÍSLASON, bifreiöastjóri, Snekkjuvogi 12, Raykjavík, lézt af slysförum 13. maí. María Haraldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + ANDRÉSANDRÉSSON, bóndi, Berjanesi, Austur-Eyjafjöllum, lést aöfaranótt 14. maí í Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi. Fyrir hönd vandamanna, Marta Guðjónsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓNAS O. HALLGRÍMSSON, húsgagnasmiöameistari, Þrastarhrauni 1, Hafnarfiröi, lést af slysförum í Houston, Texas, 12. mai sl. Þórunn Jóhannsdóttir og börn. + Eiginmaöur minn, JÓN KRISTINN PÁLSSON, Skúmsstööum, Eyrarbakka, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, laugardaginn 12. maí. Fyrir hönd vandamanna, Elísabet Kristinadóttir. + MAGNEA HALLDÓRSDÓTTIR fró Siglufiröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. maí kl. 13.30. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. Guðjón Kristmanns- son — Minningarorð Guðjón Kristmannsson fæddist í Gíslholti í Reykjavík þann 18. október 1910. í Vesturbænum gekk hann sína ævibraut og I rúminu sínu á Holtsgötu 18 yfirgaf hann þetta líf þann 6. maí sl. Þetta er stutt grein og væri trúlega skyn- samlegast að láta punktinn hér, þar sem sú sem þetta skrifar gerir sér ljóst að það er sama hve grein- in yrði löng, það væri aldrei nóg sagt. Þetta skilja þeir sem þekktu Guðjón. Því skal vonað, að viljinn verði tekinn fyrir verkið. Guðjón var sonur Kristmanns Eyleifssonar ættuðum af Akra- nesi og Margrétar Jónsdóttur ætt- aðri úr Landeyjum. Þau hjón bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap og eignuðust þrjá syni, þá Guðjón, Gunnar og Ólaf. í dag standa yngri bræðurnir yfir mold- um þess elsta. Á slíkum stundum er best að deyfa söknuðinn með þeim minningum sem um hugann renna. Minningum um þrjá litla drengi í stuttbuxum að bisa við að verða stórir og marka spor f sam- tíðina. Það urðu heilladrjúg spor. Guðjón stundaði sjósókn fram- an af ævi, síðan ýmiss konar störf sem til féllu. Langt og strangt stríð við erfið veikindi varð til þess að hann varð að láta af erfið- isvinnu og taka upp aðra lífshætti. í 16 ár vann hann á innheimtu- deild Ríkisútvarpsins og þar (líkt og á allri hans lífsleið) komu hon- um vel að notum sérstætt og þægi- legt viðmót, sterk greind og stál- heiðarleiki. Þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir lagði hann ekki upp laupana heldur vann að hugðarefnum sínum. Hann hafði yndi af öllu sem gréri og það í mörgum merkingum þess orðs. Litli bletturinn norðan við húsið ber þess svo sannarlega vitni. Það er líf sem honum fannst vert að hlúa að. Börnin hændust að honum og hann horfði á þau vaxa úr grasi. Hann hafði einstakt lag á að gera fróðleik skemmtileg- an og eftirsóknarverðan. Þeir voru ófáir fróðleiksmolarnir sem hann laumaði inn í huga stuttfættra vina sinna með þessum hætti. Guðjón átti gott safn bóka og þær stóðu ekki rykfallnar uppi I hillu. Hann naut þeirra og lét þær virkja huga sinn og gerði meira, hann ræktaði sjálfur hið innra með sér. Hann sópaði saman minningunum og bar þær svo skrautlega fram að varla gleymist neinum sem á hiýddu. Bundið mál orkaði stundum svo sterkt að + DAVfC GUÐJÓNSSON, trésmiöur, Fófnisnesi 8, andaöist í St. Jósefsspítala aö kvöldi 12. maí. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Ólöf Davíösdóttir, Egill Skúli Ingibergsson og barnabörn. + Útför SÉRA GARÐARS SVAVARSSONAR fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 17. mai kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóö Laugar neskirkju. Fyrir hönd barna, stjúpbarna, barnabarna og systkina hins látna, Vivan Svavarsson. + Útför systur okkar, ÁGÚSTU SIGURBORGAR STEINÞÓRSDÓTTUR, Hvassaleiti 20, veröur gerö frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 15.00. Sigrún Steinþórsdóttír, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Charlotta Steinþórsdóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍDUR KATRÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Laufbrekku 25, Kópavogi, veröur jarösungin frá Kópavogskirkju miövikudaginn 16. maí kl. 10.30. Þorvaróur Guöjónsson, Ásgeir Þorvaröarson, Sólveig Hrafnsdóttir, Sveinfríöur Þorvaröardóttir, Herluf Melsen, Rannveig Svanhvít Þorvaróardóttir, Guömundur V. Ásgeirsson, Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, Hinrik Mór Ásgeirsson, Henrietta Ósk Melsen. .ii.. hann hlaut að syngja því lof. Eftir hann liggur þó nokkurt safn laga við texta, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Meira er þó að magni þættir í handriti og útgefið í tíma- riti, aðallega æviminningar, eins og áður segir, á mergjuðu máli og með hans sérstaka blæ. Guðjón var félagi í Kvöldvöku- félaginu Ljóð og Saga. Þar nutu hæfileikar hans sérstakra vin- sæida sem vonlegt var. Þegar hann stóð í ræðustóli skóf hann ekki utan af hlutunum og það sem öðrum hefði ekki liðist varð að snjöllu máli í hans munni. Hann vann að útgáfustarfsemi innan fé- lagsins og á allan hátt vildi hann hag þess sem bestan. Ég held að félagið hafi vaxið með honum og hann með þvi. Svo mun líka oftast vera ef unnið er að einhverju heils hugar. Skarðið verður stórt í Ljóði og Sögu og ekki bætt með öðru en því að vinna ötullega áfram að hollu og mannbætandi félags- starfi. Það var Guðjóns vilji. Þegar litið er yfir farinn veg og þess er gætt að Guðjón var þátt- takandi í flestu því sem við tókum okkur fyrir hendur undanfarin 30—40 ár eru auðvitað ótal mynd- ir sem leita á hugann. Þó held ég að ein sé skýrust. Guðjón var frá- bær ferðafélagi, alls staðar kunn- ugur og sífræðandi. Hann var bindindismaður bæði á vín og tób- ak en það var eins og hann yrði ölvaður af fagurri náttúru og skemmtilegum kringumstæðum. Það var sama hvort hópurinn var stór eða smár hann var hrókur alls fagnaðar. Guðjón var kvæntur Kristínu Þorleifsdóttur ættaðri vestan úr Hnappadal. Dóttir þeirra er Auð- ur gift Magnúsi Snædal. Þau búa einnig á Holtsgötu 18 ásamt syn- inum Kára, litlum afastúf sem ætlar að passa blómin og ömmu fyrst afi er farinn. Af fyrra hjóna- bandi átti Guðjón dótturina Guð- rúnu Margréti sem býr í Vest- mannaeyjum, hennar sonur er Björn Leósson. Guðjón var mikill áhugamaður um eilífðarmálin og var sannfærð- ur um að þetta vort jarðneska líf væri bara forleikur að öðru og betra. Má vera að einhverjum hafi fundist kenningar hans nokkuð framúrstefnukenndar. En sem ég hér á þessum timamótum reyni af veikum mætti að koma kveðjuorð- um um þennan vin minn á blað, verður mér það ljóst að ég vildi gefa mikið til að geta trúað því af heilum huga að nú sæti Guðjón á fögrum framlífshnetti I verðugum félagsskap þeirra sem langt eru komnir á þroskabrautinni. Þar sem engin þörf er á neinum regl- um vegna þess að ranglæti fyrir- finnst ekki. Þar sem orkan fæst af huganum og menn nærast af ang- an blóma. Hvað sem um þessi mál má segja er þó eitt víst, — góður vinur er gulli Setri og minningin lifir. Hanna Haraldsdóttir Við erum á ferðalagi og það er sumar. Þróttmikill og lífsglaður maður leiðir okkur við hlið sér og fræðir okkur um það sem fyrir augu ber. Hann virðist hafa nógan tíma, það er svo margt sem er áhugavert og rétt að staldra við og kynnast nánar. Þannig munum við fyrst eftir Guðjóni og þannig hafa kynnin verið síðan. Hann var okkur krökkunum bæði í senn fræðari og félagi, en þó umfram allt góður vinur. Það skipti ekki máli hvenær eða hvernig við sótt- um að, alltaf gafst tími til að ræða við okkur um hina ólíkustu hluti, segja okkur sögur eða jafnvel syngja fyrir okkur. Áhugamálin voru mörg og enginn var svo lítill, að hann yrði ekki gerður að þátt- takanda eða veitt hlutdeild í þeim. Á sama hátt tók hann mikinn þátt í athöfnum okkar og áhugamálum og var okkur þannig mikill félagi. Vináttan við Guðjón var okkur mikils virði, hann gaf okkur gott veganesti. Stínu frænku, Auði, Kára og Magnúsi sendum við kveðju okkar og vitum að Guð hjálpar þeim í sorg þeirra. Magnús og Anna Sigga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.