Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS nyr/jJSrxZ-ujMu Lítilsvirðing við börn í Eden í Hveragerði Starfsfólk og foreldrar skóla- dagheimilisins í Breiðagerðisskóla skrifa: Um miðjan apríl, nánar tiltek- ið 26. og 27. apríl, fór skóladag- heimilið í Breiðagerðisskóla í 2ja daga vorferðalag í Ölfusborgir. Ákveðið var að heimsækja ýmsa staði í Hveragerði og þar á með- al Eden. í skoðunarferð okkar á fimmtudegi um Hveragerði voru 17 börn og 5 fullorðnir. Fengum við alls staðar mjög góðar mót- tökur og sendum við þakklæti okkar til verksmiðjunnar Kjörís, sundlaugarinnar, leikskólans og Michelsens gróðurhúseiganda o.fl. sem áttu í hlut. En í Eden fengum við ekki eins hlýjar móttökur. Þegar þangað var komið var tekið á móti okkur með óhýru augna- ráði. Ætlunin var að leyfa börn- unum að skoða bljómjurtir og setjast síðan niður og bjóða þeim upp á veitingar, greiddar úr ferðasjóði barnanna. Eigandi staðarins byrjaði á að spyrja okkur hvað við værum að gera með þennan „krakkaskara" og einnig að gera veður út af því að við hefðum ekki látið vita af komu okkar áður. Við gerðum kurteislega grein fyrir ferð okkar og áminntum börnin um leið að snerta ekki munina, sem og þau gerðu. Fáein börn og einn fullorðinn settust síðan niður við borð við veitingastaðinn. Var þeim ókurteislega bannað að setjast í þessi sæti. Þessi fram- koma kom okkur, bæði börnum og fullorðnum, í opna skjöldu. Hurfum við öll á brott við hvasst augnaráð 2 starfsmanna sem eftir stóðu í tómu húsi. Þessi lítillækkun við börn finnst okkur allsendis óviðun- andi og vonum um leið að sem flestir læri að bera sömu virð- ingu fyrir börnum og fullorðn- um. Hvers eiga börn að gjalda? varpið og myndsegulbandið aftur en þjófurinn segist hafa hent spól- unum í Fossvoginum þegar hann var að reyna að komast undan lögreglunni og eru nú sex þeirra fundnar. Mig vantar hins vegar átta spólur og þar af er ein spóla sem ég tók á í fermingarveislu barnsins míns. Það er tilfinnan- legt að tapa þessari spólu og hún er ekki neinum að gagni nema mér og minni fjölskyldu. Spólurnar eru ómerktar þannig að finnandi gæti átt í erfiðleikum með að hafa upp á heimilisfangi mínu en ef hann rekur augun í þetta þá á hann auð- veldar með að koma spólunni til skila. Kartöflurnar koma skemmdar frá Grænmetis- versluninni líka Þessir hringdu . . Víkingasveitin er ekki her Árni G. Sigurðsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég var að lesa grein sem birtist í Velvakanda um Víkingasveitina og ég verð að segja að ég er illa hneykslaður á þessum skrifum Haraldar. Hann gefur í skyn í greininni að það eigi bara að skjóta byss- umanninn sem hann talar um í greininni. Ég tel að Víkingasveitin hafi farið alveg rétt að, hún hafi metið aðstæður alveg rétt. Þessar vangaveltur eru alveg út í hött þar sem sveitin er ekki morðsveit og á einungis að tryggja öryggi al- mennra borgara. Það er fremur gleðilegt til þess að vita að til er sveit sem er ábyrg í sínum athöfn- um og reynir fremur að tryggja bæði öryggi glæpamannsins og borgaranna. Þá er samlíkingin við SAS ekki góð þar sem Víkingasveitin er ekki her, eins og SAS heldur er þetta einungis sérsveit innan lög- reglunnar og hún er ekki til þess að skjóta fólk. Myndsegul- bandsspólum stolið Þóra Ólafsdóttir, Kvistalandi 13, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Þannig er mál með vexti að það var brotist inn hjá mér þar sem ég bý, í Fossvoginum, og stolið frá mér myndsegulbandi og sjónvarpi. Einnig var rænt frá mér 14 myndsegulbandsspólum. Nú hef ég reyndar fengið sjón- Þorbjörg Ólafsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Þeir hjá Grænmetisversluninni vilja meina að þessar kartöflur hafi skemmst í búðunum. Ég hef hins vegar unnið á barnaheimili hér í bænum og starfað þar í eldhúsinu og þaðan fáum við kartöflurnar beint frá Grænmetisversluninni en ekki úr neinni búð. Og kartöfl- urnar sem við höfum fengið hafa verið meira og minna skemmdar og jafnvel það mikið að úr einum potti af kartöflum höfum við þurft að kasta 30 kartöflum. Það getur verið að eitthvað af þessu sé búðunum að kenna en það er alveg öruggt að það koma líka skemmdar kartöflur frá Græn- metisversluninni. Söngskglinn í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík næsta vetur er til 22. maí nk. Umsóknareyöblöö fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu Söngskólans, Hverfisgötu 45, Reykjavík, sími 21942 og 27366, þar sem allar nánari upplýsingar eru veitt- ar daglega frá kl. 15.00—17.30. Skólastjóri. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS NÁMSKEIÐ í VÉLRITUN Byrjendanámskeið 24 kennaluatundir: Námskeiöiö stendur yfir i fjórar vikur. Kennt veröur þrisvar í viku: Mánud , þriöjud., miövikud., tvær kennslustundir í senn. Nemendur þurfa ekki aó hafa áhyggjur af heimavinnu. Á námskeiöinu eru nemendur þjálfaöir í blindskrift og kennd undirstööuatriöi i vélritunartækni. Nemendur á byrjendanámskeiöi geta valiö um tima milli kl. 13—15 eöa frá klukkan 17—19. Kennsla hefst mánudaginn 21. mai. Framhaldsnámakeiö 24 kennaluatundir. Námskeiöiö stendur yfir í fjórar vikur. Kennt veröur þrisvar í viku, á mánudögum, þriöjudögum og miövikudögum, tvær kennslustundir i senn. Nemendur þurfa ekki aö hafa áhyggjur af heimavinnu. Á námskeiöinu veröur lögö áhersla á uppsetningu bréfa samkvæmt islenskum staöli og kennd skjalavarsla Nemendur á framhaldsnámskeiöinu geta valiö um tima milli kl. 15—17 eöa milli kl. 19—21. Kennsla hefst mánudaginn 21. mai. Þátttökugjald á námskeiöunum er kr. 1.200,- Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Starfsmannafélag Reykjavikurborgar og Starfsmenntunarsjóöur starfsmannafélags rikisstofnana styrkja félagsmenn sina til þátttöku á námskeiöunum og veröa þátttakendur aö sækja beiöni þar aö lútandi til viöeigandi félags. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Verslunarskóla Islands, Grundarstíg 24, Reykjavik, simi 13550. NÚ SPÖRUMVIÐ PENINGA pg smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Við veitum fúslega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.