Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAl 1984 Allt við það sama Ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs sáttafundar í flugmannadeilunni, og er því allt við það sama í því máli, en flug- menn Flugleiða hafa eins og kunnugt er boðað þriggja daga verkfall um næstu helgi, frá föstu- degi til sunnudags. Fundað var í virkjanadeilunni hjá ríkissáttasemjara í gær, og lauk fundinum síðdegis. Aðilar í virkjanadeilunni koma á ný til fundar kl. 10 í fyrramálið. Þá komu rafvirkjar hjá Reykjavík- urborg til fundar við viðsemj- endur sína hjá sáttasemjara í gær. Stóð þeirra fundur til kl. 15.30 í gær og þeir hafa verið boðaðir á annan fund nú á fimmtudagsmorgun. Leiðsögu- menn felldu sína samninga fyrir liðlega einni viku, og koma þeir á fund á nýjan leik hjá ríkis- sáttasemjara kl. 14 í dag. Fyrirlestur um uppeldi og sér- þarfir nemenda KENNETH R. Jones sálfræðingur og sérfræðingur um sérkennslu- mál á Englandi flytur fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð miðvikudaginn 16. maí, kl. 17.00 í stofu 301, á vegum Félags íslenskra sérkennara. Fyrirlesturinn fjallar um samviskukröfur okkar tíma: Uppeldi nemenda með sérþarfir og hið margþætta fræðasvið sérkennslunnar. Tveir seldu erlendis TVÖ ÍSLENSK fiskiskip seldu afla sinn í Þýzkalandi í gær. Afli þeirra var að mestu karfi og grá- lúða og meöalverð fremur lágt. Karlsefni RE seldi 282,1 lest í Bremerhaven. Heildarverð var 5.414.100 krónur, meðalverð 19,19. Ýmir HF seldi 131,9 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 2.324,500 krónur, meðalverð 17,63. Býr á Hellu í FRÉTT MBL. á sunnudaginn um „fimm ættliði" var ranglega sagt að Jörundur Gestsson byggi í Reykjavík. Hann býr á Hellu við Steingrímsfjörð, en Magnús sonur hans býr að Efstasundi 4 í Reykja- vík. Mbl. biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Nú ertu velkominn til kl.6 á föstudögum Hversu oft hefuröu ekki óskað þér aö bankarnir væru opnir aðeins lengur þegar þú ert á hlaupum síödegis á föstudögum? Nú ríður Sparisjóður vélstjóra á vaðið og opnar af- greiðslu sína fyrir öll almenn bankaviðskipti til klukkan sex á föstudögum, í stað hins venjulega fimmtudagstíma bankanna. Með hinum nýja sam- fellda opnunartíma, kl. 9.15-18.00 alla föstudaga, veitist þér langþráð tækifæri til að gera klárt fyrir helgina og njóta frídaganna áhyggjulaust. Þessi nýjung er okkar leið til að sinna því grundvall- armarkmiði að veita viðskiptavinum okkar eins góða bankaþjónustu og frekast er unnt. Vertu velkominn í Sparisjóð vélstjóra - nú bíðum við þín til klukkan sex á hverjum föstudegi. SPARISJÓÐUR VÉLSHÓRA Borgartúni 18 Sími 28577 Austurbæj- arbíó sýnir Breakdance AUSTURBÆJARBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Break- dance“ sem er ný bandari.sk kvikmynd um þetta nýja fyrir- brigði í bandarískri dansmennt, sem farið hefur eins og eldur í sinu um allan hinn vestræna heim. Tónninn í myndinni er í Dolby stereo. Söguþráður myndarinnar tengist danskeppni og í mynd- inni eru íslenzkir textar. Mynd- in er gerð af Cannon Films Og dansa samdi Jaime Rogers. Úr myndinni Breakdance. Alþingi: Sjö lög afgreidd í síðustu viku Sjö frumvörp urðu að lögum á Alþingi í síðustu viku, fimm frá neðri deild en tvö frá efri deild. Frá efri deild voru samþykkt eftirtalin lög: Um breytingu á lögum frá 1970 um skipamæl- ingar, samþykkt 7. maí, og um breytingu á lögum nr. 50/1981 um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, samþykkt 9. maí. Frá neðri deild: Um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Viö kynnum aukna Þjónustu lagmetisiðju ríkisins í Siglu- firði, samþykkt 9. maí; um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Þjóðólfshaga I í Holtahreppi, Rangárvallasýslu, samþykkt 9. maí; um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Bæjarstæði í Seyðis- fjarðarhreppi, N-Múl., sam- þykkt 9. maí; um heimild fyrir fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til að ábyrgjast lán fyrir Arnar- flug hf., samþykkt 11. maí, og að lokum lög um breytingu á lögum nr. 120 31. desember 1976 um tollskár o.fl., með síðari breyt- ingum, samþykkt 11. maí. Flugmannadeilan:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.