Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 19 John Anderson frá Austin/Rover-yerksmiðjunum: Dýrt að auglýsa - en dýrara að auglýsa ekki „ÉG HELD ég fari rétt með er ég segi að fyrsti Land-Roverinn hafi farið frá verksmiðjunum hingað tii lands árið 1948. Og ég held líka, að einhver fyrsti umboðsaðili fyrir Land-Rover utan Bretlands, ef ekki bara sá allra fyrsti, hafi verið á íslandi," sagði John Anderson, fulltrúi Austin/Rover-verksmiðj- anna í stuttu spjalli við blm. Mbl. Hekla hefur verið umboðsaðili verksmiðjunnar hérlendis frá því 1978 er fyrirtækið yfirtók P. Stef- ánsson. „Sú var tíðin að breskur bíla- iðnaður stóð í blóma og á þeim árum seldum við iðulega um 500 Land-Rover bíla hingað til lands og allt upp í 600. Mjög styrk staða sterlingspundsins á síðari árum hefur hins vegar gert það að verkum, að samkeppnisStaða okkar hefur orðið æ verri. Nú er líka svo komið, að við seljum sennilega ekki nema um 50 jeppa til íslands árlega. Svo má ekki gleyma aukinni samkeppni Jap- ana á þessu sviði. Þú spyrð hvort við gerum okkur ekki of erfitt fyrir í sam- keppninni með því að tefla fram tveimur tegundum af jeppum, þ.e. Land-Rover og Range Rover. Ég held ekki. Kaupendahópur þessara jeppa er gerólíkur. í öðr- um hópnum eru kaupendur, sem vilja jeppa búinn öllum þægind- um til þess að aka um á þjóðveg- um og þeir kaupa Range Rover. Hinir, sem vilja jeppa til notkun- ar t.d. við landbúnaðarstörf, velja þá Land-Roverinn. Við höf- um selt um 15 til 20 Range Rov- er-bíla hér á ári undanfarin ár.“ — Er breskur bílaiðnaður að rétta úr kútnum? „Já, það held ég sé óhætt að segja, en þróunin er hæg. Þegar talað er um breskan bílaiðnað er rétt að hafa það í huga að varla er lengur um nema eitt breskt fyrirtæki að ræða, Austin/Rover. Fyrirtækið hefur um 11.000 manns í vinnu. Miklar endurbæt- ur hafa verið gerðar á rekstri fyrirtækisins og hagræðing öll aukin til muna. Þetta hefur gert það að verkum, að reksturinn hefur orðið mun arðbærari og eftirspurnin er nú meiri en verk- smiðjurnar anna. Austin Metro er nú í fyrsta sæti yfir mest seldu bílana í Bretlandi, en slíkur árangur næst ekki nema með feikilegri auglýsingaherferð. Það er dýrt að auglýsa, en enn dýrara að gera það ekki,“ sagði John Anderson. MorjfunhlaAiA/KEE. John Anderson (t.v.) og Sigfús Sigfússon hjá Heklu sitja framan á Land Rover árg. 1948, sem sérstaklega var dreginn fram í tilefni sýningarinnar. Morgunbladid/KEE Caterpillar-mennirnir Knise og Phipps fyrir framan eina af stóni jarðýtun- um, sem sýndar voru hjá Heklu. Viðskiptin við Heklu hafa verið ánægjuleg - segja John H. Phipps og Ron P. Kruse HEKLA hefur haft einkaumboð á fs- landi fyrir Caterpillar síðan í október 1947 og eru því 37 ár síðan samstarf fyrirtækjanna hófst. í tilefni afmælisins voru staddir hér á landi þeir John H. Phipps að- stoðarframkvæmdastjóri skrifstofu Caterpillar í Genf og Ron P. Kruse yfirmaður söludeildar Caterpillar f Skandinavíu. Sögðu þeir að samstarf Heklu um Caterpillar í Skandinavíu. Sögðu þeir að samstarf Heklu og Cat- erpillar stæði á gömlum merg og viðskiptin við þá hefðu verið mjög ánægjuleg í gegnum árin. „Hekla hefur reyndar selt mikið af vörum, t.d. ljósavélar og annað sem að skipum lýtur, sem ekki er mikið keypt af umboðsaðilum okkar í öðrum löndum,“ sagði Ron P. Kruse. Þetta er náttúrlega vegna þess að undirstöðuatvinnuvegur ykkar er fiskveiðar." „Auðvitað er Heklá líka með þungavinnuvélar og önnur tæki sem er aðalvarningurinn sem við seljum til annarra þjóða.“ John H. Phipps sagði að síðustu 25 árin hefði Caterpillar verið með umboðsaðila nánast um allan heim. „Við seljum meira að segja vöru okkar til Kína og Sovétríkjanna í gegnum umboðsaðila okkar þar.“ Þeir sögðu að það væri einungis í þeim löndum þar sem pólitísk vandamál væru að þeir hefðu ekki umboðsaðila svo sem í ýmsum ríkj- um Afríku en í flestum löndum hefðu þeir haft sömu umboðsaðil- ana eins og t.d. hér á landi og það væri fyrir mestu því nauðsynlegt væri að þekkja vel til þeirra sem verslað væri við. T. Kyoda frá Mitsubishi-verksmiðjunum: Góð framleiðsla á viðráðanlegu verði „SAMSTARE Mitsubishi og Heklu hófst árið 1979 og hefur verið mjög blómlegt æ síðan,“ sagði T. Kyoda, full- trúi Mitsubishi-verksmiðjanna, í sam- tali við blm. Mbl. „Áður en Hekla tók við umboðinu seldum við ekki nema um 50 bíla á ári, en fyrsta árið seldust um 500 bílar frá Mitsubishi á íslandi. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með slíkt stökk.“ Að sögn Kyoda er Mitsubishi mjög stór bílaframleiðandi og hefur um 10% markaðshlutdeild í Japan. Þar er samkeppnin enda geysilega hörð að sögn Kyoda. Hérlendis hefur markaðshlutdeild Mitsubishi verið um 8%. Sterkasta markaðssvæði fyrirtækisins er hins vegar Sri Lanka. Þar hefur Mitsubishi 60% hlutdeild. „Ætli við seljum ekki um 160—170.000 bíla á ári og stór hluti framleiðslunnar fer til ríkja 1 SA- Asíu. Thailand, Mauritanía, Ástralia og Indónesía eru t.d. mikilvægir markaðir fyrir okkur,“ sagði Kyoda. Mitsubishi hefur um 24.000 manns í vinnu hjá sér þrátt fyrir geysilega mikla tækni við framleiðsluna. Meira en helmingur framleiðslunnar er seldur úr landi. „Colt-inn var sá bíll, sem olli byltingu hjá okkur og beindi augum alheimsins að Mitsubishi. Núna framleiðum við margar gerðir bifreiða, sem allar standast sam- keppni og gott betur,“ sagði Kyoda. Hann bætti því við, að Pajero-jepp- inn hefði slegið í gegn og sendibif- reiðirnar L-200 og L-300 hefði náð mikilli hylli. „Það tók okkur fjögur ár að hanna Pajero-jeppann." Auk þess að framleiða bifreiðir selur Mitsubishi t.d. vélar til Chrysl- er og Ford. Sala véla nam t.d. 270.000 eintökum í fyrra. Auk þess selur verksmiðjan ýmsa aðra hluti í bif- reiðir um allan heim. „Okkur hefur tekist að halda verði í lágmarki með aukinni hagkvæmni og það verður alltaf keppikefli okkar að bjóða góða framleiðslu á viðráðanlegu verði,“ sagði Kyoda. Sigfús Sigfússon, framkvæmdastóri Heklu, þakkar T. Kyoda fyrir gjöfina fallegu, sem sjá má á milli þeirra. Morpmbitów/KEE. „FRÁ því samskipti Heklu og Volkswagen-verksmiðjanna hófust 1952 hefur Hekla selt 16.300 bíla frá okkur að því er næst verður komist,“ sagði Robert Earley, yfir- maður Norðurlandadeildar út- flutningssviðs Volkswagen-verk- smiðjanna, í spjalli við blm. Mbl. „Þótt þetta sé e.t.v. ekki svo ýkja há tala á alþjóðlegan mælikvarða er þetta góð markaðshlutdeild hér á landi og það er auðvitað eina eðiilega viðmiðunin," bætti Earley við. „Salan í ár hefur blómstrað hjá þeim Heklu-mönnum að því er þeir segja mér. Þeir hafa selt 132 bíla það sem af er árinu og það er meira en allt árið í fyrra. Sú viðmiðun er kannski ekki eðlileg því síðasta ár var óvenju erfitt fyrir bílainnflytjendur hér á landi er mér sagt.“ Morganbla*M/KEE Robert Earley (t.v.) ásamt Finnboga Eyjólfssyni, blaðafulltrúa Heklu, við Volkswagen „bjöllu" árg. 1948. Robert Earley frá Wolkswagen-verksmiðjimum: Aldrei fyllilega ánægðir — Nú hlýtur helsta markaðs- svæði Volkswagen að vera Þýskaland. Hverjir eru skæð- ustu keppinautar ykkar heima fyrir? „Það er vafalítið Opel. Þrátt fyrir mjög öflugar kynningar- herferðir hefur okkur alltaf tek- ist að halda þeim fyrir aftan okkur og svo er enn í dag. Hitt er svo annað mál hvort sú stað- reynd nægir okkur til þess að vera ánægðir. Við hjá Volkswag- en erum nefnilega aldrei fylli- lega ánægðir, setjum markið alltaf hærra og hærra. Undan- farin ár hefur samkeppni Jap- ana gert okkur erfitt fyrir eins og svo mörgum öðrum bílafram- leiðendum, en það er dálítið at- hyglisverð staðreynd að stærstu markaðir okkar í Evrópu eru lönd, sem öll framleiða bíla í stórum stíl sjálf, þ.e. Bretland, Ítalía og Frakkland." Að sögn Earley starfa um 235.000 manns hjá verksmiðjun- um víða um heim. Stærsti hlut- inn starfar í Wolfsburg, aðal- bækistöðvum fyrirtækisins, 118.000 manns. Sagði hann rekstur verksmiðjanna ganga vel en hann hefði verið erfiður fyrir nokkrum árum. „Það var á þeim tíma er allir áttu erfitt uppdráttar í heiminum," sagði Earley. „Volkswagen er annars ekki fyrirtæki, sem safnar auði. Nær allur hagnaður er látinn renna í fjárfestingu jafnóðum — samkeppnin hreinlega krefst þess.“ Volkswagen-verksmiðjurnar framleiða fleira en bíla. Þær framleiða diesel-vélar og selja þær m.a. til Volvo og British Leyland, Chrysler o.fl. kaupa skiptingar af fyrirtækinu. „Við höfum góð samskipti við aðra bílaframleiðendur víða í heimin- um og um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við Nissan-verksmiðjurnar í Japan um að þeir setji saman fyrir okkur Santana-bíiinn fyrir markaö í Japan og nærliggjandi Asíulönd. Þá eru Kínverjar að setja saman fyrir okkur bíla, þannig að þræðir Volkswagen liggja víða.“ Earley sagðist hafa veitt því sérstaka athygli þá daga, sem hann hefði dvalið á landinu, hversu annt starfsmönnum Heklu virtist um fyrirtækið. „Það er gaman að verða vitni að slíkum anda því ég þekki hann vel af eigin reynslu hjá Volks- wagen. Það máttu enda vita, að ánægt starfsfólk er einhver mik- ilvægasti þátturinn í rekstri góðs fyrirtækis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.