Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAl 1984 ____________________________<■ 1883 Unl«.rul Pr.H S.ndlllll y, Kjás\rbu m\g, kýslu Smó^kauprncinni nn Ast er... ... aö finnast hún vera epli augna þinna. TM Rm U.S. Pit Oft —»* rlghts r«serv«d • 1981 Los Angéies Tlmes Syndicite Mér sýnist nauðsynlegt að þú fáir þér fyrst gleraugu. HÖGNI HREKKVÍSI „t/ILTO EKKI HELPOR TAKA t?ETTA HEIM MEP ÞÉK?" Frá Friðarvikunni sem haldin var um síðustu páska. Tvö göt í fræðslu og upplýs- ingastarfi okkar fjölmiðla Stefán Jónssonar skrifar: Mér kemur í hug að ræða hér tvö „göt“ í okkar fjölmiðlastarfi. Er annað um hinar svokölluðu friðarhreyfingar, en hitt um nauð- syn á fræðslu um hvað sé lýðræði. Hér starfa, sem kunnugt er, friðarhreyfingar með ólík mark- mið og er nýlokið svokallaðri frið- arviku. Tilefni þessara friðar- samtaka má skipta í tvennt. Ann- arsvegar eru samtök fremur fárra manna sem ekki una því, að mikill meirihluti þjóðarinnar hefir frem- ur kosið að hafa hér erlent varn- arlið en að hafa landið varnar- laust með öllu. Hinsvegar eru þeir sem vilja beita áhrifum sínum í því alþjóðamáli að útiloka og eyði- leggja öll kjarnorkuvopn. í síðari hópnum er skoðanalega mikill meirihluti þjóðarinnar, enda stefnumálið óviðkomandi flokka- skiptingu í landinu. Hið sama má segja um hliðstæð samtök innan annarra lýðræðisríkja í Evrópu. Öllum á að vera ljóst, að hættan af kjarnorkuvopnum fer stöðugt vaxandi. Til viðbótar því sem áður var, má benda á, að líklegt má telja að framleiðsla kjarnorku- sprengna komist fljótlega á það stig að auðvelt verði fyrir glæpamannasamtök að framleiða slíkar sprengjur eins og aðrar sprengjur, sem þau bæði fram- leiða og nota nú. Af þessu leiðir, að friðarsamtök verða nú að hafa tvö atriði efst á sinni stefnuskrá og eru þau þessi: 1. Að eyðileggja og útiloka öll kjarnorkuvopn. 2. Að frjáls friðarsamtök fái óhindr- að að starfa hjá öllum þjóðum. Án þessara aðalmarkmiða geta önnur markmið friðarsamtaka verið neikvæð og skaðleg. Taka má dæmi. Hugsum okkur að baráttan fyrir friði takmarkist við friðelsk- andi lýðræðisþjóðir í Evrópu, en skammt frá landamærunum byggi einræðisþjóðir einskonar Berlín- armúr með kjarnorku-skotpöllum og tilheyrandi eldflaugaskotum. Friðaramtök sem ekki skilja slíka aðstöðu get tæpast haft gagnleg áhrif. Þau vaða grunnt en sletta mikið. Áskoranir þeirra á stjórn- völd sem ekki leyfa friðarsamtök munu og tæpast hafa áhrif. Með vísan til þess sem greint er hér að framan spyr ég: Er það rétt að Rússar og leppríki þeirra hafi verið fyrst allra Evrópuþjóða til að staðsetja skotpalla með tilheyr- andi eldflaugum skammt frá landamærum Vestur-Evrópu- þjóða? Og er það rétt, að í Rúss- landi og tilheyrandi leppríkjum séu frjáls friðarsámtök alls ekki leyfð? Sé þetta rétt, þá tel ég það „gat“ í okkar fjölmiðlastarfsemi að hafa ekki greint þjóðinni frá slíku á sannan og hlutlausan hátt. II. Hvað er þingræðislegt lýðræði og hverjar eru aðalmáttarstðir þess í byggingu þjóðfélagsformsins? Margir hafa eflaust heyrt slíka eða svipaða spurningu frá hinum almenna borgara, enda svörin við henni lítið verið á hraðbergi. Flestum mun þó ljóst, að lýðræð- ishugsjónin á sína baráttusögu, t.d. í Evrópu. Hefir í þessum efn- um oltið á ýmsu, en hugsjónin og stefnumörk hennar hafa verið lífseig. Ýmsir vilja miða upphaf stefnunnar við frönsku stjórnar- byltinguna 1789, aðrir telja að hún hafi áður fest rætur í Bretlandi og enn aðrir telja stefnuna hafa tekið stökkbreytingu og fengið framtíð- arfestu er Bandaríkin komu til sögunnar, en þar festi lýðræðis- hugsjónin varanlegar rætur í lok 18. aldarinnar. En hvað sem þessu líður í sögunni verður að telja í dag að flokka megi þjóðir heims í tvo flokka. Annarsvegar þær þjóð- ir, sem nota lýðræðis og þing- ræðislegt þjóðfélagsform í megin- atriðum og hinsvegar þær þjóðir sem búa við mismunandi tegundir einræðisforma. Ef gera á saman- burð á þessum tveim þjóðfélags- formum í dag ber að sjálfsögðu að miða við framkvæmdina og reynsluna eins og hún er nú, en ekki eyða tímanum í að rekja langa og margþætta þróunarsögu. Flestum mun ljóst, að lýðræð- ishugsjónin hefir engin landa- merki eins og t.d. einræðisstefn- urnar. Hún byggist á því, að fólkið sjálft ákveði með frjálsri atkvæðagreiðsiu formið á sínu þjóðfélagi. Slíkt gerir það meðal annars með því að samþykkja stjórnarskrá, sem meðal annars tryggir eftirfarandi: Frjálsar kosningar til löggjafarþings á fárra ára fresti. Dómsvald, sem sé óháð framkvæmdavaldi. Málfrelsi, skoðanafrelsi, ritfrelsi, félaga- frelsi og margt fleira. Segja má að stefnumörk lýð- ræðisformsins séu nokkuð ljós, en stefnumörk einræðisformanna síður, enda virðast þau í sumum tilfellum talsvert pukurmál. Ein- ræðisherrarnir hafa t.d. oft notað þá blekkingu að kenna stefnu sína við lýðræði og sósíalisma, sam- anber Stalin og Hitler. En hvað sem þessu Iíður er það staðreynd, að vanþekking myndar oft skoöan- ir og skoðanamun manna. Það er og staðreynd, að vanþekkinguna má oft lækna með skynsamlegri fræðslu án mikillar tímaeyðslu, einkum ef slíkt er gert af hlutlaus- um aðila. Frá mínu sjónarmiði er það „gat“ í okkar fjölmiðlastarfi hve lítið er rætt fræðilega og málefna- lega um lýðræðisstefnuna og ein- ræðisstefnurnar. Margt fólk virð- ist t.d. í nokkrum vafa um, hvort kommúnismi sé lýðræðisstefna eða einræðisstefna. Væri nú ekki athugandi, að okkar ágæta útvarp stofnaði til, t.d. einu sinni á ári, umræðuþáttar um hinar nefndu þjóðmálastefnur og hver væri aðal munurinn á þeim. Tæplega ætti slíkt að vera hlutleysisbrot. Gullkorn Lögin eru ekki sakir hinna góðu þegna. Sókrates (469-399 f.Kr.), Krískur heimspekingur Um fjárlagagatið Siggi flug skrifar: Mikið er talað um stóra fjár- lagagatið hans Alberts. Það hef- ur verið taiað um hvernig mætti stoppa þetta gat, sem sú ríkis- stjórn skyldi eftir sem síðast sat við völd. Það á að fara að spara á þeim liðum sem síst má spara á og á ég þar við heilbrigðisþjónustuna. Menn þurfa að verða veikir til þess að skilja að á þessum lið heilbrigðisþjónustunnar má varla skerða eyri. Þetta skyldi Magnús Kjartansson þegar hann var orðinn veikur af ólæknandi sjúkdómi. Ég hef sjálfur lítillega þurft á spítalaplássi að halda, lítið þó sem betur fer, og vil ég þakka öllum sem hugsuðu um mig með mikilli prýði. Allt var fyrir mann gert sem beðið var um, sem sagt ágæt aðhlynning. Þessa aðhlynningu má ekki skerða. Það getur verið að í sumu svo sem mat sé ekki gætt ýtrasta sparnaðar, en það má laga í ró og næði. Það er erfitt að gefa sjúklingum mat svo öllum líki. Én fyrir alla muni skerðið ekki þjónustuna. Það er nefnilega aldrei hægt að gera of mikið fyrir sjúkling. Sjúkrahúsin eru dýr tæki sem sum hver eru sett upp af miklum myndarskap. Það er þó hægt að spara í byggingu þeirra, án þess að það komi niður á þjónustunni við sjúklingana. öll tæki til skoðunar o.fl. þarf að afla og hafa sem best. Þeir Islendingar sem hafa far- ið til London í hjartaaðgerð, ljúka allir upp einum munni hve öll hjúkrun og eftirmeðferð sé góð. Að vísu ekki í sjúkrahúsi, sem klætt er innan með harðviði, en þar er starfsfólk sem kann sitt fag. Þetta gætum við eflaust gert líka þegar við höfum æfingu til. Burt með allt svo sem harðvið og prjál en látum kunnáttuna koma í staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.