Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984
Peningar tryggja
ekki gæði kvikmynda
Tökur kvikmyndafélagsins Nýtt
líf á myndinni SKAMMDEGI eru
á lokastigi. I»ær hafa farið fram á
eyðibýli vestur á fjörðum og staðiö
síðan í byrjun febrúar.
Kostnaðaráætlun myndarinn-
ar hljóðar upp á tæpar 6 milljón-
ir eða um helming þess sem þær
íslensku myndir, sem nú standa
yfir sýningar á, hafa kostað. Við
inntum Jón Hermannsson fram-
kvæmdastjóra myndarinnar eft-
ir þessu er hann var staddur í
Reykjavík í síðustu viku.
„Já, sá reginmisskilningur
virðist vera í gangi að peningar
ákvarði gæði kvikmynda, og far-
ið er af stað með myndir sem frá
upphafi er útséð með að geti bor-
ið sig með aðsókn hérlendis ein-
göngu. Þannig er farið að treysta
á erlendan markað og um leið
lagt út í mikla óvissu. Það hefur
lika sýnt sig að þó íslensk mynd
fái góðar viðtökur erlendis og
sýnd vfða, skilar hún litlum tekj-
um en er náttúrulega viss heið-
ur. Ef samt sem áður slík áhætta
er tekin verða menn auðvitað að
gera sér grein fyrir hvað í húfi
er og standa undir tapinu ef það
- segir Jón Her-
mannsson í sam-
tali um kvikmynda-
gerð og nýja mynd
hans, „Skammdegi“
verður. Það er fráleitt að ætla
sér að sækja það í sameiginlega
sjóði sem upp á vantar, eins og
hugmyndir hafa kviknað um
undanfarið. Kvikmyndasjóð höf-
um við, úr honum eru veittir
styrkir sem eru veruleg lyfti-
stöng en gera ekkert endanlegt
útslag. Fyrirmyndin að þessum
hugmyndum er hinsvegar sótt 1
kvikmyndastofnanir á Norður-
löndum sem styrkja kvikmynda-
gerð sinna landa verulega og
greiða sumar þeirra allt upp í
80% kostnaðar. Markaðslögmál-
ið er þannig tekið út úr dæminu
og skiptir engu fyrir þann sem
gerir myndina, fjárhagslega,
hvort fólk hafi áhuga að sjá
hana eða ekki. Enda eru gallarn-
ir á þessu fjrrirkomulagi þegar
farnir að koma f ljós, því það
verður ekki fram hjá áliti áhorf-
enda gengið.
Það má taka bandaríska
kvikmyndagerð sem dæmi, hún
miðar sig eingöngu út frá mark-
aðnum, er sú eina sem staðið
hefur undir sér sjálf undanfarna
áratugi og hefur nú sama sem
lagt undir sig heimsmarkaðinn.
Það er engin leið að ætla fs-
lenskum myndum að keppa um
þann markað. Allra sfst með því
að setja erlendan blæ á mynd-
irnar, því við höfum ekki það
peningamagn sem til þess þarf.
Enda er engin ástæða til þess að
fara að stæla útlendinga ef við
ætlum að halda þessu áfram. Til
að hafa möguleika á erlendum
markaði verða myndirnar þvert
á móti að vera mjög sérfslenskar
og seljast sem slfkar.
Tap hefur verið á töluverðum
fjölda þeirra mynda sem hér
hafa verið gerðar og oft verulegt
tap. Markaðurinn er orðinn
þyngri en hann var f upphafi og
verður verkefnavalið að miðast
meira við áhorfandann en þegar
við vorum að byrja. Lausnin
Jón Hermann.sson framkvæmda-
stjóri kvikmyndafélagsins Nýtt Iff.
felst þvf í að sníða myndirnar að
íslendingum og þeim mark-
aðskvóta sem hér er og þær
verða að höfða til allra aldurs-
hópa.
Hvað hafið þið gert til að ná
niður kostnaði við mynd ykkar?
„Leikmyndakostnaður hjá
okkur er ekki mikill þar sem
myndin gerist f nútímanum, en
að láta myndir gerast á öðrum
tfmabilum, fortíð eða framtíð, er
mikið fyrirtæki og dýrt. Við tök-
um á 16mm breiða filmu f stað
35mm og þýðir það um 50%
sparnað í filmukostnaði og ódýr-
ari tækjabúnað. Aðhald f rekstri
og mannahaldi skiptir verulegu
máli og kemur það inn á fjölda
leikara og yfirbyggingu fyrir-
tækisins."
Kvikmyndin „Skammdegi" er
spennumynd, gerð eftir frum-
sömdu handriti þeirra Þráins
Bertelssonar, sem jafnframt er
leikstjóri myndarinnar, og Ara
Kristinssonar kvikmyndatöku-
manns. Sagði Jón að veðrið hafi
ekki verið eins slæmt og vonir
höfðu staðið til og tökur tafist
m.a vegna snjóleysis. Fimm leik-
arar fara með aðalhlutverk:
Eggert Þorleifsson, Hallmar
Sigurðsson, María Sigurðardótt-
ir, Ragnheiður Arnardóttir og
Tómas Zoéga, en auk þeirra eru
nokkrir leikarar í aukahlutverk-
um.
Myndin verður ekki fullunnin
strax, því byrjað verður að taka
aðra mynd kvikmyndafélagsins
á þessu ári, „Dalalíf", strax í
maí. Þær verða síðan klipptar
hvor á eftir annarri og sú fyrri
sýnd í september og sú seinni um
jólaleytið. Tökur á „Dalalíf" fara
að líkindum fram að Hálsi f
Kjós. Sagði Jón að hún yrði
ódýrari en Skammdegi, en reikn-
að er með að kostnaður við hana
liggi innan við 5 milljónir.
Pramminn sem á að hffa upp Gretti
KÖFUNARSTÖÐIN hyggst í siimar
freista þess að ná dýpkunarskipinu
Gretti af hafsbotni í sumar, eins og
fram hefur komið f Morgunblaðinu.
Skipið liggur á 74—76 metra dýpi 28
mílur vest-norðvestur af Gróttu.
Við björgunartilraunina hyggst
fyrirtækið m.a. nota 300 tonna
pramma, sem að sögn Jóns Búa
Guðlaugssonar, verkfræðings, hef-
ur 700 tonna lyftigetu, en Grettir
vegur 350 tonn. Pramminn er 30
metrar á lengd og 20 metrar á
breidd. Ef tilraun Köfunarþjón-
ustunnar tekst, væri það afrek,
sem ekki hefur áður verið unnið af
hérlendum aðilum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
pramma Köfunarstöðvarinnar,
þar sem hann liggur í Hafnar-
fjarðarhöfn.
Fuglaverndarfélagið varar
við rangri notkun eiturefna
Frá Kuglaverndarfélagi íslands
hefur Mbl. borist fréttatilkynning
þar sem varað er við meðferð á
eiturefnum, sem samkvæmt því
sem kemur fram í þessari frétta-
tilk. er ekki aðeins ógnun við arn-
arstofninn heldur og getur þetta
eitur valdið slysi á fólki, einkum
börnum. Fréttatilkynningin er
svohljóðandi:
„Undanfarin ár hefur mjög
faerst í aukana notkun svefnlyfs
(fenemals) til þess að deyða
veiðibjöllu og hrafn.
Síðan 1969 hefur Lyfjaversl-
un ríkisins að boði mennta-
málaráðuneytisins og með sam-
þykki Eiturefnanefndar selt í
handkaupi yfir 200 kíló af fene-
mali (en það nægir til að deyða
alla íslendinga).
Mælt er svo fyrir, að eitrinu
sé sprautað inn í egg, en í raun
er duftinu dreift yfir grásleppu-
slor eða sjórekin hræ. Veiði-
bjallan sofnar og drukknar en
haförninn, einkum ungir ernir,
komast í hræin og eta innyflin
fyrst, sofna og drukkna eða
drepast af völdum eitursins.
Á undanförnum árum hafa
fundist 6—7 sjórekin hræ af
ungum haförnum einmitt á
svæðum sem eitri hefur verið
dreift. Þótt drepnar séu nokkr-
ar veiðibjöllur á eitri, hefur það
ekki hin minnstu áhrif á
stofnstærð veiðibjöllunnar,
nema síður sé.
Er það von okkar, að áhrifa-
menn stuðli að því að hætt verði
við þennan ósóma, en hætta er á
að slíkt verði látið draslast uns
stórslys verður, t.d. á börnum,
af þessum völdum."
Framhaldsdeild við fósturskólann:
Eðlilegur þátt-
ur í námi fóstra
FYROTU nemendurnir í framhaldsdeild Fósturskóla íslands verða brautskráöir
frá deildinni f lok þessa mánaðar. Þetta er fyrsti veturinn sem framhaldsdeildin
er starfrækt, en hún er ætluð fóstrum með starfsreynslu, sem hyggja á forstöðu-
störf og störf viðvíkjandi ráögjöf og umsjón með dagvistarheimilum barna.
Námið í deildinni tekur eitt ár og verða yfír 20 nemendur brautskráðir þann 30.
maí næstkomandi.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem fósturskólinn boðaði til
nú fyrir skömmu og þar kom enn-
fremur fram að markmið námsins
er að auka skilning og þekkingu
nemenda á almennri stjórnsýslu,
svo og vitrænu þróunarferli barna.
Megináherslan i náminu er lögð á
þróun og nýjungar í skipulögðu upp-
eldisstarfi dagvistarheimila.
Grunnnám við fósturskólann tek-
ur þrjú ár og verða 63 fóstrur
brautskráðar þaðan í ár. Skólastjóri
fósturskólans er Valborg Sigurðar-
dóttir en Gyða Jóhannsdóttir er nú
starfandi skólastjóri f fjarveru
Valborgar. Gyða sagði meðal annars
á blaðamannafundinum að Fóstru-
félagið og Fósturskóli íslands hefðu
í mörg ár barist fyrir eins árs fram-
haldsdeild fyrir fóstrur.Ákvæði í
nýjum lagasetningum sfðastliðinn
áratug hefðu leitt til þess að starf
forstöðumanna á dagvistarheimil-
um væri mun umfangsmeira en áð-
ur. Til dæmis aukið samstarf við
sérfræðinga, foreldra, starfsfólk og
aukin aðstoð við þroskahefta á al-
mennum deildum, eftir þvf sem við
verður komið. Vegna þess væri
augljóst að framhaldsnám væri
nauðsynlegur þáttur í námi fóstra
og það yrði barist fyrir þvf að fram-
haldsdeildin yrði eðlilegur þáttur f
námi fóstra svo þær gætu sinnt því
hlutverki sem þeim væri ætlaö sam-
kvæmt lögum.
Á fundinum var og bent á að mik-
ill munur væri á menntunarmögu-
leikum kennara og fóstra og mætti í
því sambandi nefna ýmiss konar
stutt sumarnámskeið og eins árs
framhaldsdeild, sem starfrækt væri
nær árlega við Kennaraháskólann.
Kennarar og þeir nemendur sem
nú útskrifast frá framhaldsdeild
fósturskólans sögðust ánægðir með
árangur námsins og hyggja nokkrir
nemendur á frekara framhaldsnám
bæði við Háskóla Islands og við er-
lenda háskóla.
Ljfem. Mbl. KKK.
Frá blaðamannafundinum í Fósturskóla fslands. Á myndinni eru talið fri vinstri:
Einar I. Magnússon, kennari, Selma Dóra Þorsteinsdóttir og Unnur Stefánsdótt-
ir, en þær útskrifast frá framhaldsdeildinni innan skamms. Við hlið þeirra situr
Steinunn H. Lárusdóttir, kennari, og lengst til hægri situr Gyða Jóhannsdóttir,
skólastjóri, í fjarveru Valborgar Sigurðardóttur.