Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 44
Opið alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI22.
INNSTRÆTI,
SlMI 11633.
Opiö öll fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11340
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
„Var búinn að sætta
mig við dauðann“
Segir Agnar Daðason, sem horfði á félaga sinn hverfa
í sjóinn er bátur þeirra sökk við Hrollaugseyjar
„ÉG var búinn að sætta mig
við dauðann — það var ekkert
til ráða þar sem ég hékk á
gúmmídruslunni. Eiríkur
frændi minn var horfinn, ég
var orðinn magnþrota, kaldur,
hafði drukkið mikinn sjó og
þurfti að hífa mig upp úr sjón-
um til þess að ná andanum, en
sökk jafnharðan og ég var bú-
inn að gefa upp alla von um að
björgunarbáturinn blési sig
upp,“ sagði Agnar Daðason,
þrítugur Heykvíkingur í sam-
tali við Mbl. en hann sýndi
mikið þrekvirki þegar hann
bjargaðist eftir að 22 feta bát-
ur sökk skammt fyrir austan
Hrollaugseyjar skömmu fyrir
hádegi á sunnudag. 57 ára
gamall félagi hans, Eiríkur
Gíslason, drukknaði.
Agnar segist ekki gera sér
grein fyrir hve lengi hann var í
sjónum, en ekki ólíklegt að það
hafi verið hátt í klukkustund.
„Ég man ég hugsaði: Jæja, þá
fæ ég loks að sjá hvernig um-
horfs er hinum megin. Ég var
sannfærður um að það var að-
eins spurning um sekúndur
hvenær ég sykki, ekki mínútur.
Enginn möguleiki var að synda,
straumþungt var og þung alda
og 6 til 7 vindstig. Eg var gjör-
samlega bjargarlaus í sjónum.
Þá skyndilega varð eins og
sprenging í sjónum og báturinn
blés sig upp. Ég neytti síðustu
krafta, en gekk erfiðlega að
komast um þorð. Einhvern veg-
inn tókst það þó. Eftir það man
ég lítið — ég mun hafa skotið
neyðarblysi en man ekki hve-
nær. Mér var mjög kalt, tókst
ekki að loka bátnum, svo sjór
lak sífellt inn. En ég var sann-
færður um að mér yrði bjargað.
Það var stórkostlegt að heyra
vélarhljóðið og sjá andlitin á
bjargvættum mínum — skip-
verjunum á Sigurði ólafssyni,"
sagði Agnar.
Agnar sat í káetu þegar bát-
inn skyndilega fyllti af sjó. Það
var eins og eitthvað brysti við
stefni bátsins. „Ég var skyndi-
lega á kafi í sjó og báturinn
sökk á 2 til 3 mínútum. Við
komum björgunarbátnum út og
ég togaði í spottann til þess að
blása bátinn upp og spyrnti
báðum fótum, en hann blés sig
ekki upp. Við héldum okkur á
floti með því að halda okkur í
bátinn. Þrátt fyrir hetjulega
baráttu missti Eiríkur tak á
gúmmídruslunni, og hvarf fyrir
öldu. Ég sá hann ekki meira —
MorgunbUAið/KAX.
Agnar Daðason á heimili sínu f
Reykjavík í gær.
allt virtist svo vonlaust og ég
var búinn að sætta mig við
dauðann, þegar báturinn blés
sig upp,“ sagði Agnar.
Sjá frétt og viðtöl á miðopnu.
Seina-
gangur
hjá sím-
virkjum
FUNDUR símvirkja í 5. deild FÍS
samþykkti í gær, að fara sér hægt
við vinnu sína á næstunni og er það
svar þeirra við stöðunni í kjaramála-
baráttu þeirra. Ennfremur vilja þeir
aö leiðrétt verði það launamisrétti,
sem þeir segja vera milli BHM-
manna hjá fyrirtækinu og annarra
starfsmanna þess.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi áiyktun: „Vegna stöðunnar í
samningamálunum beinir fundur í
5. deild FÍS því eindregið til raf-
eindavirkja hjá Pósti og síma, að
þeir hemji starfsgleði sína og lagi
afköstin að laununum."
Valgeir Jónasson, ritari deildar-
innar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að á þessu stigi væri seina-
gangur eina vopnið í kjarabaráttu
þeirra. Þeim væru ekki boðnar
neinar kjarabætur og þeir sættu
sig ekki við það, að BHM-menn
hjá fyrirtækinu fengju 20 yfir-
vinnutíma greidda ofan á unninn
tíma mánaðarlega meðan aðrir
fengju það ekki.
Fríhöfnin á Keflavíkiirflugvelli:
Hömlur á notkun
íslenzku krónunn-
ar felldar
NÚ hafa verið felldar niður hömlur
þær, sem verið hafa í gildi við verzlun
með íslenzkum krónum í Fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli við brottrór og
komu til landsins. Verður mönnum nú
heimilt að verzla fyrir ótakmarkaða
upphæð í íslenzkum krónum. Kinu
hömlurnar eru þær reglur sem gilda
um innflutning tollfrjáls varnings
samanber innflutning á áfengi og tób-
aki.
Hreinn Loftsson, deildarstjóri í
viðskiptaráðuneytinu, sagði í sam-
niður
tali við Morgunblaðið, að fyrri
hömlur hefðu verið felldar niður
um helgina og væri það í framhaldi
niðurfellingar á sérstökum ferða-
mannaskatti á gjaldeyri. íslend-
ingar hefðu lýst því yfir að þeir
myndu fara eftir 8. grein reglna Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins þess efnis,
að aðildarþjóðir hans séu ekki með
fjölgengi eða aðra mismunun gagn-
vart einstökum gjaldmiðlum. Því
mætti segja að íslenzka krónan
væri loks í fullu gildi í Fríhöfninni.
Nauðgunarmál-
ið rætt á Alþingi
NAUÐ<«UN1N og nauðgunartilraun-
in á llverfisgötu aðfaranótt sunnu-
dagsins komu til umræðu í efri
deild alþingis í gærkvöld er Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður
Kvennalista, kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár. Hún beindi fyrirspurnum
til dómsmálaráðherra vegna með-
ferðar þeirrar, er málið fékk í Saka-
dómi Reykjavíkur, m.a. hvort ráð-
herrann teldi hana eðlilega. Hún
spurði einnig hvort ráðherrann teldi
eðlilcgt, að maður, sem játað hefði
svo stór brot, gengi nú laus í bæn-
um. Loks spurði Sigríður Dúna
hvort dómsmálaráðherra hygðist
beita sér fyrir endurskoðun á viður-
lögum við nauðgunum, sem hún
teldi allt of væg.
í svari Jóns Helgasonar
dómsmálaráðherra kom fram að
skv. upplýsingum, sem hann hefði
fengið, hefði ríkissaksóknari kært
úrskurð sakadóms til Hæstarétt-
ar. Myndi rétturinn væntanlega
segja sitt álit í dag, þriðjudag.
Dómsmálaráðherra tók undir það,
að þörf væri endurskoðunar á við-
urlögum við brotum sem þessum.
t umræðunum tóku einnig til
máls Helgi Seljan og Stefán Bene-
diktsson. Helgi kvað þennan at-
burð og fleiri slíka sýna og sanna,
að endurskoðunar væri þörf á við-
urlögum; einnig væri brýn nauð-
syn á breytingu hugarfars al-
mennings gagnvart nauðgunum
og ekki síður þolendum slíkra af-
brota. Stefán sagði m.a. í fram-
haldi af upplýsingum ráðherra
um að umræddur maður hefði
verið úrskurðaður í farbann, að
það væri umhugsunarefni hvers
reykvískar stúlkur ættu að gjalda
fram yfir þær, sem byggju annars
staðar á landinu.
Sjá nánar á bls. 2.
Morgunblaðið/GH.
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Leirvogsá um klukkan 14 í gær. Bifreið hlaðin fóðurvörum lenti á
pallbíl af Datsun-gerð og valt fóðurflutningabíllinn. ökumenn begffla bifreiðanna voru fluttir í sjúkrahús. Á
meðfylgjandi mynd sést er fóðurvörunum var dælt á milli bifreiða. I gærmorgun varð einnig harður árekstur
fólksbifreiðar og vörubíls á mótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Ökumaður fólksbílsins var
fluttur á sjúkrahús. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.
Rainbow Navigation:
Fær að minnsta kosti
90 % af flutningunum
ÞAÐ ER NÚ Ijóst aö bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation mun
hljóta að minnsta kosti 90% vöruflutninga fyrir Varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli milli íslands og Bandaríkjanna. Ennfremur er Ijóst, að ís-
lenzku skipafélögin hafa engar farmpantanir fengið síðan föstudaginn 4.
maí og að Bakkafoss, sem siglir frá Bandaríkjunum 18. maí, mun engar
vörur flytja fyrir Varnarliðið.
Baldvin Berndtsen, fram-
kvæmdastjóri skrifstofu Hafskips
í New York, sagðist hafa fengið
það staðfest, að Rainbow Navigat-
ion fengi alla beina flutninga á
vegum Varnarliðsins, en íslenzku
skipafélögunum stæði til boða að
flytja búslóðir og bíla Varnar-
liðsmanna. Það þýddi í raun, að
íslenzku skipafélögin misstu um
90% flutninganna fyrir Varnarlið-
ið og ennfremur væri það ljóst, að
Rainbow Navigation fengi einnig
búslóða- og bílaflutninganna, ef
þeir væru með laust skip á þeim
tíma, sem slíkir flutningar stæðu
fyrir dyrum. Þetta væri því mjög
alvarlegt mál fyrir íslenzku skipa-
félögin og stofnaði í hættu mögu-
leika þeirra á að halda uppi vöru-
flutningum milli ísiands og
Bandaríkjanna.
Eins og fram hefur komið í
fréttum, mun Rainbow Navigation
aðeins sigla frá Norfolk og hefur
fengið leyfi til þess, að flytja þann
varning, sem venjan hefur verið
að skipa út frá New York, land-
leiðina til Norfolk. Baldvin sagði,
að það væri nú ljóst, að Rainbow
Navigation myndi greiða kostnað
við þá flutninga.