Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAl 1984
Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna:
Leiðtogi Moonista
fer í fangelsi
Washington, 14. maí. AP.
Hæstiréttur
Bandaríkj-
anna vísaði í
dag á bug
þeirri ásökun
séra Sun My-
ung Moon,
leiðtoga svo-
nefndrar
Sameiningar-
kirkju, að
réttarhöld yf-
ir honum,
sem leiddu til
18 mánaða fangelsisdóms vegna
skattsvika, hafi verið ranglát og
hann fórnarlamb trúarofsókna.
í framhaldi af þessum úr-
skurði hefur Rudolph W. Giuli-
ani, saksóknari í Washington,
tilkynnt lögfræðingi séra Moons
að hann eigi að byrja að afplána
dóminn 18. júní nk.
Séra Moon heldur því fram að
peningar þeir, sem hann er
sakaður um að hafa svikið undan
skatti, séu eign Sameiningar-
kirkjunnar, en yfirleitt eru
kirkjur í Bandaríkjunum undan-
þegnar skattgreiðslum. Dómstóll
féllst ekki á þá skýringu, enda
reikningar kirkjunnar á hans
nafni, og komst að þeirri niður-
stöðu að séra Moon hefði brotið
skattalögin. Hann var auk fang-
elsisdómsins skikkaður til að
greiða sekt að upphæð 25 þúsund
dollara.
Séra Sun Myung
Moon
Sprenging í Aþenu
Sfmamynd AP.
Stórslasaöur vegfarandi er borinn til sjúkrabifreiöar,
eftir aó öflug sprenging tætti matsölustað í miðborg
Aþenu í sundur í dag. 18 manns særðust, þar af 8
lífshættulega. Ekki lá Ijóst fyrir hvort gasleki hafði
valdið sprengingunni, eða hvort um hryðjuverk var að
ræða.
Daily Mail:
Tilbúnir að senda
herlið til Líbýu
Lundúnum, 14. maí. AF.
BRESKA DAGBLAÐIÐ Daily Mail
greindi frá því á sunnudaginn, að
Margret Thatcher, forsætisráðherra
Breta, væri reiðubúin að senda herlið
til Líbýu ef á hina 8.000 Breta í landinu
yrði ráðist, eða ef lífi þeirra og limum
væri ógnað.
Blaðið greindi frá því að hernaðar-
sérfræðingar hefðu samið áætlun
sem miðaði að því að flytja alla
Breta frá Líbýu ef til áraáa eða
áreitni kæmi og var niðurstaða
þeirra að slíkt mætti takast, en þó
ekki án mikils mannfalls og her-
gagnatjóns.
Richard Luce, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bretlands, sem er á ferða-
lagi í Túnis, sagði í samtali við
fréttamenn í dag, að Líbýumenn
yrðu að hætta röngum og ósann-
gjörnum ásökunum í garð Breta ef
þeir vildu halda áfram viðskiptum.
Walter Rauff.
St*
<tm
Bolholt 0 Suðurver
Sæluvika í Bolholti
18. maí — 24. maí.
Nú brettum viö upp ermar og þær
allra höröustu bregöa sér á Sælu-
viku.
Hörku púl og svita vika.
80 mín. tímar alla daga vikunnar.
20 mín. Ijós — heilsudrykkur á eftir.
Tímar kl. 9 nokkur pléss laus.
Kl. 13.30 lausir tímar. kl. 20 fullbók-
aö.
Á laugardögum og sunnudögum
eru allir flokkar fyrir hádegi.
Verö kr. 1.000.
Kennari: Bára Magnúsd.
Innritun stendur yfir.
2ja vikna námskeiö þrisvar sinnum í
viku.
28. maí—7. júní. 50 mín. tímar.
Nýtt
Amerískt kerfi
mánud. þriöjud. og miövikud.
Kl. 6.30 nokkur pláss laus.
Kl. 7.30 laus pláss.
Kl. 8.30 nokkur pláss laus.
Gestakennari: Bjargey Ólafsson
frá Elaine Powers Figure Salon,
Michican USA.
Gjald kr. 600.-
Innritun er hafin í síma 36645.
Seinni
sæiuvika
12. júní—18. júní.
Sömu tímar og áöur.
Innritun stendur yfir í síma 36645.
Seinni 2ja vikna námskeiö 19.
júní—29. júní.
Gestakennari: Bjargey Ólafsson.
Sömu tímar og áöur.
Innritun stendur yfir í síma 36645.
Sjáumst.
w Suðurver — sumarnámskeið
Stutt og strangt
3ja vikna námskeið fjórum sinnum í viku
21. maí — 7. júní.
Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum
aldri.
Morgun- dag- og kvöldtímar.
Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk.
Sturtur — Sauna — Ljós.
Innritun stendur yfir, sími 83730.
Vigtun — Mæling.
50 mín. kerfi J.S.B.
Allir finna flokka viö sitt hæfi í Suðurveri.
Leitið uppl. um flokka fyrir framhald, byrj-
endur eða rólegri æfingar.
Kennarar: Margrét — Sigríður — Anna.
Námskeiðsgjald kr. 1100,-
Líkamsrækt JSB
Rauff
látinn
Santígaó, 14. maí. AP.
ÞÝSKI stríðsglæpamaöurinn Walter
Rauff, fyrrum ofursti í SS-sveitum
nasista, lést í dag í Santíagó í Chile,
77 ára aö aldri. Banamein hans var
hjartabilun.
Ríkisstjórnir fsraels og Vestur-
Þýskalands höfðu margsinnis
krafist þess að fá Rauff framseld-
an, en stjórnvöld Chile féllust
aldrei á það.
Rauff er talinn bera ábyrgð á
dauða a.m.k. 97 þúsund gyðinga í
Austur-Evrópu i síðari heims-
styrjöldinni.
Húð af sauð-
kind grædd
á smábarn
Kabat, Marokké, 14. maí. AP.
HÓPUR KÍNVERSKRA lækna lauk
í gær við að græða skinn af sauðkind
á 3 mánaða gamalt barn á sjúkra-
húsi í Casablanca. Er þetta í fyrsta
skipti sem húð af sauðkind er notuð
til slíks.
Kornabarnið hafði fallið úr
höndum móður ofan í pott með
sjóðandi vatni og hlotið þriðja
stigs bruna víða um líkamann. Áð-
ur hefur svínshúð verið notuð á
fólk og kom það til álita í þessu
tilviki, en þegar rannsóknir bentu
til þess að barnslíkaminn myndi
ekki hafna sauðkindarhúðinni,
þótti hún hentugri.
írakar
sökkva
skipum
Hagdad, 14. maí. AP.
YFIRVÖLD í ÍRAK sögðu í dag, að
herþotur þeirra hefðu hæft „tvö skot-
mörk" á Persaflóa skammt frá Kharg-
eyju. Stjórnvöld í fran gáfu ekkert út á
yfirlýsingu íraka.
Talsmaður fraka sagði að frökum
hefði orðið svo vel ágengt með loft-
árásum sínum að undanförnu, að
þeir væru menn til að standa við
yfirlýsingar sínar um að halda uppi
hafnbanni á fran. Hann gat þess
ekki hvort skotmörkin voru olíu-
flutningaskip eða varðbátar.